Morgunblaðið - 03.07.1979, Síða 25

Morgunblaðið - 03.07.1979, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979 33 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Auglýsing frá Heilbrigðis- eftirliti ríkisins til framleiðenda og innflytjenda niður- lagðs lagmetis Af marggefnu tilefni vill Heilbrigöiseftirlit ríkisins benda framleiðendum og innflytjend- um niöurlagös lagmetis um allt land á, aö þeir gæti þess aö gæöi, pökkun og merking umbúöa niðurlagðs innlends og innflutts lagmetis, sem boðiö er til sölu, sé í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 250/1976 um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu- og nauösynjavara ásamt áorönum breytingum. Samkvæmt ákvæöum reglugeröar 250/1976 gerir Heilbrigöiseftirlit ríkisins eftirfarandi kröfur um pökkun, geymslu og merkingu umbúöa niöurlagðs lagmetis. 1. Nafn og heimilisfang framleiðanda eða pökkunarfyrirtækis skal vera skráö á umbúö- irnar. 2. Á umbúðunum skal koma fram, aö um niðurlagt lagmeti sé aö ræöa. 3. Á pökkunarstaö skal skráö á umbúðirnar dagsetningu pökkunardags og síöasta sölu- dags, þannig aö kaupendur sjái nefndar dagsetningar greinilega. 4. Umbúðirnar skulu eingöngu myndskreytt- ar í samræmi viö innihald. 5. Á umbúðunum skal geta nettóþyngdar vörunnar og að auki fiskþyngdar, þar sem það á viö. 6. Nafns og ákveðins eiginleika vörunnar skal getiö meö greinilegum bókstöfum svo auðvelt sé fyrir kaupendur að taka eftir þeim, þegar sala fer fram. 7. Á umbúðirnar skal skráð innihald vörunn- ar (innihaldslýsing). Þar skulu koma fram aöalefni hennar svo sem fita, prótein kol- vetni, vítamín og steinefni, upp talin í minnkandi magni. Auk þess skal næringargildi vörunnar gefið upp miðað við 100 gr. Magns leyfilegra aukaefna skal getiö á umbúðunum. 8. Á umbúöum niöurlagös lagmetis skal standa: „Geymist í kæli (undir 4°C)“, þar sem lítið er á niöurlagt lagmeti sem viökvæm matvæli. Almennt er talið aö niöurlagt lagmeti hafi um það bil 6 mánaöa geymsluþol, sé það geymt í kæli (undir 4°C), þó vill Heilbrigðiseftirlit ríkisins vekja athygli þeirra sem hlut eiga aö máli á því að ákvöröun á tímalengd milli pökkunardags og síöasta söludags verður aö byggjast á geymsluþolsrannsóknum fram- kvæmdum af viðurkenndum oþinberum rannsóknaraöilum. Heilbrigðiseftirlit ríkisins beinir þeim tilmæl- um til allra heilbrigðisnefnda aö fylgjast náið meö að ofangreindum kröfum sé framfylgt. Geymið auglýsinguna. Heilbrigðiseftirlit ríkisins. Fríkirkjusöfnuö- urinn í Reykjavík Hin árlega sumarferö Fríkirkjusafnaöarins verður farin sunnudaginn 8. júlí. Komið saman við Fríkirkjuna kl. 8.30 f.h., ekið um Borgarfjörðinn og Hvítársíðuna. Hádegis- verður í Bifröst. — Farmiðar eru seldir til fimmtudagskvöld í Versluninni Brynju, Laugavegi 29, og í Fríkirkjunni kl. 5—6 e.h. Nánari uppi. í síma 31985. Ferðanefndin Útboð Tilboð óskast í rif á núverandi þaki Brautar- holts 28, Rvk. og byggingu rishæðar sama húss, að fokheldu stigi. Utboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofunni Fjölhönnun h.f., Skipholti 2, R. gegn 20.000.- kr. skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuö á sama staö mánudaginn 9. júlí kl. 2.00 e.h. Tilboð óskast í uppsetningu á innréttingum í 63 íbúöir. Útboðsgögn liggja frammi hjá Trésmiðjunni Víði h/f, Smiðjuvegi 2, Kópavogi, og afhend- ast gegn 10.000.- kr. skilatryggingu Tilboð skulu hafa borist fyrir þriðjudaginn 10. júlí. | húsnæöi ó: '$t 1 Óska eftir einbýlishúsi, raðhúsi, sérhæð eða stórri blokkaríbúð á stór-Reykjavíkursvæðinu frá 1. ágúst eða fyrr. Uppl. í síma 41443. Makaskipti íbúð á stór-Reykjavíkursvæðinu óskast í skiptum fyrir gott einbýlishús (viölagasjóðs- hús) á Hvolsvelli. Upplýsingar í síma 99—5297. Norðurland Eystra Alþingismennirnir Jón G. Sólnes og Lárus Jónsson boöa tll almennra stjórn- málafunda á eftlrtölrlum stðöum: Dalvik (fél.heimillnu Vfkurrðst): þriöjudaginn 3. júlf kl. 20:30. Hríeey (samkomuhúsinu) miövikudaglnn 4. júli kl. 20.30. Verzlunarmannafélag Suðumesja: Vítur samþykktar á starfs- mannastjóra vamarliðsins FÉLAGSFUNDUR meðal skrif- stofufólks, sem vinnur hjá varn- arliðinu. veitti í fyrrakvöld stjórn Verzlunarmannaféiags Suðurnesja heimild til aðgerða í deilu þeirri, sem komin er upp milli starfsmannanna og launa- skrárnefndar um skipan skrif- stofufólks f launaflokka. Á fund- inum var samþykkt ályktun, sem er svohljóðandi: „Fundur starfsfólks í verzlun- arstétt á vegum varnarliðsins, haldinn í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík 27. júní 1979, mótmælir harðlega útreikningum á launum og röðun í launaflokka þeirra, sem laun taka samkvæmt kjaradómi 17. maí 1979, þar sem fá störf á vegum varnarliðsins falla undir hina nýju flokkaskipan í kjara- dómnum, vegna þess að allt aðrar kröfur eru gerðar til kunnáttu einstaklinga, sem vinna á vegum þess en tíðkast á íslenzkum vinnu- markaði. Fundurinn vítir einnig geðþóttaákvarðanir Guðna Jóns- sonar forstjóra starfsmannahalds varnarliðsins, sem hefur að því er virðist tekið sér einræðisvald í flokkaskipunarmálum starfs- manna varnarliðsins. Fundurinn gerir skýlausa kröfu til þess að fá úr því misrétti bætt, sem verzlunarfólk hjá varnarlið- inu hefur orðið fyrir í launamál- um af hálfu starfsmannahalds varnarliðsins og felur fundurinn stjórn og trúnaðarmannaráði Verzlunarmannafélags Suður- nesja að kanna allar leiðir til þess og bendir í því sambandi á hvort rétt sé að fá skipaðan nýjan kjaradóm, sem muni fjalla um launamál verzlunarfólks hjá varn- arliðinu með hliðsjón af fyrr- greindu samkomulagi frá 17. maí 1979 og þeirri flokkaskipan, sem gillt hefur hjá varnarliðinu til þessa. Fundurinn óskar þess einnig að Guðni Jónsson komi þar hvergi nærri, enda bera félagsmenn ekki traust til hans að vinna að slíkum samningamálum eftir það sem á undan er gengið.“ Samkvæmt upplýsingum Val- garðs Kristmundssonar, formanns Verzlunarmannafélags Suður- nesja, mun þessi ályktun send utanríkisráðherra, varnarmála- deild, kaupskrárnefnd og yfir- manni varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Valgarð kvað engar ákvarðanir hafa verið tekn- ar af stjórn félagsins um fram- hald málsins eftir félagsfundinn í fyrrakvöld. (Ljósm. Mb. ÓI.K.Msk.) Ljósmyndarinn varð himinlifandi er hann sá þennan föngulega jafnaldra sinn á ferð um miðbæinn í góða veðrinu í gær. Víst er að það eru ekki margir bílar af gerðinni Oldsmobile, árgerð 1926, sem sjást á ferli og svona hressir eins og þessi fararskjóti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.