Morgunblaðið - 03.07.1979, Síða 46
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
W,
Hugsjónamaðurinn Johan
Cruyff ánægður hjá Aztecs
Sem kunnugt er, lagði Johan
Cruyfí knattspyrnuskóna á
hilluna fyrir 8 mánuðum síðan og
sór þá að koma aldrei nálægt
knetti framar, hann hefði fengið
sig fullsaddan af að vera
sparkaður niður af öðrum hverj-
um mótherja og því um líkt. Svo
langt var gengið að hann fékk
morðhótanir, og var tilgangur-
inn að slá hann út af laginu.
bað er einnig kunnugt, að
Curyff hætti við áform sín um að
hætta fyrir skömmu og ákvað að
leika um sinn með bandaríska
félaginu Lon Angeles Aztecs.
Áður hafði New York Cosmos
reynt að lokka kappann til sín,
en þar sem þeim, með öll sín
fjárráð, hafði mistekist, var talið
ólíklegt að takast mætti. Los
Angeles-liðið er ekki eins ríkt og
New York Cosmos, áhorfenda-
fjöldi hjá Aztecz hefur oft farið
niður í 5000 manns á sama tfma
og Cosmos hefur halað inn 75.000
manns. Það er því eitthvað annað
en peningar sem dregið hefur
Cruyff út úr skel sinni.
Gamall kunningi Curyff og
stjóri hjá Aztecs, en það er Rinus
Michels. Hefur hann verið stjóri
hjá félögum Curyff í 10 ár, fyrst
hjá Ajax, þá hjá Barcelona og loks
nú hjá Aztecs. Þeir ræddust
saman lengi vel og loks sagði
Curyff að hann myndi leika
eitthvað áfram. Það eru ekki
einungir peningarnir sem eru í
boði, þó að illar tungur saki Cruyff
um græðgi. Curyff segir nefnilega,
að hann vilji leggja sitt af
mörkunum til að útbreiða knatt-
spyrnu í Bandaríkjunum. „Cosmos
héldu áfram að fá 70.000 manns á
völlinn til sín eftir að Pele var
hættur hjá liðinu. Eitthvað svipað
vil ég skilja eftir mig hjá Aztecs,"
sagði Cruyff nýlega í viðtali við
enskt vikurit.
I Los Angeles eru að sögn um 8
milljónir íbúa og segir Cruyff, að
sé ekki hægt að draga fleiri en
20.000 áhorfendur að meðaltali á
leik hvern, sé eins gott að leggja
allt draslið á hilluna og snúa sér
að hornaboltanum. Cruyff undir-
strikar það síðan enn frekar, að ef
hann hefði dregið fram skóna til
að græða peninga, hefði hann
farið til Cosmos þegar tækifærið
gafst á sínum tíma. „Ég saknaði
knattspyrnunnar þessa 9 mánuði,
ég tel mig geta leikið a.m.k. 2—3
ár í viðbót og mér finnst ég verða
að leggja mitt af mörkum til
útbreiðslu íþróttarinnar," segir
hugsjónamaðurinn Johan Cruyff.
Það var ekki að sjá, að 9 mánaða
hvíld hafi sljóvgað snilld kappans
nema síður sé. I sínum fyrsta leik
með LA Aztecs skoraði hann tvö
mörk á fyrstu 7 mínútum leiksins
og lagði síðan upp tvö í viðbót
áður en yfir lauk, en LAA vann þá
sinn fyrsta leik í langan tíma, 5—2
gegn Atlanta, Rinus Michels hefur
þetta að segja um framlag Cruyffs
fram til þessa: „Aðalvandamálið
er, að leikmennirnir sem fyrir eru,
fyllast lotningu og halda að þeir
séu einhverjir tréhestar þegar
þeir sjá til hans, spila með honum
og ekki síst bera sig saman við
hann. Menn verða að vera vel með
á nótunum þegar þeir leika í sama
liði og Cruyff, aldrei að vita
hvenær hann lætur mann fá
knöttinn, það gæti verið á ólík-
legustu augnablikunum.
• Johan Cruyff. Einn mesti og
besti knattspyrnumaður fyrr og
sfðar. Hann ætlar að hefja
knattspyrnuna til vegs og virð-
ingar í Los Angeles, Bandarfkj-
unum. Og fyrir það fær hann
óhemju miklar fjárupphæðir.
Neeskensfékk
blöðrur á tærnar
JOHAN Neeskens, hollenski knattspyrnusnillingurinnn, lék nýverið
sinn fyrsta leik með bandarfska knattspyrnuliðinu New York Cosmos,
sem hann gerði við 5 ára samning fyrir skömmu. Cosmos vann þá lið
New England Tea Men með einu marki gegn engu.
Mikils er krafist af Neeskens, en samt sem áður féll hann í
skuggann af tveimur innfæddum Bandarfkjamönnum, Rick nokkrum
1 Davis og markverðinum David Bricic. Davis skoraði eina mark
ieiksins, en Brcic varði mark Cosmos af snilld. Ekki svo að skilja að
Neeskens hafi verið lélegur, síður en svo. Hann hafði að venju
gffurlega yfirferð, en hann var kominn með blöðrur á allar tær áður
en yfir lauk. Það er nefnilega leikið á gervigrasi og því þarf að
venjast. Þrátt fyrir að Neeskens hafi ekki sýnt sitt besta, vita menn að
allt stendur til bóta.
• Johan Neeskens á fleygiferð með knöttinn f sfnum fyrsta leik með
New York Cosmos.
• Teitur (lengst t.v.) sækir að markverði Hammarby.
Teitur og McDonald
gera rósir í Svíþjóð
MALCOLM MacDonald, fyrrum
enski landsliðsmaðurinn, sem
leikur með Arsenal á vetrum, en
hefur leikið í sænsku deildar-
keppninni í sumar, var f sviðs-
ljósinu um síðustu helgi, er hann
skoraði sigurmark Djurgarden
gegn Elfsborg.
MacDonald átti við meiðsl að
strfða allan sfðasta vetur, en var
að ná sér afstrik undir vorið.
Djurgarden óskaði þá eftir hon-
um sem lánsmanni f sumar og
Arsenal sá sér hag í því. Hefur
hann þvf leikið með Djurgarden
það sem af er sumri og staðið vel
fyrir sfnu. MacDonald skoraði
sem fyrr segir sigurmarkið fyrir
Djurgarden gegn Elfsborg.
öster, lið Teits Þórðarsonar, á
enn í miklu basli, leikur einn
daginn eins og meistaraliði sæm-
ir, en mun lakar næsta dag.
Teitur og félagar fóru um helg-
ina til Hammarby og töpuðu þar
0—1. Að sögn sænskra blaða var
Teitur þó mjög sterkur í leiknum
og einn besti maður öster.
Sovétmenn keppa hér
NÚ er ljóst að f jórir fr jálsfþrótta-
menn frá Sovétríkjunum munu
koma á Reykjavfkurleikana í
frjálsum fþróttum sem fram fer á
Laugardalsvellinum 8. og 9. júlí.
Þá er og ljóst að einn kanadfskur
spretthlaupari verður með. Ekki
er endanlega frá þvf gengið
hversu margir þátttakendur
verða frá Bandaríkjunum, en
mikill áhugi er meðal margra
frjálsfþróttamanna þar. — þr.
Mikil keppni
hjá peim yngstu
Undanfarið hafa staðið yfir
íþrótta- og leikjanámskeið fyrir
börn 6—9 ára og 10 — 12 ára.
Um eitt þúsund þatttakendur
voru að þessu sinni á námskeið-
inu. Því lauk með keppni fyrir
börn 6—9 ára í hverfunum, en
þeim var veitt viðurkenning í 60
m hlaupi, langstökki og 400—500
m hlaupi. Á aðalleikvangi
Laugardalsvallar var haldið
íþróttamót fyrir börn 10—12 ára
og var þeim einnig veitt viður-
kenning fyrir þrjá beztu árangra
í 60 m hlaupi, langstökki, bolta-
kasti, boðhlaupi og f knattspyrnu
var afhentur farandbikar.
Mikil keppni var hjá börnun-
um og árangur góður, enda mörg
góð fþróttamannsefni á ferðinni.
Úrslit urðu þessi:
Boltakant — stúlkur:
10 ára:
Hildur Sigurðard. 32.0 m Laugardalsv.
Guðrún Jónsd. 28.0 m Melavöllur
Snæfríður Baldursd. 27.5 m Melavöllur
11 ára:
Sigurbjörjf Sigþórsd.
Herdís Gunnarsd.
Bryndís Harðardottir
12 ára:
Hanna Leifsdóttir
Hulda Ingvarsd.
Petra Friðriksd.
34.5 Melavöllur
32.0 m Melavöllur
29.0 m Melavöllur
34.0 m Melavöllur
33.5 m Laugardaisv.
33.0 m Laugardaisv.
60 m hlaup stúlkur:
10 ára:
Olga Guðrún Stefánsd. 9.9 sek. Laugard.v.
Hildur Sigurðard. 10.1 sek. Laugard.v.
Ester María
Guðmundsd. 10.3 sek. Fellav.
11 ára:
Hafdfs Hafsteinsd. 9.5 sek. Fellav.
Sigurbjörg Sigþórsd. 9.6 sek. Melav.
Gunnhildur Gunnarsd. 9.9 sek. Melav.
12 ára:
Guðrún Elliðad. 9.2 sek. Laugard.v.
Þóra Jenny Gunnarsd. 10.0 sek. Melav.
Hanna Halld. Leifsd. 10.1 sek. Melav.
Langstökk stúlkur:
10 ára:
Hildur Sigurðard. 3.60 m Laugard.v.
Guðrún Jónsdóttir 3.56 m Melav.
Olga Guðrún Stefánsd. 3.55 m Laugard.v.
11 ára:
Hafdís Hafsteinsd. 4.00 m Fellav.
Sigurbjörg Sigþórsd. 3.95 m Melav.
Guðbjörg Jónsd. 3.88 m Laugard.v.
12 ára:
Guðrún Elliðad. 4.00 m Laugard.v.
Elfsabet Albertsd. 3.70 m Laugard.v.
Þóra Jenny Gunnarsd. 3.69 m Melav.
Boðhlaup stúlkur:
Sveit Melavallar
Sveit Laugard.vallar
2. sveit Laugard.v.
Boltakast — drengir:
10 ára:
Halldór f>orsteinss.
Sigurður Einarss.
Hlynur Jóhannss.
11 ára:
Sigurður Kúnarss.
Kjartan ólafss.
Gunnlaugur ólafss.
12 ára:
Guðmundur Guðm.ss.
Unnsteinn Ólafss.
Magnús Gylfason
60 m hlaup drengir:
10 ára:
Þorsteinn Guðjónss.
Guðmar Kristjánss.
Ólafur Böðv. Helgas.
11 ára:
Kjartan ólafss.
Magnús Friðjónss.
Gunnl. ólafsson
12 ára:
Sigurður Nordal
Magnús Sigurðss.
Ingi Eirfkss.
Boðhlaup drengir:
Sveit Melavallar
Sveit Laugard.vallar
Sveit Fellavallar
Langstökk drengir:
10 ára:
Þorsteinn Guðjónss.
Vignir Björnss.
Sigurður Reyniss.
11 ára:
Kjartan Ólafss.
Sigurður Rúnarss.
ósvaldur Þorgrfmss.
12 ára:
Sigurður Nordal
Magnús Sigurðss
Guðmundur Guðm.s.
Björn Jónss.
8x50 m 68.5 sek.
8x50 m 69.5 sek.
8x50 m 72.9 sek.
37.5 m Fellav.
36.0 m Fellav.
35.5 m Fellav.
43.5 m Laugard.v.
40.5 m Laugard.v.
39.5 m Laugard.v.
40.5 m Laugard.v.
40.0 m Laugard.v.
39.5 m Laugard.v.
9.5 sek. Melav.
9.9 sek. Fellav.
10.1 sek. Fellav.
10.2 sek. Laugard.v.
10.3 sek. Melav.
10.4 sek. Laugard.v.
9.2 sek. Melav.
9.4 sek. Laugard.v.
9.5 sek. Laugard.v.
8x50 m 63.8 sek.
8x50 m 67.7 sek.
8x50 m 71.6 sek.
3.57 m Melav.
3.54 m Laugard.v.
3.49 m Fellav.
3.87 m Laugard.v.
3.70 m Laugard.v.
3.66 m Laugard.v.
4.80 m Melav.
4.32 m Laugard.v.
4.10 m Melav.
4.10 m Melav.
Úrslit f knattspyrnu:
Melavöllur — Fellavöllur 6—0.