Morgunblaðið - 07.10.1979, Side 19

Morgunblaðið - 07.10.1979, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979 51 Þegar Satan Kerlingar tvær gamlar hittust einu sinni og tóku tal meö sér. Mæiti þá önnur kerlingin viö hina: „Þú ert, blessuð mín, oröin ógnar gömul.“ „Já, komin er ég til ára sem þú getur vitað af því aö ég man eftir Abraham.“ „Þá er ég þó miklu eldri,“ mælti hin, „því ég man eftir Satan og meir aö segja aö ég átti viö hann þegar hann var í ruggu. Átti ég var í ruggu þá marga vökunótt því hann var hinn mesti óspektargrís, og ætti ég hönk upp í bakið á honum karlinum fyrir fyrirhöfn mína á honum. Mér þætti ekki ólíklegt, aö hann kynni aö muna mér þaö og tel ég þaö víst, aö hann mundi skjóta skjólshúsi yfir mig þegar ég yrði svo á vegi stödd, aö ég fengi hvergi inni annars staðar.“ Úr Fit jaannál i -4 nAA Vetur góður, snjósamur þá út á leiö. AnnO I / h Voriö mj°9 Þurrkasamt fram til vitus- A | l/V/ messu, kom varla daggardropi úr skýj- um. ... Á þessum vetri voru oft jarðskjálftar... En sá stóri hræöilegi skeöi þann 20. Aprilis... í þeim jaröskjálfta hrundu niöur í Ölfusi 24 lögbýli og aö auki hjáleigur margar. En þessir bæir niðurhrundu gersamlega: Staöurinn Arnarbæli allur, einnig Vorsabær, Kröggólfsstaöir, Þurá önnur og Kotferja í Flóa. í Kaldaöarnesi varö og stór skaöi, dóu kýr í fjósi. Þar féll svo til, aö tveir kvenmenn vöktu yfir kálfsjúkri kú; sátu þær í básunum undir kverkinni á tveimur kúm, hverjar kýr báöar drápust, en kvensniftirnar báöar komust heilar af. „Gættu smíðar þinnar, ég mun ferðar minnar” TTr Þóröar saga hreöu hefst meö frásögn af drápi Sigurðar konungs slefu Gunnhildarsonar, sem leiddi til þess, að Þóröur fór til íslands Þórðar ásamt bræörum sínum og systur. Segir sagan síöan frá athöfnum .. og afreksverkum Þóröar hér á landi og einkum viðskiptum hans viö SOgU Miöfjarðar-Skeggja og frændur hans. Hér segir frá því er Þórður , » bjargar lífi Eiös, sonar Miöfjaröar-Skeggja, en sá atburöur hafði nreou mikil áhrif á framvindu sögunnar. Þórður barg lífi þeirra Eiðs Skeggjasonar Þóröur var umsýslumaöur mik- ill og hinn mesti þjóðsmiöur. Um veturinn reisti Þóröur ferju niður við Miðfjarðarós og var þar löng- um um dagana. Ætlaöi hann, aö ferjan skyldi ganga til Stranda aö vori til fangs. Leið svo fram til jóla. Og er kom að jólum, sendi Skeggi mann til Þorkels á Sanda og bauö honum til jólaveislu og húsfreyju hans, baö hann og, að sveinninn Eiöur skyldi fara með þeim. Hann var þá ungur og þó nokkuö á legg kominn. Síöan bjuggust þau heiman frá Söndum aöfangadag fyrir jól og meö þeim sveinninn Eiöur. Svo var veöri fariö, aö geröi á þey meö regni, en Miðfjaröará ófær, og tók aö leysa ána köflum hiö efra, en viö fjöröinn var fært meö skip. Og er Þorkell setti fram skipiö, kallar Þórður á hann og mælti: „Ófær er áin, maöur," segir hann. Þorkell svarar: „Gættu smíöar þinnar, ég mun feröar minnar.“ Réð Þorkell nú til árinnar. Voru þau þrjú á skipinu. Og er þau komu á megin árinnar, leysti sem óöast ána og fórst þeim seint. Rak þau nú eftir ánni fyrir ísinum og straumi og eigi létti fyrr en hvolfdi skipinu. Höföu þau kaffar- ar og hélt viö drukknan. En meö því aö þeim var iengra lífs auðiö kom Þorkell þeim á kjöl. Rak nú skipiö til sjávar og gegnt því, sem Þóröur var aö smíðinni og Steingrímur, bróöir hans, hjá hon- um. Þá kallaði Þorkell á hann Þórö til bjargar þeim. Þóröur segir: „Ég mun gæta smíöar minnar, en þú feröar þinnar.“ Steingrímur mælti: „Ger vel, bróöir minn, og hjálpa mönnun- um, því aö nú liggur líf þeirra viö, og sýn mennt þína.“ Þóröur kastar þá hinum yztu klæöum. Síöan kastar hann sér til sunds og leggst út til skipsins, og varö hann aö brjóta ísinn og hrinda frá sér ýmsa vega. Og er hann kom aö bátnum, tók hann fyrst sveininn Eið og lagði í millum herða sér, hnýtti þar aö utan einu snæri og leggst til lands meö hann og baö Steingrím, bróður sinn, hjálpa við sveininum, svo honum ornaöi, því aö honum var kalt oröið. Síöan leitar hann út til skipsins og tók konu Þorkels, og var hún mjög dösuð, og flutti hann hana til lands. Hið þriöja sinn leggst hann til skipsins og flytur Þorkel til lands, og var hann aö bana kominn af kulda. Steingrímur spuröi: „Hví fluttir þú sveininn fyrst?“ Þóröur segir: „Því flutti ég Eið fyrstan, aö mér segir svo hugur um, aö mér veröi aö þessum hinum unga manni mikiö gagn og hann muni gefa mér líf. En því flutti ég Þorkel síðast, að mér þótti hann mest mega viö kuldan- um, enda þótti mér að honum minnstur skaöi.“ Sföan tók Þorkell klæöaskipti en hann hresstist og kona hans. Eftir þaö fara þau hjón tii Reykja, en Þóröur bauö Eiði heim með sér til Óss. Eiður kveöst þaö gjarna vilja þiggja og var þar langan tíma. En nú er að segja frá því, aö Þorkell kemur til Reykja og sagöi farir sínar ekki sléttar. Skeggi kvað hann mikla óhamingjuför farið hafa — „en látiö son minn eftir hjá þeim manni, sem mestur ofsamaöur er" — kveðst svo hugur um segja, að þar mundi koma, aö mikið væri gefandi til, aö Eiöur heföi þar aldrei komiö til Þóröar. En er jólin liöu, fór Þorkell heim og kom um leiö til Óss og baö Eiö meö sér fara. Eiður svarar: „Eigi mun ég meö þér fara. Skaltu eigi oftar setja mér fjörráð.“ „Eigi vildi ég þér heldur bana ráða en sjálfum mér," segir Þor- kell. Fór Þorkell heim og er hann úr sögunni. „A litlum stad lúrir þad” Einu sinni fyrir mörgum árum bar svo viö, aö ungbarn hvarf á Torfastöðum í Svartárdal. Var þess leitaö lengi dags og fram á nótt, en til einskis. Fékk bónda þaö mikils harms og lagðist hann í rúm sitt þreyttur af leitinni. Sofnaöi hann þá skjótt, en jafn skjótt og hann var sofnaður þótti honum sem kveðið væri á gluggann yfir sér: Á litlum staö lúrir þaö lambiö þetta, upp á fönn, eina spönn fyrir ofan kletta. Hrökk hann skyndilega upp og gekk þangaö er klettarnir voru. Fann hann þá barnið sofandi á harðfenni spottakorn fyrir ofan klettana og sakaði það alls ekki. r Islenzkir málshættir Búa verður sem á bæ er títt. Öfund fylgir orðstír góðum. Þögn eykur þungan móð. Vondir menn drekka um síðir dreggjar sínar. Von er vakandi manns draumur. Ekkert fyrnist fljótar en velgjörðir. Stóriós í Miöfiröi, býli Þórðar hreöu. Ljósm. Þ. Jósepsson. einn adsleikja?” Einu sinni var bóndi á bæ; hann var auöugur aö fé og starfsmaður mikill. Hann átti dóttur eina barna; hún var gjafvaxta oröin er þessi saga gjöröist. Efnileg var hún og vel aö sér og starfskona svo mikil aö menn undruöust hvaö miklu hún gat afkastaö. Þaö vissu menn aö hún haföi eitt sinn heitiö því aö eiga engan mann nema þann sem hún heföi ekki viö aö raka eftir í túni. Einu sinni kemur förukarl til bónda í byrjun túnasláttar og falar kaupavinnu. Bónda lízt ekki vel á manninn, en lætur þó til leiöast aö taka hann einn eöa tvo daga fyrst og reyna hann. Fara menn nú að hátta um kvöldiö því liöiö var á dag þegar maðurinn kom og er förumaöurinn látinn sofa hjá lúkugati. Sofa menn nú af um nóttina og um morguninn fara allir á fætur til sláttar. Nú líöur fram aö dagmálum og vaknar ekki förumaöur. Búrdyr voru undir loftinu nálægt rúmi því sem hann svaf í. Þegar búiö er aö mjalta skellir húsfreyja búrhuröinni svo fast aö förumaður rumskar. Fer hann fram af þessu aö klæöa sig, en er þó mjög lengi að því, og um hádegi kemur hann út og signir sig, dregur orf með læri allóliölegt og spyr bónda hvar hann eigi aö bera niður. Honum er vísað á völl í túninu sem Vítisvöllur var kailaöur; er nú ekki laust viö að sláttumenn hendi spaug að kaupamanni. Fer hann nú aö slá. Menn taka eftir því aö fljótt stækkar bletturinn svo alla undrar því jörö þótti ætíð óþjál í Vítisvelli. Um miðmundabil fer bóndadóttir aö raka hjá kaupamanni, og gengur seint á Ijána. Hún fer nú úr utanyfirfötum og keppist viö sem hún orkar, en hefur ekki við að heldur. Um nónbil hleypur hún heim, sækir fulla grautarfötu og fer til kaupamanns og kastar átta spónum í slægjuna hjá fötunni. Þá mælti kaupamaöur: „Á einn aö sleikja?" Bóndadóttir svarar: „Svei þér nú; þetta varstu meiri mér." Var svo sagt aö kaupamaöur hefði átta púka sér til hjálpar viö sláttinn, en bóndadóttir sjö og aö hún hafi aldrei séö þann áttunda. Er svo mælt aö síöan færi kaupamaður úr lörfum sínum og hafi hann innan undir veriö skrautbúinn maöur og hinn ásjálegasti. Bar hann bónorö sitt upp viö bóndadóttur og fékk hennar, og bjuggu þau síöan á bæ þessum eftir fööur hennar. Og endar svo saga þessi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.