Morgunblaðið - 07.10.1979, Síða 3

Morgunblaðið - 07.10.1979, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979 35 gripið til haftastefnu og ný áherzla sem er lögð á sparnað, hefur vakið ugg um eins konar dóminó-verkanir. Þannig mundi samdráttur breiðast fyrst út til Kanada frá Bandaríkjunum, þar sem efnahagskerfi þeirra eru ná- tengd, og því næst til Vestur- Þýzkalands, þá Bretlands og síðan til Frakklands, Ítalíu og annarra landa. Þróunarlöndin yrðu harð- ast úti. Hátt hráefnaverð fleytti þeim yfir síðustu kreppu, en hráefnaverð hefur lækkað og mörg þessi lönd eru illa undir það búin að mæta olíuverðhækkunum. Skuldabyrði þeirra hefur rúmlega tvöfaldazt og þau eiga litla láns- möguleika eftir. Lánadrottnar þeirra eru líka illa staddir og ólíklegt er talið að samskot geti bjargað þeim eins og í síðustu olíukreppu. Aftur á móti er sagt að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn (IMF) standi betur að vígi til að hjálpa að- þrengdum aðildarlöndum. Bjart- sýnismenn telja, að Evrópa og Japan sleppi við samdrátt, þótt hagvöxtur þeirra minnki, og Bandaríkjamenn vonast eftir að- stoð þeirra. Þeir hafa þegar beðið Vestur-Þjóðverja að hverfa frá haftaráðstöfunum og þar með að sætta sig við meiri verðbólgu í þágu heimsins. En verðbólga er hitamál í Vestur-Þýzkalandi og Helmut Schmidt kanzlari stendur frammi fyrir meiriháttar ógnun frá hægri. Það vekur ugg bandarískra hag- fræðinga að Evrópuríki kunna að fylgja vaxtahækkunum Þjóðverja, því að þar með mundi þrýstingur- inn á dollarann aukast og Banda- ríkjamenn yrðu að herða ólina. Að vísu telja bandarísk stjórnvöld dollarann heilbrigðan í aðalatrið- um og trúa því að staða hans geti batnað. Viðskiptahalli Bandaríkj- anna hefur minnkað vegna geng- issigs dollarans og greiðsluaf- gangur Þjóðverja og Japana hefur minnkað að sama skapi. En dollarinn er valtur engu að síður vegna efasemda heimsins um vilja Bandaríkjamanna til að berjast við verðbólguna og nýlegar vaxtahækkanir hafa ekki dregið úr efasemdunum. Traust manna á dollarnum hefur ekki aukizt og hugsanlegt framboð Kennedys hefur ekki bætt úr skák. Ef hann verður forseti er talið að Keynes- stefna hans muni enn veikja dollarann. Minni máttur Vegna erfiðleika dollarans hafa Bandaríkjamenn samþykkt að dregið verði úr mikilvægi dollar- ans í alþjóðaviðskiptum, þannig að erlendir seðlabankar geti skipt á honum og sérstökum yfirdrátt- arheimildum IMF. Þar með yrði i rauninni dregið úr efnahagslegum mætti Bandaríkjanna í heiminum og alþjóðastofnun fengi nokkurt vald yfir dollaranum. Hundruð milljón dollara mundu komast í hendur einkaaðila erlendis og vafi leikur á hvort slík áform mundu í raun styrkja stöðu dollarans. í bili binda menn helzt vonir við meiri alþjóðasamvinnu, en erfitt verður að koma henni til leiðar. Smá verðbólga, sem nýlega hefur skotið upp kollinum í Þýzkalandi og Japan, stafaði til dæmis að miklu leyti af íhlutun þeirra á gjaldeyrismörkuðum til að bjarga dollaranum í fyrra. Af þessu stafar tregða þeirra til að hjálpa dollaranum nú. Nýtt gjaldeyrisbandalag Evrópu var stofnað fyrr á árinu með þátttöku átta ríkja til að tryggja stöðugt gengi og samræma hag- vöxt. Tilraunin virðist hafa heppnazt sæmilega, en á sér fáar hliðstæður. Efnahagsbati heims- ins er kominn undir Japönum, Þjóðverjum og OPEC löndunum, þeim þjóðum sem hafa greiðslu- afgang, en hagfræðingar telja þær ólíklegustu þjóðirnar til að taka höndum saman um að koma á laggirnar nýju alþjóðlegu hag- kerfi. Málin voru auðveldari viðfangs þegar Bandaríkin réðu lögum og lofum í efnahagsmálum heimsins, en þau hafa ekki lengur forystuna. Heimurinn stendur frammi fyrir efnahagslegu valdatómi og yfir- vofandi samdráttur getur markað þáttaskil. Á árunum 1974—75 kynntist heimurinn alvarlegasta samdrætti síðan í heimskreppunni miklu 1929, en verðbólgan hélt áfram og samdrátturinn leysti úr læðingi pólitísk öfl sem juku á verðbólguþrýsting þegar bati gerði vart við sig. Ef heimurinn getur staðizt þennan þrýsting og þokað sér í áttina til aukins samstarfs má vera að hann geti sótt í átt til framtíðar velsældar! En ef horfið verður aftur til verndarstefnu og þenslu, getur orðið áralangt framhald á gullæð- inu og öryggisleysinu sem því fylgir. Vorum aö kaupa 100 Subaru bifreiöar árg. 1978 á frábæru verði. Kominn á götuna: Subaru Coupe kr. 3.350.000.- Subaru Hardtop kr. 3.680.000.- Hafið samband við sölumenn okkar í síma 33560 Ingvar Helgason Vonarlandi v/Sogaveg Coupe Sportbíll meö mik- inn kraft og frábæra aksturseiginleika. ★ 1600 cc vél ★ 92 hestöfl ★ 4ra gíra ★ Tvöfaldur blöndungur Mest seldi sportbíll í U.S.A. 1978. Er beztur þegar mest á reynir (í snjó og lausamöl) s________,_____________- Beztu bílakaup ársins! Hardtop Sportbíll, sem hefur alla eiginleika tífalt dýrari sportbíla. ★ Framhjóladrif ★ 1600 cc vél ★ 115hestöfl ★ 825 kg ★ 2SU blöndungar ★ 5 gíra ★ eyðir mjög litlu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.