Morgunblaðið - 03.07.1979, Qupperneq 48
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
Sigurvegarinn öskar Sæmundsson GR, eins og sjá má er hann
einbeittur á svip, þar sem hann horfir eftir hvíta boltanum.
Einar sigraði
á Akureyri
Dagana 29. og 30. júní fór fram á Akureyri Coca Cola keppnin í
golfi. Leiknar voru 36 holur, með og án forgjafar. Röð efstu manna
var sem hér segir.
Án forgjafar: 1. Einar Guðnason 160 högg, 2. Magnús Birgisson
162 högg, 3. Jón Þór Gunnarsson 163 högg.
Með forgjöf: 1. Karl Frímannsson 144 högg, 2. Einar Guðnason 152
högg. 3.-5. Þórhallur Pálsson, Héðinn Gunnarsson og Jón Þór
Gunnarsson allir með 153 högg.
SOR.
Betri árangur en á
pappírnum virðist
ÍSLENSKA landsliðið í golfi hafnaði í 16. sæti í Evrópumótinu í
golfi sem lauk í Danmörku á sunnudag. Þrátt fyrir það stóð liðið
sig vel og náði þeim áfanga að komast í B-riðil. Var sýnt í mörgum
leikjum fslenska liðsins, að aðeins lítinn herslumun vantar upp á
að veita.
Á laugardaginn lék ísland við Austurríki og tapaði með 1,5
vinningum gegn 5,5 vinningum. íslensku piltarnir léku þó vel og
mörg töpin voru naum. Þao var Hannes Eyvindsson sem vann sigur
á andstæðingi sínum í einliðaleik, vann frægan kappa að nafni
Mierlech 4—3. Sigurður Hafsteinsson gerði jafntefli við sinn
keppinaut og tryggði íslandi þar hálfan vinning.
Belgar voru mótherjar íslands á sunnudaginn og fóru leikar þar
6 — 1 fyrir Belgíu. Keppnin var þó aldrei eins ójöfn og talan sú
gefur til kynna, því að töp sumra íslendinganna voru afar naum,
t.d. 2—3, 1 — 2 og 5—6. Eina sigur íslands innbirti Björgvin
Þorsteinsson með því að vinna mótherja sinn í einliðaleik.
Frammistaða íslands var því ef nokkuð er, betri heldur en staða
liðsins í 16. sæti gefur til kynna.
Forseti Evrópu-
sambandsins í
heimsókn hér
Á MORGUN, miðvikudag, er væntanlegur til landsins Spánverjinn
Andreau, forseti golfsambands Evrópu, ásamt fyrrum forseta,
Norðmanninum Valström. Koma þeir hingað á eigin vegum til þess
að kynna sér aðstæður á golfvöllum hér. Og þá sérstaklega
golfvöllinn í Grafarholti. En íslenska golfsambandið hefur sótt um
að fá að halda Evrópumeistaramót unglinga árið 1982, á vellinum.
— þr.
Óskar sigraði í
T oyota golf mótinu
Einn keppenda var 52 cm frá
því að hljóta bíl í verðlaun
ÓSKAR Sæmundsson sigraði
eftir jafna og harða keppni í
Toyota golfkeppninni um helg-
ina. Þurfti bráðabana til að
skera úr um röð efstu manna
þar sem þrír kylfingar urðu
efstir og jafnir á 75 höggum.
Og ekki færri en fjórir komu
inn á 76 höggum. Jafnari getur
keppni ekki verið.
Oskar lék við Pál Ketilsson
og Júlíus Júliusson til úrslita
og lék Óskar vel í bráðabanan-
um og var verðugur sigurveg-
ari. Leiðinleg deila kom upp í
keppninni. Páll Ketilsson GS
tók boltann upp af vellinum og
þurrkaði af honum gras og
mold áður en hann setti hann
niður aftur. Gerðist þetta á
fyrstu braut vallarins. Var um
augljóst brot að ræða, þar sem
þetta mælir á móti golfreglun-
um.
Ekki tókst neinum að fara
holu í höggi á 7. braut og krækja
sér í hina glæsilegu Toyota
Tercel bifreið sem í verðlaun
var. En Jón Arnarson GK var
næstur holunni, aðeins 0,52 m
frá henni. Fékk haim golfkerru í
aukaverðlaun. Sá sem var næst
holu á 5. og 17. braut var Magnús
Halldórsson GK, 1,26 m. Hlaut
hann golfpeysu og dúsin af
golfboltum í verðlaun. Næstur
holu á 11. braut var Magnús
Ingvarsson GR, 2,25 m.
Um tvö hundruð þátttakendur
voru í mótinu sem heppnaðist í
alla staði vel og var Golfklúbbn-
um Keili til sóma. Veðrið var að
vísu óhagstætt en það beit ekki á
Ljósm. Guðjón B.
Sigurjón Gíslason lék aftur með
eftir meiðsli þau sem hann
hlaut fyrir skömmu. Hafnaði
Sigurjón í 4—7 sæti í keppn-
inni. Hér mundar kappinn kylf-
una.
hina fjölmörgu vösku kylfinga.
Það vakti athygli hversu vel
golfvöllur þeirra Keilismanna
var hirtur og snyrtilegur.
JM/þr.
Verðlaunahaíar
Victory Toyota Cup
Drengir
1. Héðinn Sigurðsson GK 77
2. Gunnar Þ Halldórss. GK 78
3. Ásgeir Þórðarson NK 78
Unglingar
1. Jónas Kristjansson GR 85
2. Rafn Sigurðsson GK 88
3. Stefán Unnarsson GR 88
3. fl. karla
1. Gunnar Haraldsson GR 85
2. Ólafur Ólafsson NK 95
3. Árni Jakobsson GK 99
2. fl. karla
1. Þorsteinn Magnússon NK 92
2. Jóhann Einarsson NK 94
3. Guðmundur Hafliðas. GR 95
Kvennafl.
1. Guðfinna Sigurþórsd. GS 74
2. Steinunn Sæmundsd. GR 77
3. Jakobína Guðlaugsd. GV 78
1. flokkur karla
1. Gunnlaugur Jóhannss. NK 80
2. Guðlaugur Kristjánss. GS 80
(umspil)
3. Henning Bjarnason GK 82
Meistarafl. karla
1. Óskar Sæmundsson GR 75
2. Júlíus R. Júlíusson GK 75
3. Páll Ketilsson GS 75
(umspil)
ÖLDUNGAR
Með forgjöf
1. Óli B. Jónsson NK 68
2. Hólmgeir Guðmundss. GS 74
3. Ingólfur Helgason GR 75
3. Sverrir Guðmundsson GR 75
(umspil óútkljáð)
Án forgjafar
1. Hólmgeir Guðmundsson GS81
2. Óli B. Jónsson NK 83
3. Jóhann Eyjólfsson GR 89
Ljósmynd Guðjón B.
Hann Júlíus R. Júlíusson GK, er ekki beint blíður á svipinn þar sem hann er að ræða við Pál Ketilsson.
„Páll braut reglurnar og því átti að dæma hann úr keppninni“ sagði Júlíus. Páll hafði þurrkað gras
og mold af golfbolta sfnum og sett hann sfðan niður aftur. Og er það brot á rcglum.