Morgunblaðið - 03.07.1979, Side 20

Morgunblaðið - 03.07.1979, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979 iltofgtiitlilfifrifr Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Rítstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Rammi um sorgarsögu jóðir Indókína hafa búið við styrjaldarástand í áratugi. Sú barátta, sem þar var háð, var fyrst í stað og lengi vel gegn áhrifum Evrópubúa, er þar hösluðu sér hagsmunavöll á nýlendu- tímabilinu. Evrópsk yfirdrottnun og vestræn valdastaða í þessum heimshluta heyrir nú fortíðinni til. Þau öfl, sem völdum náðu í svokölluðum „þjóðfrelsishreyfingum", hafa um árabil setið á valdastóli og innleitt sósíalíska þjóðfélagshætti. í kjölfar hinnar nýju þjóðfélagsgerðar og í skugga hins svokallaða „Þjóðfrelsis“ kom tvennt, sem hrekklaus almenningur sá ekki fyrir: 1) áframhaldandi styrjaldarrekstur og hrikalegt flóttamanna- vandamál. Hið kommúníska Víet-Nam réðist inn í hina kommún- ísku Kambódíu og lagði hana undir sig. Sjálft Rauða-Kína sendi her af torgi hins himneska friðar inn í Víet-Nam; og ekki er loku fyrir skotið, að sú „lexía“ verði endurtekin. Afleiðing þessara styrjaldar- átaka og hinna nýju þjóðfélagshátta varð sum sé flóttamanna- vandamál, sem er að vaxa í eina stærstu sorgarsögu samtímans. Ekki fer hjá því að flóttamannastraumurinn frá sósíölskum ríkjum S-Asíu varpi ljósi á hliðstæðu sína í A-Evrópu. Plótta- mannastraumur frá A-Þýzkalandi, sem leiddi til byggingar Berlínarmúrsins, og sala á pólitískum föngum frá sama ríki fyrir vestrænan gjaldeyri, eru hryggilegir en lærdómsríkir kaflar í samtímasögu okkar. Vandamál Gyðinga og ýmissa andófshópa í Sovétríkjunum ber að sama brunni. Innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu og beiting Rauða-hersins gegn verkamönnum í Ungverjalandi eru af sama toga. Sagan er aðeins að endurtaka sig í Indókína, þó á sinn sérstæða hátt sé. Ýmis vestræn ríki, s.s. Svíar, lögðu og leggja fram verulega fjármuni, sem ganga áttu til þess að byggja upp viðunandi tilyeru fyrir þjóðir Víet-Nam. Hvern veg þetta fjármagn hefur verið notað af hinum kommúnisku stjórnendum þar í landi skal ósagt látið. En það er talandi dæmi um mótsagnirnar í framvindu mála, að nú hafa Svíar ákveðið að verja 15 milljónum sænskra króna til flóttamanna- hjálpar og að taka á móti 1250 flóttamönnum frá Víet-Nam, sem brotið hafa allar brýr að baki sér til að komast frá því hlutskipti, er þeim var búið í hinni nýju þjóðfélagsgerð. Það hrikalega, alþjóðlega vandamál, sem aðbúð mörg hundruð þúsunda flóttafólks í S-Asíu er orðin að, hefur vakið margháttuð viðbrögð hér á landi sem annars staðar. Sjálfgefið er að hinar betur megandi þjóðir, þ.á m. íslendingar, mæti vandanum með einhvers- konar samátaki. Um það er ekki ágreiningur, hvorki frá hægri né vinstri. Vinstri menn hér á landi hafa þó komizt í furðulega sjálfheldu í umræðu um málið. Vinstri sinnuð blöð og fréttaskýr- endur hafa ítrekað haldið því fram að meirihlutinn af þessu flóttafólki séu spilavítiseigendur, hórmangarar og braskarar, sem ekki hafi aðlagazt sósíölskum stjórnarháttum. Þessi barnalega vörn fyrir hin framandi sósíalistaríki ýtir síðan undir tortryggni gagnvart hugsanlegri landvist slíks fólks, sem á þann veg er lýst. Engu að síður taka vinstri menn í aðra röndina undir landvist flóttafólks frá fyrirmyndarríkjum þeirra. Það þykir henta að leika þann veg tveimur skjöldum á skeiðvelli hinnar marxísku rökhyggju. Sá vandi, sem nú steðjar að í S-Asíu, kann að virðast fjarlægur okkur Islendingum. Tæknin hefur hins vegar þurrkað út fjarlægðir og fært byggðir jarðar í návist hverrar annarrar. Það er því þurfandi fólk við okkar bæjardyr, ef grannt er að gáð. Því þarf að rétta hjálparhendur. Hér skal ekki fullyrt, hvern veg bezt verður að slíku staðið. En samhliða sjálfsagðri hjálp er eðlilegt að hver og einn spyrji sjálfan sig: hverjar eru rætur vandans og má fyrir þær komast? Er sú staðreynd ekki íhugunarverð, að drjúgur hluti flóttafólks í veröldinni er komin frá ríkjum með sósíalska stjórnarhætti? Vopnaviðskipti í Asíu og Afríku, sem óumdeilanlega eiga hlut að máli flóttamannavandans í heiminum, samhliða stjórnkerfum einstakra ríkja, fara og yfirleitt fram með vopnum frá öðrum ríkjum. Sovétríkin eru i hópi alstærstu vopnaframleiðenda og vopnasala heims og vopn þaðan koma víðast við sögu, þar sem ófriður er í he, rnum. Þannig kemur forystyríki sósíalismans í heiminum hvarvetna við þá sorgarsögu, sem er dekksti þátturinn í sambúð mannkyns. Er ekki tímabært að draga lærdóm af þeim staðreyndum, sem mynda rammann um sorgarsöguna í Indókína og víðar í veröldinni? Viðræður á ráðherragrundvelli Viðskiptaráðherra greindi frá því á blaðamannafundi sl. föstudag, að Sovétmenn hefðu tekið því þunglega að flýta viðræðum milli ríkjanna um allsherjar viðskiptasamning. Þessi yfirlýsing breytir engu um það, að Sovétmenn geta ekki neitað því að eiga viðræður um olíuviðskipti ríkjanna á ráðherraplani, ef viðskiptaráðherra óskar eftir að fá að heimsækja Sovétríkin þeirra erinda. Það er ekki vansalaust, hve svifaseinn viðskiptaráðherra hefur verið í þessum stærsta aðsteðjandi vanda þjóðarbúsins. Viðræður um allsherjar viðskiptasamning geta beðið haustsins, en málaleitan um aðra verðviðmiðun á olíuvörum en Rotterdammark- að, sem þýðir að langtímasamningur er bundinn skammtímaverði, þolir enga bið. Þjóðin væntir þess að viðskiptaráðherra manni sig upp í að gegna skyldu sinni í þessu stærsta kjaramáli heildar og einstaklinga á líðandi stund. VIÐRÆÐURNAR UM JAN MAYEN Benedikt Gröndal og Knut Frydenlund kveðjast íyrir utan Ráðherrabústaðinn. Ljósm.Mbl.Ói.K.M. Viðræðumar strönd- uðu á lögsögumálinu — segir Knut Frydenlund „Það liggur í hlutarins eðii, að við hefðum helzt kosið að fara heim með samkomulag um öll atriðin,“ sagði Knut Frydenlund utanríkisráðherra Norðmanna, er Mbl. spurði hann eftir ráð- herraviðræðurnar, hvort árang- ur þeirra væri honum að skapi. „En við munum áfram vera í sambandi um þau atriði, sem okkur tókst ekki að ganga frá nú,“ bætti Frydeniund við. Mbl. spurði Frydenlund, hvað hefði orðið um þá ósk hans, að íslendingar beittu ekki lögreglu- valdi sínu nema að miðlínu milli íslands og Jan Mayen, en á blaða- mannafundi fyrir Islandsferðina tilkynnti Frydenlund, að hann myndi bera fram slíka ósk í viðræðunum. Frydenlund sagði aðeins, að þetta væri eitt þeirra atriða, sem óútkljáð væru. Og spurningu Mbl. um það, hvort Norðmenn viðurkenndu 200 mílna efnahagslögsögu íslands eða ekki, leiddi hann hjá sér, en kvað það ekki vilja Norðmanna að lenda í útistöðum við íslendinga. Hann sagði samkomulag hafa orðið um að sumarloðnuveiðarnar við Jan Mayen mættu hefjast 23. júlí og myndu Norðmenn ef til vill hag- nýta sér það, hvað sem öðru liði. Þegar Mbl. endurtók spurning- una um viðurkenningu Norð- manna, kastaði Frydenlund kveðju á hópinn, sem stóð fyrir utan Ráðherrabústaðinn og smeygði sér inn í bifreiðina, sem flutti hann til Keflavíkur. I viðtali við norska sjónvarpið sagði Frydenlund eftir heimkom- una til Oslóar, að viðræðurnar í Reykjavík hefðu strandað á lög- sögumálinu, þar sem íslendingar hefðu ekki viljað viðurkenna norska fiskveiðilögsögu við Jan Mayen. Viðbrögð í Noregi: r Stífni Islendinga ástæo árangurs í viðræðunum AolA 9 i/.U T? I 1 I * j. L:! j r ÓhIó. 2. júlí. Frá fréttaritara Mbl. Jan Erik Lauré. FRÉTTIR af ráðherraviðræðunum í Reykjavík um Jan Mayen-málið hafa vakið nokkra furðu hér í Noregi. Á laugardag skýrðu útvarp og sjónvarp frá því að samkomulag hefði náðst um, hvenær loðnuveiðarn- ar ættu að hefjast og um aflakvóta, en á sunnudag voru fréttir þessar bornar til baka, en að áliti sumra er stífni íslendinga fyrst og fremst um að kenna , hversu lítill árangur náðist í viðræðunum. „Við leggjum höfuðáherslu á að lenda ekki í neinum útistöðum við íslendinga," sagði Knut Frydenlund utanríkisráðherra heimkominn frá Reykjavík. Hann lagði áherzlu á að skammur tími væri til stefnu til að komast að samkomulagi. „Við getum ekki lagt hömlur á veiðar norskra sjómanna við Jan Mayen án þess að hömlurnar nái líka til erlendra fiski- manna,“ sagði Frydenlund. Svo virðist sem loðnuveiðar norskra sjómanna við Jan Mayen hefjist 23. júlí og að sumarafli þeirra verði bundinn við 90.000 tonna hámark. Frydenlund segir að þessi atriði megi taka út úr „heildarsamningspakkan- um“, ef menn verði ekki búnir að koma sér saman um önnur atriði hans. Frydenlund segist munu hafa síma- samband við íslenzk stjórnvöld á næstu dögum. I norskum blöðum er sagt, að af Islands hálfu hafi því verið slegið föstu, að ísland geti ekki viðurkennt norska fiskveiöilögsögu við Jan Mayen, sem komið yrði á samkvæmt lögunum um efnahagslögsögu Noregs. ísland vilji í sjálfu sér ekki síður en Noregur að loðnuveiðarnar verði takmarkaðar, en viðurkenning á norskri fiskveiðilögsögu við Jan Mayen þýði í reynd viðurkenningu á því að Jan Mayen eigi rétt á eigin efnahagslögsögu. Þessi staða sé svipuð stöðunni við Svalbarða. Sovétmenn hafa látið óátalið að Norðmenn kæmu þar á nokkurs konar fiskverndarlög- sögu, en hafa áskilið sér allan rétt, ef Norðmenn grípi til ákveðnari aðgerða með tilvísun til laganna um efnahags- lögsöguna. Tillögu íslands um sameiginlega stjórnun íslands og Noregs á fiskveiði- lögsögu við Jan Mayen geta Norðmenn Jens Evensen ráðunautur norsku ríkisstjórnarinnar í hafréttarmálum, Amlin, lögfræðingur viðræðunefndarinnar og Knut Frydenlund utanrík- isráðherra fá sér frískt loft á tröppum ráðherra bústaðarins á laugardag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.