Morgunblaðið - 03.07.1979, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
Sauðárkrókur:
Er við hittum Pál tannlækni að máli á
íþróttavellinum var meistaraflokkur í fót-
bolta á æfingu. Þjálfari liðsins, sem sjá má á
milli hópanna á miðri mynd, er fenginn að
sunnan. Heitir hann Gústaf Björnsson og er
úr Knattspyrnufélaginu Fram.
niínnailfift,. pi
Samdráttar gc
sviði, enda máy
Þó ljóðlínan „skín við sólu Skagafjörður“ væri ofarlega í huga blaðamanns Mbl. er hann og ljósmyndari blaðsins lögðu
upp frá Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir Jónsmessu á leið til Sauðárkróks, þá brást vonin um sólríka daga í
Skagafirði. Þess ístað andaði köldu að norðan og úrkomusamt var ímeira lagi að mati Norðanmanna.
Á Sauðárkróki búa nú um 2.100 manns. Atvinnulíf er þar mikið og fjölbreytt og uppbygging íbúðahverfa og ýmissa
þjónustustofnana mjög hröð um þessar mundir. Við ræddum við nokkra forráðamenn bæjarfélagsins og fyrirtækja á
ýmsum sviðum og heimsóttum atvinnufyrirtæki. Birtist hér hluti af afrakstri ferðarinnar og eftirstöðvarnar
væntanlega fljótlega.
Páll Ragnarsson formaður Ungmennafélagsins Tindastóls:
„Háir okkur mest
hversu erfitt er að
fá fólk til starfa”
Hluti af starfsliði Hótels Mælifells í eidhúsi heimavistarskólans, sem er að
sögn Guðmundar betur búið tækjum en stærstu eldhús á hótelum í
Reykjavík. Þau eru, talið frá vinstri, Elsa Elíasdóttir, eiginkona
Guðmundar, Guðmundur hótelstjóri, Tómas Guðmundsson faðir
Guðmundar og Tómas Guðmundsson sonur hans, Ólöf Þorsteinsdóttir
starfsstúlka og Sigurður Tómasson kokkur.
Hótel Mælifell:
Veizlumatur, matreiddur
af kokki, sem nam í
eldhúsum Savoy í London
Ekki var örtröð fyrir að fara á
heimavistinni, sem Hótel Mælifell
hefur til afnota á sumrin, þá tvo
daga, sem blm. og ljósmyndari Mbl.
gistu þar um miðja s.l. viku. Vistar-
verur þar eru góðar og ekki má
gleyma matnum, sem borinn var á
borð, enda matreiddur af Sigurði
Tómassyni matreiðslumanni, sem
var við framhaldsnám í eitt og hálft
ár á hinu fræga hóteli Savoy í
London og lauk þaðan námi með
góðum vitnisburði.
Sigurður starfar hjá bróður sínum
Guðmundi Tómassyni hótelstjóra á
sumrin en er einn af kokkun Nausts-
ins á vetrum. Tómas faðir þeirra
starfar einnig við hótelið — var
reyndar hótelstjóri og eigandi á
undan Guðmundi og f móttökunni
var að finna þriðja ættliðinn, son
Guðmundar, Tómas. Heimilislegt,
eða hvað finnst ykkur?
Við ræddum stuttlega við
Guðmund hótelstjóra og inntum
hann eftir hvernig hótelreksturinn
gengi.
„Þetta gengur þokkalega. Þó finnst
mér erfiðara að reka hótelið nú en í
byrjun. Verðlagningin er þó nokkuð á
eftir dýrtíðinni. Aðsóknin er þokkaleg
yfir sumartímann, en á vetrum er oft
dauður tími.“
— Eru margir starfsmenn við
hótelið?
„Allt í allt eru 11 manns starfandi
yfir sumartímann. Við hjónin störf-
um hér bæði og eins synir okkar. Það
má kannski segja að þetta sé eins
konar fjölskyldufyrirtæki," sagði
Guðmundur brosandi. „A vetrum
verðum við að komast af með sem
fæst starfsfólk. Þá sækja hótelið
helst menn, sem koma hingað í
sambandi við fyrirtækin á staðnum.
Við höfum reynt 'að hafa nokkra
nýbreytni í starfseminni á veturna,
vorum t.d'. með sérstök opin
veizlukvöld þar sem buðum upp á mat
eins og bezt gerist í Reykjavík fyrir
hálfvirði og slógum upp dansleik á
eftir. Þessi kvöld voru vel sótt af
heimamönnum."
— Merkir þú einhverja breytingu á
aðsókninni í ár?
„Ég er ekki frá því að það sé
aukning á- að íslendingar ferðist
innanlands. Það er hins vegar ekki
gott að segja til um útlendingana,
þeir koma yfirleitt ekki fyrr en í lok
júní, og byrjun júlí.“
Við spurðum Guðmund í lokin,
hvernig honum líkaði að búa á Sauð-
árkróki. Hann svaraði því til, að það
væru mikil viðbrigði frá því að búa
fyrir sunnan. „Það var meira líf í
Reykjavík og meira stress. Hér er
miklu rólegra og það er gott aö búa
hér. Hér er nóg af tómstundatæki-
færum. Við höfum góðan golfvöll,
hestamennskan er vinsæl, ungmenna-
félagið sér um íþróttaaðstöðu og
kennslu, flugkennsla er á staðnum,
eins stangaveiðifélag. Eins eru hér
flest þau félög, sem vinsælust eru í
Reykjavík, s.s. J.C., Lions, Kiwanis,
Rotary, Erímúrarareglan o.fl. Það er
engin hætta á að fólki þurfi að
leiðast, og stressið er minna."
Við íréttum, að Páll Ragnars-
son tannlæknir, formaður Ung-
mennafélagsins Tindastóls, yrði
við æfingar á íþróttavellinum að
kveldi og brugðum okkur þangað
til að forvitnast ofurlftið um
æskulýðs- og fþróttamál á Krókn-
um. Páll var að leggja upp f sitt
reglulega skokk, en gaf sér þó
tíma til að spjalla við okkur. Við
spurðum hann fyrst hvernig ung-
mennafélagsstarfið gengi.
„Við erum hér að burðast við að
halda þessu lifandi. Við höfum
verið með flokka í íslandsmótinu í
körfubolta og fótbolta — það eru
helst boltaíþróttirnar sem við
tökum þátt í keppni í.
— Og hvernig er þátttakan?
„Það gengur svona upp og ofan.
Það koma náttúrulega árgangar
sem skara fram úr og árgangar
sem eru lakari, það fer eftir ýmsu.
Ef tapast einn bekkur í skóla þá
kemur það niður á heildinni og
það segir tilfinnanlega til sín á svo
litlum stað. Við erum núna með 5.,
4., 3. og meistaraflokk í fótbolta og
4., 3. og meistaraflokk í körfu-
bolta.“
— Hvernig er aðstaðan til
íþróttaiðkana hér?
„Við höfum Ijómandi góða að-
stöðu til keppni í útiíþróttum.
Aftur á móti erum við illa settir
með almenna aðstöðu, og mikill
skortur er á sparkvöllum. Við
höfum einn sparkvöll í bænum,
lítinn fyrir polla. Við höfum tekið
þátt í keppni yngri flokka í körfu-
bolta í 7—8 ár, þrátt fyrir að við
skólana eru engin mörk eða körfu-
boltahringir. A staðnum er einn
íþróttasalur, 8x16 m að stærð, og
þar eru einu körfuboltahringirnir
í bænum. Ég er búinn að vera að
reyna að koma því í gegn að fá
þessa aðstöðu bætta í a.m.k. fimm
ár, því krakkarnir alast upp í
íþróttunum í leik en ekki á keppn-
isvöllum, sem eru meira og minna
lokaðir fyrir þeim.
„Nei, og þó — kannski var það
bara þrjóska að ég kom heim
aftur, sagði Páll Ragnarsson
tannlæknir og formaður ung-
mennafélagsins.
— Hefur Tindastóll eitthvað
annað á dagskrá en körfubolta og
fótbolta?
„Þó að boltaíþróttirnar séu
stærsti og vinsælasti þátturinn þá
erum við náttúrulega með fleira á
stefnuskránni eins og önnur ung-
mennafélög. Við eigum og rekum
skíðatogbraut, einnig erum við
með sund og frjálsar íþróttir og
við troðum upp með leikrit á
sæluviku fimmta hvert ár. En það
er með leiklistina eins og svo
margt annað í starfi ungmennafé-
laganna. Við missum yfirleitt
beztu starfskraftana í stærri félög
á staðnum. Hér áður vorum við
með skógrækt og gróðrastöð en
skógræktarfélög hafa tekið við
starfseminni og áhugamenn um
þau málefni helgað þeim starfs-
krafta sína. Skákíþróttin er nokk-
uð stunduð innan félagsins, en ef
mikill áhugi kemur upp á skák þá
er Skákfélag Sauðárkróks rifið
upp en síðan er menn missa
áhugann, þá er íþróttinni skilað
aftur til ungmennafélagsins með
þeim ummælum að það eigi nú að
rífa þetta upp.
Það sem háir starfinu mest er
að erfitt er að fá fólk til þess að
starfa fyrir félagið, ekki til keppni
heldur til að vera með. Það hefur
t.d. ekki tekist að ná í mannskap
til að sinna hinum einstöku deild-
um. Það er aðeins ein stjórn og
hún þarf að sjá um allar deildirn-
ar.“
Páll er borinn og barnfæddur
Sauðkræklingur. Hann sagði
mikla breytingu hafa orðið á
staðnum frá því hann ólst þar upp.
Mikill munur væri á allri aðstöðu
og gott væri að búa þar. Þjónusta
og samgöngur góðar.
Spurningunni um, hvort ekki
hefði freistað hans að vera áfram í
Reykjavík að loknu námi svaraði
hann á þessa leið: „Nei, og þó,
kannske var það bara þrjóska, að
ég kom aftur. Ég var við nám fyrir
sunnan í átta ár og átti orðið
nokkurn hóp vina og félaga þar.
Það er nokkuð stórt svæði, sem ég
þarf að sjá um hér einn sem
tannlæknir og ég hef þar af
leiðandi minni tíma til frístunda
og tómstundastarfa. Ég gæti ef-
laust komist léttara af fyrir sunn-
an. En ég sé ekki eftir að hafa
komið heim aftur."