Morgunblaðið - 07.10.1979, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979
39
framtíð í finnskum stjórnmálum.
Þetta varð heillar síðu viðtal í
blaðinu, og þar segir, að það hafi
staðið yfir í 45 mínútur, en átt að
vera 15 mínútur. Því var ég búinn
að gleyma, en hitt man ég, að
hann bauð upp á koníak, þótt ég
sleppti því í greininni. Mig grun-
aði ekki þá, að ég ætti eftir að
skála við hann seinna í mörgum
veizlum út á norræna samvinnu,
en hann var lengi formaður
Norræna félagsins í Finnlandi. En
hvað um það, ári eftir viðtalið var
hann orðinn forsætisráðherra og
varð það tvívegis seinna, og 1956
munaði einu kjörmannaatkvæði á
honum og Kekkonen við forseta-
kosningarnar.
rNú, varst það þú...“
Þegar ég kynntist Fagerholm
betur sex árum síðar, 1953, á
ráðstefnu Norrænu félaganna í
Danmörku, spurði ég hann að því,
hvort hann myndi eftir því, að ég
hefði haft blaðaviðtal við hann á
tilteknum tíma og stað, en hann
mundi ekkert eftir því. Ég bætti
því þá við, að ég hefði komið með
ungri stúlku, nettvaxinni með
svart, sléttgreitt hár og brún
augu, sagði, hvað hún héti og að
hún væri sænsk-finnsk eins og
hann og hún hefði reyndar haft
milligöngu um viðtalið. Þá rann
upp fyrir honum ljós — eða hann
lét svo að minnsta kosti — og
hann sagði: „Nú, varst það þú, sem
komst með henni?"
Og nú spurði ég þá hina sömu
áratugum síðar, við hverja ég ætti
að ræða núna að hennar áliti. Ég
treysti henni alveg eins og forðum.
Hún kvaðst gjarna skyldi athuga
málið og hafa samband við mig
daginn eftir, en það væri hætt við,
að margir væru farnir úr bænum.
Ég sagði í staðinn, að það gerði
kannski ekki svo mikið til, því að
viðtöl við stjórnmálamenn væru
sjaldan skemmtileg og húmoristar
á borð við Fagerholm væru vand-
fundnir í þeirri stétt.
Tvær af 52
Klukkan 10 morguninn eftir
hringdi síminn í hótelherbergi
mínu. Það var hún. Hún var þegar
búin að fastsetja tvö viðtöl. Fyrst
ætti ég að mæta stundvíslega kl.
hálftvö í þinghúsinu og gefa mig
fram við dyravörðinn, sem myndi
fylgja mér á fund frú Vááninen,
fyrrverandi menntamálaráðherra.
hún hefði reyndar varla haft
neinn tíma aflögu, því að hún væri
að fara úr bænum, en hún færi
bara beint úr þinghúsinu, þegar
hún væri búin að tala við mig.
Maðurinn hennar myndi sækja
hana þangað. Og síðan ætti ég að
fara heim til frú
Hetemáki-Olander kl. hálffjögur,
en hún væri þingmaður og vara-
formaður Hægri flokksins
(Samlingspartiet). Hún byggi ein-
mitt í Tapiola, og ég hefði gaman
að að sjá, hvernig hún byggi, en
hún væri líka að fara úr bænum
síðdegis.
Ég spurði hana, hvað hún
meinti með því að senda mig á
fund þessarra kerlinga, en hún
sagði, að þetta væru bráðmynda-
legar og aðlaðandi konur á bezta
aldri, á aldri við okkur, og hún
vildi, að ég skilaði því til íslands
og legði áherzlu á það, að á
finnska þinginu ættu 52 konur
sæti af 200 þingmönnum. Og
þarna gæti ég fengið að sjá tvö
ágæt sýnishorn af þeim. Hún hefði
líka sagt þeim, að þetta yrði
fremur almennt spjall um lands-
ins gagn og nauðsynjar en viðtal í
þrengri merkingu um sérstök mál.
Og svo varð einnig að sönnu, en
þetta hafði hún tekið fram vegna
þess, að þessa dagana var það haft
í hámælum, að Kekkonen setti
opinberlega ofan í við Virolainen,
forseta finnska þingsins, vegna
ummæla, sem eftir honum voru
höfð í blaðaviðtali. Það mál lýsir í
hnotskurn einu viðkvæmasta
vandamáli Finna í samskiptum
þeirra við hinn volduga granna í
austri. Um það fjalla ég sérstak-
lega í næstu grein, sem ber heitið:
„Þegar Kekkonen var vondur við
Virolainen."
Málið snerti einmitt fyrst og
fremst flokka beggja þeirra
kvenna, er ég ræddi við. Frú
Vááninen er einn af þremur vara-
formönnum Miðflokksins, sem áð-
ur hét Bandaflokkurinn og var
flokkur Kekkonens, forseta. For-
maður flokksins nú er téður
Virolainen, Frú Vááninen var
menntamálaráðherra á árunum
1972-1975 og 1976-1977. Við
ræddum saman drjúga stund í
finnska þinginu, og bar margt á
góma, sem kemur beint og óbeint
fram í greinum þeim, sem á eftir
koma. Frú Hetemáki-Olander er
annar af tveimur varaformönnum
Hægri flokksins, sem vann mikinn
kosningasigur í sumar, þótt ekki
fengi hann aðild að ríkisstjórn, en
um það snýst einmitt það hávaða-
mál og hneyksli, sem var efst á
baugi þá daga, sem við Sigfús
Halldórsson vorum í Helsingfors.
Frú Hetemáki-Olander er kenn-
ari að mennt og hefur setið á þingi
í 9 ár. Báðar eiga þessar konur
sæti í Norðurlandaráði. Ég frædd-
ist um margt af þeim og leið vel í
návist þeirra, enda voru þær
báðar ekki aðeins sérstaklega
viðfelldnar og aðlaðandi, heldur
og myndarlegar og laglegar. Ef
þær eru sanngjörn sýnishorn af
hinum 52 konum, sem sitja á þingi
Finna, þá eru þær sízt of margar
þar.
SATA GR/Z sprautukannan er óvenju létt og vel byggð sprautukanna sem
sprengir efnið vel í breiðum og jöfnum úða.
SATA GR/Z sprautukannan er með mikro loftstillingu og einnig
fáanleg með lofthreinsara.
SATA GR/Z sprautukannan hentar sérstaklega vel fyrir bílamálara vegna hinna
einstöku eiginleika. SATA er þýsk gæðavara. Allir varahlutir fyrirliggjandi.
EIN ALVC6
EINSTÖK
Remaco hf.
Skemmuvegi 6. Kópavogi, sími 73500.
d \0
0
*20%
afsláttur
HAUSTMARKAÐURf
^ Þessa helgi bjóðum við 20% afslátt af öllum
# afskornum blómum.
V