Morgunblaðið - 07.10.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.10.1979, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979 J\ hallærisplani Færeyia Þótt þaö sé oft sagt að íslendingar og Færeyingar eigi margt sameiginlegt, virðast unglingar þessara tveggja þjóða um margt ólíkir. Islenskir unglingar eyða mestum tíma sínum, og peningum einnig, í að hlaupa eftir tískunni og þeir eru fljótir að grípa nýja strauma erlendis frá. Færeyskir unglingar eru mun sjálfstæðari. Þeir láta tískuna, eins og hún gerist í útlandinu, sig litlu skipta. „Þeir eru að minnsta kosti þremur árum á eftir í tískunni," sagði einn íslendingurinn sem er búsettur þar ytra. Færeyskir unglingar virðast einnig vita hvað þeir vilja og láta óskir sínar í ljós með ýmsu móti. Þeir vilja lifa sínu eigin lífi án þess að hirða um erlenda strauma eða fyrirmyndir. munaði í eitt skiptið að verr færi er unglingarnir köstuðu logandi bensínsprengju að lögreglubíl sem í voru 6 menn. Yfirlögregluþjónn- inn í Þórshöfn sagði að ef flaskan hefði lent á rúðu og farið inn í bílinn hefði enginn þessara manna komist lífs af og hefur lögreglan ákært 30 ungmenni sem voru á Vaglinum þessi tvö kvöld. Er líða tók á nóttina hafði lögreglunni tekist, með hjálp tára- gass, að tvístra hópnum og flestir unglinganna farnir til sins heima. En viti menn, nokkrir þeirra komu aftur nokkru seinna til að hreinsa upp eftir sig. Forsmekkur Ólaísvökunnar Það var á föstudagskvöld fyrir Ólafsvöku að undirrituð gekk um Vaglinn og Áarveginn, aðalgötuna í Þórshöfn. Hundruð unglinga voru þar saman komnir og gengu í smá hópum um Vaglinn og upp og niður götuna. Gatan var lokuð fyrir bílaumferð en við og við keyrðu lögreglubílar um hana til þess að fylgjast með því sem fram fór. Það var ekki laust við að umhverfið væri svolítið skugga- legt. Myrkt var orðið og hljótt var á götunni nema hvað annað slagið mátti heyra drunur í mótorhjólum og hróp einstöku unglinga, annars voru þeir frekar hljóðlátir. Þarna En Færeyingar eiga samt sín „unglingavandamár og eru þau ekki síður alvarleg en þau sem við Islendingar berjumst við. Þeir eiga sitt hallærisplan, Vaglinn, og þangað sækja unglingarnir þegar ekki er um annan stað til sam- komuhalds að ræða. Eini dansstaðurinn í Þórshöfn sem sérstaklega er opinn fyrir unglinga er Diskótekklúbburinn. Hann sækja unglingar á öllum aldri, þar er ekkert aldurstak- mark. Meðlimur einnar hljóm- sveitarinnar sem oft spilar í klúbbnum sagði að algengt væri að börn 10—12 ára sæktu dans- leiki í klúbbnum. I Færeyjum eru gömul lög sem segja til um að dansleikur skuli ekki standa lengur en til kl. 11.30 á laugardagskvöldum þar sem sunnudagurinn er helgur. Helgi eina í vor átti að sjálfsögðu að framfylgja landslögum og var dansleikurinn í Diskótekklúbbn- um stöðvaður kl. 11.30. En ungl- ingarnir voru ekki á því að iáta eftir í það skiptið. Strax á föstu- dagskvöld voru þeir með óspektir í miðbænum en á laugardagskvöld- ið tóku þau sig saman og gerðu uppþot. Þau drógu bekki fram á aðalgötuna til að stöðva alla um- ferð og kveiktu bál á miðri göt- unni. Lögreglan mætti á staðinn, vopnuð kylfum, táragasi og hund- um. Við tilraunir lögreglunnar til að stilla til friðar urðu ýmsir sárir, bæði í liði lögreglu og unglinga. Meðal annars fengu tveir lögregluþjónar skurð á höf- uðið er læðst var aftan að þeim, hjálmarnir teknir af og flöskum stútað á höfðum þeirra. Litlu Lögreglan notaði táragas til að tvistra hópnum. Lögþingshúsið í baksýn. Lögreglan komin með einn óróaseggjanna í handjárn. .... m LjÓ8m. Httgnl Djurhuus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.