Morgunblaðið - 03.07.1979, Side 28
3 6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
Margrét Einardóttir var kjörin formaður landssamhandsins. Hún Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur.
flytur hér þakkarávarp. Við borðið sitja Auður Auðunsson, sam var
fundarstjóri, og Sigurlaug Bjarnadóttir, fráfarandi formaður.
Ljósm. F.P.
„Vekjum til virðingar og
reisnar allt það jákvæðasta
og bezta í sj álfstæðisstefnimni’ ’
Þing Landssambands sjálfstæðiskvenna var haldið á Akranesi sunnudaginn 27.
maí s.l. Sigurlaug Bjarnadóttir formaður sambandsins setti þingið, bauð þingfulltrúa
velkomna og lýsti ánægju sinni yfir að þinghaldið skyldi að þessu sinni vera í
Vesturlandskjördæmi. í setningarræðu sinni rakti Sigurlaug stöðu og gang þjóðmála,
einnig minntist hún 50 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins, en viðfangsefni þingsins,
auk hefðbundinna þingstarfa var helgað afmælinu. Sigurlaug lauk setningarræðu
sinni með tilvitnun í orð fyrsta formanns Sjálfstæðisflokksins, Jóns Þorlákssonar:
„Sá, sem vill leita eftir efnalegri velgengni fyrir sjálfan sig, verður að gera það með
því fyrst og fremst að leitast við að fullnægja sem bezt þörfum annarra.“
Sjálfstæðiskvenna-
félögin standa
vel í stykkinu
Þá var gengið til dagskrár og
flutti formaður skýrslu stjórnar
fyrir tímabilið milli landsþinga.
Kom m.a. fram, að á tímabilinu
voru haldnir 12 fundir í stjórn
sambandsins, auk fjölmargra
funda í starfsnefndum. Aðildar-
félög sambandsins eru 17 að tölu.
Félagatalan er tæplega þrjú þús-
und, þar af liðlega 1100 í Hvöt,
Reykjavík.
Nokkuð var fjallað um stöðu
kvenfélaga og hvort eðlilegt væri
að sameina þau almennu félögun-
um. Kom fram, að við umræður
um það mál væri niðurstaðan sú,
að kvenfélögin hafi sannað gildi
sitt og staðið fyllilega í stykkinu
og sum með miklum ágætum.
Á tímabilinu apríl-maí á s.l. ári
efndi Landssambandið í samvinnu
við aðildarfélögin úti á landi til
almennra stjórnmálafunda víðs
vegar um landið. Voru þeir vel
heppnaðir.
Landssambandið og Hvöt efndu
til ráðstefnu í nóv. s.l. um „Vinnu-
markaðinn og fjölskylduna". Var
ráðstefnan vel sótt, boðið var
sérstaklega til hennar fulltrúum
um 30 félagasamtaka launþega og
vinnuveitenda og nokkru seinna
send út bréf rúmlega hundrað
einstakra fyrirtækja um allt land,
þar sem kynnt var efni og niður-
stöður ráðstefnunnar og jafn-
framt send ítarleg gögn og upplýs-
ingar um sveigjanlegan vinnutíma
og hvernig hann verkar í fram-
kvæmd, en niðurstaða ráðstefn-
unnar var, að með meiri sveigjan-
leika vinnutíma mætti mun betur
samhæfa fjölskylduna að vinnu-
markaðinum og vinnumarkaðinn
að fjölskyldunni.
Landssambandið í samvinnu við
Hvöt hefir síðan reynt að fylgja
máli þessu eftir, m.a. með útgáfu
dreifibréfs. Áherzla var lögð á að
koma bréfinu inn á sem flesta
fjölmenna vinnustaði og þjónustu-
stofnanir.
Landssambandið, í samvinnu
við Samband ungra sjálfstæðis-
manna, gekkst fyrir nokkrum
félagsmálanámskeiðum á tímabil-
inu, gefið var út auglýsingablað
„Harpa" þar sem reynt var að
vanda til lesefnis.
Stofnuð hafa verið kjördæmis-
samtök sjálfstæðiskvenna á Vest-
fjörðum, var það gert í Bolungar-
vík 17. maí s.l. og hefur lands-
sambandið fullan hug á að stofnuð
verði samtök í sem flestum kjör-
dæmum landsins.
Gangskör, síða Landssambands-
ins í Morgunblaðinu hefur birst
nokkrum sinnum á kjörtímabil-
inu. Umsjónarmaður síðunnar,
Fríða Proppé, baðst undan áfram-
haldandi umsjón síðunnar vegna
anna. Voru • sjálfstæðiskonur
hvattar til að nota þennan vett-
vang til tjáningar og skoðana-
skipta.
Framkvæmdastjóri Landssam-
bandsins og Hvatar, Anna Borg,
lét af störfum í febr. á s.l. ári.
Voru henni færðar sérstakar
þakkir fyrir ómetanlegt starf í
þágu sambandsins. Við starfi
Önnu tók til skamms tíma Edda
Bjarnadóttir og síðan Edda Jóns-
dóttir, er gegnir starfinu nú.
Er Sigurlaug hafði lokið flufn-
ingi skýrslu stjórnar sagði hún:
„Þegar ég nú læt af formennsku
Landssambandsins eftir fjögurra
ára tímabil sem formaður, sem er
hámarkstími samkvæmt núgild-
andi lögum sambandsins, þá er
mér efst í huga þakklæti til hins
fjölmenna hóps góðra sjálfstæð-
iskvenna um land allt, sem ég hefi
kynnst og starfað með að málefn-
um sambandsins og Sjáífstæðis-
flokksins. í stjórninni hef ég setið
undanfarin 12 ár, svo að það er
sannarlega tími til kominn að ég
víki um set. Ég þakka traust
ykkar og vinsemd, sem hefir verið
mér í senn ómetanlegur styrkur
og hvatning í starfi. Sérstakar
þakkir færi ég samstarfskonum
mínum í stjórninni fyrir traust og
elskulegt samstarf. Þar hefir
aldrei borið neinn skugga á. —
Landssambandinu óska ég far-
sældar í starfi um ókomna tíð.
Verkefnin eru sem fyrr næg fram-
undan fyrir nýja krafta að fram-
gangi góðra mála, fyrir nýtt átak
til að virkja hugsjónir okkar sem
stjórnmálaflokks í þágu lands og
þjóðar."
Ávarp formanns
Sjálfstæðisflokksins,
Geirs Hallgrímssonar
Þá var gert hádegisverðarhlé.
Geir Hallgrímsson flutti þar stutt
ávarp. Fjallaði hann nokkuð um
ástand landsmála og hversu stétt-
arstríð gætu höggvið nærri lýð-
ræðisskipulaginu. Sagði hann
sjálfstæðismenn vilja leita lausn-
ar vandans með tilliti til almanna-
hags. Sjálfstæðisflokksins væri að
sameina manngildishugsjónina
hagsmunarbaráttunni. í lok
ávarpsins þakkaði hann sjálfstæð-
iskonum þeirra framlag í starfi
flokksins.
Þingstörfum var framhaldið kl.
14. Gerði gjaldkeri sambandsins,
Sigríður Pétursdóttir, grein fyrir
reikningum og kom fram að fjár-
hagur sambandsins var góður á
kjörtímabilinu.
I kjörnefnd voru kosnar þær
Ragnhildur Helgadóttir, Reykjav.,
Hildur Einarsdóttir Bolungarvík
og Jónína Júlíusdóttir Kópavogi.
Þá voru fluttar skýrslur sam-
bandsfélaganna. Björg Einars-
dóttir flutti skýrslu f.h. Hvatar,
Reykjavík, Guðrún Jónsdóttir f.h.
Bárunnar Akranesi, Svava Gunn-
laugsdóttir f.h. Borgarfjarðar,
Kristín Sigurðardóttir f.h. Snæ-
fellsnes- og Hnappadalssýslu, Sig-
urrós Sigtryggsdóttir f.h. Dala-
sýslu, Hildur Einarsdóttir f.h.
Þuriðar Sundafyllis, Bolungarvík,
Umsjón:
Friða Propi
Kjördœmissamtök stofn-
uð í Vesturlandskjördœmi
Á þinginu var formlega gengið frá stofnun
Kjördæmissamtaka sjálfstæðiskvenna í Vesturlands-
kjördæmi. Skv. ákvæðum laga er heimilt að stofnsetja
kjördæmasamtök, er hafa nokkur réttindi, m.a.
fulltrúa í kjördæmisráðum. Slík samtök hafa nú
þegar verið stofnuð í Vestfjarðakjördæmi og er
fyrirhugað að stofna þau víðar.
Þingfulltrúar úr Vesturlandskjördæmi samþykktu
samhljóða stofnunina og var þeim árnað heilla með
lófaklappi. Sigurlaug Bjarnadóttir færði þeim. f. h.
landssambandsins, bók að gjöf í tilefni af stofnuninni.
Ólína Björnsdóttir f.h. Sauðár-
króks og Skagafjarðar, Þórunn
Sigurbjörnsdóttir f.h. Varnar, Ak-
ureyri, Ingibjörg Johnsen f.h.
Eyglóar Vestmannaeyjum, Arndís
Benediktsdóttir f.h. Strandasýslu,
Ágústa Skúladóttir f.h. Árnes-
sýslu, Jónína Júlíusdóttir f.h.
Eddu, Kópavogi, Ásthildur Magn-
úsdóttir f.h. Vorboðans, Hafnar-
firði og Sesselía Magnúsdóttir f.h.
Sóknar, Njarðvík.
Sjálfstæðisflokkur-
inn 50 ára — stefnu-
mið og hugsjónir:
Að loknum flutningi skýrslna
aðildarfélaganna voru flutt fram-
söguerindi. Áslaug Friðriksdóttir
skólastjóri fjallaði um manngild-
ishugsjón Sjálfstæðisflokksins,
Björg Einarsdóttir fulltrúi um
Sjálfstæðisflokkinn — flokk allra
stétta og Inga Jóna Þórðardóttir
viðskiptafræðingur um æskuna og
Sjálfstæðisflokkinn.
Áslaug Friðriksdóttir skóla-
stjóri sagði kjarnann í manngildis
hugsjón Sjálfstæðisflokksins vera
einstaklingsfrelsið, trúin á sér-
hvern einstakan, manninn sjálfan
og frelsi hans og samfara því væri
einstaklingsfrelsið sérkenni sjálf-
stæðisstefnunnar.
„Norska skáldið Nordahl Grieg
orti óð til frelsins, og eru þessar
hendingar þaðan teknar:
„Sú fullvissa er fædd í oss öllum
að frelsið sé líf hvers manns,
jafneinfalt og eðlisbundið
sem andardráttur hans“.
Sterkari rök verða vart fundin
fyrir einstaklingsfrelsinu, und-
irstöðunni undir manngildishug-
sjón Sjálfstæðisflokksins, en að
það sé líf hvers manns."
Áslaug ræddi síðan nokkuð
takmörk frelsisins, en þau tak-
markast af sams konar frelsi
annarra og muninum á sjálfsaga
og ríkisvaldi. Síðan benti hún á
hvernig þessi hugsjón kemur sem
rauður þráður í gegnum allar
ályktanir flokksins og athafnir, og
rakti máli sínu til stuðnings,
ályktun síðasta landsfundar
flokksins um skólamál.
Áslaug vitnaði til rita og ræðna
nokkurra hugmyndafræðinga
flokksins og til bókar John Stuart
Mill um Frelsið 1859. Hún sagði í
Iok ræðu sinnar: „Góðir þing-
fulltrúar. Manngildishugsjón
Sjálfstæðisflokksins, sem byggir á