Morgunblaðið - 03.07.1979, Page 14

Morgunblaðið - 03.07.1979, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979 Þórður Friðjónsson, hagfræðingur Félags ísl. iðnrekenda; í yfirgripsmikilli og um margt ágætri grein Árna Benediktsson- ar, „Staða og stefna í fiskiðnaði", sem birtist í Tímanum 1. júní s.l., er fjallað um þróun nýtingar í fiskiðnaði, fiskfriðun, samanburð iðnaðar og sjávarútvegs og að lokum kjaradeilur. Sama umræðu- efni tekur Árni fyrir í útvarpinu 19. júní s.l. og aftur í Tímanum 27. júní. í umfjöllun Árna er að finna ýmsar aðfinnslur í garð iðnaðar- ins og gagnrýnir hann sérstaklega þann málflutning fulltrúa iðnaðarins, sem lýtur að saman- burði á milli sjávarútvegs og iðnaðar. Nokkurs misskilnings virðist gæta um ýmis atriði við- víkjandi þessu máli og er ætlunin að freista þess að leiðrétta hann hér. Á þessum áratug hafa orðið tvær grundvallarbreytingar á ís- lensku hagkerfi, sem báðar eru þess valdandi, að möguleikar ís- lendinga til aukinnar hagsældar hafa stórlega aukist, ef rétt verður haldið á málum og framsýni og samhug skortir ekki. Hér er átt við, að íslendingar hafa gerst virkir þátttakendur í fríverslunar- samtökum, með þeim afleiðingum að tollar og höft á utanríkisvið- skiptum heyra nú senn sögunni til hvað snertir viðskipti með iðnaðarvörur og mikinn hluta sjávarafurða og í annan stað höfum við öðlast yfirráð yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu. í kjölfar þessara breytinga hafa opnast nýir möguleikar til að bæta lífs- kjör hér á landi verulega, en til þess að svo megi verða er nauð- synlegt að breyta um stefnu í ýmsum mikilvægum þáttum efna- hagsmálanna og aðlaga hana að breyttum ytri aðstæðum, þannig að aukin tækifæri nýtist til fulln- ustu. Grundvallarforsenda þess að farsælum breytingum verði komið á, er sú að allir þeir sem hags- muna hafa að gæta í þessu efni, ræði opinskátt og fordómalaust um þessi mál. Af þessum sökum ber að fagna þeirri umræðu sem Árni hefur komið af stað. Það er einkum tvennt, sem Árna finnst aðfinnsluvert í málflutningi iðnrekenda. Hér er annars vegar um stefnu iðnrekenda í gengis- málum að ræða, sem byggir á þeirri staðreynd að gengisákvarð- anir eru nær alfarið miðaðar við þarfir sjávarútvegs og af þeim endurspeglast misvægi í rekstrar- búnaði iðnaðar og sjávarútvegs í genginu iðnaðinum í óhag. Hins vegar virðist auðlindaskattur eða sala veiðileyfa vera mikill þyrnir í augum Árna, þó sýna megi fram á að slikar aðgerðir eru í reynd nauðsynleg forsenda arðbærs og öflugs sjávarútvegs. Hvað þessa þætti snertir koma verulega vill- andi og rangar upplýsingar fram í grein Árna, sem nauðsynlegt er að leiðrétta í þeirri von að á eftir fylgi málefnalegri umræða um þessi mál. Afkomusveiflur í sjávarútvegi og gengisskráningu Málflutningur iðnrekenda um gengismálin hefur einkum verið af tvennum toga spunninn, sem nauðsynlegt er að gera skýran greinarmun á. I fyrsta lagi hafa tíðar og miklar afkomusveiflur í sjávarútvegi endurvarpast í geng- isskráningunni, þar sem jöfnunar- sjóðir sjávarútvegsins hafa ekki verið notaðir í samræmi við það hlutverk sem þeim var ætlað. Þetta hefur valdið því, að iðnaður- inn hefur ekki náð þeirri fótfestu, sem er úflutningsfyrirtækjum í iðnaði nauðsynleg jafnt sem fyrir- tækjum í samkeppni við innfluttar iðnaðarvörur á heimamarkaði. Af þessum sökum hafa iðnrekendur lagt þunga áherslu á að verðjöfn- unarsjóðum í sjávarútvegi verði beitt á þann hátt, að þeir hafi raunveruleg áhrif til sveiflujöfn- unar, en þar hefur mikill mis- brestur verið á. Stefna iðnrekenda hvað þennan þátt snertir kemur skýrt fram í stefnuskrá Félags íslenskra iðnrekenda og ætti ekki að vera þörf á neinum misskiln- ingi þar um. í Ijósi þessa eru fullyrðingar Árna um aðfinnslur iðnrekenda um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins algerlega úr lausu lofti gripnar, en hann segir m.a. eftirfarandi á einum stað í grein sinni í Tímanum 1. júní: „Síðan Verðjöfnunarsjóður fisk- iðnaðarins var stofnaður hefur hnútukasti iðnaðarins í hans garð ekki linnt. Þegar greitt hefur verið í sjóðinn hefur það verið slæmt. Þegar inneign hefur verið í sjóðn- um hefur það verið aldeilis djöful- legt. En verst af öllu hefur þó verið þegar greitt hefur verið úr sjóðnum, þá hefur gengið verið falsað á máli iðnaðarins." Þessar fullyrðingar sýna einungis, að Árni hefur alls ekki kynnt sér málflutning iðnrekenda — eða getur Árni nefnt dæmi um það að fulltrúar iðnaðarins hafa gagnrýnt inneign eða greðslur í Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins. Nei, sennilega verður Árni að róa á önnur mið en til iðnrekenda til að finna þá gagnrýni. Iðnrekendur hafa hins vegar þráfaldlega gagn- rýnt ábyrgðir ríkissjóðs á tómum verðjöfnunarsjóði. Á s.l. sumri átti sér stað gott dæmi um slíka misbeitingu, en þá mátti iðnaður- inn búa við 11% lægra gengi en sjávarútvegur í þrjá mánuði. Mismunandi starfs- skilyrði iðnaðar og sjávarútvegs Annar meginstofn í gengis- málaumræðu iðnrekenda felst í mismunandi aðbúnaði sjávarút- vegs og iðnaðar. Þar sem gengis- skráningin og afkoma í sjávarút- vegi er eins nátengd og raun ber vitni hljóta hagstæðari starfsskil- yrði í sjávarútvegi en í iðnaði óhjákvæmilega að skekkja gengið gagnvart iðnfyrirtækjum. Því verður ekki mótmælt, að undan- þága frá launaskatti og ívilnun í aðstöðugjaldi eru ótvíræð hlunn- indi fyrir þá sem þess njóta. Ennfremur fer ekki á milli mála, að skattfríðindi einstakra starfs- hópa verða að teljast fríðindi í harðri samkeppni um vinnuafl. Þessu til viðbótar hafa lánskjör og aðgangur að fjármagni verið iðnaðinum mjög í óhag, þó mis- munun í lánskjörum hafi stórlega minnkað á síðustu árum. í stefnu- skrá Félags íslenskra iðnrekenda kemur afstaða iðnrekenda í þessu efni skýrt fram. Þar er lögð þung áhersla á að mismunun milli sjávarútvegs og iðnaðar verði afnumin að fullu. Margir hafa tekið undir þessi sjónarmið og vil ég í því sambandi vitna í dr. Jóhannes Nordal, en hann segir í Morgunblaðinu 2. júní s.l.: ... „að rétt sé að jafna metin milli iðnaðar og sjávarútvegs með því að gera kerfisbundið átak til þess að afnema hvers konar mismunun, sem enn á sér stað milli þessara atvinnuvega, hvort sem er í skattamálum, opinberri fyrir- greiðslu, lánskjörum eða aðgangi að fjármagni...“ Um þann þátt í gengismálaum- ræðu iðnrekenda, sem lýtur að mismunandi starfsskilyrðum sjáv- arútvegs og iðnaðar, hefur Árni m.a. eftirfarandi að segja: „Endurmat gengisskráningar hlýtur óhjákvæmilega að byggja á heildarniðurstöðu útflutningsat- vinnuveganna. Ýmsar smærri út- flutningsgreinar hljóta því jafnan að búa við gengisskráningu sem þeim finnst ekki rétt. Slíkt mis- ræmi kemur einnig fram innan sjávarútvegsins." Iðnaðurog sjávarútvegur Anna Fríða Bernódusdóttir forstöðukona Laufásborgar: Nýstárleg aðferðReykjavíkurborgar við r áðningu forstöðukonu Laufásborgar Forkastanleg vinnubrögð dagvist- unarnefndar og félagsmálaráðs Næstkomandi fimmtudag kem- ur til umræðu í borgarstjórn Reykjavíkur mál, sem í fljótu bragði virðist ekki stórt í sniðum, en er í reynd prófmál um stöðu starfsmanna borgarinnar og á hvern hátt borgin kýs að meta framlag starfsmanna, sem unnið hafa í hennar þjónustu. Mál þetta snýst um ráðningu forstöðukonu barnaheimilisins Laufásborgar. Þar sem sá starfsmaður, sem að mínu áliti er brotið mjög svo ómaklega á, er staddur erlendis um þessar mundir, og þar sem ég hef verið nánasti samverkamaður hennar, get ég ekki undan því vikist að gera örlitla grein fyrir því opinberlega. Vona ég að upp- lýsingar mínar um allan aðdrag- anda málsins geti auðveldað borg- arstjórn Reykjavíkur að taka eðl- ilega og sanngjarna afstöðu, þegar máíið kemur til kasta hennar, nú á fimmtudaginn næsta. Ég vil byrja i stuttu máli á að gera grein fyrir því hvert hefur verið stjórnunarfyrirkomulag Laufásborgar frá 1. október 1976 til þessa dags. Þá var tekið upp það fyrirkomulag að stjórnun heimilisins var sameiginlega í höndum fóstra, sem við það störf- uðu. Gekk sú stjórnun áfallalaust og var ekki að henni fundið af yfirvöldum. Síðari hluta árs 1977 urðu allir aðilar hins vegar sam- mála um, að líklegt væri að það stjórnunarfyrirkomulag myndi ekki gefast eins vel framvegis, þar sem að allmikið los varð á starfs- mannahaldi er hluti fóstranna fór í barneignafrí um líkt leyti og ein fóstra hélt til framhaldsnáms erlendis. Eftir nokkra skoðun varð niðurstaðan sú, að rétt væri að ráða forstöðukonur að Laufás- borg. Fór framkvæmdastjóri Sumargjafar þess á leit við mig undirritaða og Dröfn Ólafsdóttur, að önnur okkar eða báðar tækj- umst forstöðu heimilisins á hend- ur. Töldum við að bezt gæti farið á, að við önnuðumst þessa stjórn sameiginlega og varð það úr. í nóvember 1977 vorum við síðan ráðnar til að gegna stöðu forstöðu- konu hemilisins að hálfum hluta hvor og tók ráðningin gildi 1. janúar 1978, en um sömu áramót tók Reykjavíkurborg formlega við rekstri dagvistunarstofnanna Sumargjafar, sem borgin hafði um langa hríð að mestu séð um fjárhagslegan rekstur á.* Þegar sú formlega yfirtaka átti sér stað létu borgarfulítrúar allra flokka þess getið að réttarstaða starfsfólks Sumargjafar ætti að sjálfsögðu ekki að breytast til hins verra fyrir þessa formbreytingu og viðtekinn og sjálfsagður skiln- ingur var sá að gerningar, sem forráðamenn Sumargjafar höfðu gert inn á við og út á við héldu sínu fulla gildi. Dröfn Ólafsdóttir fékk leyfi frá störfum frá og með miðjum apríl s.l. og til miðs ágústmánaðar. Ég mun hins vegar láta af mínu starfi vegna barnsburðarleyfis um líkt leyti. Nú fyrir nokkru kemst dagvist- unarnefnd borgarinnar eða öllu heldur formaður hennar að þeirri niðurstöðu að ófært sé að starf forstöðukonu hefur ekki verið auglýst. Virðist þá gleymt, að þær sem nú gegna því starfi tóku við því fyrir beiðni forráðamanna Sumargjafar og voru ráðnar til starfans fyrirvaralaust og án tímatakmörkunar og hafa rekið heimilið án aðfinnsla yfirvalda og í góðri sátt við starfsmenn þess eins og bréf þeirra til dagvistunar- nefndar bera með sér. Þessi ákvörðun kom að augljósum ástæðum ekkert illa við mig, þar sem ég myndi hvort eð er hætta störfum fljótlega eins og fyrr sagði. Qagnvart Dröfn horfir mál- ið öðruvísi við. Hún hefur átt mikinn þátt í að skapa þann góða starfsanda sem á heimilinu er og átti ekki að þurfa að gera ráð fyrir að stjórnmálamenn tækju á sig slíkan krók, sem nú hefur sýnt sig til að koma henni úr starfi sínu og setja annan í staðinn. Henni var reyndar gefið til kynna að auglýs- ing á þessu starfi nú eftir dúk og disk, væri einvörðungu gerð til að uppfylla formskilyrði. En það hef- ur svo sannarlega sýnt sig að annað hékk á spýtunni. Umsóknir Drafnar og Elínar Torfadóttur voru lagðar fyrir dagvistunarnefnd Reykjavíkur- borgar 26. júní s.l. Þar sem að tvo aðalmenn vantaði og varamenn voru mættir í þeirra stað og þar sem fulltrúi Sumargjafar hafði ekki getað mætt á fundinn var beðið um að afgreiðslu yrði frest- að, en því var synjað. Var þá gengið til atkvæða og hlaut Dröfn 2 atkvæði og Elín 2 atkvæði. Tveimur dögum síðar er málið lagt fyrir Félagsmálaráð Reykja- víkur. Þar sem fram hefur komið í bókun dagvistunarnefndar bréf frá starfsfólki Laufásborgar og eins þar sem ráðsmenn höfðu aðeins haft umsóknir undir hönd- um í um hálfan sólarhring óskaði einn ráðsmanna eftir því að af- greiðslu málsins væri frestað. Var sú beiðni borin undir atkvæði og felld með atkvæðum meirihlutans gegn atkvæðum minnihlutans. Er mér tjáð, að það sé nánast óþekkt að slíkur frestur sé ekki veittur, enda ómögulegt að sjá hvers vegna í ósköpunum svo óskaplega lá á. Ég sagði í upphafi, að kannski virtist utanaðkomandi aðilum að hér væri um lítið mál að ræða. En ég hygg að, þegar menn kynna sér það nánar, þá sjái þeir að hér er meira í húfi, en dæmafá fram- koma borgarinnar, sem vinnuveit- anda í garð góðs starfsmanns. Ég tel mikinn vafa leika á að heimilt hafi verið að auglýsa, sem lausa, stöðu, sem þá þegar var gegnt af starfsmönnum, sem ráðnir höfðu verið ótímabundið og fyrirvara- laust. Ef litið er á auglýsingu starfsins sem uppsögn um leið til þeirra sem starfinu gegna, þá er

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.