Morgunblaðið - 03.07.1979, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979 3 5
Mörgum verður meint
af eitraða peðinu...
Þegar rætt er og ritað
um umdeild afbrigði innan
skákfræðinnar kemur
óneitanlega fljótt upp í
hugann hið svonefnda
„Eitraða peðs afbrigði“ í
Sikileyjarvörn. í því
þverbrýtur svartur
grundvallarlögmál skák-
byrjunarinnar. Hann
margleikur drottningunni
snemma tafls til þess að ná
í eitt peð og verður siðan
að berjast hatrammri
varnarbaráttu hvort sem
hvítur reynir að fanga
svörtu drottninguna eða
blæs strax til kóngssókn-
ar. Það er því oft sem
stjórnendur svarta liðsins
hafa ekki verið vanda sín-
um vaxnir og beðið herfi-
legan ósigur snemma, en
því er heldur ekki að neita
að oft hefur svartur kom-
ist óskaddaður út úr orra-
hríðinni og unnið síðan á
peðinu sem hann hafði upp
úr krafsinu. Eitraða peðs
afbrigðið hefur þar af leið-
andi verið vinsælt vopn
þeirra sem tefla ávallt til
vinnings
Vegna orðstírs þess sem
Fischer og fleiri öfluðu afbrigð-
inu um og eftir 1960 hefur það
•síðan verið eitt mest rannsakaða
afbrigði allrar skákfræðinnar og
menn hafa keppst við að finna
eitthvað nýtt í því æ síðan. Ekki
er því heldur að neita að afbrigð-
ið hefur oft hlotið þung högg, en
síðan jafnan tekist að rísa upp
aftur úr öldudalnum. Fræg var
t.d. 11. skák þeirra Spasskys og
Fischers hér í Reykjavík 1972.
Skákin tefldist þannig:
Hvítt: Spassky
Svart: Fischer
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6,3. d4 -
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 —
a6,6. Bg5 - e6,7. f4 - Db6!? 8.
Dd2 - Dxb2,9. Rb3 - Da3,10.
Bxf6 — gxf6,11. Be2 — h5,12.
04) - Rc6,13. Khl - Bd7,
14. Rbl!?
(Skákskýrendur um allan
heim hrósuðu þessum leik upp í
hástert og töldu svartan hart-
nær glataðan, enda höfðu þeir þá
ekki á öðru að byggja en fram-
haldi skákarinnar:)
Db4?
(Eins og kom í ljós nokkrum
mánuðum síðar er langörugg-
asta framhald svarts í stöðunni
hér 14... Db2! Hvítur virðist þá
ekki geta gert betur en að
þráleika með 15. Rc3 — Da3, því
Spassky
að tilraunir til þess að vinna
drottninguna falla um sjálft sig.
T.d. 15. a3? - Hc8,16. Hf3 - e5!
17. Rc3 — Dd4 og svartur
stendur til vinnings eða 15. a4 —
f5 og staðan er mjög tvísýn. Það
má reyndar ekki á milli sjá hvor
leikurinn, 14. Rbl, eða 14... Db2!
ofbjóða rökréttum þankagangi
skákmanna meira. Vel staðsett-
um riddara er leikið upp í borð
og drottningunni síðan varpað
aftur í gin ljónsins á b2).
15. De3 - d5? 16. exd5 - Re7,
17. c4 - RÍ5,18. Dd3 - h4,19.
Bg4 - Rd6, 20. Rld2 - f5, 21.
a3 - Db6, 22. c5 - Db5, 23.
Dc3 - fxg4, 24. a4 - h3, 25.
axb5 og Spassky vann auðveld-
lega.
Þessi skák á áreiðaniega eftir
að verða kennslubókardæmi í
því hvernig hægt er að slá
frábæra skákmenn út af laginu
með óvæntum og markvissum
leikjum í byrjuninni.
En nú nýlega var skák tefld
austur í Sovétríkjunum sem olli
því að kalt vatn tók enn á ný að
renna milli skinns og hörunds á
áhangendum Eitraða peðs af-
brigðisins. Skákin var tefld árið
1977 af tveimur sterkum meist-
urum þar eystra:
Hvítt: Vitolins
Svart: Gavrikov
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 -
xcd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 —
a6. 6. Bg5 - e6, 7. Í4 - Db6, 8.
Dd2 - Dxb2,9. Hbl -
(Þetta er eldri og hefðbundn-
ari leið en 9. Rb3).
Da3,10. f5 — Rc6, 11. Rxc6 —
(Hér er reyndar nákvæmara
að leika 11. fxe6 fyrst, því að í 12.
leik hefði svartur vel getað leikið
Fischer
12... Bxe6, en það skiptir okkur
engu máli).
bxc6, 12. fxe6 — fxe6,13. e5 —
dxe5, 14. Bxf6 — gxf6, 15. Re4
- Be7.
(Eftir að þessi skák var tefld
reyndi argentínski stórmeistar-
inn Quinteros að leika hér 15...
Dxa2. Refsinguna við þeim leik
má reyndar sjá í síðasta skák-
þætti í Morgunblaðinu í skák-
inni Grúnfeld-Helmers, svæða-
mótinu í Luzern).
16. Be2 - h5,17. Hb3 - Da4.
18. Rxf6+!
(Hreint og beint ótrúlegur
leikur og engin furða þótt hann
hafi leynst fyrir mönnum í tvo
áratugi. Staðreyndin virðist vera
sú að peðið á f6 sé svo öflugur
varnarmaður að gefa megi heil-
an riddara án þess að vinna
nokkurn tíma til þess að losna
við það).
Bxf6,19. c4!
(Hvítur eyðir leik í að loka
svörtu drottninguna inni, án
þess þó að hafa nokkra von um
að vinna hana. Svartur á hins
vegar í miklum erfiðleikum með
að bæta stöðu sína og hvítur
hefur því efni á að eyða tíma).
eftir MARGEIR
PÉTURSSON
Bh4+,20. g3 - Be7, 21. 04) -
Ha7, 22. Hb8 - Hc7, 23. Dd3 -
(í júgóslavneska skákritinu
Informator stinga þeir Koifman
og Lepeshkin hér upp á 23. Bd3
og telja þeir hvít þá hafa meira
en nægilegt spil fyrir manrinn
eftir t.d. 23... Hg8, 24. Bh'i —
Hg7 og nú 25. Dh6 eða 25 Hdl.
Síðarnefndi leikurinn leggur
skemmtilega gildru fyrir svart.
Ef 25. Hdl - Hxh7? þá 26.
Hxc8+! — Hxc8, 27. Dd7+ — Kf7,
28. Hfl+ með vinnandi sókn).
Bc5+. 24. Khl - Ke7, 25. Dg6
- Kd6, 26. Df6 - He8, 27.
Bxh5 -
(27. Hf5!? kom hér vel til
greina).
Hce7, 28. Hdl+ - Bd4, 29.
Hxd4+ — exd4, 30. Dxd4+ —
Kc7, 31. Db6+ - Kd7, 32. Dd4+
Jafntefli.
Þessi skák vakti að vonum
mikla athygli, jafnvel þó að
Vitolins hafi ekki uppskorið
réttlát laun erfiðis síns. Vorið
1978 var síðan tefld mjög mikil-
væg skák fyrir afbrigðið á al-
þjóðlega skákmótinu í Niksic í
Júgóslavíu. Þar áttust við tveir
af bezt lesnu stórmeisturum
meðal ungu kynslóðarinnar.
Fyrstu tuttugu leikirnir eru eins
og í skákinni hér á undan.
Hvítt: Timman
Svart: Ribli
21. 04) - Bd7,
(Þetta er greinilega endurbót
Riblis á skákinni hér á undan og
það þýðir að hann hefur fundið
einhverja vænlega leið fyrir hvít
eftir 21.. Ha7).
22. Hb7 - Hd8,
(Eftir 22... 0-0-0?! 23. Hfbl -
Bc5+, 24. Khl - Bd4, 25. c5! —
opnast allar flóðgáttir).
23. Bd3 - Bc5+, 24. Khl -
Hg8,
25. Be2! - Ke7, 26. Bxh5 -
Hg7. 27. Dh6 - Dxc4,
(Ef 27... Hdg8 þá 28. Df6+ -
Kd6, 29. Hdl+ - Bd4, 30. Hxd4+
o.s.frv. eða 27. . . Hgg8, 28. Hf7
- Kd6, 29. Dh7 - Bc8, 30. Hfc7
- Hge8, 31. Hxc8!).
28. Dxg7+ - Kd6, 29. Df6 -
Bd4. 30. Hfbl - Dd3, 31. H7b3
- Df5, 32. Dxd8 - Dxh5, 33.
Db8+ - Kd5. 34. Dc7 - Dh7,
35. Hel - Df7, 36. Hd3 - Kc4,
37. Hd2 - Bc3, 38. Dxd7 -
Df3+, 39. Kgl og svartur gafst
upp.
Nýlega var síðan tefld á al-
þjóðlegu skákmóti í Frunze í
Sovétríkjunum sem fram fór nú
í júnímánuði skák mjög keimlík
þeirri sem þeir Timman og Ribli
tefldu. Fyrstu 23 leikirnir eru
eins.
Hvítt: Beljavsky
Svart: Szekely
24. Kg2 -
Hvort kóngurinn er á hl eins
og í skákinni hér á undan eða á
g2 er að mestu smekksatriði).
Hg8, 25. De2!
25. Be2! kom reyndar einnig til
greina. Með hinum gerða leik
hótar hvítur bæði 26. Dxe5 og 26.
Dxh5+)
Bd4,26. Dxh5+ - Ke7, 27. Dh4+
- Kd6,
28. c5+!
(Hvítur opnar hrókum sínum
línur að svarta kóngnum).
Kxc5,
(Eftir 28... Kd5, 29. Be4+ -
Kxc5, 30. De7+ - Kc4, 31. Hcl+
— Bc3, 32. Dd6! verður svartur
fljótlega mát).
29. De7+ - Kd5, 30. Hxd7+ -
Hxd7, 31. Dxd7+ - Kc5, 32.
Hcl+ - Kb6, 33. Be4 - Bc3,34.
Dd3 — Bd4, 35. Hxc6+ — Dxc6,
36. Bxc6 — Kxc6, 37. Dxa6+ og
svartur gafst upp.
Þeir sem tefla Eitraða peðs
afbrigðið á svart verða greini-
lega að leggja heilann í bleyti ef
þeir ætla að halda áfram að
ræna peðinu.
DregiÓ í 3. flofel ^N/%. ° 2i í dag
NÝTT HAPPDRÆTTISÁR 79-80 1 In^ V ^ V ^ MIÐI ER MÖGULEIKI
^ Dregiö í 3. flokki kl. 17.30 í dag. Meöal vinninga sumarbústaöur aö Hraunborgum ^ í Grímsnesi. Nokkrir lausir miöar eru enn fáanlegir í aöalumboöi.