Morgunblaðið - 07.10.1979, Page 27

Morgunblaðið - 07.10.1979, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979 59 mitt besta... Ég geri sýni sem fær þá til að trúa því að þúsund ára sæluríkið sé hinum megin við hornið og bíði þess aðeins að vera kynnt fyrir sam- félaginu af hæfilega sálgreindum og vel heppnuðum mönnum. Við verðum sífellt fyrir vonbrigðum, vegna þess að við viðurkennum ekki hugtakið synd.“ Þetta skrif- aði prófessor C.E.M. Joad eftir að hafa reynt í heilan mannsaldur að sannfæra sjálfan sig um að hann væri innst inni góður maður og ef hann gerði sitt besta myndi honum farnast vel. Sannleikurinn er nefnilega sá, að góðverkin okkar verða okkur sjálfum aldrei til bjargar. Það var þess vegna sem Jesús þreytt- ist aldrei á að hamra því í dyggðuga faríseana. Það er því miður allt of auðvelt að koma sér upp yfirborði gæsku og trúrækni en neita jafnframt að horfast í augu við sjálft meinið, sem í hjartanu býr. Ómögulegt Við komumst einfaldlega ekki inn í himininn með því að nota góðverk okkar sem aðgöngumiða, einfaidlega vegna þess að þau eru ekki nógu góð í augum Guðs. „Hvað er nú þetta?“ kannt þú að segja. „Er ég ekki sómamaður. Ég veit ekki til að ég hafi brotið neitt boðorðanna." Ef til vill ekki. En hvernig er það með hið fyrsta boðorð af öllum, þetta um að elska Guð öllu öðru framar, eða Segja má að öll trúarbrögð eigi sér upphaf í þeirri tilfinningu mannsins að hann skorti eitthvað á að verðskulda velþóknun Guðs og verði þess vegna að hafast eitthvað að til þess að svo megi verða. Um allan heim og á öllum öldum hafa menn reynt að haga lífi sínu þannig að þeir verðskuld- uðu himnavist. Það sem er eins- konar yfirskrift yfir þessari við- leitni má orða svona: „Ég er í rauninni vænsti maður. Ég geri eins vel og ég get. Það hlýtur að nægja. Getur Guð krafist nokk- urs frekar?" Og aðferðirnar eru margar. Þær geta verið „sjálfvirkar" sbr. tíbetska bænahjólið, andatrúar- legar svo sem dýrkun á öndum feðranna, kommúnískar svo sem dýrkunin á gröf Lenins, eða pílagrímsferð múhameðstrúar- mannsins til Mekka. Þær geta einnig verið austur- lenskar, svo sem hinn áttfaldi vegur eða sigur yfir öllum líkam- legum girndum til að vegna betur í nýrri endurholdgun. Þær geta einnig verið „vestrænar" og falið í sér að leggja sig allan fram um góða hegðan og leitast við að gera engum illt, reyna af fremsta megni (og hver getur svo sem gert betur?) Þessháttar tilraunir til að tryggja sig eru einkar útbreiddar innan kirkjunnar. „Ég er skírður og fermdur, lét prest gifta mig og sendi börnin mín í sunnudaga- skóla. Ég fer i kirkju annað slagið í það minnsta á jólunum, það eru jú engin jól án þess að fara í kirkju og syngja góðu gömlu jólasálmana!" Þannig greiðum við iðgjald okkar af því sem við vonum — ef við hugsum þá nokkurn tíma um það — að sé himnesk trygging fyrir velfarn- aði. En þrátt fyrir vinsældirnar endar þessi ieið í ógöngum. Yfirborðskennt Ef við kjósum þessa afstöðu, leggjum við meiri áherslu á athafnir en hugarfar. Jesús hélt því fram að innanfrá, frá hjart- anu, komi iliar hugsanir: frillulífi, þjófnaður, morð, hór- dómur, ágirnd, illmennska, svik, munaðarlífi, öfund, lastmæli, hroki, fáviska, allt þetta kemur innan að og saurgar manninn. (Mark. 7:21-23). Við vitum vafalaust hvernig við eigum að fara að því að gera það sem gott er, en það breytir ekki innsta eðli okkar. Það er svo auðvelt að nota góðverkin til þess að sópa óhreinindunum undir. Þekktur guðleysingi, sem síðar varð kristinn, orðar þetta þannig: „Höfnun á þeirri kenningu, að maðurinn sé syndugur í eðli sínu, orsakar að menn verða fórnardýr þeirrar yfirborðskenndu bjart- eins og Jesús orðaði það: af öllu hjarta, allri sáiu, öllum huga og öllum mætti? Mér hefur að minnsta kosti ekki tekist það. Og ef ég á að vera einlægur er svipaða sögu að segja um hin boðorðin a.m.k. ef ég á að taka túlkun Jesú á þeim alvarlega eins og hann setur hana fram í fjallræðunni. — „Ekki mun hver sá er við mig segir: „Herra, herra", ganga inn í himnaríki, heldur sá er gjörir vilja föður míns sem er í himnunum." Þegar að þeirri inngöngu kemur verður það haldlítið að segja: „Ég gerði mitt besta!" Hvað þá? Eru góðverkin einsk- is virði? Hver er þá leiðin? Jú, góðverkin eru í fullu gildi sem skyldug verk sem mér ber að inna að hendi í kærleika til náunga míns, en ég get ekki notað þau sem gjaldmiðil til að kaupa mér velþóknun Guðs. Velþóknun Guðs og fyrirgefn- ing er mér gefin í Jesú Kristi. Um leið og ég stíg ofan af stallinum til að þiggja í auðmýkt það sem hann hefur að gefa er mér greið leið í himininn inn. Ekki vegna eigin verðleika heldur vegna þess að hann hefur tekið mig að sér og gefið mér hlutdeild í verðskuldun sinni þrátt fyrir það að mitt besta er ekki nógu gott. (Þýtt og endursagt: You must be joking eftir Michael Green). Sá sem upphefur 17. sunnud. eftir Þrenningarhátíð „Crux dissimulata," hinn duldi kross, var útbreiddur á ofsóknartímum. Akkerið táknar trú og von, fiskarnir minna á skírnina. PISTILLINN Ef. 4,1—6 Kappkostið að varð- veita einnig andans í bandi friðarins. Einn er líkaminn og einn andinn ... einn Drottinn, ein trú og ein skírn, einn Guð og faöir allra sem er yfir öllum og með öllum og í öllum. GUDSPJALLIð Lúk. 14,1—11. (Jesús sagði): Sérhver sem upphefur sjólfan sig, mun niðurlægjast, og sá sem niðurlægir sjálfan sig mun upphafinn verða. Biblíulestur vikuna 7. —13. okt. Sunnudagur 7. okt. Neh. 1:1—6 Mánudagur 8. okt. Neh. 2:1—6 Þriðjudagur 9. okt. Neh. 2:11—16 Miðvikudagur 10. okt. Neh. 2:17—20 Fimmtudagur 11. okt. Neh. 4:1—5 Föstudagur 12. okt. Neh. 4:6—13 Laugardagur 13. okt. Neh. 4:14—20 „Jesús er besti vinur barnanna” Einn þckktasti barnasöng- urinn sem nú er notaður í kristilegu barnastarfi á veg- um kirkjunnar og kristilegra féiaga viðsvegar um landið er að öllum líkindum: Jesú er besti vinur barnanna. Þessi söngur hefur grópast mjög vel í hjörtu litlu barnanna og er það vel. Á þetta er minnt i dag vegna þess að um þessar mundir hefjast barnaguðs- þjónustur og barnasamkomur á vegum þjóðkirkjunnar, ým- issa félagasamtaka og ann- arra kristinna safnaða. Ljóst er að eitt þýðingar- mesta starf á kristilegum vettvangi er barnastarfið, eins og máltækið segir: Lengi býr að fyrstu gerð. KFUM og K voru brautryðj- endur í kristilegu æskulýðs- starfi á íslandi um siðustu aldamót með sr. Friðrik Frið- riksson í fararbroddi. Síðan hefur barnastarf orðið eðli- legur þáttur í safnaðarstarfi um allt land. Nauðsynlegt er fyrir for- eldra að hvetja börnin sín til að taka þátt í kristilegu starfi frá unga aldri. Skylda foreldra, sem láta skíra börnin sín, er afdráttarlaus í því að leiða börnin inn í lifandi starf kirkj- unnar. Auðveldasta leiðin til þessa er að fara með börnunum og vera með þeim í barnaguðs- þjónustum safnaðanna meðan þau enn eru mjög ung. Það er oft kvartað yfir því að unga fólkið vilji ekki fara í kirkju. En spurningin er hverj- um það er að kenna. Augljóst er að börnin taka ekki upp á því að ganga í Guðs hús ef það er ekki sjálfsagður hlutur á heimilinu. Ennþá er barnaár. í krafti þess viljum við hvetja foreldra til þess að leiða börnin til hans sem sagði: Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki því að slíkra er Guðs ríki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.