Morgunblaðið - 07.10.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.10.1979, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979 Gullæói & Glundroði L—------ »■' ■ l’”™' Dollarinn hefur misst fyrri Ijóma. Þótt embættis- menn í Banda- ríkjunum, Evrópu og Japan hafi reynt að gera litið úr gif urlegri hækkun gullverðs að undanförnu, hef ur gripið um sig sannkallað gullæði og örfáir stórir kaupendur virðast allsráð- andi á markaðn- um: arabiskir peningamenn, svissneskir bankamenn og spákaupmenn. En á markaðnum eru engir kaup- endur, aðeins seljendur, og gull gegnir ekki sama hlutverki og áður Á Kullmarkaðnum i New York. Á gjaldeyrismarkaðnum í Frankfurt. Það segir þó ekki alla söguna því gullæðið lýsir ugg út af óðaverðbólgu og rýrnandi trausti á pappírspeningum, út af ógn sem efnahagskerfi heimsins stafar frá samdrætti og út af yfirvofandi hættu á hækkuðu olíuverði. Hag- fræðingar efast um að þeir hafi gert sér grein fyrir alvöru mein- semda efnahagsmálanna og óviss- an er greinilega miklu meiri en nokkurn hafði órað fyrir. Óvissan stafar ekki sízt af vantrú á forystuhæfileikum Cart- ers forseta, sem hefur ekki tekizt að fá framgengt vilja sínum á þingi þótt hann sé í meirihluta, og líkunum á framboði Edward Kennedys gegn honum. Banka- stjórar hafa jafnvel á orði að eina lausnin sé að losna við Carter. Heimskreppa? En samdrátturinn, sem er spáð, stafar ekki sízt af minnkandi kaupmætti neytenda af völdum verðbólgu. Til þess að mæta verð- bólgunni hafa Bandaríkjamenn, Vestur-Þjóðverjar og fleiri þjóðir tekið upp strangari lánastefnu og hækkað vexti. En það veldur hættu á of hörðum viðbrögðum Bandaríkjamanna og viðskipta- þjóða þeirra, þannig gæti væg niðursveifla snúizt upp í alvar- legan samdrátt um allan heim. Það gæti síðan leitt til aukinnar verndarstefnu og alþjóðleg við- skipti gætu farið úr skorðum. Slík röskun gæti valdið víxlverkandi hefndarráðstöfunum 7 sem mundu leiða til algerrar heimskreppu. Þótt fáir sérfræðingar búizt við að ástandið verði svona slæmt, eru þeir svartsýnir á horfurnar og telja að í bezta falli muni Banda- ríkjamönnum og viðskiptaþjóðum þeirra takast að slampast í gegn- um yfirstandandi erfiðleika. Flestir virðast sammála um að helztu iðnríki verði að sætta sig við að hagvöxtur verði talsvert undir meðallagi og nauðsyn sé á mjög hægum bata í tvö til þrjú ár. Það sé það gjald sem verði að greiða fyrir margra ára óðaverð- bólgu. Bandaríkjamenn hafa reynt sígild áhrif verðbólgu: fólk eyðir peningum jafnóðum í stað þess að spara og fyrirtæki einbeita sér að skyndigróða og vanrækja fjárfest- ingar fyrir framtíðina. Og dregið hefur úr framleiðni. En nýlegar verðhækkanir hafa leitt til var- kárni, sparnaður hefur aukizt og neyzla hefur minnkað á þessu ári. Þessi þróun mun halda áfram, því olía til húsahitunar hefur t.d. hækkað um 60% á árinu, íbúðar- eigendur hafa ekki fengið reikn- ingana. Þessi hækkun bætist ofan á benzínhækkunina og mun líklega hafa meiri áhrif. Svartsýni Svartsýni neytenda mun því aukast, enda munu fara saman samdráttur og mikil verðbólga. Neytendur jafnt sem fyrirtæki ráðgera minnkun útgjalda, sem mun gera illt verra. Þjóðartekjur Bandaríkjamanna minnkuðu um 2.4% á öðrum ársfjórðungi og það markaði að dómi margra upphaf samdráttarins. Síðan hefur sam- drátturinn haldið áfram og bíla- iðnaðurinn hefur orðið harðast úti. Framleiðsla hans hefur dreg- izt saman og 87.000 verkamönnum hefur verið sagt upp, en fyrirtæki, stór og smá og á mörgum öðrum sviðum, eru aðþrengd. Pöntunum hefur fækkað og ef framleiðsla verður skorin niður er óttazt að fjöldi atvinnulausra stóraukist. Flest fyrirtæki hafa reynt að framleiða aðeins það sem þau eru viss um að geta selt, en lánahöft og vaxtahækkanir kalla á aukinn samdrátt. Þó eru margir hagfræð- ingar vongóðir um að Bandaríkin sleppi við eins mikinn samdrátt og varð í iðnríkjum heims 1974— 1975. Þeir segja að niðursveiflan muni aðallega einskorðast við eldri iðnaðarsvæði Bandaríkj- anna, einkum miðvesturríkin þar em bílaiðnaðurinn er. Flugvéla- iðnaðurinn í Kaliforníu stendur til dæmis með blóma og þótt véla- framleiðendur á austurströndinni séu kvíðnir hefur olíuiðnaður við Mexíkóflóa aldrei dafnað betur. En óttazt er að byggingaiðnaður og húsbyggjendur verði hart úti með versnandi lánakjörum. Hugsanlegt er að stjórnin í Washington hleypi miklu fjár- magni út í efnahagslífið á næstu mánuðum og veiti falska öryggis- kennd. Þannig mundu fyrirtæki auka framleiðslu sína og neytend- ur steypa sér út í meiri skuldir. Stjórnvöld neyddust svo um síðir til að rýra lánakjör, svo verr yrði af stað farið en heima setið. Olíuhækkun Fullvíst er talið að OPEC sam- þykki nýja hækkun á fundi sínum í desember. Ahmed Yamani, olíu- ráðherra Saudi-Arabíu, hefur oft varað við því að olíusöluríki muni ekki sætta sig við stöðuga rýrnun á kaupmætti. Olíuskorturinn held- ur áfram, og ekkert lát er á óvissunni í Iran. Margt annað veldur óvissu: til dæmis hefur Venezúela boðað 7% samdrátt á olíuútflutningi. Um leið er lagt fast að Banda- ríkjastjórn að verja dollarann nánast hvað sem það kostar. En háir vextir og lánahöft auka líklega samdráttinn og horfur á lánakreppu. Stjórnvöld telja slíkar ráðstafanir nauðsyn til að sýna að henni sé alvara í að hefta verðbólguna. Búizt er við að lán- um verði haldið í lágmarki í langan tíma vegna erfiðleika á að sigra verðbólguna. Eina hjálpar- meðalið telja margir vera hægan hagvöxt. Af þessu mundi leiða atvinnu- leysi, en atvinnuleysi veldur ekki eins miklu uppnámi og fyrir ein- um áratug. Atvinnuleysingjar í Bandaríkjunum njóta meiri verndar en áður og miklu fleiri húsmæður vinna úti. Frjálslyndir þingmenn segja þó að hægur hagvöxtur og mikið atvinnuleysi mundi magna þjóðfélagslega spennu. Vægur samdráttur er til dæmis talinn jafngilda kreppu meðal blökkumanna. Nýjar leiðir Því reyna bandarískir stjórn- málamenn og hagfræðingar að leita nýrra ráða, en það reynist erfitt. Framleiðni jókst að meðal- tali um rúma þrjá af hundraði á ári frá því rétt fyrir 1950 fram yfir miðjan síðasta áratug, en hefur minnkað í einn af hundraði á síðustu árum. Á þessu ári hefur framleiðni minnkað um þrjá af hundraði. Olíuverðhækkunin er ein skýringin, en fleira kemur til: umhverfisverndar- og öryggisregl- ur hafa dreift fjármagni, verð- bólga hefur bundið enda á rann- sóknir og framtíðarverkefni, og skattkerfið ýtir undir eyðslu, en ekki sparnað og fjárfestingu. Margir efast um pólitískan vilja Bandaríkjamanna til að finna langtíma lausn. Tillögur hafa komið fram um skattabreytingar til að auka fram- leiðslu og því er haldið fram að án slíkra og annarra breytinga muni lífskjör Bandaríkjamanna rýrna á næsta áratug. Ein tillagan hljóðar upp á tuttugu milljarða skatta- lækkun á næsta ári er skiptist jafnt milli fyritækja og neytenda. Aðrar tillögur gera ráð fyrir styttingu fyrningatíma, afnámi skatta af vaxtatekjum til að auka sparnað og söluskatti er komi að einhverju leyti í stað tekjuskatts. Stjórnvöld telja hins vegar að nú sé ekki rétti tíminn til skatta- lækkana, þótt þau skilji afstöðu fyrirtækja. Þau telja að hvetjandi ráðstafanir stjórnvalda geti ekki hjálpað fyrirtækjum á tíma sam- dráttar. Margir hagfræðingar ótt- ast raunar afleiðingarnar, sem það mundi hafa, ef þingið sam- þykkti gamaldags skattalækkun vegna vaxandi samdráttar. Ef gripið yrði til þess ráðs og reynt að auka atvinnu mundi kaupmátt- ur aukast um tíma, en verðbólgu- bálið héldi áfram. Þar með mundi enginn trúa því að það væri stefna stjórnarinnar að sigrast á verð- bólgunni. Haítastefna í öðrum löndum hefur verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.