Morgunblaðið - 03.07.1979, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
21
Golf
• Mikið var um að vera í golfi um helgina. Á myndinni sést óskar
Sæmundsson sigurvegari í Toyota golfkeppninni íbygginn á svip þar sem
hann býr sig undir að „pútta“ á síðustu holunni. Sjá golffréttir bls. 28.
Ljósm. Guðjón.
Knattspyrna
Staðan í Islandsmótinu í knattspyrnu hefur sjaldan verið tvísýnni. Á
myndinni sjást Valsmenn fagna marki Atla Eðvaldssonar innilega mjög,
enda toppliðin í sjónmáli eftir góðan sigur Vals um helgina. Sjá nánar
knattspyrnufréttir bls. 24, 25 og 27. Ljósm. Kristján.
Einar Bollason
landsliðsþjálfari
Einar Bollason, hinn gamal-
kunni og þrautreyndi körfu-
boltakappi hefur verið skipaður
landsliðsþjálfari í körfuknatt-
leik. Á nú að gera stórátak í
landsliðsmálum, fjölga lands-
leikjum svo að eitthvað sé nefnt
og stefnt verður að því að stilla
upp sterku landsliði í Evrópu-
keppni landsliða eftir tvö ár og
hefur Einari nú verið falið
leiðtogahlutverkið.
Til álita kom einnig að einhver
bandarísku leikmannanna og
þjálfaranna sem hér munu
starfa myndu sjá um þjálfun
liðsins, sbr. að Tim Dwyer þjálf-
aði liðið í fyrra. Það var hins
vegar fallið frá því, enda hafa
þeir bandarísku í nógu að snúast
með sín félagslið og þar af
leiðandi líklega sterkari leikur
að velja innlendan þjálfara.
Ásgeir fékk
grænt Ijós!
Það er nú komið á hreint, að Ásgeir Sigurvinsson hefur fengið
leyfi félags síns í Belgíu um að leika með ÍBV gegn Feyenoord í
vináttuleik liðanna í Vestmannaeyjum 25. júlí næstkomandi.
Ásgeir skrifaði félagi sínu bréf og fyrir skömmu fékk hann
jákvætt svar. Er ekki nokkur vafi, að Eyjamönnum er mikill
fengur að sjá Ásgeir í gamla ÍBV búninginum sínum leika gegn
hollensku snillingunum, en Ásgeir er einhver snjallasti knatt-
spyrnumaður sem ísland hefur átt og aldrei betri en nú.
LAPPIRNAR UPP í LOFT.
Lilja Guðmundsdóttir hafði það
náðugt um helgina þar sem hún
komst ekki til Evrópubikar-
keppninnar í Wales. Fékk hún
ekki farmiða til mótsins eins og
nánar kemur fram í fréttinni
hér til hliðar.
Fékk ekki
farmiðann
„ÉG mætti ekki í keppnina. þar sem ég fékk engan farmiða til þess
að koma mér til Bretlaudsú sagði frjálsíþróttakonan Lilja
Guðmundsdóttir þegar Mbl. spjallaði við hana í Norrköping í gær,
en þegar íslenzka kvennalandsliðið í frjálsíþróttum þreytti
Evrópúbikarkeppnina í Wales á sunnudag vantaði Lilju til
keppninnar.
„Ég fékk þau skilaboð að ég ætti að sækja miðann á
SAS-skrifstofuna í Norrköping. eins og ég hef svo oft gert áður.
Þegar ég mætti þar hafði skrifstofan ekki fengið nein fyrirmæli
varðandi útgáfu flugmiða á mig. Allan föstudaginn var ég f
stöðugu sambandi við skrifstofuna. sem síðan var í stöðugu
sambandi til íslands vegna máls míns, en allt kom fyrir ekki.
Enginn kannaðist við að FRÍ hefði beðið um farmiða fyrir mig í
Evrópubikarinn,“ bætti Lilja við. — ágás.
Tekur Bjarni
við KR-ingum?
KR-INGAR eru komnir langt
með að ráða Bjarna Jónsson
sem þjálfara fyrir 1. deildar lið
sitt í handbolta, en KR sigraði í
2. deild í fyrra undir hand-
leiðslu Hilmars Björnssonar.
Hilmar hefur snúið sér alfarið
að Val, sem hann þjálfaði sam-
hliða KR í fyrra og snéru
KR-ingar sér þá til Bjarna.
Bjarni ætlaði að gefa ákveðið
svar um eða upp úr helginni og
var að sögn jákvæður í garð
KR-inga. Bjarni er þrautþjálf-
aður landsliðsmaður og fjöl-
kunnugur í handknattleik.
• Bjarni Jónsson, í leik með
Þrótti fyrir nokkrum árum, en
hann þjálfaði og lék með því
liði fyrst um sinn eftir að hann
kom heim frá Danmörku. Þar
dvaldist hann og lék með Aar-
hus KFUM um skeið við góðan
orðstír.
- gg-
Coghlann góður
írski hlauparinn Eamonn Coghlann náði frábærum árangri í
miklu míluhlaupi í borginni Philadelphia í Bandaríkjunum um
helgina. Hljóp Coghlann á 3:52,9 mínútum, en það er níundi bezti
árangur á vegalengdinni frá upphafi. Coghlann setti heimsmet á
vegalengdinni innanhúss í vetur, hljóp þá á 3:52,6 mínútum.
Vonast hafði verið til að heimsmet nýsjálenzka hlauparans John
Walkers yrði slegið í hlaupinu, þar sem bezti árangur lakasta
þátttakandans var 3:56,4 mínútur. Lítill byrjunarhraði kom í veg
fyrir það. í öðru sæti í hlaupinu varð Bandaríkjamaðurinn Steve
Scott á 3:53,4 mín. og heimsmethafinn John Walker varð fjórði á
3:55,0 mín. Á mótinu hljóp bandaríska stúlkan mfluna á 4:23,5
mínútum, sem er næstbezti árangur kvenna frá upphafi, aðeins
heimsmet Maracescu frá Rúmeníu, 4:22,1 mínútur, er betra.
• Bretar hafa nú dæmt sinn fræknasta frjálsíþróttamann, Steve
Ovett, í keppnisbann, þar sem hann keppti án leyfis brezka
frjáísíþróttasambandsins á móti í Hollandi um sfðustu helgi.