Morgunblaðið - 03.07.1979, Síða 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
I Varðarferð er
tólk á öll
um aldri
og sama
fólkið ár
eftir ár
Landsmálafélanið Vörður fór
sumarferð sína s.l. sunnudag.
Þátt tóku í ferðinni að þessu
sinni um 600 manns. Veður var
ekki með bezta móti, rigning og
nokkur gjóla fyrri hluta ferðar-
innar, en stytti þó ætfð upp í
áningarstöðum. í Skorradal,
sem var sfðasti áningarstaður
ferðarinnar, skein sól og nátt-
úran skartaði sínu fegursta.
Lagt var upp klukkan rúmlega
átta frá Siálfstæðishúsinu við
Bolholt og ekið sem leið lá upp í
Hvalfjörð þar sem stanzað var á
melunum vestan við Saurbæ og
drukkið morgunkaffi. Þar flutti
stutta tölu Egar Guðmundsson
formaður Varðar. Að loknu
morgunkaffi var ekið að Grund-
artangaverksmiðjunni. Jón Sig-
urðsson forstóri tók þar á móti
hópnum og sagði frá starfrækslu
verksmiðjunnar. Dr. Gunnar
Thoroddsen, fyrrv. iðnaðarráð-
herra, flutti þar einnig ávarp og
rifjaði upp undirbúning að
stofnun verksmiðjunnar, en eins
og menn muna var ákvörðun
tekin um stofnunina í ráðherra-
tíð Gunnars. Verksmiðjan er
mikið mannvirki og lýstu ferða-
langar ánægju sinni með að fá
tækifæri til að koma á staðinn.
Að sögn Jóns Sigurðssonar
rigndi eins og hellt væru úr fötu
rétt fyrir komu hópsins, en á
meðan hann átti viðdvöl hélst
þurrt.
Frá Grundartanga var ekið í
Borgarfjörð og upp á Mýrar, þar
sem minjar úr sögu Egils Skalla-
grímssonar má finna í örnefnum
o.fl. Var gerður stanz á Ökrum,
þar sem talið er að Egill hafi
yrkt akra sína og nafnið er
dregið af, og þar snæddur hádeg-
isverður. Gafst fólki þar tæki-
færi til að kanna umhverfið og
ganga fjörur.
Var síðan ekið áleiðis í
Skorradal og um Geldingadraga
heimleiðis.
I Skorradal var stoppað
og kvöldsnarl fram borið.
Hafði veður þá mjög breytzt
til batnaðar, sól skein
í heiði og var áð nokkru
lengur en áætlað hafði
verið. Einar Guðjohnsen
aðalleiðsögumaður ferðarinnar
flutti þar greinargóða staðarlýs-
ingu og Geir Hallgrímsson for-
maður Sjálfstæðisflokksins
flutti ávarp. Sagði hann m.a. að
við skyldum vona, að eins færi
með þjóðmálin eins og veðrið
þennan dag — að úr rættist um
síðir. Góður rómur var gerður að
ræðu hans. Komið var til
Reykjavíkur um níuleytið um
kvöldið.
Þátttakendur í þessari Varð-
arferð voru á öllum aldri, eins og
meðfylgjandi myndir bera með
sér. Var það mál manna að
ferðin hefði tekist í alla staði vel,
enda auðséð að vel hafði verið
staðið að undirbúningi.
Guðmundur Jónsson, einn af
fararstjórunum og fulltrúi í
ferðanefnd, sagði í lok ferðar-
innar, að hann væri ánægður
með ferðina, þó veðrið hefði
mátt vera betra. Fólk væri
ánægt og þá væri tilganginum
náð, allir sem hann hefði talað
við ætluðu að koma aftur í
Varðarferð að ári. „Mikill undir-
búningur liggur að baki slíkrar
ferðar. Við komum saman í
ferðanefnd seinni hluta vetrar
til að undirbúa ferðina. Það er
erfitt að skipuleggja slíka ferð
vegna þess að hún má aðeins
taka einn dag. Við völdum og
könnuðum leiðir undir frábærri
stjórn Óskars Friðrikssonar for-
manns nefndarinnar. Fyrir hönd
nefndarinnar vil ég sérstaklega
þakka öllum þátttakendunum og
það er ánægjulegt að við sjáum
ætíð sama fólkið ár eftir ár.“
tieir Haligrímsson flutti stutta ræðu í áningarstað í Skorradal. A bak við hann má sjá hluta af
bifreiðaflotanum.
Vngsta kynslóðín naut ferðarinnar ekki síður en þeír eldri. Systkinln Valdis og Sumariiói ieku ser vio
öldurnar og Valdís benti Ijósm. á að þetta væri sjórinn. Ingibjörg litla er hálfundrandi á svipinn, hefur
liklega ekki vitað að hafið væri svona stórt.
Ferðalangar kunnu vel að meta sólina sem gafst í Skorradalnum,
enda viðverutími þar framlengdur.
Á Grundartanga fluttu ávörp Jón Sigurðsson og tiunnar
Thoroddsen. Klifu þeir fimlega hirngstiga einn mikinn, svo að
hópurinn mætti betur heyra þá og sjá. Ljósm. Mbl. F.P.
Nokkur kynning fékkst í ferðinni á íslenzku vegakerfi. Ferðalang-
ar þurftu að ganga yfir Kljáfossbrú á Hvítá meðan bifreiðunum
var ekið yfir, enda hefði varla verið hægt að koma eldspýtustokk-
um milli bflanna og handriðs, er þeir óku yfir.