Alþýðublaðið - 30.08.1920, Qupperneq 3
Merkileg uppgötrnn.
Á styrjaldartítnunum fundu vís-
indamenn nokkrir í Egyftalandi
það ráð, að brenna gas úr jurtum
í stað kola. Hefir þetta gefist vel
og er þegar mjög mikið farið að
nota þessa aðferð í heitu löndunum.
Réttlæti anðyaldsins.
I Dijon í Frakklandi var M.
Midal ritari franska járnbrautar-
verkamannasambandsins dæmdur
1 13 mánaða fangelsi fyrir þá sök
eina, að hafa hvatt hermenn
nokkra til að fara eigi að skipun-
um herforingjanna.
Drengileg hjálp.
Canadabúar hafa gefið 12 milj.
króna til að sigrast megi á tauga-
veikispest þeirri er nú geysar um
Evrópu.
Dýragörðnnum í Hamborg
[lokað.
Sökum þess að þýzka rfkið get-
ur eigi lengur látið dýragörðunum
í Hamborg styrk í té, verður þeim
lokað mjög bráðléga. Dýragarðar
þessir munu vera einhverjir hinna
stærstu og fegurstu dýragarða í
heimi.
Stæreta flotstöð í Eyrópn.
Stærsta flotstöð (Flydedok) f
Evrópu var nýlega flutt frá Ham-
borg til Amsterdam. Hún ber 50
þús tonn, er 600 feta löng og
169 feta breið og vegur 17 þús.
tonn. Hana á að nota við skipa-
smíðastöðvarnar í Rotterdam.
Nýir þjóðflutningar.
Utlendingar ýmsir hafa keypt
geysimikið af fasteignum í Frakk-
landi og þá sérstaklega á orustu-
svæðum styrjaldarinnar í Norður-
Frakklandi. Fjöldi Ameríkumanna,
Svisslendinga, Spánverja og Breta
eru nú fluttir þangað og hafa sezt
þar að sem bændur.
Landbúnaðarafurðir Dana.
Fyrir styrjöldina seldu Danskir
^aendur Englendingum nær ein-
göngu afurðir sínar. Nú hafa þeir
skift um að nokkru leyti og eru
^amir að flytja smér til Bandaríkj-
anna í Norður-Ameríku. Var einn
dag
um daginn skipað út 40 þús.
^°num af smjöri til Bandaríkjanna
Þaðan, en það eru Danir 7 daga
framleiða.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Fjárhagsástæðnr Dana.
í júnfmánuði f ár, í fyrsta sinn
um langan tíma, hefir útflutningur
Dana náð að jafnast við innflutn-
ing þeirra. Aður hafa þeir stöðugt
flutt meira inn en út. T. d. fluttu
þeir inn vörur í maí sl. fyrir 181
milj. kr., en út fyrir aðeins 164
milj.
li daoiirn og veginn.
Kveikja ber á hjólreiða- og
bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl.
IM/S* í kvöld.
Bíóin. Gamla Bíó sýnir „Gifting
Bobs“, gamanleik. Nýja Bíó „Blóm-
ið blóðrauða".
Sýning Ríkarðs Jónssonar er
©pin kl, 11—8 í barnaskólanum;
gengið inn um norðurdyr, næst
Lækjargötu.
Að norðan komu í gær af síld-
veiðum: Snorri goði og Egill
Skallagrímsson.
Njörður kom á laugardaginn.
Athygli landa sem til Khafnar
fara til vetursetu, viljum vér vekja
á auglýsingu ungfrú Rúrý Árnason
um enskukenslu. Hún hefir um 10
ára bil dvalið meðal ensknmæl-
andi þjóða.
Vér morðingjar, leikritið eftir
Guðmund Kamban, er nú verið
að æfa í Kristjaníu, og verður það
leikið í haust á þjóðleikhúsinu þar.
Leikmót í. S. R. á laugar-
daginn var illa sótt af áhorfend-
um og er svo að sjá, sem ekki
sé áhugi manna mikill fyrir fþrótt-
um. í þetta sinn var kept í ioó
m. hlaupi og rann Tryggvi Gunn-
arsson skeiðið á 12 sek. 80 m.
hlaup drengja vann Ingi Gíslason,
hann var io4/s sek. Kringlukast
vann Frank Fredrickson, hann
kastaði kringlunni 31,94 ni. Hann
vann líka kúluvarp; kastáði 10,83
m. 1500 m. hlaup vann daninn
Knud Nielsen, rann skeiðið á 4
mín. 4i*/s sek. Boðhlaup vann
Víkingur. — í gær var svo hvast,
að mótinu var frestað.
3
ísland kom frá útlöndum á
laugardaginn. Meðal farþega: Jón-
as frá Hriflu ©g kona hans, Geir
T. Zoega og kona hans, Sveinn
Björnsson sendiherra, Jón Þorláks-
son, ungtrú Fjóla Stefánsdóttir,
Beruburg o. fl. Frá Vestmanna-
eyjum komu knattspyrnumenn-
irnir, Karl Einarsson sýslumaður
úg kona hans o. fl.
Gaslanst. í gær um hádegið
varð allur bærinn skyndilega og
alveg óvænt gaslaus. Orsökin til
þessa er sú, að gasgeymirinn var
þurausinn; en að slíkt gat komið
fyrir er því að kenna, að kolin
sem brent er, eru ekki gaskol
og gefa of lítinn hita. Gasnotkun-
in vex með degi hverjum, en í
hæsta lagi er hægt að framleiða
600 kbm. af gas á sólarhring með
þessum slæma eldiviði. Afleiðingin
auðsæ. Bærinn verður að meiru
eða minna leyti gaslaus daglega,
meðan ekki fást gaskol. En
vonandi gerir borgarstjórinn og
gasnefnd alt, sem unt er, til þess
að útvega þessa bráðnauðsynlegu
vöru. En eins og nú standa sakir
í Englandi er útlitið ekki gott og
er vonandi að hlutaðeigendur hafi
gert sitt til að útvega gaskolin í
sumar, því langt er síðan þau voru
af skornum skamti og skortur fyr-
irsjáanlegur, ef ekki yrði úr bætt
í tfma.
K artöflur
ódýrastar í
Kaupfélagi Reykjavíkur
— Gamla bankanum —
Enskukensla.
Eg undirrituð tek að mér
enskukenzlú í vetur.
Rúrý Arnason
Bergthorasgade 211
Kaupmannahöfn.
Sttilka óskast lítinn tíma,
ná þegar. Uppl. á Bergstaðastr. 3.
Alþýðubladid
er ódýrasta, Ijölbreyttasta og
bezta dagblað landsins.
Kanpið það og lesið, þá
' getið þið aldrei án þess verið.