Morgunblaðið - 03.07.1979, Side 30
3 8 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
YOGA
Það eru orðnir margir áratug-
ir síðan einn frægasti og vinsæl-
asti rithöfundur íslendinga rit-
aði bók um Yoga, Þórbergur
Þórðarson. En svo nefnist ind-
versk heimspeki, sem tengd er
trúarbrögðum Hindúa. Hindúi
og Indverji er eitt og hið sama.
Land og þjóð í einu orði tengt
trúarbrögðum sínum.
En Yoga er orð úr sanskrít.
hinu forna tungumáli Indverja
og þýðir að sameina eða tengja,
renna saman.
Þar mun vera átt við trúrænar
athafnir, helgisiði, sem tengja
eiga og tengt geta mannssál eða
mannlegt aft hinum guðlega
mætti tilverunnar.
Samkvæmt bók Þórbergs eru
Yoga- eða tengiathafnir þessar
margþættar og minnsta kosti
fimm eða sex kerfi, sem opna
þessar himinbrautir mannkyni
til handa. En til þess þarf að æfa
og þjálfa bæði líkama og sál. En
slíkar æfingar eða helgiathafnir
veita iðkendum auðugri tilveru,
aukna sjálfstjórn, sem byggist á
jafnvægi líkamlegra og andlegra
krafta.
Iþróttir þessara helgisiða eru
taldar ágætustu aðferðir til að
eyða streitu og spennu, vöðva-
þreytu, verkjum í brjósti og baki
og mörgum öðrum kvillum.
Yogaspeki og iðkun þessara æf-
inga var til á Indlandi 4000—
6000 árum, áður en okkar tíma-
tal hófst. Þetta er því engin
nýjung, þótt telja megi stutt
síðan Vesturlönd fengu veður af
þessum fræðum og íþróttum með
svip nútímans.
Helztu kerfin eða aðferðirnar
nefnast t.d. Rajar Yoga, sem
þýðir nánast konunglega kerfið,
Gnana-Yoga, Bhakti-Yoga og
Karmayoga, sem eru allt mis-
munandi aðferðir til andlegrar
þjálfunar, rósemi og sjálf-
stjórnar, til að ná samruna eða
sameiningu mannssálar eða
einstaklingsvitundar við al-
heimsvitundina, alföður eða
Guð, sem er nafn Vesturlanda-
búa á þessari aflsuppsprettu
Ijóss og lífs.
En yngsta Yoga-kerfið,
Hatha-Yoga, sem kemur til
skjalanna litlu fyrr en islam eða
Múhammeðstrú hefur náð lang-
mestum áhrifum hér á Vestur-
löndum. Og er nánast um það að
ræða, þegar Yoga er rætt og æft
hér og nú.
Hatha-Yoga þýðir nánast
kraftþjálfun og er að langmestu
líkamsþjálfun og íþróttaæfingar
á hæsta stigi. Það á að skapa
grunn, hornsteina og jarðveg
fyrir hinar andlegu æfingar og
árangur af þeim.
Hatha-Yoga eða kraftþjálfun
hindúismans er byggð á fjar-
stæðukenndum sálfræðikenning-
um um tilveru sofins aflvaka
guðdómsins, sem kallast,
„kundalini" eða höggormsafl og
hefur aðsetur neðst í hryggnum.
En þar telur Yoga-heimspekin
hina æðstu líkamskraftstöð
fólgna. En blóðæð, sem á þessu
spekimáli nefnist „sushumna"
liggur eftir bakinu gegnum sex
sálstöðvar, sem heita „chakras"
— hjól, allt til aðalbústaðar
sálarinnar uppi í hvirfli og er
lýst sem lotusblómi með þúsund
krónublöðum og heitir „saha-
srara".
Takmark Yoga er svo í þvi
fólgið, með öllum sínum æfing-
um og helgiathöfnum, að sam-
eina kundalini — neðstu aflstöð
hryggjarins en hún er talin
kvenkyns við þá efstu í hvirflin-
um, sahasrara, en hún á að vera
karlkyns.
En sú sameining veitir sælu og
frelsun úr öllum viðjum og
innlifun með sjálfum anda Guðs
— alföður, æðstu sælu þessa
heims. Til þess að ná slíku
takmarki fullkomnunar og frels-
is þarf sífellda einbeitingu og
þróun viljans, þar sem allar
líkamslanganir og kraftar eru
sameinaðir í þjónustu vitundar
og undir hennar stjórn.
Þetta er sagt hafa tekizt með
þeim firnum hjá þeim þraut-
þjálfuðustu iðkendum Yoga, að
þeir geta jafnvel stjórnað sínum
eigin hjartaslögum og haft hem-
il á andardrætti, svo ekki þarf að
anda langtímum saman og hægt
að lifa án fæðu og drykkjar í
marga daga.
Segja má, að sumir Yoga-
iðkendur nái ofurmannlegu valdi
yfir líkama sínum og lífsháttum
öllum.
En þótt ekki sé nú svona langt
gengið, eru til auðveldari og
hversdagslegri æfingar, sem
geta stuðlað að hreysti og heilsu,
eflt skýra hugsun og æskuþrótt
til langlífis og heilla.
Einmitt þannig hefur Yoga
borizt til Vesturlanda og verið
stunduð þar af ýmsum jafnvel
sem trúariðkanir, sem leitt geta
til alls konar undra og lífsgæða í
lífi nútíma manns.
Sé öllu ofstæki og ýkjum
sleppt, má þó líklega fullyrða, að
hin ýmsu íþróttakerfi Vestur-
viö
gluggann
eftirsr. Árelius Nielsson
landa hafi líkamlega séð, upp á
sama að bjóða eftir öðrum leið-
um og öðrum forsendum. Og með
tilliti til viljakraftar, andlegrar
einbeitingar, hugsæis, hug-
stjórnunar, hugleiðslu og af-
slöppunar sem allt er talið af-
skaplega mikilsvert á menning-
arháttum, hraða og glaums
Vesturlanda, er þó vandséð, að
þar séu neitt æðri aðferðir til
árangurs en hljóðar bænar-
stundir kristinna, bæði í kirkj-
um og einrúmi, væru þær metn-
ar og ræktar á réttan hátt.
Fræðimenn og sagnfræðingar
telja raunar líklegt að einsetulíf,
klausturlifnaður, meinlæti og
margs konar kárínur, sem tíðk-
aðist innan kirkjunnar og tíðk-
ast ennþá, sé upprunalega ættað
frá heimspeki þeirri og helgisið-
um, sem Yoga-iðkendur hafa
mótað og skapað. Vel má svo
vera. En vissulega eru þær
óskyldar hinni glöðu frjálsu
lífsskoðun Krists, sem sagði þó í
Fjallræðu sinni um orkuleit og
guðssamfélag sinna lærisveina:
„Er þú biðst fyrir, þá gakk inn í
herbergi þitt, og er þú hefur
lokað dyrum þínum, þá bið föður
þinn, sem er í leyndum, og faðir
þinn sem er í leyndum, mun
endurgjalda þér.“ Betur verður
hljóðlát orkuleit og hugleiðsla í
guðsnálægð einstaklings, ekki
tjáð á einfaldan hátt, eins og
honum var lagið að tala.
Um nútíma-áhrifin austan áð,
sem verða sumum, sem ekki hafa
kynnzt helgiiðkunum eigin
trúarbragða, líkt og guðleg opin-
berun. Þar gildir einnig vissu-
lega áminning postulans milda:
„Allt er leyfilegt, en ekki er
allt gagnlegt. Prófið allt, haldið
því sem gott er.“ Frelsi kristins
manns er takmarkalaust, alla
leið að landamærum þess kær-
leika, sem ekki vinnur öðrum
mein, aldrei neyðir, eyðir, meið-
ir og deyðir. Þar eru hins vegar
handleiðsla, hugleiðsla og guð-
leiðsla í öndvegi undir merkjum
ástar, vonar og trúar.
Sagt er að Yoga-æfingar einn
stundarfjórðung daglega geti
veitt mikinn árangur á sjálf-
stjórn og rósemi, séu þær iðkað-
ar í hollu umhverfi, hvort heldur
sitjandi með krosslagða fætur á
mjúku vatt-teppi og í hreinu
lofti og hlýju eða standandi á
höfði, með lokuð augu leitandi
samruna mænustöðvanna miklu.
Samt mun bezt að fara að öllu
með gát. Og ekki mundi gefa
minni árangur í andlegri göfgun
og þroska, að ganga til kirkju
sinnar á sunnudögum og flytja
sínar bænir jafnvel á þagnar-
máli auðmýktar og lotningar í
einrúmi, hvort heldur í eigin
herbergi eða við altari blóms og
steins í íslenzku vornætur yndi.
Heilagur andi er hvarvetna
nærri með krafti sínum, sé hönd
og hugur opnað fyrir áhrifum
hans.
Á hvítasunnu 1979.
t
Elginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
JÓHANNA EIRÍKSOÓTTIR,
Miötúni 52,
andaöist í Borgarspítalanum aöfararnótt 2. júlí.
Jósef Sigurbjörnsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginkona mín
UNNUR VALDIMARSDÓTTIR,
Varmadal, Kjalarnesi,
lést aöfararnótt 30. júní aö Grensásdeíld Borgarspítalans.
Jón Jónsson, Varmadal.
t
Eiginmaöur minn,
GUÐJÓN PÉTURSSON,
húsgagnasmiöameistari,
Njálsgötu 10A,
andaöist í Heilsuverndarstöðinni 30. júní.
Sigurbjörg Jónsdóttir.
t
Elskulegur sonur okkar, bróöir og mágur,
GYLFI KRISTINN GUÐLAUGSSON,
sem andaöist 25. júní, veröur jarðsunginn frá Háteigskirkju
miövikudaginn 4. júlí kl. 13.30.
Kristín H. Kristinsdóttir, Guölaugur Þorvaldsson,
Margrét Óskarsdóttir, Steínar Þór Guölaugsson,
Styrmír Guölaugsson, Þorvaldur Guölaugsson.
Útför bróöur míns og mágs
BJÖRGÓLFS BALDURSSONAR,
fyrrv. flugvélavirkja,
Hverfisgötu 88,
veröur gerö frá Háteigskirkju fimmtudaginn 5. júlí kl. 3 e.h.
Jarösett veröur í Gamla kirkjugaröinum.
Ambjörg Baldursdóttir, Gunnar Þ. Sigurjónsson.
Samvinnuskólanum að
Bifröst slitið í 60. sinn
Samvinnuskólanum að
Biíröst var slitið í 60. sinn
þann 1, maí s.l. Sú breyt-
ing varð á skólastarfinu á
árinu að skólinn gekkst
fyrir ýmsum námskeiðum
um veturinn, auk hins
hefðbundna náms að Bif-
röst og í framhaldsdeild-
um skólans í Reykjavík.
Námskeið á vegum skól-
ans voru 42 alls, flest í
verslunargreinum, og
tóku samanlagt 970 manns
þátt í þessum námskeið-
um. Nemendur að Bifröst
voru 72 en í framhalds-
deildum í Reykjavík stund-
uðu 35 nemendur nám.
Alls voru því 1077 manns
við nám í skólanum að
einhverju leyti.
Bestum árangri í fyrsta bekk
náði Erna Bjarnadóttir, Snæfells-
og Hnappadalssýslu, 8.79, en dúx
annars bekkjar varð Þröstur Sig-
urðsson, Húsavík 8,52.
Fjölmenni var við skólaslitin og
tóku margir til máls, einnig söng
skólakór Samvinnuskólans undir
stjórn Kristjáns Óskarssonar
nemanda.
í tilefni 60 ára afmælis skólans
bárust honum ýmsar gjafir m.a.
fékk skólinn sjónvarpsstúdíó frá
kaupfélögum og samstarfsfyrir-
tækjum, einnig fékk hann tölvu að
gjöf frá nemendum og kennurum.
Að lokum árnaði Haukur Ingi-
bergsson skólastjóri brautskráð-
um heilla og sagði Samvinnu-
skólanum slitið í 60. sinn.
Framhaldsdeildum Samvinnu-
skólans í Reykjavík var slitið 12.
maí. 15 nemendur luku stúdents-
„ÞAÐ setti stórt strik í reikninginn
að Danir gátu ekki verið á fundin
um og þess vegna frestuðust ýmis
mál. Ferjumálið var að vísu rætt
dáli'tið. en um það vantar umsagnir
Færeyinga, en nú er stefnt að þvf að
hafa ákveðnar tillögur tilhúnar
fyrir Norðurlandaráðsþingið í
Reykjavík á næsta ári,“ sagði Gils
Guðmundsson alþingismaður er
Mbl. spurði hann um sumarfund
samgöngumálanefndar Norður-
landaráðs, sem lauk á Húsavfk á
fimmtudagsmorgun.
Gils sagði að á fundinum hefðu orðið
miklar umræður um öryggismál í
prófi, en bestum árangri náðu
Sigrún Inga Sigurðardóttir 9.05,
Sólveig Ebba Ólafsdóttir 8.90 og
Kristín Bryndís Guðmundsdóttir
8.83.
Yfirkennari deildanna, Svavar
Lárusson, gerði grein fyrir starf-
semi deildanna á skólaárinu, en að
lokum afhenti Haukur Ingibergs-
son skólastjóri stúdentum próf-
skírteini sín og sagði skólanum
slitið.
umferðinni, sérstaklega hvað börn
varðar og samþykkti nefndin að
beina því til ráðherranefndar, að árið
1981 verði af norrænni hálfu sér-
staklega helgað umferðaröryggi með
sérstöku tilliti til barna.
Giis sagði að afstaða Færeying-
anna í ferjumálinu hefði verið bland-
in til þessa vegna innbyrðis deilna
þeirra sjálfra, en hjá þeim hefði
komið til tals að leysa málið sjálfir
með því að kaupa stóra ferju til að
leysa Smyril af hólmi. Síðustu fréttir
bentu til þess að slík færeysk stór-
ferja væri nú úr sögunni og fengi þá
hugmyndin um samnorrænu ferjuna
væntanlega aukinn byr, auk þess sem
Skotar hafa sýnt áhuga á að vera
með og sagði Gils, að þáttaka þeirra
myndi að sjálfsögðu tryggja rekstr-
argrundvöll ferjunnar enn betur.
Hugmyndin er að sögn Gils, að
stofna hlutafélag um ferjuna og er
ætlunin að einstaklingar og fyrirtæki
verði aðaleigendur, en hugsanlega
hjálpa ríkissjóðir til með ábyrgðum.
Viðkomustaðir ferjunnar eru hugs-
aðir Hirtshals í Danmörku, Kristin-
assand í Noregi, Þórshöfn í Færeyj-
um og Þoriákshöfn á íslandi og
einnig Scabster í Skotlandi, ef af
samvinnu við Skota verður.
t
Maöurinn minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaöir og afi
KRISTJÁN SIGURJÓNSSON,
Hjaltabakka 18,
andaöist 30. júní.
Arndís Markúsdóttir,
Atli Mér Krístjánsson,
Krístjana E. Kristjánsdóttir,
Sesselja Krístjánsdóttir,
Sígurjón Kristjánsson,
Reynir Markússon,
borvaldur Dan Petersen,
Ingi Gunnar Ingason,
Ccnny Krístjánsson,
Steinunn Ólafsdóttir,
Ólöf Björnsdóttir.
Ákvörðun um nor-
ræna ferju í Reykja-
vík á næsta ári