Morgunblaðið - 03.07.1979, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.07.1979, Qupperneq 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979 Bpr^S I® ai ■Sf ^ Ivf ll Þörungavinnslan á Reykhólum, Reykhólasveit íA-Barðastrandasýslu. Aðalfundur Þörungavinnslunnar h.f.: Full tök hafa náðst á öflun hráefnisins MiAhÚKum 1. júl( 1979. SAMKVÆMT reikningum Þörungavinnslunnar h.f. urðu rekstrartekjur á síðastliðnu ári 292 milljónir króna, en þar af voru tekjur af útflutningi 280 milljónir króna. Rekstrargjöld voru 239 milljónir króna og framlegð til vaxta og afskrifta þannig 53 milljónir króna, en árið 1977 varð beint rekstrartap 48 milljónir króna. Vextir og verðbótahækkanir af lánum nema 95 milljónum króna og afskriftir eru reiknaðar 90 milljónir þannig að reikningslegur halli er 134 milljónir króna. Þess má geta að inni í rekstrargjöldum felast verulegar endurbætur á framleiðslutækjum. Rekstrarstöðunni snúið við Þetta kom fram meðal annars á aðalfundi Þörungarvinnslunn- ar h.f. sem haldinn var í félags- heimili Reykhólahrepps að Reykhólum 30. júní s.l. Fundinn sátu um 70 manns, hluthafar, starfslið fyrirtækisins og gestir. Með þessu hefur rekstrarstöðu fyrirtækisins verið snúið við, svo að fyrirsjáanlega verður hægt að hefja endurgreiðslu lána og vaxta af þeim. Stefnt er að því að á yfirstandandi ári skili reksturinn framlegð sem nægir fyrir vaxtagreiðslum og að 1981 verði unnt að greiða vexti og afborganir með fullum þunga. I skýrslu stjórnar Þörungavinnsl- unnar kom fram að árið 1978 hafi öllum markmiðum verið náð sem sett voru í rekstrar- og framkvæmdaáætlun fyrir það ár. Þessi markmið voru að sann- reyna að öflun þangs gæti geng- ið, að aflað yrði nægjanlegs heits vatns og að afla og vinna úr að minnsta kosti 10 þúsund lestum af votu þangi, þannig að beinn hallarekstur á fyrirtækinu yrði stöðvaður. Góð nýting tækja til hráefnisöflunar Sýnt er nú að full tök hafa náðst á öflun hráefnisins og að þau tæki sem upphaflega voru keypt til þess verks geta skilað því magni af hráefni sem verk- smiðjan getur unnið úr. Nú streyma þannig að meðaltali 35-36 1/sek af 112-114 gráðu heitu vatni á Celcius og er þar nægur varmi til að gefa þau þurrafköst sem reiknað hafði verið með. Árið 1978 var aflað nærri 12 þúsund lestum af blautu þangi og afurðirnar urðu 3 þúsund lestir af þangmjöli sem að mestu var selt sam- kvæmt samningi til Alginate Industries Ltd. í Skotlandi. Lítils háttar var selt af þangmjöli til innlends og erlends fóðurefna- markaðs. Til viðbótar þessu var lagður veigamikill grundvöllur að lengingu starfstíma með vinnslu nokkurs magns af þara og byrjunarátaki í öflun mark- aða fyrir þaramjöl og þörungaseyði í framtíðinni. Fjárhagsleg endurskipulagning Þar sem grundvallarmál Þör- ungarvinnslunnar eru nú leyst er nú unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækis- ins, annars vegar með verulegri aukningu hlutafjár og eins með þvi að áföllnum vöxtum og af- borgunum af langtímalánum verði breytt í lán er greiðist upp á 10 árum. Á aðalfundinum var samþykkt tillaga þess efnis að auka hlutafé fyrirtækisins um allt að 610 milljónir. En hlutafé fyrirtækisins er nú 120 milljónir króna, hluthafar eru 170 talsins. Ríkissjóður er eigandi 75% hlutafjár, en sveitarfélög, fyrir- tæki og einstaklingar ejga 25% hlutafjár. Á fundinum kom fram að um þessar mundir eru nokkrir erfið- leikar á mörkuðum fyrir þör- ungaafurðir meðal annars vegna tilkomu nýrra framleiðenda á þörungum sem hráefni til alginatvinnslu. Hag Þörunga- vinns'unnar er þó borgið að því leyti að samningur við skoska fyrirtækið Alginate Industries Ltd. tryggir sölu afurða fyrir- tækisins og verð þeirra, en hins vegar hefur verið samið um að af 4000 lesta áætlaðri framleiðslu þessa árs verði 1000 lestir af- hentar eftir áramót. í staðinn komi framlenging á 10 ára samningi við skoska fyrirtækið um eitt ár. En sölusamningurinn tryggir Þörungavinnslunni lág- marksverð sem tengt er verðlagi í breskum efnaiðnaði á hverjum tíma og hefur verðlag farið hækkandi upp á síðkastið vegna olíuverðshækkana í heiminum. Erfið veðurskilyrði Á yfirstandandi ári er stefnt að því að framleiða allt að 4000 lestum af þangmjöli úr 16—17 þúsund lestum af blautu þangi auk þaravinnslu síðari hluta ársins. I júnílok hafði verið landað 5000 lestum af votu þangi sem er 2000 lestum meira en á sama tíma í fyrra. Þetta er þó 1000 lestum minna en áætlað var á þessum tíma vegna mjög erf- iðra veðursk'ilyrða til öflunar í apríl og maí. Talið er raunhæft að þetta verði unnið upp á komandi mánuðum og að hægt verði að standa við sett markmið í framleiðslunni. Hjá Þörungavinnslunni starfa nú 28 manns en auk þess vinna um 30 manns að öflun og starf- ræktir eru 7 prammar við öflun- ina. Á næstunni verður megin- áhersla lögð á rekstrarlega upp- byggingu fyritækisins, að því er fram kom á aðalfundinum, bæði að því er varðar framleiðslu og rekstrarhagræðingu svo og aukningu framleiðslunnar í full afköst, lengingu starfstíma og markaðsölfun vegna nýrra af- urða. Á aðalfundinum voru eftir- taldir menn kjörnir í aðalstjórn: Ingi Garðar Sigurðsson, til- raunastjóri, Kjartan Ólafsson, alþingismaður, og Ólafur E. Ólafsson, endurskoðandi, Stein- grímur Hermannsson, ráðherra og Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri. í varastjórn sitja Grímur Arnórsson, bóndi, Tind- um. Reynir Bergsveinsson, bóndi, Fremri-Gufudal. Eiríkur Ásmundsson, kaupfélagsstjóri, Gunnlaugur Sigmundsson, deild- arstjóri og Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri. Endurskoð- endur voru kjörnir Halldór V. Sigurðsson og Vikar Davíðsson. Formaður stjórnar er Vilhjálm- ur Lúðvíksson. — Sveinn Guðmundsson. Sama síld- armagn og síðasta haust Sjávarútvegsráðuneytið hefur sent frá sér eftirfar- andi fréttatilkynningu um síldveiðar við Suður- og Vesturland á þessu ári: „Sj ávarútvegsráðuneytið hefur, að tillögu Hafrann- sóknastofnunar, ákveðið að leyfa veiðar á 35 þúsund lestum af síld á hausti komanda. Jafnframt hefur verið ákveðið, að hringnótabátar fái að veiða á tímabilinu 20. september til 20 nóvember, en gert er ráð fyrir að reknetabátarnir fái að veiða á tímabilinu 20. ágúst til 20. nóvember 1979. Skipting heildaraflamagns milli hring- nótabáta annars vegar og rek- netabáta hins vegar hefur ver- ið ákveðin þannig, að í hlut hringnótabáta koma 20. þús. lestir en í hlut reknetabáta 15. þús. lestir af síld. Veiðar með reknetum verða áfram leyfisbundnar, og veiðar með hringnót verða einnig háð- ar sérstökum leyfum ráðuneyt- isins eins og verið hefur síðan síldveiðar í hringnót hófust aftur hér við land haustið 1975. Verða veiðileyfin háð skilyrð- um um framkvæmd veiðanna og um meðferð afla. Þar sem heildarsíldarkvót- inn verður hinn sami og á s.l. vertíð, hefur ráðuneytið ákveð- ið, að aðeins komi til greina þau hringnótaskip, sem þessar veiðar stunduðu á s.l. vertíð, en þó ekki yfirbyggð loðnuskip, né þau skip, sem leyfi fengu til humarveiða á yfirstandandi vertíð. Umsóknarfrestur um leyfi til síldveiða í reknet og hringnót er til 15. júlí n.k. og verða umsóknir, sem berast eftir þann tíma ekki teknar til greina." Fundu gaml- an hreyfil af herflugvél NOKKRIR félagar úr Flug- sögufélaginu grófu upp hreyf- il af gamalli herflugvél sl. föstudag, sem fórst við Kald- aðarnes í Flóa. Var vélin í aðflugi að flugvelli þar er hún varð benzínlaus og brotlenti. Tveir menn voru með vélinni og sluppu þeir lítt meiddir. Flugsögufélagarnir grófu hreyfilinn upp aðfararnótt laugardagsins og fluttu hann til Reykjavíkur þá um nóttina. Sögðu talsmenn félagsins í samtali við Mbl. að hér væri um að ræða hreyfil með skrúfublaði og væri það senni- lega eina upprunalega skrúfu- þlaðið sem til væri í heiminum. Flugkennslan eingöngu í höndum flugskólanna? Reynum að hafa sem flesta ánægða, segir flugmálastjóri TILLAGA að breytingu á fyrir- komulagi flugkennslunnar hér á landi verður hugsanlega lögð fyrir flugráð f sumar, að sögn Agnars Kofoed Hansen flugmála- stjóra. En uppi munu vera hug- myndir um það að flugkennslan verði framvegis í höndum flug- skólanna eingöngu. „Það hefur mörg undanfarin ár verið reynt að breyta fyrirkomu- lagi flugkennslunnar," sagði Agnar Kofoed Hansen, „og segja má að þyngri kröfur til þeirra sem annast kennsluna séu liður í þess- um breytingum, en þær kröfur hafa verið síþyngdar á undanförn- um árum. Einnig má nefna í þessu sambandi að ríkið hefur loksins tekið að sér að annast bóklega kennslu fyrir atvinnuflugmenn og hefur Jón Böðvarsson unnið ötul- lega að því í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Við viljum gjarnan hafa um kennsluna einhvern fastákveðinn ramma og innan þess ramma alla sem kenna. En reynt verður, ef breytingartillögur koma til flug- ráðs, að hafa þær þannig að sem flestir verði ánægðir." íslenska liðið á EM í bridge í Sviss: Einn stórsig- ur og tvö töp ÞREMUR umferðum er lokið á Evrópumótinu í bridge sem hófst sl. sunnudag f Sviss. íslendingar eru þar meðai þátttakenda og hafa fengið 32‘/2 stig og eru í miðjum hóp þátttakenda á stiga- töflunni. Að sögn Jóns Páls Sigurjóns- sonar sem fór með liðinu spilaði íslenzka liðið í fyrstu umferð gegn Portúgölum á sunnudaginn og vann leikinn með 20 stigum gegn mínus þremur. Um kvöldið var spilað gegn ísraelum. íslenzka liðið hafði yfir í hálfleik en náði ekki að halda forskotinu og tapaði 5—15. í gær var svo ein umferð spiluð og nú gegn Ungverjum. Var leikurinn í járnum til loka og endaði með jafntefli 10—10 en einum íslenzku spilaranna urðu á mistök sem voru dæmd á þann veg að Ungverjum var dæmdur sigur 12 gegn 7'/2. Ovæntustu úrslit 3. umferðar voru þau að Tyrkir unnu Sviss 20—0 en Tyrkjum hafði ekki geng- ið vel í fyrstu umferðunum. Eftir 3 umferðir eru Frakkar langefstir með 58 stig en alls tekur 21 sveit þátt í mótinu: Grikkir mættu ekki til leiks og er því yfirseta. Jón Páll sagði að gott hljóð væri í spilurunum og færi mjög vel um þá á hótelinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.