Morgunblaðið - 03.07.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.07.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979 29 Viðræðum um mikilvæg- an þátt var í raun lokið með jákvæðum árangri — segir Eyjólfur Konráð Jónsson „MIKILVÆGT er að formleg- ar pólitískar viðræður hafa nú verið teknar upp milli ríkjanna um Jan Mayen svæðið utan 200 mílna efna- hagslögsögu íslands f sam- ræmi við ályktun Alþingis 22. desember síðastliðinn. Þrátt fyrir þagnarskyldu ætti að vera óhætt að segja að viðræðunum nú um um mikil- vægan þátt málsins hafi í raun verið lokið með jákvæð- um árangri, þegar snurða hljóp óvænt á þráðinn, því að fjöldi íslenzkra og norskra blaðamanna fylgdist allan laugardaginn með framvind- unni, þótt þeir væru ekki viðstaddir beinar samninga- viðræður, og lýsa áreiðanlega því, sem þeir urðu áskynja,“ sagði Eyjólfur Konráð Jóns- son alþingismaður, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ís- lenzku samninganefndinni, er Mbl. ræddi við hann í gær. „Að sjálfsögðu mun hvorug þjóðin grípa til einhliða aðgerða meðan slíkar viðræður fara fram,“ sagði Eyjólfur, „en báðir aðilar hafa lýst því yfir að þeim verði haldið áfram. Þannig er árekstr- um milli þessara vinaþjóða, sem gætu gert óbætanlegan skaða, bægt frá að minnsta kosti fyrst um sinn. Fregnir hafa birzt bæði hér og í Noregi um að fullt samkomulag hafi verið um helmingaskipti þess loðnuafla, sem á sumarvertíð væri heimilt að veiða á Jan Mayen svæðinu utan efnahagslögsögu ríkjanna, þannig að Norðmenn veiði 90.000 tonn og íslendingar sama magn. Sýnir það með öðru Eyjólfur Konráð Jónsson að samkomulagsvilji var á báða bóga. Heildarlausn Jan Mayen málsins hlýtur að byggjast á slíkum velvilja og þeirri megin- reglu, sem einkennir störf hafrétt- arráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, að sanngirnissjónarmið eigi að ríkja og þeirra beri að leita með samningum en ekki valdbeitingu. Þetta lýsir sér glöggt í því að á fundum ráðstefnunnar hafa enn engin mál verið útkljáð með at- kvæðagreiðslu, heldur er ætíð leit- að samkomulags. Ég er sannfærður um að ekki þarf að koma til árekstra milli Norðmanna og íslendinga um yfirráð á Jan Mayen svæðinu, ef nægilegt svigrúm gefst til við- ræðna og báðir aðilar viðurkenna réttmæta hagsmuni hins. Þá nást samningar, sem báðum þjóðunum eru geysimikilvægir og tengja þær enn traustari vináttuböndum." AtliDam lögmaður Færeyinga: Förum líklega f ram á viðrædur við íslend- inga ogNorðmenn.... BENEDIKT Gröndal utanríkisráð- herra hringdi í Atla Dam lögmann Færeyinga á laugardag og skýrði honum frá gangi mála í ráðherra- viðræðunum um Jan Mayen málið. í samtali við Mbl. vildi Benedikt ekki skýra frá því, sem honum og lögmanninum fór í milli, en í viðtali við Færeyjaútvarpið á laugardags- kvöld kvaðst Atli Dam að svo stöddu ekki geta tekið afstöðu til þeirra 3.000 tonna, sem Færeyingum hefði verið úthlutað í ráðherraviðræðun- um í Reykjavík. Atli Dam sagði, að áður en fær- eysk stjórnvöld tækju afstöðu, yrðu þau að fá nánari fréttir af gangi mála hjá Islendingum og Norð- mönnum. „En það er ekki ólíklegt að við munum fara fram á samninga- viðræður við íslendinga og Norð- menn,“ sagði Atli Dam. Mbl. reyndi í gær að ná tali af Atla Dam, an án árangurs. >alítils ekki fallizt á, þar sem það myndi grafa undan rökum Norðmanna um að eyjan eigi rétt á eigin lögsögu. I viðræðunum í Reykjavík var ekki ýkja miklum tíma eytt í umræður um skilin milli íslenzkrar lögsögu og lögsögu Jan Mayen, þar sem viðræð- urnar snerust fyrst og fremst um rétt Noregs til að lýsa yfir lögsögu við Jan Mayen. Þó virðist ljóst, að ísland sé ekki reiðubúið til að láta miðlínuna gilda og þá er Noregur kominn í sömu aðstöðu og gagnvart Sovétmönnum í Barentshafi, en þar vilja Norðmenn láta miðlínuna gilda. Að gefa eftir gagnvart íslendingum við Jan Mayen gæti haft óheppileg áhrif á þær viðræður, sem enn eru eftir við Sovétmenn um Barentshafið. Norskir fiskimenn eru lítt hrifnir af viðræðunum í Reykjavík. Einkum eru þeir óánægðir með 23. júlí sem upp- hafsdag sumarveiðanna, þar sem þeir vilja helzt hefja veiðar á tímabilinu 9. til 15. júlí. 90.000 tonn eru í þeirra augum heldur ekki neitt til að hrópa húrra yfir. í fyrra veiddu norskir sjómenn 150.000 tonn af loðnu við Jan Mayen og þeir hafa sagt, að þeir geti ekki tekið við kvóta upp á minna magn nú. Á þriðjudag ætla Frydenlund og Bölle sjávarútvegsráðherra að gera sjómannasamtökunum grein fyrir gangi mála og má gera ráð fyrir að talsmenn sjómanna leggi áherzlu á að veiðarnar hefjist fyrr en 23. júlí og að ieyfilegt aflamagn Norðmanna verði meira en 90.000 tonn. Þá mun vænt- Eyvind Bolle, sjávarútvegsráð- herra Noregs, heldur út í bflinn eftir viðræðurnar í Ráðherrabú- staðnum. Hann vildi ekki svara spurningum Mbl. en vísaði á Knut Frydenlund utanríkisráðherra. anlega verða lagt að norsku ríkis- stjórninni að lýsa yfir norskri fisk- veiðilögsögu við Jan Mayen, hvað svo sem íslendingar vilji í þeim efnum. Norsku ríkisstjórninni var í dag gerð grein fyrir viðræðunum í Reykja- vík, en ekki er ljóst, hvaða viðtökur greinargerðin um þessar misheppnuðu samningaviðræður fékk í ríkisstjórn- inni. Snorri Sturlu- son stendur ekki lengur einn undir vin- áttu okkar og Norðmanna „ÍSLENDINGAR og Norð- menn eru áfram ágætir vin- ir,“ sagði Benedikt Gröndal utanríkisráðherra, er norsk- ir blaðamenn spurðu hann eftir viðræðurnar, hvort hann teldi að lítill árangur í Ráðherrabústaðnum ætti eft- ir að bitna á vináttu þjóð- anna. „Hins vegar hafa tímarnir breytzt," bætti Benedikt við. „Og við þurfum að glíma við ýmis vandamál, eins og til dæmis við höfum gert hér nú, en jafnframt höfum við tekið upp samvinnu á nýjum svið- um, eins og til dæmis varð- andi járnblendiverksmiðjuna. Þannig hafa ýmis ný við- horf komið inn í samskipti landanna og sú tíð er liðin, að við getum byggt vináttu okk- ar á Snorra Sturlusyni einum saman." GÖMLU síðutogararnir hafa staðið sig vel eftir að þeim var breytt í loðnuskip og má í því sambandi nefna aflaskipið Sigurð. Að undanförnu hefur verið unnið við breytingar á Júpiter, áður Gerpi, í slippnum í Reykjavík, en á sunnudag var hann dreginn til Hafnarfjarðar, þar sem lokið verður við breytingar á skipinu. Meðfylgjandi mynd tók Ólafur K. Magnússon er dráttarbátur lagði af stað með Júpiter til Hafnarfjarðar, en eigandi skipsins er Hrólfur Gunnarsson f Reykjavik. WorldOpen: Haukur og Margeir með 4 vinninga eft- ir fimm umferðir HAUKUR Angantýsson og Mar- geir Pétursson voru í gær með 4 vinninga eftir 5 umferðir á World Open skákmótinu, sem fram fer í Philadelphiu í Banda- ríkjunum, en efstur var þá Kan- adamaðurinn Day með 5 vinn- inga. Þriðji íslenzki keppandinn, Sævar Bjarnason, var með 2,5 vinninga. I fimmtu umferð tapaði Haukur fyrir Day en í fjórum fyrstu umferðunum sigraði hann fjóra Bandaríkjamenn; Rang, Pundy, Gertler og Kavnalsky, sem Hauk- ur vann í aðeins 16 leikjum. Margeir vann Braun Bandaríkj- unum í fyrstu umferð, tapaði í annarri fyrir Gertler og vann svo Friðrik annar á skákmótinu í Manila FILIPÍNSKI stórmeistarinn Eugene Torre varð sigurveg- ari skákmótsins í Manila og fékk hann 10 vinninga. Friðrik ólafsson varð annar með 9 vinninga og Sovétmenn- irnir Averbach og Dorfman og Englendingurinn Keene komu næstir með 8 vinninga. I síðustu umferðinni gerðu Torre, Friðrik og Dorfman jafntefli, en Averbach og Keene unnu sínar skákir. • Umferðarslys á Alftanesi AÐFARARNÓTT laugardags- ins fór bíll út af i beygju á Álftanesvegi en fimm manns voru í bílnum og slösuðust allir nokkuð. Ökumaðurinn slapp þó lítt meiddur, einn farþeganna höfuðkúpubrotnaði og tveir aðrir hlutu minni beinbrot. • Fjórir sækja um hæstarétt UMSÓKNARFRESTUR um embætti dómara í Hæstarétti íslands rann út 29. júní sl. Fjórir sóttu um starfið en það eru Árni Grétar Finnsson. hæstaréttarlögmaður, Hafn- arfirði, Erlendur Björnsson, bæjarfógeti, Seyðisfirði, Hall- dór Þorbjörnsson, yfirsaka- dómari. Reykjavík og Sigur- geir Jónsson, bæjargógeti. Kópavogi. Álþingi samþykkti í vor lög þess efnis að dómaraembætt- um í Hæstarétti yrði fjölgað úr sex í sjö og er hér um að ræða þrjá landa þeirra; Gabel, Vano og Hall. Sævar Bjarnason vann Frem Bandaríkjunum í fyrstu umferð og gerði jafntefli við stórmeistarann Benkö í annarri. Þá vann hann Bandaríkjamanninn Napoli, en tapaði svo fyrir Peltz og Munoz. Tefldar verða 10 umferðir en keppendur eru um 500 talsins, þar á meðal stórmeistararnir Balins, Benkö, Bisuguir, Browne, Georghiu og Miles. Sem kunnugt er var Ingvar Ásmundsson efstur ásamt fleirum á þessu skákmóti í fyrra, en hann kom því ekki við að vera með nú og Guðmundur Ágústsson varð einn- ig að hætta við þátttöku í mótinu. veitingu á sjöunda dómaraem- bættinu. Dómsmálaráðherra sendi í gær umsóknir til Hæstaréttar íslands en sam- kvæmt lögum skal leita um- sagnar dómsins um dómara- efni. • Urskurðaður í4mánaða gæsluvarðhald LIÐLEGA tvítugur piltur var um helgina handtekinn eftir að hafa brotist inn í sumarbú- stað á Nesjavöllum í Grímsnesi. Lögreglan á Selfossi handtók manninn og reyndist þarna vera á ferðinni maður, sem síðustu ár hefur komið við sögu lögreglunnar vegna innbrota í sumarbústaði og íbúðir. Eink- um hefur maðurinn brotist inn í bústaði á Þingvöllum og í Grímsnesi. Var maðurinn úr- skurðaður í allt að 4 mánaða gæsluvarðhald. Keypti250 miða — fékk gæðing Á Fjórðungsmóti norð- lenskra hestamanna á Vind- heimamelum um helgina fór meðal annars fram happ- drætti og var aðalvinningur- inn altygjaður gæðingur frá Hafsteinsstöðum í Skagafirði. Einn mótsgestanna, valin- kunnur hestamaður úr Reykja- vík, keypti 250 miða í happ- drættinu en hver miði kostaði 1000 krónur og kom gæðingur- inn í hans hlut. Segir sagan að hann hafi ekki fyrr verið búinn að taka við hestinum, er hann bauð viðstöddum hestakaup að hætti góðra hestakaupmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.