Morgunblaðið - 07.10.1979, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979
37
Seinni björKunarmaðurinn hifður um horð í þyriuna og skömmu siðar var stefnan tekin
á KeflavikurfluKvöil.
töluðu mennirnir saman en
notuðu handa- eða höfuðhreyí-
inKar til aö koma skilahoðum
upp i þyrluna en allir voru þeir
þó með litlar talstöðvar í björK-
unarvestunum. Sjiikrakörfu
með flothylkjum var hent niður
ok einnÍK þremur reykbiysum.
Hlutverk blysanna var að
mynda þrihyrninK svo ÍIuk-
menn þyrlunnar Ksetu betur
áttað sík á vindi, ölduhæð ok
staðháttum. Úti á roKÍnhafi í
siæmu veðri ok jafnvel myrkri
er ekki um marKa fasta punkta
að ræða ok blysin því nauðsyn-
Iok til að átta sík á staðháttum.
Eftir skamma stund Káfu
björKunarliðarnir merki um að
KÚmháturinn ok ..fluKmaður-
inn“ væri kominn í körfuna ok
þyrlan kom á ný yfir mennina.
TauK var látin siKa niður. karf-
an fest í hana ok maðurinn i
körfunni loks hifður um horð í
þyriuna. BjörKuninni úr hafinu
var farsælleKa lokið. Skömmu
siðar var maðurinn kominn
undir læknishendur.
Þetta var aðeins æfinK. ein af
mörKum æfinKum. Verkefni
scm þessi eru æfð daK eftir daK
ok þá við erfiðustu skilyrði.
EinnÍK aðrar björKunaraÖKerð-
ir við ólikar aðstæður. Allt er
þetta þáttur i þeirri viðleitni að
standa við einkunnarorð sveit-
arinnar:
„Lítill tími til að
hugsa um hættur þé
ar á hólminn ke
Rabbað við þyrluflugmann
og flugvélstjóra
„KANNSKI er stundum teflt á tæpasta vaðið, en við teljum okkur vita
hvernÍK á að Kera þcssa hluti ok vissan um að störf okkar Keti orðið
öðrum til lífs Kerir verkeínin auðveldari en ella. Það Ketur hvenær
sem er komið að þvi að við þurfum á slíkri hjálp að halda. Það veit
enKÍnn hver er næstur.“
, Það eru þeir Bill Carrington
þyrluflugmaður og Tom Berry
flugvélstjóri, sem mæla þessi orð.
Báðir eru þeir í Sveit 14 á Kefla-
víkurflugvelli, björgunarsveitinni,
sem frá 1971 hefur bjargað 155
mannslífum hér á landi og á hafinu
í' kringum landið. Báðir eru þeir
kvæntir, eru hér með fjölskyldur
sínar. Þær reglur gilda að fjöl-
skyldumenn dvelja á hverjum stað
utan Bandaríkjanna í tvö ár, en
einstaklingar í eitt ár. Síðan er
mögulegt að sækja um framleng-
ingu á dvölinni á hverjum stað og
ekki er óalgengt að slíkar umsóknir
berist til yfirmanna á Keflavíkur-
flugvelli.
Bill Carrington er frá Sacra
mento í Kaliforníu og hefur verið
hernum í 5 ár. Hann hefur að bak
liðlega 2 þúsund flugtíma á þyrluir
og er því öllu vanur í þeim efnum
Hann kom hingað til lands í janúai
í ár. Tom Berry er búinn að veré
hér í 16 mánuði, en hann er frá
Iowa og er með 600 tíma að baki.
Berry hefur tekið þátt í átta
björgunarleiðöngrum síðan hann
kom hingað og lenti m.a. „í honum
kröppum" síðla síðasta árs er flogið
var á haf út eftir íslenzkum sjó-
manni, er hafði meiðzt. Veður var
afspyrnuslæmt þegar þetta gerðist
og þess vegna var ekki hægt að taka
eldsneyti frá Hercules-vélinni, sem
var með í ferðinni. Stóð það á
endum að þyrlan kæmist til
Reykjavíkur með hinn slasaða
sjómann.
Bill Carrington hefur fjórum
sinnum verið með í björgun
mannslífa hérlendis, en báðir hafa
þeir oftsinnis tekið þátt í ferðum til
aðstoðar fólki á afskekktum stöðum
víðs vegar um landið þó svo að ekki
sé um bjarganir að ræða í þeim
tilvikum.
Til að kynnast nánar þeim
mönnum, sem staría innan Sveitar
14, röbbuðum við aðeins nánar við
þá Berry og Carrington, sem báðir
eru einstaklega geðfelldir menn,
um þrítugt á að gizka. Við byrjum
á þvi að ræða æfingar björgunars-
veitarinnar.
— Á hverjum degi er farið í 1—2
flug og er þá ýmist um að ræða
æfingaflug eða einhver verkefni,
sem þarf að sinna og koma þá
ólíklegustu hlutir til greina, segja
þeir félagar. — Á þyrlunum eru
Bill Carrington (t.h.) við stjórnvölinn í þyrlunni, en hann hefur um 2 þúsund flugtima að baki á þessum
fullkomnu tækjum.
fjórar áhafnir og þó svo að almennt
sé ekki unnið nema eins og gerist á
öðrum vinnustöðum, þá er a.m.k.
alltaf ein áhöfn reiðubúin allan
sólarhringinn ef beiðni berst um
aðstoð einhvers staðar frá.
— Þegar um æfingar er að ræða,
er reynt að hafa þær sem líkastar
því, sem við getum átt von á hvenær
sem er. Mikið er æft í vatni eða sjó
en einnig hvers kyns aðrar bjargan-
ir. Ég held að okkur flestum þyki
erfiðast að eiga við björgun manna
úr litlum bátum í vondu veðri.
Tom Berry útskýrir vinnuáætlun þyrluáhafnanna fyrir siðustu viku
en á hverjum degi eru alla jafna eitt eða tvö flug.
Báturinn skoppar þá í allar áttir og
til að vera sem bezt búnir undir
slíkt höfum við reynt að fá báta til
að æfa okkur á, en að slíku er ekki
hlaupið. Þá má geta þess, að við
höfum æft með sveitum Slysa-
varnafélagsins, en störf okkar utan
Varnarliðsins eru nær öll í gegnum
Slysavarnafélag íslands.
Við spyrjum hvort einstakar
björgunaraðgerðir sveitarinnar
hafi ekki nálgast fifldirfsku og
hvort meðlimir sveitarinnar geri
sér ekki grein fyrir þeim hættum.
sem þeir hafa lagt sig i.
— I sjálfu sér er hættulegt að
lifa, það er t.d. hættulegt að ganga
yfir götu, svara þeir félagar. — í
þessu starfi geta ein mistök orðið
afdrifarík, en þetta er okkar starf
og við höfum fengið mikla þjálfun
til að geta unnið störf okkar sem
bezt. Aðstæður geta gert okkur
erfitt fyrir, t.d. myrkur og vond
veður eins og þau gerast hér við
land, en þegar á hólminn er komið
er lítill tími til að hugsa um
hætturnar heldur hvernig bezt
verði staðið að björgun eða aðstoð
hverju sinni.
Okkur leikur hugur á að vita
hvernig þeim líki að starfa á
íslandi og hvernig þeir verji
frístundum sinum.
Bill Carrington: — Ég verð að
viðurkenna að mér finnst kalt á
íslandi, en landið er fallegt og
einstaklega gaman að fljúga yfir
það. Maður sér alltaf eitthvað nýtt.
En það er dýrt að keyra á þessu
dýra benzíni ykkar og ég fæ ekki
lánaða þyrluna til að skoða landið.
Því hef ég ekki ferðast eins mikið
og ég gjarnan vildi. Ég vildi gjarn-
an vera nær Reykjavík, þar er
meira hægt að gera heldur en hér
uppi á heiðinni. Annars þarf maður
kannski ekki að kvarta, það er jú
boðið upp á ýmislegt hér, en eigi að
síður erum við hjónin vön meiri
fjölbreytni þar sem við erum bæði
frá stórborg.
Tom Berry: — Ég er með mikla
fiskidellu og átti t.d. sjófiskabúr
heima á sínum tíma. Það er þess
vegna gamall vani hjá mér að skoða
í kringum mig þegar ég kemst
einhvers staðar nálægt sjó, til að
sjá hvort ég sjái einhvers staðar líf.
Ég hef einu sinni komist í silungs-
veiði. Þá fór ég upp í Borgarfjörð og
fékk einn tveggja punda. Eins
förum við hjónin nokkuð oft inn til
Reykjavíkur og þá m.a. til að verzla.
Ég held þó, að ég verði að viður-
kenna að sjónvarpið er bezti vinur-
inn hjá okkur hjónunum.
Að lokum spyrjum við hvort
íslendingar gætu ekki unnið þau
störf sem björgunarsveitin vinnur
eins og sveit frá Bandarikjaher.
a — Vissulega gætu íslendingar
unnið okkar störf, en kostnaðurinn
er gífurlegur, kannski meiri en
menn gera sér grein fyrir. Auk
flugvéla og þyrlna þarf að greiða
áhöfnum og öðru starfsfólki laun,
þjálfa þarf mannskapinn mjög mik-
ið, viðhaldið kostar sitt og eldsneyt-
ið að sjálfsögðu svo eitthvað sé
nefnt. Það er því annað að segjast
geta gert þessa hluti og siðan að
framkvæma þá, segja þeir félagar
að lokum.