Morgunblaðið - 07.10.1979, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.10.1979, Qupperneq 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979 I grein minni, „Aítur til Finnlands eftir 32 ár, sem birtist í Morgunblaðinu 1. júlí s.l., sagði ég frá aðdraganda þess, að við Sigfús Halldórsson, tónskáld, fórum til Finnlands árið 1947 og svo aftur nú í sumar. Ég skýrði hreinskilnislega frá því, að það hefði verið ósköp fallegt ævintýri, sem hefði haft það í för með sér, að mér var formlega boðið til stúdentahátíðar í Helsingfors í apríl 1947. Sigfús Halldórsson, sem þá vann við leiktjaldanám í Stokkhólmi, gerði mér svo þá ánægju að slást í förina. Sveinn Ásgeirsson: Sælu- vika í Helsingfors Margt breytist á skemmri tíma en 32 árum, þótt okkur fyndist báðum, að við hefðum tiltölulega lítið breytzt. Við kviðum engu, heldur hlökkuðum til, þegar við lögðum upp frá Stokkhólmi í glæsilegu farþegaskipi kl. 6 síð- degis á fögrum júnídegi áleiðis til Helsingfors, en þangað er komið um kl. 7 að morgni. Við vorum reyndar þrjú núna, því að með í förinni var kona Sigfúsar, Stein- unn Jónsdóttir. Nú á tímum bíla og flugvéla verður þessi gamli ferðamáti eins og skemmtilegt ævintýri, enda höfðum við ákveðið að fara báðar leiðir milli Stokk- hólms og Helsingfors á skipi. Við höfðum undirbúið ferðina vel og vissum, að við myndum að minnsta kosti hitta einhverja gamla vini og kunningja, en þó hlaut að sjálfsögðu margt að vera í óvissu. Það var því að sumu leyti táknrænt, að við komum til Hels- ingfors í slíkri blindþoku, að varla sást út fyrir borðstokkinn. En eftir að við stigum á land, greidd- ist fljótt úr þeirri þoku, Og sólin og gamlir vinir og kunningjar brostu við okkur alla þá viku, sem í hönd fór. Minningar frá 1947 Þegar við komum til Helsing- fors í apríl 1947, var þar kalt og vetrarlegt, enda kemur vorið ekki svo snemma þangað. En minning- arnar frá þeim tíma eru sólskins- bjartar, svo einstaklega var okkur vel tekið og vel um okkur séð. Viðmót fólks var eins og þar í landi væri allt í himnalagi, en þó vissum við auðvitað betur. Vöru- skortur var enn mikill, aðeins tæp tvö ár liðin frá stríðslokum og þjóðin hafði orðið að færa miklar fórnir. Framtíðin var í mikilli óvissu, þótt menn létu ekki á neinum kvíða bera, en það var talandi tákn, að Rússar höfðu herstöð rétt við Helsingfors, á Porkkala, nesi 25 km suðvestur af borginni, og þaðan fóru þeir ekki fyrr en 9 árum síðar, 1956. Og á þessum erfiðu tímum, sem til dæmis Dönum og Norðmönnum þóttu nógu strangir eftir hernám Þjóðverja, þurftu Finnar að kepp- ast við að framleiða vörur handa Rússum fyrir ekki neitt, það er sem stríðsskaðabætur, og verðlag á þeim vörum var miðað við verðlagið fyrir stríð! Og Finnar stóðu við allar sínar skuldbinding- ar. Flestir þeirra stúdenta, sem við kynntumst, höfðu gegnt herþjón- ustu á striðsárunum og ekki að- eins karlmennirnir, heldur og margar konurnar líka á sinn hátt, því að þær unnu að margs konar störfum fyrir herinn sem sjálf- boðaliðar í samtökum, sem nefnd- ust Lotta Svárd og voru stofnuð 1918. Þær voru kallaðar „lottur", og meðal þeirra var einnig á síðustu stríðsárunum hún, sú sem stóð á bak við boðið til Finnlands 1947. Nýtt Finnlands- ævintýri Við Sigfús vorum þá rúman hálfan mánuð í Helsingfors og þá mest í miðborginni, svo að okkur fannst sjálfsagt að búa þar ein- hvers staðar núna. Hið fyrra sinni var okkur útveguð lítil íbúð á ágætum stað í borginni, eftir að sjálfum hátíðahöldunum var lok- ið, svo að við gætum verið sem lengst, enda þurftum við ekkert að borga, og var það eitt af mörgu, sem gerði okkur undrandi og ánægða. En nú þegar við kæmum aftur eftir 32 ár, ætluðum við aldeilis að búa vel, þótt við yrðum heldur skemur fyrir bragðið, og pöntuðum herbergi á hinu ágæta hóteli Hesperiana við Manner- heimveg. En það reyndist mun gestkvæmara í Helsingfors í júní 1979, heldur en í apríl 1947, svo að vegna margvíslegra ráðstefna var hótelið sem og flest önnur í borginni yfirfullt þessa daga, en okkur var útvegað annað í staðinn Frú Hetemaki- Olander, ein hinna 52 kvenna, sem sæti eiga í finnska þing- inu. Hún er vara- formaður Hægri- flokksins, sem vann mikinn kosningasig- ur í sumar. alllangt frá miðborginni. Við tók- um því til að geta haldið áætlun og treystum þeim, sem við leituðum fyrst til. Og það var meira lán en okkur gat dreymt um. Þetta var Tapiola Garden Hotel, og með komu okkar þangað má segja, að annað Finnlandsævin- týri okkar hafi hafizt. Þetta reyndist lítil paradís. Við höfðum það á tilfinningunni, að við værum órafjarri borgarlífi og skarkala þess, en vorum þó ekki nema 9 kílómetra frá miðborginni. Það tók 15 mínútur að fara þá leið í strætisvagni, en 10 mín í leigubíl. Eins og milli Sunnutorgs og Lækj- artorgs. Þetta var sú snjallasta lausn, sem við höfðum kynnzt, á því vandamáli að búa friðsamlega og njóta náttúrunnar í stórri borg. Og brátt komumst við að raun um það, að þetta hverfi hefði einmitt verið skipulagt með það fyrir augum að leysa vandamál á sviði borgarskipulags og húsbygginga. í fögru umhverfi Við tókum okkur langa göngu um nágrennið strax fyrsta morguninn og komum fljótt að stóru líkani af þessu hverfi öllu. Tapiola er sjálfstæður borgar- hluti, sem skipulagður var í heild sinni frá upphafi, og hófust bygg- ingarframkvæmdir þar snemma á sjötta áratugnum. Fjölmörgum arkitektum var þar gefið tækifæri til að spreyta sig og fengu að sýna í verki lausnir sínar. Borgin var og er kölluð sýnishorna- og tilrauna- borg, og af þeirri reynslu, sem þar fengist, áttu menn síðan að draga almennar ályktanir varðandi íbúðahúsabyggingar. Meðal þeirra arkitekta, sem þarna eiga hlut að máli, er Alvar Aalto, sem teiknaði Norræna húsið í Reykjavík. Frá hans hendi eru þarna sjö hæða hús með fjórum og fimm íbúðum á hverri hæð, og voru húsin byggð á árunum 1962—64. Tapiola Garden Hotel er svo í hjarta þessa sér- stæða borgarhluta, og í nágrenni þess er stórverzlun og fjöldi smá- verzlana og þjónustufyrirtækja. Þar er og fjölbreytilegur útimark- aður, sem gaman var að spranga um. Hótelið er mjög hæfilegrar stærðar, aðeins þrjár hæðir með 82 herbergjum. Aarne Ervi, prófessor. á heiðurinn að teikn- ingu þess og skipulagi umhverfis- ins. Fyrir framan hótelið er stór tjörn með gosbrunni og talsverðu fuglalífi, og þarna eru úti- og innisundlaugar, en allt er þetta eins og í fegursta skemmtigarði. Og þó að okkur byðist svo hótel í miðborginni tveimur dögum eftir komu okkar, datt okkur ekki í hug að fara frá Tapiola, úr því að við máttum vera áfram þessa sjö daga, sem urðu fyrir okkur sann- kölluð sæluvika í bókstaflegri merkingu þess orðs. Finnsk tryggð engri annarri lík Eins og áður er sagt, tók það ekki nema kortér fyrir okkur að komast í miðborgina á fornar slóðir, og vissulega vorum við þar oft á ferð. Við nutum þess að ganga um götur þessarar fögru borgar, sem er um svo margt sérstæð meðal höfuðborga á Norðurlöndum. Við vorum alveg eins léttir í spori og þegar við vorum þarna 32 árum yngri. Hér verður borginni ekki lýst nánar, en fjöldann allan af byggingum og söfnum skoðuðum við og það er hlutverk teikninga Sigfúsar að sýna nokkuð af því, sem augu okkar dvöldu við. Við vissum auðvitað af öllum þessum húsum og áttum ekki von á neinum breytingum á þeim, en það var ekki síður gaman að skoða þetta allt aftur en í fyrsta sinn. Meiri óvissa var um mannfólkið. Það kann að þykja undarlegt að hafa búizt við að hitta eitthvað af kunningjum eftir 32 ár, en það var ekki einber barnaskapur af okkar hálfu. Sigfús hafði að vísu ekki komið til Finnlands nema þetta eina skipti 1947, en ég hafði komið þangað einu sinni áður, í nóvem- ber 1945, og nokkrum sinnum síðar, en þó voru liðin a.m.k. 15 ár, síðan ég kom þangað síðast. En reynsla okkar af finnskri tryggð er slík, að hún sé engri annarri lík. Árum saman fóru kort og kveðjur á milli Sigfúsar og vinanna frá 1947, sem hann þó hitti aldrei aftur til að endurnýja vinskapinn, og það er ekki ýkja langt áiðan hann fékk kveðjur þaðan síðast. Samband mitt við Finnland var mun meira, en þó minna en við hin Norðurlöndin og samt á ég þar fleiri vini en í nokkru öðru landi, þótt verulega hafi reynt á endingu sambandanna með tímanum. Það var því með sérstöku hugarfari, sem við Sigfús héldum til Finn- lands. „Hún“ hafði lítið breytzt Þeim sem lásu fyrstu grein mína um Finnlandsferð okkar, leikur ef til vill forvitni á að vita, hvort við höfum hitt hana aftur, þá sem stóð á bak við boðið til Finnlands 1947. Því er til að svara, að hún bauð okkur til dýrðlegrar veizlu í hinu glæsilega húsi sínu, og þar voru saman komnir gamlir vinir, sem náðst hafa til. Ýmsa vantaði þó, sem ella hefðu komið, þar sem þeir voru ekki í bænum, enda komið hásumar. En þetta var mikill fagnaðarfundur. Síðan ók hún okkur í skoðunarferðir um borgina. Ég sagði í greininni, að hún hefði verið „ung og fögur, gáfuð og viljasterk". Hún er nú 32 árum eldri, en hin atriðin hafa ekki mikið breytzt. Við Sigfús treystum sannarlega gömul vin- áttubönd í Finnlandi, en við ger- um okkur ljóst, að til að fullkomna þá endurnýjun þyrftum við að fara aftur sem fyrst og dvelja aðra viku í Tapiola. Ég rifjaði það upp fyrir henni í veizlunni, að hún hefði algerlega staðið á bak við það 1947, að ég hefði haft blaðaviðtal við þáver- andi forseta finnska ríkisþingsins, K.A. Fagerholm, og ekki aðeins á bak við það, heldur komið með mér til hans á skrifstofu hans í Áfengiseinkasölunni, sem hann var þá forstjóri fyrir. Ég var þá aðeins 21 árs gamall stúdent með blaðamannakort frá Alþýðublað- inu, en hún réðst ekki á garðinn, þar sem hann var lægstur, og fullyrti, að Fagerholm ætti mikla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.