Morgunblaðið - 07.10.1979, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979
47
Sigurbjörg á innleiö meö 280 tonn af fiski. Hún hefur fengiö um
1800 tonn síðan í iok maí.
Gamli Einar Þveræingur.
Vinnslusalurinn í hraöfrystihúsi Magnúsar Gamalíelssonar h.f.
Magnús og Guðfinna meö börnum sínum: Sitjandi eru Helga,
Guöfinna og Ásdís, en standandi Gunnar, Magnús Sigurgeir og
Svavar.
manns, sem um skeið var kallaður
„milljóner" og átti eftir að rétta
aftur úr kútnum. Eftir 13 róðra
bilaði vélin og Jón Þorsteinsson,
„bezti vélsmiðurinn á Norður-
landi“, ráðlagði Magnúsi að kaupa
nýja. Það verður svo úr, að hann
heldur inn til Akureyrar í fyrsta
skipti á ævinni að leita sér að
peningum, en Júlíus Sigurðsson
var j)á bankastjóri Landsbankans:
— Eg hafði heyrt ýmsar sögur af
honum, að hann ræddi ekki mikið
við menn, segir Magnús. Rétt í
þann mund sem ég geng upp að
bankanum, kemur Júlli út um
dyrnar og út á tröppurnar og
segist vilja fá fréttir og aftur
fréttir, en engir peningar séu til.
Ég bar mig náttúrlega illa. Hann
spurði hvaða vél ég ætlaði að
kaupa, hvað hún kostaði og hvað
mig vantaði mikla péninga. Ég
hélt alltaf að hann myndi bjóða
mér að koma inn og spjalla við sig,
en hann hélt áfram að tala svona
þangað til hann opnaði dyrnar og
fór inn. Þegar ég ætlaði á eftir
honum, sneri hann sér við og
sagði: Þú pantar vélina.
Ég var nú ekkert mjög hrifinn
af þessu og fór til Tómasar
Björnssonar, en af honum ætlaði
ég að kaupa vélina: Ja, ef Júlíus
hefur sagt þetta, þá er þér óhætt
að panta hana“.
Magnús sagði mér, að hann
hefði átt ákaflega góð viðskipti við
Landsbankann æ síðan og aldrei
farið bónleiður í peningasökum
frá þeirri stofnun, og minntist
sérstaklega Ólafs Thorarensens í
því sambandi. Landsbankinn
ásamt Kaupfélagi Eyfirðinga
væru þeir tveir aðilar, sem sér
hefðu haldið stöðugum. Þannig
hefði hann verið kominn að því að
selja Einar Þveræing eldri þegar
erfiðleikarnir voru hvað mestir og
sagt Vilhjálmi Þór frá því. —
Heldurðu að einhver geri þennan
bát betur út en þú? svaraði hann
og hvatti Magnús til þess að kaupa
eignarhlut Gunnars í bátnum, sem
hann og gerði.
Fiskur upp
að efri kojum
Magnús sagði mér frá einum
fiskitúr, sem sér væri eftirminni-
legur: — Ég fór í fermingarveizlu
fram að Þórustöðum fyrir þrem
árum á uppstigningardag. Þegar
ég kom inn, stendur upp maður og
segir: Manstu? Manstu? Ég segi
jú, en hikaði við: Ætli ég muni
ekki eftir því. Hann hafi verið með
mér, þegar við rerum á Skaga-
grunnið forðum.
Þetta gerðist, meðan ég var á
Einari Þveræingi eldra, 11 tonna
bát. Það hafði verið dræmings-
fiskur og ég hafði þann sið, að ef
ég fékk minna en aðrir, fór ég á
allt aðrar stöðvar. Við vorum
vestur af Töngum, og þegar búið
var að draga, var ég með minnsta
aflann, ekki mikið samt.
Ég var lengi búinn að ætla mér
á svonefnt Skagagrunn, en hafði
lofað mömmu að vera heima á
uppstigningardag, af því að það
átti að ferma bróður minn. Ég sat
í eldhúsinu með sjókortið fyir
framan mig og var að mæla og
mæla og allt stefndi sem áður. Það
var hvíta, blíðalogn, báturinn
gekk 7 mílur og ég var ákveðinn í
að fara á Skagagrunn. Tryggvi
Ólafsson vélamaður varð órólegur,
þegar hann var búinn að hita
kaffið, skildi ekkert í því, að ég
ætlaði svona langt, 50 mílur.
Þegar þangað kom, var komið
austan hríðarveður og við fórum
að leggja. Á þeim tíma lagði
formaðurinn alla línuna, það var
hans verk. Þegar við vorum hálfn-
aðir, sagði ég, að bezt væri að
leggja ekki meira, fór fram í lúkar
og lagði mig, en sofnaði ekki. Svo
liðu þessir tveir tímar, sem línan
verður að liggja. Það eina, sem ég
hafði ótta af, var að hákarl skæri
línuna í sundur. Þegar ég ætlaði
að draga á harða ganginum var
allt pikkfast, ég bölvaði heitt og
innilega og hélt að hákarlinn væri
búinn að skella. Svo kemur steinn-
inn upp úr og það verður einhver
Rœtt við
Magnús
Gamal-
íelsson
áttrœðan
smátöf. Þá flýtur línan upp og ég
varð enn vissari en áður um það,
að hákarlinn hefði skellt línuna. I
þá daga voru 120 til 130 krókar í
stokk. Það voru ekki færri en 100
fiskar á stokk af fullorðnum
púraþorski. Ég sagði þeim að
koma með bjóðin, sem voru ólögð,
lét liggja eins og áður og bjóst
ekki við að fá svipaðan fisk. Við
vorum fjórir á bátnum frammi á
dekki, og allir ánægðir yfir fiskirí-
inu: Það eina, sem þið getið gert,
drengir, segi ég, er að fara niður í
lest og reyna að plokka eitthvað af
skilrúmunum upp úr henni. Svo
endaði þetta með því, að við létum
í lúkarinn upp að efri kojum og
alls staðar, sem við gátum, og þá
komu skilrúmin í góðar þarfir, þvi
að við settum þau um dekkið
hingað og þangað.
Þegar búið var að gera allt
klárt, var vaninn, að vélamaður-
inn stæði landleiðina, en formað-
urinn útleiðina. Tryggvi kom nú
til mín og sagði, að ég yrði að
standa landleiðina, en ég sagði, að
mér hefði aldrei dottið annað í
hug. Báturinn fór vel með sig.
Þegar við vorum að leggja að
bryggjunni, var fólkið að koma úr
fermingunni. Við höfðum verið 44
stundir í túrnum. Þetta var fyrir-
boði fyrir afskaplega miklum afla
næsta hálfa mánuðinn.
Magnús er á því, að þetta hafi
verið mesti afli úr einum róðri
fram að þeim tíma á Ólafsfirði.
Einnig veit hann ekki til þess, að
línubátur hafi áður lagt á Skaga-
grunni.
I útgerð
í hálfa öld
Magnús fer ekki dult með, að
kona hans, Guðfinna Pálsdóttir,
eigi ríkan þátt í velgengni hans og
gengur meira að segja svo langt að
segja, að aldrei hefði orðið neitt úr
sér hvorki með útgerð né annað, ef
hann hefði ekki kynnzt henni, af
því að lífsviðhorfið varð annað á
eftir, — þá fyrst fer ég að hugsa
um það í alvöru að gera út, þ.e.
vélbáta, segir hann.
Þegar hann var ungur maður,
var því spáð fyrir honum, að
konuefni hans væri ekki í Ólafs-
firði, heldur á bak við fjöllin. Á
þeim tíma var hann oft á ferðinni
til Dalvíkur, Siglufjarðar eða í
Fljótin og fór þá ævinlega beint á
Illugastaði, þar sem Guðfinna var
gjafvaxta, dóttir hjónanna Páls
sundkennara Jónssonar og Krist-
ínar Kristjánsdóttur frá Lamba-
nesi í Fljótum. Á þessu heimili var
sú kona, sem Sigurbjörg hét og
Páll rétti dóttur sína, eftir að hafa
sagt henni frá því að hún hefði
misst móður sína. Upp frá því
fóstraði Sigurbjörg Guðfinnu og
var þannig manneskja, að enginn
hefur verið hjá henni nema láta
heita eftir henni.
Litli árabáturinn Háski er
löngu orðinn að mold. í staðinn
gerir Magnús Gamalíelsson út
glæsilegasta togara landsins, Sig-
urbjörgu, sem hefur aflað mjög
vel og reynzt að sama skapi vel.
Hann á þriðjung í togaranum
Ólafi Bekki og rekur umfangs-
mikla fiskverkun með myndar-
skap, svo að hann var í hópi
þeirra, sem fengu sérstaka viður-
kenningu frá Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna á dögunum. í Háva-
málum segir:
Sjaldan brautarsteinar
standa brautu nær
nema reisi niður af nið.
Sú er gifta þeirra hjóna Guð-
finnu og Magnúsar að búa við
barnalan og eiga syni, Svavar og
Sigurgeir, sem taka við fyrirtæk-
inu. í ellinni er gott að vita það í
góðum höndum.
Þegar ég sat og spjallaði við
Magnús um liðna tíð og kynntist
viðhorfum hans, rak ég augun í
gestabók á borðinu og skrifaði
þessar linur:
Eftir sögn um atvik hvert
eg er að byrja að skilja
að oft er meira af einum gert
en aðrir trúa vilja.
Haildór Blöndal.