Morgunblaðið - 03.07.1979, Síða 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
MOBejK/
KAfp/nu
©1
GRANIGÖSLARI
Hann tók sorpkvörnina og
8agði að við gætum notað grisl-
inginn meðan á viðgerð stend-
ur!
Eigum við ekki heldur að taka
þetta með hvíldum?
Vona bara að þetta sé ekki
fyrirboði þess að menning okk-
ar líði undir lok!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Síðasta áratug hafa Claude
Rodrique og Tony Priday verið
iykilmenn í enska landsliðinu og
fyrir Evrópumótið nú voru þeir
valdir sérstaklega ( liðið áður en
aðrir spilarar kepptu um sætin,
sem eftir voru.
í leik Englands og Austurríkis á
EM 1977 náði Rodrique góðri
sveiflu með frísklegum sögnum á
spil vesturs hér að neðan. Hann
gaf og allir voru á hættu.
Norður
S. D654
H. 75
T. K9754
L. D3
Vestur
S. Á973
H. KG632
T. 3
L. G86
Austur
S. K
H. Á109
T. ÁD102
L. Á10975
„Bangsa til
Grænlands”
Velvakanda barst í gær eftirfar-
andi hraðbréf frá Sv. Þ.:
„Velvakandi góður. — Ég leyfi
mér að senda þér hraðbréf vegna
þeirra frétta, sem nú berast
norðan af Ströndum, um að þar
kunni ísbjörn að vera á rölti. —
ráðherra og Náttúruverndarráð að
grípa strax í taumana. — Sé
nú þetta svona og nauðsyn beri til
að ná dýrinu dauðu eða lifandi,
vegna öryggis ferðalanga, skal það
gert í þeim eina tilgangi að koma
dýrinu lifandi aftur til síns um-
Það er að sjá sem búið sé að slá
eign sinni á bangsa þó enginn viti
hvort hann náist lifandi — til að
gera hann að sýningargrip í búri.
Mér er spurn, hver á bangsa, ef
henn er þá þar nyrðra? Það hlýtur
að vera Náttúruverndarráð fyrir
hönd alþjóðar, ef um einhvern
eignarrétt er að ræða af hálfu
íslendinga. — Því vil ég með
þessum línum biðja menntamála-
hverfis í Grænlandi, sé þess nokk-
ur kostur.. En ekki til að einhverj-
ir, sem hafa kastað eign sinni á
bangsa græði á því peninga.
Það er meira í anda dýravernd-
unar að fyrirskipa að bangsi skuli
felldur, frekar en að vera færður
bak við rimlabúr því þangað á
hann ekkkert erindi annað en að
hljóta ömurlegan dauðdaga."
Suður
S. G1082
H. D84
T. G86
L. K42
Vestur Austur
Pass 1 Lauf
1 Hjarta 2 Tíglar
2 Spaðar 4 Hjörtu
4 Grönd 5 Lauf
5 Tíglar 5 Hjörtu
6 Hjörtu Pass
Fyrri hluti sagnanna var ákaf-
lega eðlilegur. Með því að segja
fyrst lauf og síðan tígla sagði
Priday frá sterkum spilum með
fimm Iauf og fjóra tígla og stökkið
í fjögur hjörtu lofaði góðum
stuðningi. Rodrique spurði þá um
ása og svarið fimm lauf sagði frá
engum eða þrem ásum. Ekki var
vafi á hvort var og fimm tíglar var
kóngaspurning. Sjálfsagt hefur
Priday þóst hafa gert nóg þegar
hann sagðist ekki eiga kóng en
Rodrique hafði samt trú á sögnum
félaga síns og sagði slemmuna.
Með útspili í tígli hefði svíning
þar verið nauðsynleg en norður
spilaði út spaða og spilið varð
auðvelt. Rodrique spilaði upp á, að
laufhjónin væru skipt og fann
hjartadrottninguna — 12 slagir.
Á hinu borðinu opnaði austur á
einum tígli og sagði tvö lauf við
einu hjarta. Þrjú pöss fylgdu,
T • -| -| y -j—^ j ^ Kftir Evelvn Anthonv
Lausnargjald 1 Persiu
10
þetta, sagði hann. Og hann
lagði hönd sína yfir hennar.
Hann fann fara um sig einkar
Ijúfa strauma og hann vissi að
það var eitthvað gott á milli
þeirra. En það trufiaði hann
líka. Uann horfði á hana og hún
vissi að þau hefðu þau verið ein
hefði hann kysst hana.
— Ég get ekki talað um það.
Ekki að svo stöddu að minnsta
kosti. En ég get lofað þér því að
tali ég yfirhöfuð um það, geri
ég það við þig. Ég held að
Logan sé að gefa okkur merki.
Við skulum koma.
Hún stóð upp og James ýtti
stólnum hennar til hliðar. Hann
hallaði sér ögn að henni.
— Fjandinn hirði Logan,
sagði hann.
í íbúðinni á einni af efri
hæðunum á Torshab Road voru
þrjár manneskjur. íbúðin sem
var þriggja herbergja hafði
verið tekin á leigu tveimur
mánuðum áður af Bandaríkja-
manni sem kvaðst vera að nema
fornleifafræði og sagði að hann
þyrfti að hafa samastað í Teher-
an milli þess sem hann færi í
heimsóknir og rannsóknarferð-
ir niður til Persepolis.
Hann var tuttugu og átta ára
að aldri. hár og þreklega vax-
inn með Ijóst stuttklippt hár og
norrænt yfirbragð og blá augu.
Nafnið sem stóð ( vegabréfinu
hans var Peters. Síðustu tvö
nöfnin sem hann hafði gengið
undir þegar hann var við iðju
sína í Evrópu voru Rauch og
Glover og í Guetemala hafði
hann gengið undir nafninu
King. Hið eina rétta nafn hans
var þekkt nafn og virt (heima-
ríki hans, Cleveland, Ohio, en
langt var nú liðið síðan hann
hafði gengið undir því. Hann
hafði ekki stigið fæti sfnum á
bandaríska jörð í fimm ár.
Hann vissi að FBI myndi hand-
taka hann jafnskjótt og hann
kæmi í nánd við heimaland sitt.
Félagar hans nú voru tveir,
stúlka nokkur og karlmaður,
Sýrlendingur. Stúlkan sat við
hlið Peters og hélt eignarréttar-
lega um hné honum. Hún hafði
græn augu og dökkt hár sem
var undurfallegt; móðir hennar
var þýzk og faðir hennar
líbanskur. Hún var tuttugu og
fimm ára að aldri og bar
franskt vegabréf með nafninu
Madeleine Labouchere með
heimilisfang skráð í París. Hún
hafði hitt Peters í Dublin þar
sem þau höfðu setið leynilega
ráðstefnu sem haldin var fyrir
þá sem störfuðu fyrir innsta
hring IRA. Eftir það höfðu þau
slegið sér saman. Aidrei hafði
neitt gerzt í lífi hennar sem
jafnaðist á við það — að undan-
skildri pólitískri frelsun henn-
ar. Hún hafði búið með ýmsum
karimönnum eins og sæmdi
frjálsri konu sem leit á sig sem
jafningja karla, en hún hafði
aldrei verið ástfangin fyrr. Hún
sat eins nálægt honum og hún
gat og þau biðu þess að síminn
hringdi. Klukkan var eitt eftir
miðnætti og loftið í herberginu
mettað af tóbaksreyk og tómir
kaffibollar voru á sófaborðinu.
Sýrlendingurinn, sem vann (
sendiráði lands síns sem við-
skiptafulltrúi. geispaði stórum
og teygði úr sér. — Það er
minnsta kosti klukkutími sfðan
hann hefði átt að hringja.
Peters yppti öxlum.
— Kannski partfíð hafi stað-
ið lengur en til stóð. Þau hafa
nú sitt hvað til að halda hátíð-
legt.
Stúlkan hallaði sér að honum
og kveikti sér í slgarettu.
— Þau halda það nú ekki
hátíðlegt lengi, sagði hún.
— Þetta er stórkostleg áætl-
un, sagði Sýrlendingurinn. —
En líflát hefði nú verið langtum
þægilegra.
— Það stöðvar þau ekki þótt
Khorvan sé rutt úr vegi, svar-
aði Peters. — Það hefði það eitt
í för með sér að slátrarar
Ardalans yrðu á hverju strái í
Teheran. Það var kjánaleg hug-
mynd, vinur minn, og ég fagna