Morgunblaðið - 03.07.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
17
í Morgunblaðinu sl. föstudag
birtist frétt með þriggja dálka
fyrirsögn, vegna ráðningar for-
stöðukonu að barnaheimilinu
Laufásborg. I fréttinni kemur
fram, að fóstrur í Laufásborg hafi
sagt upp störfum vegna ráðningar
minnar í starf forstöðukonu.
Blaðamaður fær umsögn þeirrar
stúlku sem nú gegnir störfum
forstöðukonu, og einnig getur
blaðamaður þess réttilega, að ekki
hafi náðst í mig, enda var ég
utanbæjar.
Út af fyrir sig er það nýmæli, að
ráðning forstöðukonu barnaheim-
ilis verði að stórfrétt í dagblaði, en
mín vegna hefði gjarnan mátt
fjalla um slíkar ráðningar oftar í
blöðum.
Þar sem Morgunblaðið hefur
boðið mér að koma á framfæri
mínu áliti, þykir mér rétt að skýra
málið örlítið frá minni hlið.
Hverjir lof-
uðu stöðunni?
í byrjun júnímánaðar var aug-
lýst laust starf forstöðumanns við
Laufásborg. Um þessa stöðu sótti
ég. Þegar starf er auglýst laust til
umsóknar er ekki gert ráð fyrir að
búið sé að ráða í það fyrirfram.
Ekki ætla ég að fara að segja
æfisögu mína, en árið 1948 lauk ég
prófi frá Fóstruskólanum, í fyrsta
hópnum sem brautskráðist eftir
fóstrunám hérlendis, og hef síðan,
til ársins 1974, nær samfellt unnið
við fóstrustörf. Á þessum 26 árum
hef ég unnið öll störf í og tengd
fóstrustarfi. Verið forstöðukona á
annan áratug, unnið sem fóstra á
öllum stigum frá vöggustofu og
skóladagheimili og auk þess unnið
á sjúkrahúsi til að kynna mér
meðferð veikra barna. Eg tel mig
þarafleiðandi hafa töluverða
reynslu í starfinu.
Þrisvar hef ég stundað fram-
haldsnám erlendis. Meðal náms-
efnis má nefna, að við Danska
kennaraháskólann sótti ég nám í
uppeldisfræðum og rekstri dag-
vistunarstofnana, auk samvinnu
fóstra við foreldra. Árið 1974 fékk
ég styrk frá Evrópuráði og notaði
hann til að kynna mér fóstrunám
og hin margvíslegu rekstrarform
dagvistunarstofnana á Norður-
löndum. í vetur sótti ég svo
fyrirlestra í samfélags- og uppeld-
isfræðum við Stokkhólmsháskóla.
— Ég hirði ekki um að tína hér til
hin ýmsu smærri námskeið og
kynnisferðir tengdar fóstrustarf-
inu, víða erlendis. — Við þetta má
bæta stúdentsprófi sem ég lauk á
síðasta ári.
Sem forstöðukona minnist ég
Athugasemd frá
Elínu Torfadótt-
urvegnaskrifa
um veitingu stöðu
forstöðukonu
Laufásborgar
þess ekki að hafa nokkru sinni átt
í útistöðum við starfsfólk, né
heldur minnist ég þess að nokkru
sinni hafi hætt hjá mér stúlka
vegna ósamkomulags. Hins vegar
varð ég að sjá á eftir mörgum
góðum fóstrum sem hjá mér höfðu
starfað, í forstöðukonustörf. Tugir
nemenda fengu starfsþjálfun á
forstöðukonuferli mínum, og man
ég ekki eftir að þar bæri skugga á,
— nema síður væri.
Af þeim ótal foreldrum sem ég
hef átt samskipti við í starfi mínu,
minnist ég þess vart að komið hafi
til árekstra. Hitt er annað mál að
ég tel mig hafa átt drúgan þátt í
að koma á foreldrafundum á
barnaheimilum, enda fengin í
ótalin skipti á ýmis barnaheimili
til að flytja erindi um gildi góðra
samskipta foreldra og fóstra. Það
er einn ánægjulegasti þáttur fóst-
urstarfsins að kynnast ótölulegum
fjölda þakklátra foreldra, og það
er einn stærsti vinahópurinn minn
í gegnum árin.
Elín
Torfadóttir
í félagsmálaráði fékk ég fimm
atkvæði en einn sat hjá. En í
Stjórnarnefnd dagvistunarstofn-
ana Reykjavíkurborgar féllu at-
kvæði 2 og 2. Vissulega mega
menn hafa sínar skoðanir á um-
sækjendum, en þó „undrar" mig
afstaða fulltrúa Fóstrufélagsins í
stjórninni. Þegar stéttarfélag á
fulltrúa í stjórn stofnana er þeim
ávallt nokkur vandi á höndum
þegar gera þarf upp á milli félags-
manna. Þó er meginreglan sú, að
tekið sé tillit til starfsaldurs. En
fulltrúi Fóstrufélagsins vílar ekki
fyrir sér að ganga framhjá 26 ára
starfsferli og fjölþættri reynslu og
menntun, heldur greiðir hann
þeim umsækjanda atkvæði sem
mun skemmri starfsaldur hefur
og telur að ef sá umsækjandi sé
ekki ráðinn, jaðri það við brott-
vikningu. Brottvikningu úr
hverju? Starfið var laust til um-
sóknar. Er hægt að víkja manni úr
starfi sem hann hefur ekki?
í viðtali Morgunblaðsins við þá
stúlku sem nú gegnir forstöðu-
mannsstarfinu, segir hún að hinn
umsækjandinn hafi unnið með sér
við stjórnun Laufásborgar í eitt og
hálft ár, og beri þess vegna að fá
stöðuna. Það sakar kannski ekki
að geta þess, að ég vann í Laufás-
borg í 5—6 ár, án þess að krefjast
stöðunnar út á það.
I Vísi sl. laugardag er viðtal við
eina af þeim fóstrum sem sagt
hafa upp störfum, og skýrir hún
þar frá því, að búið hafi verið að
lofa hinum umsækjandanum stöð-
unni, og þess vegna séu þetta svik
við hana.
Hverjir skyldu hafa lofað henni
þessu? Og í hvaða umboði? Ekki
þeir aðilar sem áttu að veita
stöðuna. — Skyldu það hafa verið
sömu aðilar og buðust til þess í
vetur að veita mér stöðu forstöðu-
manns Laufásborgar og sem ég
svaraði með því að þeir hefðu ekki
umboð til neinna stöðuveitinga og
ég myndi aðeins taka þær stöður
sem auglýstar væru lausar?
Kannski er þarna komin skýr-
ingin.
Um þær fóstrur sem sagt hafa
upp störfum, hef ég ekkert slæmt
að segja, því ég þekki ekki, að ég
veit, neina þeirra né heldur að ég
hafi átt í neinum útistöðum við
þær á einn eða neinn hátt. Ég
vona að það sé gagnkvæmt. Þess-
um fóstrum óska ég alls góðs. En
örlítið stingur það í stúf við
umhyggju fyrir börnum, að segja
upp störfum án tilskilins fyrir-
vara, og vonandi er það ekki gert
til að gera nýrri forstöðukonu
erfiðara fyrir, — slíkt má ekki
ætla fóstrum.
Með þökk fyrir birtinguna.
Elín Torfadóttir, fóstra
allra aðildarríkja í Comecon í
Austur Evrópu nema Rúmen-
íu. Verðið er reiknað út á
grundvelli vestræns meðal-
verðs næstu fimm ár á undan,
svo að ákvörðun OPEC ríkj-
anna í fyrri viku um hækkun
olíuverðs mun einnig hafa í
för með sér hækkun á olíu frá
Sovétríkjunum. Bandamenn
Sovétríkjanna nota og einnig
vestræna gjaldmiðla til að
festa kaup á verulegu olíu-
magni frá OPEC.
Þó svo að olíuframleiðsla í
Sovétríkjunum hafi dregizt
saman mun framleiðsla á
kolum hafa gengið betur, og
er nú komin um 4.7 millj.
tonna fram úr áætlun.
Pravda eggjaði lesendur
sína mjög að gæta fyllstu
varkárni í allri olíunotkun og
átaldi alla sóun.
Hins vegar er ljóst að
Comeconríkin munu nú beina
athyglinni í vaxandi mæli að
öðrum orkugjöfum, eins og
vestræn ríki, og Kosygin for-
sætisráðherra fjallaði sér-
staklega um kjarnorkuna í
því sambandi.
Hann sagði að unnið væri
að sameiginlegri áætlun til að
leggja grundvöll að því að
kjarnorkan gæti komið í stað
þeirra orkugjafa sem nú eru
almennastir og væri stefnt að
því að kjarnorkan yrði þriðj-
ungur allrar orku Comecon.
Á fundinum munu ríkin
hafa gert mjög umfangsmikl-
ar samþykktir um samstarf
og samræmingu í efnahags-
og orkumálum. Ein þeirra
miðar að því að Sovétmenn og
Tékkóslóvakar reisi í samein-
ingu kjarnorkuver, er fram-
leiði fyrir árslok 1990 37
milljón kgW fyrir Austur-
Evrópulönd.
Faddetev ritari Comecon
sagði einnig að samstarfs-
samningurinn um kjarnork-
una skuldbindi Sovétmenn til
þess að byggja ver sem fram-
leitt gæti samtals 113 millj.
kgW fyrir þennan tíma og
myndi þetta komið í gagnið
spara 70 milljón tonn af
hefðbundnum orkugjöfum á
ársgrundvelli. Framleiðslu-
geta kjarnorkuvera í Sovét-
ríkjunum nú og fram að
árslokum er aðeins 20 millj.
kgW.
Auk Sovétríkjanna eiga að-
ild að Comecon Búlgaría,
Kúba, Tékkóslóvakía, Aust-
ur-Þýskaland, Ungverjaland,
Mongólía, Rúmenía, Pólland
og Víetnam. Forsætisráðherr-
ar þessara ríkja voru fyrir
sendinefndunum á fundinum
í Moskvu að Piotr Jaroszevicz
forsætisráðherra Póllands
einum undanskildum, en
hann var sagður sjúkur.
Júgóslavía er aukafélagi og
sendi fulltrúa, og áheyrnar-
fulltrúar komu einnig frá
Afganistan, Angóla, Eþíópíu,
írak, Finnlandi, Laos, Mexíkó,
Mósambik og Suður Jemen.
Nýkomið:
frá Detroit Automotive:
Driflæsingar í fjórhjóladrifsbíla, framan
og aftan.
Frá Riveria:
Stálvaskar meö áfastri 2ja hólfa
gaseldavél.
Aqua Flow 12v vatnsdælur m/krana.
Gasofnar meö öndun út, fyrir bíla og
sumarhús.
Litlir gasofnar fyrir tjaldvagna og fellihýsi.
Frá Rapido:
Fellihýsi, lítiö á vegi, stórt uppsett.
Hafid samband við Gunnar Ólafsson eða
Sigurð Þorkelsson hjá Panelofnum hfM
Kópavogi. Sími 44210.
Scout II.
4 cyl. Scout II. Kom mjög vel út
í sparakstri B.Í.K.R. í maí.
XSsVéladeíld
m Sambandsins
Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900
í