Morgunblaðið - 03.07.1979, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
an dag. Þeir byrjuðu á því að flytja
eldsneyti í land úr Óðni fyrir þyrlu
Varnarliðsins og um kl. 7 kom sú
stóra aðvífandi og stóru hlutirnir á
þilfari Óðins hurfu á loft einn af
öðrum og lentu mjúklega undir
„væng“ þyrlunnar á réttum stöðum í
Surtsey. Þetta var í fyrsta skipti
sem vel þjálfað þyrlulið Varnarliðs-
ins framkvæmdi slíka flutninga af
skipsfjöl, en það gekk fljótt og vel
bæði hús og dráttarvél svifu á loft
eins og ekkert væri eðlilegra. Þegar
stóra þyrlan hafði lokið 6 ferðum
með s.tærstu tækin tók TF-GRÓ við
og flaug 70 ferðir milli eyjar og
skips um daginn. Var stórkostlegt
að fylgjast með hæfni flugmanna
þyrlunnar við erfiðar aðstæður, því
norðan strekkingur var á og því
misvindasamt í hlíðum Surtseyjar.
Tækjabúnaðinn þurfti að flytja á
nokkra staði, við Pálsbæ, undir
Búnka og upp við austurgíginn þar
sem borstaðurinn hefur verið valinn
í hlíðinni.
Það er Jarðfræðistofnun Banda-
ríkjanna sem styrkir Náttúrufræði-
stofnun íslands til þessara rann-
sókna sem byggjast á því að ná
kjarna úr borun niður á 210 metra
dýpi og kanna þannig hvernig askan
hefur breytzt í móberg við steinruna
og efnabreytingar af völdum hita,
raka og þunga, aðallega. Sveinn
Jakobsson jarðfræðingur stjórnar
verkinu, en hann vann m.a. við
rannsóknir í Surtsey þegar gos var í
eynni og hann hefur unnið við
'ýmsar rannsóknir í öðrum eyjum
Vestmannaeyjaklasans. Af þessum
33 milljónum króna sem Banda-
ríkjamenn veita til rannsóknarinn-
ar mun meginhluti fjárins fara í
kostnað við borun eða nær 30
milljónir króna og þar af eru um 4
millj. kr. söluskattur á borunina, en
unnið er að því að það fé notist
einnig í rannsóknina.
Sú rannsókn sem nú fer fram í
Með traktor í loft-
brú til Surtseyjar
80 þyrluferðir með búnað til vísindarannsókna í Surtsey
Dinglandi dráttarvél neðan í þyrlu Varnarliðsins, rétt laus við
þilfar Óðins.
ÓÐINN lá við bryggju í Þorláks-
höfn, en síðustu klukkustundirnar
hafði verið skipað um borð 50
tonnum af ýmsum tækjum til
vísindarannsókna í Surtsey, nánar
tiltekið tækjabúnaði til þess að
kanna í fyrsta skipti í sögu jarðar-
innar hvernig móberg verður til
inni í eynni sjálfri. Bor frá Jarð-
borunum ríkisins var kominn á
þyrluþilfarið, dælur, borar, hús og
jafnvel dráttarvélar. Varðskipið
átti að flytja farminn til Surtseyjar
þar sem þyrlur frá Gæzlunni og
Varnarliðinu skyldu sfðan selflytja
varninginn í land.
Það var liðið á nótt s.l. fimmtu-
dags þegar Óðinn lét úr höfn,
kóssinn tekinn á Surtsey eftir snara
sigiingu út hafnarmynnið. Helgi
Hallvarðsson skipherra gaf ordrur
snöggt og ákveðið eins og honum er
lagið, hver maður á sínum stað,
valið lið dugmikilla útvarða íslands.
í morgunsárið var Óðinn við strönd
Surtseyjar og beið eftir gæzluþyrl-
unni með Birni Jónssyni flugmanni
við stjórnvölinn, en auk hans fiaug
Þórhallur Karlsson þyrlunni þenn-
Ævar Jóhannesson með hita-
mæli í hlíð Surtseyjar, en
hann heíur komið við sögu í
mörtfum þáttum rannsókna (
eynni.
Surtsey er mjög sérstæð og það er
reyndar einsdæmi að farið sé á
þennan hátt með annan eins farm af
tækjum til vísindarannsókna á eyju
langt úti í hafi, en einn þátturinn í
þessari rannsókn er að finna hvaðan
sá mikli hiti kemur sem enn er víða
í Surtsey og siík rannsókn tengist að
sjálfsögðu könnun á möguleikum í
framtíðinni til frekari orkuöflunar
á íslenzkum jarðeldasvæðum.
Á næstu dögum er reiknað með að
borun hefjist af fullum krafti í
Surtsey. Þrír bormenn eru á staðn-
um auk jarðfræðinga og annars
starfsliðs, en m.a. tók 14 manna lið
úr hjálparsveit skáta í Vestmanna-
eyjum þátt í því að koma verkinu af
stað. Hafa þeir unnið við að grafa
geypilega holu til þess að ná vatni
fyrir borinn.
Reiknað er með að boruninni ljúki
á næstu tveimur mánuðum.
Grein og myndir:
Árni Johnsen
Hel/fi Hallvarðsson skipherra
á Óðni.
Gróðurinn sækir hægt og síg-
andi á (Surtsey, en mest er a/
fjöruarfa.
Sveinn Jakobsson jarðfræð-
ingur stjórnar rannsókninni.
-V ti®
á dráttarvélinni góðu, fyrsta ökutækinu í Surtsey.
Bormennirnir
Þyrlumenn Varnarliðsins héldu stóru þyrlunni kyrri eins og
ekkert væri yfir þilfari óðins meðan krókurinn var festur (
tækin.