Morgunblaðið - 03.07.1979, Síða 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ1979
Grípa til kapitalískra
úrræða til að stemma
stigu við eftirspurn
Eftir hækkunina kostar ódýr-
asta gerð af Zhiguli 9,735 doll-
ara, eða um 3,3 milljónir ís-
lenzkra króna, og Volga Sedan
um 16,284 dollara, eða um 5,6
milljónir króna. Mánaðarlaun í
Sovétríkjunum eru að jafnaði
255 dollarar, eða um 87.000
krónur.
Skartgripir, teppi og skinna-
vörur hækkuðu um 50 af hundr-
aði og innflutt húsgögn um 30 af
hundraði. Sovézk húsgögn, sem
ekki njóta sömu vinsælda og þau
innfluttu, hækkuðu um 10 af
hundraði. Verð á gulli vegna
tannviðgerða hækkaði ekki og
áfram gildir það að hjónaefni
sem giftast fyrsta sinni fá 105
dollara afslátt á giftingarhringj-
unum.
Sovétmenn halda því fram, að
verðlag hafi ekki hækkað á um
90 af hundraði neyzluvarnings í
Sovétríkjunum frá því 1970. Að
sögn Glushkovs hefur verðlag
aðeins hækkað um 39 af hundr-
aði frá 1940. Árlega greiða
Sovétmenn verðlag á kjötvörum
og mjólkurvörum niður um 37,5
milljarða Bandaríkjadala, eða
um tæpa 1.300 milljarða ís-
lenzkra króna.
Sovézk blöð skýrðu ekki frá
þessum verðhækkunum í for-
síðufregnum, en lesendur fundu
fréttirnar fljótt, og urðu þær til
að staðfesta orðróm sem gengið
hafði um Moskvu síðustu daga
og valdið miklu hamstri.
Með vatnsslöngur að vopni
WashinKton, 2. júl(. AP.
Monkvu, 2. júlí. AP. Reuter.
YFIRVÖLD í Sovétríkjunum
gripu um helgina til verðhækk-
ana á ýmsum lúxusvörum og
var opinberlega tilkynnt að
gripið hefði verið til hækkan-
anna til að stemma stigu við
eftirspurn sem væri meiri en
framleiðslan. Af sömu ástæðum
hækkaði bensín, kaffi, gullvör-
ur og súkkulaði í marz sl. Meðal
þess sem hækkaði voru bifreið-
ar, húsgögn, teppi, skinnavörur
og skartgripir. Þá kostar það
sovézka borgara að jafnaði 45
af hundraði meira að snæða á
veitingahúsi nú en fyrir helgi.
Ýmsar nauðsynjavörur, þ.ám.
fiestar matvörur, voru þó ekki
hækkaðir í verði og hafa þvf
verið óbreyttar í verði í nokkur
ár.
Nikolai Glushkov, yfirmaður
verðlagsnefndar Sovétríkjanna,
sagði að eftirspurn eftir sumum
vörum væru miklu meiri en
mögulegt væri að framleiða. „Af
þessum sökum hefur þótt brýnt
að hafa áhrif á viðskiptin með
verðákvörðunum," sagði
Glushkov er hann ræddi aðgerð-
irnar, sem þekktar eru í hag-
fræði kapitalista.
Við þessar hækkanir hækkaði
verð á bifreiðum um 18 af
hundraði að jafnaði, en þar sem
fáir Sovétmenn eru bíleigendur
hefur þessi hækkun minni áhrif
en hún hefði á Vesturlöndum.
Rússnesk bifreið af Volga-gerð. Bifreiðar hækkuðu í verði í
Sovétríkjunum um helgina, cn fyrir hækkunina var það á fárra
færi að eignast bifreið f Sovétríkjunum.
Hálfsokkinn flóttamannabátur frá Vfetnam bundinn við hlið skips
sjóhers Malaysfu f lyrri viku. Báturinn hélt frá Saigon 18. júnf og
áður en herskipið kom flóttamönnunum til aðstoðar höfðu thailenzkir
sjóræningjar ráðist á bát þeirra og reynt að sökkva honum.
Þetta gerðist ______3. júlí
HAFT er eftir opinberum
heimildum í Washington
að eitt bezt búna herskip
heims, sovézka flugmóður-
skipið Minsk, hafi nýlega
átt í útistöðum við nokkur
smáskip úr kínverska
flotanum. Rússarnir fóru
með sigur af hólmi — ekki
með því að beita eldflaug-
um sínum eða sprengju-
þotum, heldur vatnsslöng-
um.
Að sögn heimildanna í
Washington, sem ekki vilja
láta nafngreina sig var
Minsk á siglingu norður á
bóginn á opnu úthafi,
hundruð mílna frá strönd
Kína í fyrri viku, þegar til
árekstranna kom. Minsk er
fyrsta sovézka flugmóður-
skipið, sem siglir inn á
Kyrrahaf, og er kínversk-
um yfirvöldum bersýnilega
ekkert vel við komu þess
þangað. Frá því Minsk
sigldi inn á Suður-Kínahaf
17. júní s.l. hafa kínverskir
bátar og smáskip stöðugt
verið að trufla siglingar
þess á ýmsan hátt, segja
heimildirnar. í eitt skiptið
sigldu nokkrir vopnaðir
togarar upp að móðurskip-
inu, og þótt ekki stafaði
hætta af nærveru þeirra,
þurfti skipherrann á Minsk
nokkrum sinnum að breyta
um stefnu til að komast hjá
ásiglingu. Þá var skipherr-
anum nóg boðið, og skyndi-
lega tóku sjóliðar á Minsk
fram vatnsslöngurnar,
settu háþrýstidælurnar í
gang og beindu vatnselgn-
um að kínversku bátunum.
Herma heimildirnar í
Washington að þetta her-
bragð hafi dugað.
Tvöbömá
8 mánuðum
London, 2. júlí. Reuter.
TÁNINGURINN Linda
Chisnall, sem býr í Lond-
on, hefur tryggt sér sæti á
heimsmetalistanum með
því að fæða tvö börn á
tæpum átta mánuðum.
Linda þessi er 18 ára
gömul, og gift Mark
Chisnall. Fyrst ól hún
manni sínum son, sem
skírður var Mark, og 237
dögum síðar eignaðist hún
dótturina Nicolu, sem
fæddist þremur mánuðum
fyrir tímann.
Samkvæmt heimmeta-
bók Guiness átti frú John
Baldwin frá Nashville,
Tennessee í Bandaríkjun-
um fyrra metið, en hún
eignaðist tvær dætur með
261 dags millibili.
1976—Sigur kommúnista í þing-
kosningum á Ítalíu.
1973—Öryggismálaráðstefna
Evrópu í Helsinki.
1970—112 fórust með brezkri
leiguþotu í lendingu í Barcelona.
1962—Alsír fær sjálfstæði eftir
132 ára yfirráð Frakka.
1953—Áusturrísk-þýzkur
leiðangur klífur Nanga Parba.
1950—Fyrstu átök Bandaríkja-
manna og Norður-Kóreumanna í
Kóreu-stríðinu.
1945—Hernám þríveldanna í
Berlín hefst.
1944—Rússar taka Minsk (og
100,000 þýzka fanga).
1940—Bretar sökkva flota
Frakka í Oran og Norð-
ur-Afríku.
1898—Sjóorrustan við Santiago:
flotasigur Bandaríkjamanna á
Spánverjum.
1896—Abdul Hamid II Tyrkja-
soldán samþykkir sjálfsstjórn á
Krít.
1863—Orrustunni um Gettys-
burg lýkur eftir mikið mannfall
sunnanmanna í frægu áhlaupi
undir forystu George E. Picketts
hershöfðingja.
1849—Frakkar sækja inn í Róm
þrátt fyrir hetjulega mótspyrnu
Garibaldis.
1815—Loðvík XVIII sækir inn í
París („Hundrað dögunum" lýk-
ur).
1778—Prússar segja Austur-
ríkismönnum stríð á hendur. —
Fjöldamorðin í Wyoming,
Pennsylvaníu.
1695—Flotaárás Breta á St.
Malo, Frakklandi.
Rúm, 2. júlí. AP.
AÐ SÖGN Matvæla- og land-
búnaðarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna, FAO, hafa hitar og
þurrkar í Sovétríkjunum í
kjölfar vetrarhörku á liðnum
vetri haft slæm áhrif á upp-
skeruhorfurnar þar í landi, og
leitt til hækkandi verðlags á
kornmeti á alþjóðamarkaði.
FAO áætlar nú að kornupp-
skeran í Sovétríkjunum verði
192 milljónir tonna, en áður
hafði uppskeran 1979 verið
1665—Englendingar sigra hol-
lenzka flotanna við Lowestoft,
Englandi.
1620-Ulm-sáttmáli undirritaður.
1608—Franski landkönnuðurinn
Samuel de Champlain stofnsetur
Quebec.
1583—Ivan grimmi Rússakeisari
drepur Ivan son sinn í reiðikasti.
1527—Frakkar ráðast inn á yfir-
ráðasvæði Mílanó til að bjarga
páfa.
343—Orrustan um Adríanópel.
Afmæli: Henry Grattan, írskur
stjórnmálaleiðtogi (1746—1820).
— John Clare brezkt skáld
(1793-1864).
Andlát: Marie de Médicis
Frakkadrottning 1642.
Innlent: Hin íslenzka fálkaorða
stofnuð 1921. — Fyrst flogið á
íslandi 1919. — Fyrsta góð-
templarastúkan í Reykjavík
stofnuð 1885. — Bifreið ekið
fyrsta sinni frá Borgarnesi til
Ákureyrar 1928. — Islendingar
gerast aðilar að Marshall-samn-
ingnum 1948. — Póstferð á
hestum frá Reykjavík til Skaga-
fjarðar 1974. — Könnunar-
viðræður forseta við formenn
þingflokka um stjórnarmyndun
1974. — f. dr. Björn Bjarnason
frá Viðfirði 1873. — Þorsteinn
Briem ráðherra 1885. — Konráð
Gíslason 1808. — d. Bogi Thorar-
ensen sýslumaður 1867. —
Magnús Eiríksson guðfræðingur
1881.
Orð dagsins: Heimska eins
manns er gæfa annars manns —
Francis Bacon, enskur heim-
spekingur (1561—1626).
áætluð 210 milljón tonn. Er nú
áætlað að Sovétríkin verði að
flytja inn 165 milljónir tonna af
kornmeti á þessu ári, en í fyrra
nam innflutningurinn 154,5
millj. tonna.
Þessi fyrirsjáanlegi upp-
skerubrestur hefur meðal ann-
ars leitt til þess að útflutnings-
verð á hveiti frá Bandaríkjun-
um hefur hækkað um 26% frá
því í þriðju viku maí þar til í
þriðju viku júní, og einnig hafa
farmgjöld með skipum hækkað
nokkuð.
Mamifjöldi í 114 afmæl-
isveizlu Izumis í Japan
Túkíó. 29. júní. AP.
SHIGECHIYO Izumi,
sem drekkur að minnsta
kosti hálfpott af áfengi
áður en hann fer að sofa,
hélt hátíðlegan 114. af-
mælisdag sinn í dag með
miklu samkvæmi í þorps-
skólanum á smáeynni
Tokunoshima.
Samkvæmt Guiness-
metabók er Izumi með
elztu mönnum í heimi.
Fjölskyldu Izumis ber
saman um að hann njóti
lífsins í ríkum mæli og
kona bróðursonar hans,
sem er áttræður að aldri,
segir að hann kenni sér
einskis meins. „Hann fer
á fætur um sjöleytið og í
göngu með hundinn,
skrafar við ungt nýgift
fólk sem kemur oft að
leita hjá honum ráða og
síðan fer hann að sofa
klukkan átta á kvöldin
eftir að hafa drukkið sem
svarar hálfan lítra af ein-
hverju áfengi. „Þrjú
hundruð þorpsbúar komu
til afmælisfagnaðarins og
samglöddust hinum 114
ára gamla öldungi.'
3% áríklóm
mannræningja
Toledo. Ohlo, 2. júK. AP. Reuter. hann var í haldi léttist hann um
LÖGREGLA í Venezuela bjarg- 20 kílógrömm. Hann skýrði
aði bandaríska kaupsýslumann- fréttamönnum frá því að hann
inum William F. Niehous úr hefði ekki sætt líkamsmeiðing-
klóm vinstrisinnaðra öfga- um meðan hann var í haldi og að
manna í lok síðustu viku, en öfgamennirnir hefðu sagt á
Niehous hafði þá verið í haldi fyrsta degi að þeir ætiuðu að
hjá öfgamönnum í 3% ár. Kom þyrma lífi hans. Tilgangurinn
hann til heimaborgar sinnar í með ráninu væri að verða sér úti
gær með þotu fyrirtækis þess er um peninga og að þrýsta á um
hann stýrði í Venezuela, viðbrögð við pólitískum kröfum
Owens-Illinois. sínum. Niehous skýrði frá því að
komið hefðu upp augnablik er
Niehous, sem er 48 ára, var hann gaf upp alla von um að
rænt 27. febrúar 1976. Meðan losna lifandi úr prísundinni.
Uppskerubrestur
hækkar kornverð