Morgunblaðið - 03.07.1979, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
45
VELVAKANDI
tf, SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
i^lLUdÓ£S2)iJÍJaULlL
• Torfan til
skammar
Mig langar til að taka undir
með Fr. Guðmundsdóttur sem
skrifaði um Bernhöftstorfuna í
Velvakanda s.l. föstudag.
Sjálf er ég fædd og uppalin í
Reykjavík og er komin á áttræðis-
aldur. Mér finnst Berhöftstorfan
hafa verið borginni og þjóðinni
nógu lengi til skammar, svo og
allur miðbærinn með
moldarflögunum.
Hvað haldið þið eiginiega að
útlendingar sem vanir eru betra
umhverfi halda um okkur þegar
þeir koma hingað?
Ég kann ekki við að þurfa að
horfa á gamla læknishúsið eins og
það er orðið, öll torfan hefur
reyndar farið í taugarnar á mér
lengi. Ég vildi því að hún yrði öll
rifin, nema Listahúsið ef hægt
yrði að gera við það svo vel væri. í
staðinn ætti að byggja lágreist
hús þar sem ferðamenn gætu
fengið sér veitingar.
Ég veit það að flestir Reykvík-
ingar eru mér sammála, bæði
yngri og eldri
Gamall Reykvíkingur.
• Lítum í
eigin barm
Ágæti Velvakandi
Nú er flóttamannavanda-
málið komið að okkar bæjardyrum
og hinir og þessir tala með eða á
móti því að Islendingar taki við
nokkrum slíkum. Einn taldi sjálf-
sagt að 5000 Víetnemar kæmu
hingað, en hann gleymdi hvar þeir
ættu að vinna, nú þegar hundruð
manna eru að missa atvinnuna og
þúsundir skólabarna ganga
atvinnulaus.
Ég held að við ættum að hug-
leiða hvað norski læknirinn John
Berglund segir, en hann starfar í
flóttamannabúðum í Malasíu.
Hann segir: Ég mun ekki
ráðleggja það að senda þetta fólk
til Noregs." Ástæður segir hann
meðal annars vera kynþáttafor-
dóma og mjög frábrugðið lofts-
lag.“ Hvað þá hér hjá okkur þar
sem loftslagið er mun kaldara og
lifnaðarhættir gjörólíkir. Ég held
að engum detti í hug að norski
læknirinn segi þetta af mann-
vonsku, heldur vill hann fólkinu
ekkert svo illt sem að senda það
hingað norður á bóginn. Hann veit
að þetta fólk unir sér best í Asíu
og hvergi annars staðar og hjálp
til þessa vesalings fólks svo það
geti hafið nýtt líf í Asíu, er eina
raunverulega hjálpin. Við skulum
því með glöðu geði leggja metnað
okkar í það að hjálpa með öllu sem
við hugsanlega getum. Það er
sjálfsagt, en meðan hér ríkir
atvinnuleysi og gamlir og fatlaðir
eru hjálparvana í okkar eigin
landi er skylda okkar að hlúa
betur að þeim og að útvega fólki
okkar atvinnu, þó að það sé ef til
vill erfitt.
Með vinsemd og virðingu
V. S.
BMW 218
er til sölu árgerð 1976. Ekinn 45 þús. km.
Beinskiptur, sparneytinn og kraftmikill bíll í
toppstandi.
Upplýsingar í síma 41855 eöa á Morgunblað-
inu í 10100.
Þessir hringdu . . .
• Kettir spilla
svefnfriði
Kona nokkur hringdi til
Velvakanda og bar fram fyrir-
spurn um það hvort fólk hefði
engin réttindi er kettir eyðileggðu
fyrir því blóm eða spillti svefn-
friði. Sagði hún kött hafa haldið
fyrir sér vöku alla nóttina áður.
Kvaðst hún ekki hafa neitt á móti
dýrum en vildi vita hvert hún ætti
að snúa sér þegar slíkt kæmi fyrir.
Velvakandi hafði samband við
lögregluna í Reykjavík og fékk
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í Lone
Pine í Kaliforníu í vor kom þessi
staða upp í skák þeirra Pauls
Whitehead, Bandaríkjunum, sem
hafði hvítt og átti leik, og júgó-
slavneska stórmeistarans Janos-
evic. Síðasti leikur svarts var 28.
... Kd6-e5? sem gaf færi á næsta
leik hvíts:
29. Hxgh6! og svartur gafst upp.
29. ... Hxg6 gengur auðvitað ekki
vegna 30. f7 og eftir 29.... Hf8 30.
Hg7 renna hvítu frípeðin upp.
þau svör að réttindi fólks væru
þau að það ætti að eiga eignir sína
óáreittar og einnig að hafa svefn-
frið. Ef kettir nágrannanna spilltu
svefnfriði eða eyðileggðu blóm
taldi lögreglan eðlilegast að snúa
sér beint ti eigenda kattanna og
kvarta áður en lögreglunni væri
blandað í málið. Væri slíkt ekki
fyrir hendi gæti fólk haft sam-
band við lögregluna.
Hins vegar ef um villiketti væri
að ræða ætti fólk að snúa sér til
manns hjá borginni sem sér um að
lóga slíkum köttum.
• Ý mir í versl-
anir að nýju
Guðlaugur Björgvinsson for-
stjóri Mjólkursamsölunnar
hringdi vegna fyrirspurnar í
Velvakanda s.l. föstudag um það
hvers vegna Ymir hafi ekki verið á
boðstólum upp á síðkastið.
Sagði Guðlaugur að vegna far-
mannaverkfallsins hefðu umbúðir
verið skornum skammti hjá
Mjólkursamsölunni. En frá því í
gærmorgun hefur Ými verið dreift
í verslanir að nýju.
HÖGNI HREKKVÍSI
j^jerTA MJÖ6 6'ooue .
6Æ&M/r/ÓT /Mjó'ér. .. *
Sumar-
fatnaóur
fyrir börn og unglinga.