Morgunblaðið - 03.07.1979, Síða 43
5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
23
Stórsigur Oster
í TOTO bikarnum
HIN árlega TOTO-keppni svokallaða í knattspyrnu er á fleygiferð um
þessar mundir, en þar leikur m.a. öster Wexjö. lið Teits Þórðarsonar
og afrek liðsins um helgina eru mjög athyglisverð, stórsigur, 4—0,
gegn hinu kunna tékkneska liði Banik Ostrava. Úrslit leikja um
heigina urðu sem hér segir.
Maccabi Nathanya (ísrael) — Rapid Vienna (Austrr.)
Odense (Danm.) — Gautaborg (Svíþjóð)
Kalmar FF (Svíþj.) — Esbierg (Danm.)
Austria Salzb. (Austurr.) — GKS Katowicz (Póll.)
Öster (Svíþjóð) — Banik Ostrava (Tékk.)
Chemois Geneva (Sviss) — Slavia Sofia (Búlgaría
Malmö FF (Svíþjóð) — St. Gallen (Sviss)
Vejle (Danm.) — Royal Antwerp (Belgíu)
Bohemians Prag (Tékk.) — FC Zúrich (Sviss)
First Vienna (Austurr.) — Spartak Trvana (Tékk.)
AGF Aarhus (Danm.) — Prin Blagovgrad (Búlg)
Zbrojovka Brono (Tékk.) — Lask Linz (Austurr.)
4:2
2:2
2:1
1:1
4:0
2:2
2:1
1:2
2:2
1:1
2:0
3:0
- i
■ t
tcm l
m ■ ■
^4 y, . .. .•
*--• 1 '
*
** sl
• Tómas Pálsson, einn besti maður ÍBV gegn ÍA um helgina, sækir að Jóni Þorbjörnssyni markverði ÍA.
ÍBV vann þarna sannfærandi sigur og er meðal efstu liða, en ekki skyldi afskrifa Skagamenn. þar sem þeir
hafa leikið 6 af 7 leikjum sínum til þessa á útivelli. Ljósm. Sigurgeir.
Knattspyrnan
sækir a í usa Með furóulegri
íslandsmótum
Knattspyrnan er óðum að hasla sér völl í Bandaríkjunum, enda
leika þar nú margir snjallir leikmenn frá öllum heimshornum. Úrslit
leikja í bandarfsku deildarkeppninni um helgina urðu þessi:
Minnesoa Kicks — Chicago Sting
New England Tea Men — Detroit Express
Houston Hurricane — California Surf
Seattle Sounders — Portland Timbers
Memphis Rouges — Dallas Tornado
Philadelphia Fury — San Jose Earthquakes
Fort Lauderdale Strikers — Vanouver Whitecaps
Washington Diplomats — Los Angeles Aztecs
4- 2
3-1
2-1
5- 1
2-1
2-1
3-2
3-2
Svo sem sjá má, eru Bandarfkjamenn samir við sig í nafngiftum og
gefa þar ímyndunaraflinu lausan tauminn. Margir kunnir kappar úr
ensku knattspyrnunni koma þarna við sögu og nöfn eins og Keith
Weller, Trevor Francis, Gerry Daly o.fl. komust á blað um helgina.
Kempes tryggði
Valencia bikarinn
Valencia varð spænskur bikarmeistari í knattspyrnu um helgina,
með góðum sigri, 2—0, gegn Real Madrid. Real, sem tryggði sér
spænska meistaratitilinn fyrir skömmu, lék án nokkurra sinna
sterkustu leikmanna og sigur Valencia var mjög sanngjarn.
Það var Argentínumaðurinn Mario Kempes, sem skoraði bæði mörk
Valencia, það fyrra á 25. mfnútu leiksins og það sfðara á 90. mfnútu.
Besta tækifæri sitt fékk Real f fyrri hálfleik skömmu eftir fyrsta
markið, en vítaspyrna var þá misnotuð illa. Þetta er í fimmta skipti
sem Valencia vinnur bikarinn á Spáni.
ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu
er sannarlega opið f báða enda og
merkilega jafnt f alla staði. Ef
skoðuð er staðan inni í opnu
fþróttablaðsins sést, að fjögur lið
hafa hlotið 9 stig, eitt 8 stig og
næst neðstu liðin tvö, KA og
Þróttur hafa bæði hlotið 5 stig,
þannig að segja má að toppliðin
séu engan veginn úr fallhættu!
Þegar 35 leikjum er lokið í
mótinu, er athyglisvert að skoða
nokkur smáatriði, eins og t.d. að
aðeins tveir leikmenn hafa skor-
að þrennur og getur það vart
Læknagolf
Austurbakki gengst fyr-
ir árlegri golfkeppni á
morgun og eru þátttak-
endur læknar og heilbrigð-
isstarfsfólk. Mót þetta fer
fram á Grafarholtsvellin-
um og hefst klukkan
17.00.
talist há prósentutala í 35 leikj-
um. Það voru þeir Sveinbjörn
Hákonarson og Halldór Arason
sem þrennurnar skoruðu, Svein-
björn fyrir ÍA og gegn KA og
Halldór fyrir Þfott gegn KR.
Enginn leikmaður hefur verið
rekinn af leikvelli enn sem komið
er og ef slíkt er borið saman við'
eina af þeim þjóðum þar sem
knattspyrnan þykir grófari en
góðu hófi gegnir, Ítalíu, má geta
þess að 9 leikmenn ítalska 1.
deildar liðsins Atalanta voru
reknir af leikvelli í 23 fyrstu
leikjum liðsins í fyrra vetur,
tíundi var þjálfari liðsins!
Knattspyrnan er sennilega óvíða
prúðmannlegar leikin heldur en
hér, því að yfirleitt er frekar fátítt
að leikmenn hérlendis skoði rauða
spjaldið.
Lið Keflavíkur sýnir mestu
breiddina, en 13 mörk liðsins hafa
7 leikmenn skorað í 7 leikjum. Er
erfitt að leika gegn slíkum liðum.
Minnsta breiddin hlýtur þá að
vera hjá Haukum, enda hafa þeir
aðeins skorað 4 mörk í deildinni
og þrír menn skipta þeim á milli
sín.
Aðeins 6 vítaspyrnur hafa til
þessa verið dæmdar í 1. deild, þar
af hefur ein farið í vaskinn. Er það
óvenjulega lítið.
Þá er eftir að geta þess sem
hugsanlega er einn athyglisverð-
asti punkturinn, en hann varðar
KR. Vesturbæjarliðið trónar nú
hreykið í efsta sæti deildarinnar
ásamt 3 öðrum liðum, öllum með 9
stig. En ætla það sé einsdæmi, að
lið sem er í efsta sæti eftir 7
umferðir sé í mínus í markaskor-
un. KR hefur skorað 10 mörk í
deildinni í sumar, en fengið á sig
11! — gg.
Bikarkeppnin
tvísýnir leikir
FYRSTU leikirnir í 16 liða úrslit-
um bikarkeppni KSÍ fara fram f
kvöld. Á Hvaleyrarholtinu leika
Ilaukar og Þróttur frá Reykjavík
og hefst leikurinn klukkan 20.00.
Bæði liðin eru við botn 1. deildar.
en Þróttarar eru eigi að síður
líklegri til afreka.
Þá leika norður á Akureyri
Þór og ÍBV og verður það örugg-
lega ekki léttur leikur fyrir 1.
deildarliðið, því að Þór hefur
leikið vel að undanförnu og er
sterkt lið heim að sækja. Leikur-
inn hefst klukkan 20.00.
Á miðvikudagskvöldið fara síð-
an fimm leikir fram í keppninni.
UBK-Fylkir, KA-Fram, IBK-ÍBÍ.
KR-KS og iA-Þróttur NK. Á
fimmtudaginn leika síðan Vík-
ingur og Valur, en allir Icikir
þessir hefjast klukkan 20.00.
jHÉHaKltrwm*
Rossi fer hvergi
Ljósm. Sigurgeir.
• Föngulegasta klapplið norðan Stórhöíða og jafnvel þótt víðar væri leitað. Það er
ekki að furða að Eyjamenn leiki vel á heimavelli, með slíka kvenhylli að baki sér.
EKKERT varð úr stórsölunni á
Paolo Rossi frá Lanerossi Vi-
cenza til Napólí, en fyrir skömmu
var samningur milli félaganna
kominn svo vel á veg, að tilkynnt
var að Rossi væri leikmaður með
Napólí.
Nú hefur málið hins vegar allt
saman hlaupið í baklás og til-
kynntu stjórnarmenn Lanerossi,
að hvorki Napólí, né önnur félög
sem rætt hefði verið við í sam-
bandi við Rossi, hefðu verið reiðu-
búin að greiða þá fjárhæð sem sett
var upp fyrir Rossi. Ekki hefur
félagið gefið upp söluverðið, en
áætlað er að það sé eitthvað
nálægt sjö milljónum Bandaríkja-
dala.
Þá gerðist það einnig fyrir
skömmu, að Rossi keypti 25%
prósent í Vicenzafélaginu og sagði
hann við það tækifæri, að hann
hefði engan áhuga á því að
yfirgefa félagið.