Morgunblaðið - 03.07.1979, Page 42

Morgunblaðið - 03.07.1979, Page 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979 Loks sigraði Magni í deildinni EKKI sótti Reynir Sandgerði, gull í greipar Magnamanna í leik liðanna á Grenivík á laugardaginn. Þeir máttu þola tap, 2—1. Ef á heildina er litið þá var leikurinn ekki vel leikinn, en þó brá fyrir góðum augnablikum. Fyrri hálfleikur var frekar slakur og knatt- spyrnan sem liðin sýndu ekki upp á marga fiska. Framan af voru Reynisdrengirnir skárri aðilinn en Magni sótti í sig veðrið er líða tók á hálfleikinn. Það litla spil sem sást var að mestu leyti af hálfu Reynismanna. Ekki var mikið um hættuleg færi en þau færi sem sköpuðust fóru öll forgörðum utan eins. Það var á 31. mín. er Jón B. G. Jónsson skoraði fyrir Reyni. Hann fékk knöttinn einn og óvaldaður á markteig og afgreiddi hann með þrumuskoti í netið. Besta færi Magna í halfleiknum átti Hringur Hreinsson þegar hann komst einn innfyrir vörn Reynis en þrumuskot hans geigaði. Seinni hálfleikur var líflegri, og sköpuðust hættuleg færi á báða bóga. Besta færi hálfleiksins átti Jón B. G. er hann skallaði knöttinn yfir á marklínu, þegar auðveldara virtist að skora. Á 58. mín jafnaði Hringur Hreinsson, hinn skæði framherji Magna, metin með gullfallegri hjólhestaspyrnu af mark- teig. Og aðeins mínútu síðar komust Magnamenn yfir með marki Jóns IUugasonar. Jón skaut af 20 m færi, knötturinn lenti í þúfu, og skoppaði siðan yfir markvörðinn. Það sem eftir lifði leiksins var jafnræði með liðunum, en Magnasigur virtist aldrei í hættu. Að leik loknum fögnuðu heimamenn innilega enda þeirra fyrsti sigur í deildinni í höfn. Einn Reynismanna í dauðafæri við mark Magna, en hættunni var bægt frá. Magni vann þarna frækinn sigur og sýndi að liðið verður ekki auðtekin bráð í sumar. Þór á uppleið ÞÓRSARAR frá Akureyri gerðu góða ferð til ísafjarðar á föstudag- inn, en þá unnu þeir sætan sigur á liði heimamanna. Leikurinn fór fram á nýjum malarvelli ísfirðinga, sem var þó ekki í sem bestu ásigkomulagi. Þórsarar hófu leikinn af krafti og sóttu stöðugt fyrsta stundarfjórðunginn. Þeir uppskáru fljótlega árangur erfiðisins er Óskar Gunnarsson skoraði með þrumuskoti frá vítateig. Eftir markið slökuðu Þórsarar á og oft skall hurð nærri hælum við mark þeirra. En það voru Þórsarar sem bættu öðru marki við. Það var hinn sókndjarfi Guðmundur Skarphéðinsson sem skoraði af stuttu færi. í byrjun síðari hálfleiks sóttu heimamenn stíft, en þvert ofan í gang leiksins skoruðu Þórsarar sitt þriðja mark. Guðmundur Skarph. átti þá glæsilega sendingu fyrir markið þar sem Jón Lárusson kom aðvífandi og skallaði örugglega í netið. Eftir markið lögðu heimamenn allt kapp á sóknina og sóttu djarft en Þórsarar áttu hættulegar skyndisóknir. Það voru ísfirðingar sem áttu sfðasta orðið í leiknum er Andrés Kristjánsson skoraði af stuttu færi, eftir að Eiríkur markvörður Þórs hafði hálfvarið gott skot af löngu færi. ísfirðingar sóttu stíft síðustu mínúturnar, en án árangurs. Góður dómari leiksins var Björn Björnsson. Sundfólkið aftar- lega á merinni ÞAÐ gekk frekar brösulega hjá íslenska landsliðinu f sundi, sem þátt tók í 8 landa tveggja daga keppni f Belgfu um helgina. (slenska liðið varð f áttunda og sfðasta sætinu, allt langt að baki sjöunda liðinu, sem var landslið Sviss. Hlaut íslenska liðið alls 51 stig, en Sviss 126. Norðmenn sigruðu í keppninni af miklu öryggi, hlutu 260 stig. Spánverj- ar urðu f öðru sæti með 185 stig, Skotar hlutu 169 stig, Walesbúar 167 stig, Belgar 159 stig og ísraelar 139 stig. í flestum greinanna urðu ís- lendingarnir í síðustu sætunum, en komust í 5. sætið í fáeinum greinum. Annað sætið náðist þó í 4x200 skriðsundi, urðu Islendingar þar næst á eftir Norðmönnum. Var tími íslensku sveitarinnar 7:53,69 mínútur, en tími norsku sigursveitarinnar var 7:52,66. Spánn var í þriðja sæti með 8:01,80. í 1500 metra skriðsundi karla tróð Brynjólfur Björnsson sér í 5. sætið og synti á 17:15,62 mínútum. í greininni sigraði Amri Ganiel frá ísrael á 16:17,47 mínútum. Bjarni Björnsson náði fimmta sætinu í 200 metra skriðsundi, er hann synti á 2:01,14 mínútum. Sigurvegarinn synti á 1:57,94, en það var Amri Ganiel frá ísrael. Sonja Hreiðarsdóttir hreppti fimmta sætið í 200 metra bringu- sundi, synti á 2:49,84 mínútum en sigurvegarinn, Maureen Campbell frá Skotlandi synti vegalengdina á 2:44,82. Síðan náði Sonja Hreiðarsdóttir 6. sæti í 400 metra fjórsundi á tímanum 5:39,59 mínútum, en að öðru leyti höfnuðu íslensku keppendurnir í botnsætunum í hverri grein. Ólöf Sigurðardóttir synti 200 metra skriðsundið á 2:23,89, Þór- anna Heiðinsdóttir synti 100 metra baksund á 1:14,87, Margrét Sigurðardóttir synti 100 metra flugsund á 1:13,96 og Sonja Hreiðarsdóttir synti 200 metra fjórsund á 2:41,84. Allar voru þær stöllur í 8. sæti. Ingólfur Gissurarson varð átt- undi í 200 metra bringusundi á 2:43,19, Brynjólfur Björnsson varð áttundi í 100 metra flugsundi á 1:03,69 og íslenska sveitin varð í áttunda sæti í 4x200 metra skrið- sundi kvenna á 4:23,37 mínútum. • Fáir spáðu liði Magna frá Grenivík frama í 2. deildar keppninni í sumar og liðið hefur verið í fallbaráttu. En bjartari tímar eru kannski framundan, þar sem liðið vann sinn fyrsta leik í deildinni um helgina, lagði þá Reyni frá SanHororAi fyrir norðan. Ljósmyndir: sor Vilmundur sprækari „ÉG HEF tekið það rólega að undanförnu, tekið mest fartleksæfingar á grasi, en forðast að æfa á hlaupabraut. Bólgan er farin úr fætinum og þetta lftur allt vel út. Ég ætla að freista þess að keppa um næstu hclgi.“ Þannig mælti frjálsfþróttamaðurinn Jón Diðriksson f spjalli við Mbl. í gær. Jón hefur undanfarnar vikur átt við meiðsl að strfða í hásin, en virðist nú á batavegi. Eftir veturinn var Jón í betri æfingu en nokkru sinni fyrr, en f byrjun sumars hófu meiðsl að setja strik f reikninginn og hefur Jón þar af leiðandi lftið getað keppt. Vilmundur Vilhjálmsson og Gunnar P. Jóakimsson hafa dvalið hjá Jóni við æfingar í tvær vikur. Sagði Jón að Vilmundur væri nú orðinn öllu sprækari en í Luxemborg fyrir tveimur vikum, en Gunnar hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar. Kepptu þeir á móti í Gelsenkirchen um helgina og hljóp Vilmundur þar 100 metra á 10,7 sekúndum og 200 metra á 21,8 sekúndum, en hvort tveggja er hans bezta í ár. Gunnar hljóp 800 metra á 1:55,0 sekúndum. Gunnar kemur heim í vikunni og verður meðal keppenda á meistaramóti Islands um næstu helgi, en Vilmundur heldur til Englands í vikulokin og keppir eitthvað þar áður en hann heldur til Kalott keppninnar, sem fram fer eftir þrjár vikur tæpar. — ágás. Búlgarskir „KSr menn reknir heim Knattspyrnusamband Búlgarfu var leyst upp fyrir nokkrum dögum og starfsmenn þess sendir heim. Ástæðan er sú, að búlgarska landsliðinu hefur gengið ömurlega að undanförnu, síðast 0—3 tap á heimavelli gegn Englandi. Rfkisstjórninni þótti nóg komið og rak alla heim. Benetti á faralds- fæti RÓMEO Benetti, járnkarlinn hjá Juventus og ftalska landsliðinu, hefur nú flutt sig um set, þar sem Roma, 1. deildar liðið hefur keypt hinn 33 ára gamla kappa. Benetti er miðvallarspilari og frægur fyrir hörku sína. Hefur oft jaðrað við neistaflugi í návfgum þar sem Benetti er nærri. Kaupverðið var ekki látið uppi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.