Morgunblaðið - 07.10.1979, Side 14
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979
—Það þýðir ekki að
segja Magnúsi fyrir,
hann siglir sinn sjó, var
sagt um Magnús Gamalí-
elsson útgerðarmann á
ólafsfirði ungan og
reyndust orð að sönnu.
Enda vísast svo um at-
hafnamanninn, sem
brýst úr fátækt, að þessi
eiginleiki er ríkari í
skaphöfn hans en hjá
öðrum: Hann veit, hvað
hann vill, og fer þangað,
sem hann kemst án þess að
á öðrum sé níðzt né frá
þeim tekið. ólafsfjörður
var stærsta þorskveiði-
stöð á Norðurlandi eftir
aldamótin síðustu vegna
þeirra manna, sem þar
bjuggu, fremur en að
sérstaklega hefði verið
búið í haginn fyrir þá af
náttúrunni. Það var
þrek og kraftur einstakl-
ingsins sem úrslitum réð
um uppgang staðarins á
þeim tíma sem endra-
nær.
Magnús Gamalíelsson
er meðal fremstu athafn-
amanna í Ólafsfirði fyrr
og síðar og var kjörinn
heiðursborgari þar
fyrir tveim árum. Verka
hans sér víða stað: Hann
var í fararbroddi í
hafnarmálunum, var
einn helzti hvatamaður
að byggingu hraðfrysti-
húss ólafsf jarðar og
framkvæmdastjóri þess
fyrstu árin, var í bygg-
ingarnefnd Garðsárvirkj-
unar, í stjórn Vélbáta-
tryggingar Eyjafjarðar
og formaður um áratugi
og heiðursfélagi þar, sat
lengi fiskiþing, lét slysa-
varnamál til sín taka og
þó einkum kona hans,
Guðfinna Pálsdóttir og
kann ég ekki að rekja
þessa sögu frekar svo að
vel sé. Hins vegar lét ég
af því verða að koma við
hjá þeim hjónum á dög-
unum og spjalla við
Magnús um liðna daga:
Það hefur oft verið talað
um það við mig að ég
skrifaði eitthvað en ég
hef aldrei farið út í það,
sagði hann. Og fer aldrei
út í það hér eftir.
Kannski hefði ég sagt
eitthvað sem ég hefði
iðrast eftir á. Lífið er
þannig, að það, sem
maður álítur mestu and-
stæðurnar í dag, — er
kannsi mjög dýrmætt
fyrir mennina. Ef allir
væru sammála um allt í
heiminum, væri engin
þróun. það er alveg það
sama um okkur hér á
landi. Þessi þróun, sem
orðið hefur hjá okkur,
hún hefur ekki orðið til af
því að allir hafi verið
sammála. Þó manni
þyki þetta náttúrlega erf-
itt, þá eru andstæðurn-
ar sem byggja hlutina
ákaflega mikið upp.
Hjónin Guðfinna Pálsdóttir og Magnús Gamalíelsson.
Oft er meira af einum
gert en aðrir trúa vilja
Mikil fóm
Magnús Gamalíelsson er Fljóta-
maður. I föðurætt er hann að vísu
úr Svarfaðardal og veit ekki betur
en að það hafi verið síðustu
búflutningarnir vestur yfir fjallið,
er Hólmfríður amma hans var
dregin þá leið á nautshúð eða
hrosshúð, kornabarn. Magnús var
fæddur á Hraunum, en móðurfólk
hans bjó á Lambhúsum í Fljótum
og þaðan var hans fyrsta ferð
gerð, þegar hann var á öðru ári, og
líður honum ekki úr minni: For-
eldrar hans höfðu slitið samvistir,
en móðir hans, Helga Grímsdóttir,
var mikil hagleikskona og fór milli
bæja til sauma og var þess vegna
oft að heiman. Margrét systir
hennar bjó í Sílastaðakoti í Flóka-
dal með Þorláki Þorlákssyni
manni sínum og var timburgólf í
baðstofunni þar, sem ekki var
almennt þá. — Eg var reiddur á
hesti, sat á hnakknefinu, segir
Magnús. Ég held að það hafi ekki
verið mamma, sem reiddi mig, og
var ferðinni heitið fram í Flókadal
að Sílastaðakoti, þar sem við
áttum að vera í vinnumennsku, en
Rögnvaldur bróðir minn var þar
þá fyrir. Lovísa, dóttir hjónanna,
var þá tveggja ára og sagði við
pabba sinn, þegar ég kom inn: „Má
ég ekki gefa honum Manga þig
með mér, því að nú á hann engan
pabba“. Og Þorlákur var fljótur að
játa því og tók mig og setti á hnéð
og Lovísu á hitt. Rögnvaldur
bróðir minn bað mig síðan að
koma út með sér og sýndi mér hús,
sem hann hafði byggt úr torfi og
sagði: „Ég ætla að gefa þér þetta
hús og það sem í því er.“ En það
voru smááhöld, sem hann hafði
smíðað og var snyrtilega frá öllu
gengið. Síðan kallaði ég Þorlák
pabba og Margréti mömmu. — Ég
get ekki gleymt Lovísu, þegar hún
gaf mér pabba sinn og mömmu
með sér. Það var stórgjöf. Mér
hefur aldrei verið færð önnur eins
fórn og þetta.
Ekki í þetta skipti
Magnús Gamalíelsson er átt-
ræður í dag. Er saga af því í
Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar að
þegar hann var nýkominn í þenn-
an heim, þótti hann ekki líklegur
til þvílíks langlífis: „Veturinn
1899—1900 missti Guðmundur
bóndi Davíðsson að Hraunum í
Fljótum ungan dreng, er hann
átti, úr barnaveiki. Þá var að
Hraunum kona sú, er Helga hét
Grímsdóttir Grímssonar græðara,
er kallaður var. Hann bjó að
Minni-Reykjum í Flókadal. Helga
átti barn, sem var fremur heilsu-
tæpt. Nokkru áður en Davíð litli
dó, dreymdi Helgu að hún væri í
herbergi, þar sem tvær myndir
héngu á veggnum, og þóttist hún
eiga aðra en hina þótti henni
Guðmundur eiga. Henni þótti
maður, sem hún þekkti ekki, koma
inn í herbergið. Hún spurði, hvern
hann ætlaði að finna, en maðurinn
svaraði: „Ég ætla að taka myndina
hans Guðmundar núna, en ekki
þína í þetta skipti.““
Grímur græðari, sem hér er
nefndur, var kunnur fyrir lækn-
ingamátt sinn og þótti sú náttúra
fylgja eftirkomendum hans. Um
hann hefur Jónas Hallgrímsson
ort skemmtilegar vísur í bréfi til
Konráðs Gíslasonar:
Hættu að gráta, hringaná,
heyrðu ræðu mína;
ég skal gefa þér gull í tá,
þótt Grmur tæki þína.
Og svo áfram.
Fyrsta sjóferðin
Helga, móðir Magnúsar, giftist
Kristni Jónssyni úr Ólafsfirði og
bjuggu þau fyrst á Syðsta-Mói í
Fljótum, en fluttu þaðan 1912 að
Stóru-Þverá í austur-Fljótum,
sem olli Magnúsi á þeim t íma
nokkrum sárindum, þar sem þá
slitnaði sambandið við Frændfólk-
ið, sem hann var svo hændur að.
Segir hann, að þá hafi ævi sín
raunverulega verið ráðin, því að
eftir þetta hafi hann ekkert getað
lært. í Haganesvík átti að heita
skóli, þar sem hann hafði verið um
mánaðarskeið, en síðan hafði
hann notið heimiliskennslu að
Yzta-Mói og Krakavöllum. Þetta
var nú allt að baki.
í Fljótum voru dugnaðarsjó-
menn og Kristinn, stjúpi Magnús-
ar, reri eins og aðrir á haustin til
þess að draga björg í búið. Á
afmælisdaginn sinn, þegar hann
varð 15 ára, fór Magnús í sína
fyrtu sjóferð með Hafliða frá
Hamri, sem var kunnur formaður
á þeirri tíð. Áður en lagt var frá
landi var farið með sjóferðarbæn-
ina að þeirra tíma hætti. Þeir
hrepptu suð-vestan storm og náðu
loks landi upp undir Almenning-
um réttum tveim sólarhringum
frá því að Magnús fór að heiman.
Hluturinn var 16 fiskar og bátur-
inn aflahæstur þann daginn.
Þótt veiði væri í Þverá, var
ekkert gert til að ná henni.
Magnea móðursystir Magnúsar
bað um að laxinn eða silungurinn
yrðu ekki ónáðaðir. Hana hafði
dreymt, að Snorri sonur sinn
kæmi inn í baðstofuna og fleygði
hálsskornum manni inn á gólfið.
Þegar hún vaknaði, kom Snorri og
fleygði hálsskornum laxi inn á
baðstofugólfið. Þetta lagðist þann-
ig í fólkið, að það ætti ekki að
veiða í ánni.
1915 fluttu þau Magnús svo að
Hólkoti í Ólafsfirði.
Mjór er
mikils vísir
— Þegar ég kom til Ólafsfjarð-
ar, komst ég strax í kynni við
sjósókn, segir Magnús. Það leggst
þannig í mig, að ég þurfi að
eignast árabát. Móðurbróðir
minn, Dúi Grímsson bóndi á
Krakavöllum í Flókadal, var mik-
ill hagleiksmaður á járn og tré. Ég
skrapp oft inn eftir til hans og þá
berst þetta í tal eitt sinn: — Eg
skal skjótast til þín og smíða með
þér árabát þegar þú vilt, sagði
hann. Og svo fer ég að huga að því,
hvar ég geti fengið efni í bátinn,
sem ég fékk í Höefnersverzlun á
Akureyri. Þetta mun hafa verið
um miðjan vetur. Ég sendi Dúa
orð og hann var kominn eftir viku.
Báturinn var svo smíðaður í hlað-
varpanum í Hólkoti. Það getur
verið, að hann hafi ekki orðið eins
ásjálegur og hann hefði orðið, ef
ég hefði ekki skipt mér af laginu á
honum, ég vildi ekki hafa löng lot
á honum, og það var náttúrlega
sjálfsagt hjá Dúa að fara að öllu
eftir því, sem ég vildi. En fyrir
bragðið var báturinn kubbslegur
að sjá og einna minnstur af þeim
áraþátum, sem hérna voru. Dúi
hjálpaði mér með árarnar og alla
hluti, en mamma saumaði seglin.
Ég reri á batnum á haustin og
snemma á vorin.
Það kom upp úr dúrnum í spjalli
okkar Magnúsar, að árabáturinn
hafði verið kallaður ýmsum nöfn-
um eins og Gapi eða Háski, e.t.v.
vegna þess að mönnum þótti sótt
fast á honum, enda aflinn meiri en
á mörgum bátum, sem stærri
voru. Magnús sagði mér, að á
þorranum hefði einu sinni frétzt
af fiski á Reyðarárgrunni, það var
a.m.k. á þriðja tíma róður. Þeir
Magnús og drengur, Jón Bergsson,
með honum, reru þangað og fengu
fullan bát. Um kvöldið kom Þor-
Ieifur Rögnvaldsson til Magnúsar
og bað hann vel að gera þetta ekki
aftur.
Þegar Magnús kom á Háska
sínum inn fjörðinn beið móðir
hans í flæðarmálinu og sagði:
Nú er fagur, ferðbúinn,
fyrðum þykir gaman.
Fylgi Guð og farsældin
fley með öllu saman.
Upp á við
Magnús smíðaði árabátinn 1917
og var síðan hjá Þorvaldi Sigurðs-
syni, — ég byrjaði að rísa, þegar
ég fékk skipsrúm hjá honum, segir
Magnús. 1923 verður hann for-
maður á Göngu-Hrólfi og svo
gerist það, að ýmsir verða til þess
að tala um það við hann að kaupa
með sér bát, þar á meðal Ingvar
Guðjónsson útgerðarmaður.
Niðurstaðan verður svo sú, að þeir
Gunnar Guðlaugsson skátahöfð-
ingi, — ákaflega vel séður maður,
— kaupa saman 8 tonna bát,
Barðann, árið 1928 af þrotabúi
Ásgeirs Péturssonar útgerðar-