Morgunblaðið - 03.07.1979, Síða 31

Morgunblaðið - 03.07.1979, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979 39 ísfirðingar kynntu sögu og atvinnuhætti staðarins undir leiðsögn Jóns Páls Halldórssonar, með heimsóknum á minjasafnið og í Hraðfrystihúsið Norðurtangann. Hér rabba þau við starfsfólkið þar, biskupshjónin, herra Sigurbjörn Einarsson og frú Magnea Þorkelsdóttir, sem heilsar þarna Elínu Árnadóttur, og séra Pétur Sigurgeirsson vfgslubiskup og kona hans frú Sólveig Ásgeirsdótt- ir. Auk presta sóttu stefnuna ýms- ir aðrir starfsmenn kirkjunnar og guðfræðingar. Meðal þeirra var bórhildur ólafs sem lauk nýlega guðfræðiprófi. Austfjarðaklerkar áttu lengsta leið á prestastefnu. en fjöl- menntu og einn þeirra var séra Davíð Baldursson á Eskifirði. Klerkar landsins ræddu trúarlrf og tilbeiðslu Prestastefnunni 1979 varslit- ið í Bolungarvfk 21. júní s.I. Á níunda tug presta og annarra starfsmanna kirkjunnar sat stefnuna, sem tók á ýmsum málum. Rætt var um úrræði í áfengisvandamálum og varðveislu fornra dýrgripa í fslenskum krikjum. Aðaimái prestastefnunnar var hins veg- ar Trúarlff og tilbeiðsla, sem fjallað var um í framsöguerind- um og umræðuhópum. Helstu niðurstöður umræðu- hópanna eru sem hér segir: Prestastefnan bendir á mikilvægi messunnar sem tilbeiðslu- og boðunarforms. Er þess vænst, að við endurskoðun helgisiðabókar, sem nú stendur yfir, fái kirkjan messuform, er hvetur til aukinnar þátttöku safnaðarins. Þarf altarisgangan að verða eðlilegur þáttur í hinni almennu guðsþjónustu, svo og aðrir liðir, sem felldir hafa verið úr núverandi messuformi. Mikil- vægt er, að kirkjulegar athafnir, svo sem skírn, fari fram í hinni almennu guðsþjónustu safnaðar- ins. Undirstrikar það tengsl heimilanna við guðsþjónustuna. Efld verði trúfræðsla innan safnaðanna fyrir fólk á öllum aldri, sem tengist kristinni trúariðkun á heimilum, sem og við guðsþjónustur. Nauðsynlegt er að gefa út aðgengileg fræðslu- rit til afhendingar við ýmsar aðstæður, t.d. nývígðum hjónum, skírnarforeldrum, syrgjendum, fermingarbörnum, svo og til leiðbeiningar og örvunar heimilisguðrækni. Einnig er bent á mikilvægi ríkisfjölmiðl- anna við slíka fræðslu. Sú áhersla, sem lögð er á mikilvægi kristins fósturstarfs á heimilum gildir einnig um dag- vistunarstofnanir. Kannað verði samband kirkjunnar við þær, hvað kristið uppeldi snertir. Þótt hluti prestastefnu sé formlegar og alvarlegar umræður þá gleymist ekki léttara hjal eins og sýnt er að á sér stað hjá þeim félögum séra Jóni Dalbú Hróbjartssyni í Laugarnessókn og séra Valgeir Ástráðssyni á Eyrarbakka, en þeir eru skólabræður úr guðfræðideild. Það setur mikinn svip á prestastefnu og hefur mikið gildi að þar hittast starfsbræður úr hinum ýmsu landshlutum. Yngsti og nýjasti starfsmaður kirkjunnar er Oddur Alberts- son sem ráðinn hefur verið aðstoðaræskulýðsfulltrúi. Hann hefur verið við nám í Svíþjóð undanfarin ár í skóla þeim sem menntar æskulýðsleiðtoga inn- an kirkjunnar. Hann kynnti prestum ýmsa nýja söngva og lék hressilega undir á gftar. Úr Eyjum kom séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson Eyjaklerk- ur og hlýðir hér á fyrirlestur Stefáns Jóhannssonar áfengis- ráðgjafa um úrræði í áfengis- málum. Það er augsýnilega mikið verk að stjórna fundi um 100 starfsmanna kirkjunnar, en þarna bera biskupar saman bækur sfnar, séra Pétur Sigurgeirsson og herra Sigurbjörn Einarsson. Ljósmyndir: 0. Willumsen Krog. Einn af betri hagyrðingum í prestastétt er séra Hjálmar Jónsson á Bólstað í Ilúnavatnssýslu, fjær sést séra Björn Jónsson á Húsavfk. Þarna eru vinir og gamiir skólafélagar að gamanmál- um á prestastefnu, þeir séra Pétur Ingjaldsson á Skagaströnd og séra Grímur Grfmsson, sem er einn margrapresta sem eru bornir og barnfæddir ísfirðingai

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.