Morgunblaðið - 07.10.1979, Side 30

Morgunblaðið - 07.10.1979, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1979 62 Cargolux heíur næstmestan flutning af þeim flugfél- ögum í heiminum, sem stunda vöruflutninga eingöngu. Flytur orðið 407 millj. tonn á ári. Þessa frétt byggði dagblaðið Strait Times í Singapore nýlega á könnun í bandaríska flugtímaritinu Air Transport World frá maí sl., sem birti yfirlit um 62 vöruflutningaflugfélög í heiminum. Þá eru ekki meðtalin flugfélögin Pan Am og Lufthansa, sem stunda farþegaflug jafnframt frakt- flutningum, né SAS og Trans International, sem flytja álíka magn og Cargolux af frakt, auk farþega. Geysileg aukning hefur orðið á flutningsgetu Cargolux með tilkomu nýju Boing 747 breið þotunnar, sem kom í gagnið í febrúar sl. og getur flutt 107 tonn í ferð. Cargolux er svo sannarlega í heimsfréttunum um þessar mund- ir. Skömmu seinna skýrði Busen- ess News í Hong Kong frá því, að Cargolux hefði nú fest kaup á annarri Júmbóþotu af sömu gerð til notkunar í flutningum til Austurlanda, og mundi hún koma í gagnið í september á næsta ári. Hefur blaðið það eftir fulltrúa flugfélagsins í Hong Kong að þotan verði komin fyrir annatím- ann við flutning á jólavarningi til Hong Kong á næsta ári. Fyrri Júmbóþotan hafi síðan í febrúar flogið þrjár ferðir til Hong Kong í viku hverri, og voni hann að með þeirri nýju muni þeir fjölga í 4—5, en á milli verði fyllt upp í flugtímann með Afríku flugi. Seg- ir blaðið, að verðið á seinni Boing 747 þotunni muni vera um 50 milljónir Bandaríkjadala, eða 5 milljónum dýrari en sú fyrri. Enn var Cargolux í heimspress- unni í þessum sama mánuði, þegar skýrt var frá því í Newsweek og dagblöðum víða um heim að feng- ist hefði leyfi til að Rauði krossinn flytti matvæli til hungraðs fólks í Kambódíu, og Cargolux fór með fyrsta farminn til Pnom Penh. En á sínum tíma var Cargolux fyrsta vöruflutningaflugfélagið, sem tók upp flug til Vietnam og Kína. Svo ekki fer á milli mála, að Cargolux er í broddi fylkingar á alþjóða- vettvangi. Og fyrirsjáanlega enn á mikilli uppleið með væntanlegri tvöfaldri aukningu flutningsgetu með Júmbóþotum. Ber fjórfalt magn af varningi Ekki fer hjá því að slíkar fréttir slái á stoltstrenginn í hjarta íslenzks blaðamanns, þótt ekki standi íslendingar að vísu einir að þessu fyrirtæki. Ekki síst ef hann er nýstiginn út úr þessum glæsifarkosti, eftir góða ferð frá Luxemburg, um Dubai við Persa- flóa, til Singapore. Sá sem 7 árum áður hefur flogið þeirra tíma far- kosti Cargolux sömu leið, þarf raunar engar tölur eða erlend blaðaskrif til að sjá uppgang fyrirtækisins og velgengni. Fyrstu flugvélar Cargolux, gamlar far- þegaflugvélar frá Loftleiðum, voru af gerðinni Canadair CL—44 og við farþegarnir tveir á leið til Singapore á árinu 1972 höfðum sæti í vörugeimnum aftan við flugklefann. Nú hefur í nýju Júmbóþotunni, sem ber fjórum sinnum stærri farm en fyrstu vélarnar, verið komið fyrir litlum farþegaklefa fyrir gesti Cargolux og áhöfn, þar sem gott rúm er fyrir 10 í sætum, auk tveggja bekkja fyrir áhöfn að leggja sig á. Og í stað þess að maður hitaði sér sjálfur með áhöfninni kaffisopa, er nú þarna fyrsta farrýmisþjón- usta. íslenzk flugfreyja eða kínverskur þjónn stjana við manri. En allt er nú orðið formlegra. Maður fær ekki að flandra laus um flugstöðvar á leiðinni og á endastöðvum, eins og áður var, enda tími hermdarverkamanna gegninn í garð. Stöku farþegi, sem Cargolux af velvilja tekur með, er þó að sjálfsögðu aukaatriði. En upp- gangur félagsins í vörumagni, sem flutt er, flugvélakosti, ferðaaukn- ingu á fasta viðkomustaði og viðbótarflughafnir auk uppbygg- ingar flutningakerfis til að færa varninginn frá Evrópuborgum í sætiaf vöruflutn- ingafélögunum Fyrirtækiö hefur flutningaþjónustu, sem flytur varning frá flugvélunum til 30 borga í Evrópu. vélarnar í Luxemburg, og aðbún- aðar í heimahöfn með nýrri bygg- ingu og viðgerðarþjónustu, — það hefur allt þróast ótrúlega hratt og tekið stakkaskiptum. Með auknum umsvifum hefur að sjálfsögðu þurft fleiri hendur, svo að nú munu starfa um 400 manns hjá Cargolux. Stór hluti eru Islendingar, sem bæði fljúga vél- unum og starfa á skrifstofum og vigerðarverkstæðum. Þeir búa í Luxemburg með fjölskyldum sínum, og mynda orð- ið stóra íslendinganýlendu, líklega þá stærstu utan heimalandsins, ef frá eru taldir afkomendur Vestur- faranna. Áfangastöðum fjölgar og ferðir þéttast Þótt nýja Boing breiðþotan taki fjórum sinnum meira magn en fyrsta Canadair CL—44 vélin gamla, eiga þær þó nokkuð sam- eiginlegt. Sú gamla var fræg fyrir það, að stélið var á hjörum og þar hægt að renna inn stórum hlutum. Sama gildir um nýju þotuna, nema hvað þar er það nefið, sem leikur á hjörum og stórum hlutum rennt þar inn. Þetta kom sér m.a. vel á Dubai—flugvelli við Persa- flóa á leiðinni austur, þar sem losa þrufti mjög fyrirferðamikla og þunga vélahluta. Það tók ótrúlega skamman tíma, enda þotan full- komlega vélvædd og tölvuvædd til losunar og lestunar. Og víðar hægt að koma inn varningi en um nefið. Hleðslumenn fylgdu jafnan gömlu velunum og stjórnuðu lestun á hverjum viðkomustað, en nú hefur Cargolux í æ ríkari mæli sína eigin hleðslumenn á staðnum. Á leiðinni austur um komu til dæmis í þessari ferð í Dubai tveir ungir menn, sem hafa verið staðsettir þar og í Indlandi í sumar. Og eigin umboðsskrifstofum fer greinilega hratt fjölgandi. M.a. voru opnaðar á sl. ári skrifstofur á Filippseyjum og í Ástralíu og ráðnir fulltrúar í Singapore og Bangkok. Á sl. ári flaug Cargolux nærri daglega frá Luxemburg til Hong Kong með viðkomu í flughöfnum við Persaflóa, oftast í Dubai eða Abu Dhabi, vikulega í Vínarborg og í flughöfnum í SA-Asíu, svo sem Bangkok, Kuala Lumpur Singapore, Colombo og Yemen, þar sem alltaf er komið vikulega a.m.k. Fyrir rúmu ári var tekið upp vikulegt flug til Taiwan, og bætt var á reglulegu flugi einu sinni í mánuði til Víetnam. í Evrópu hefur á undanförnum árum verið komið á flutninganeti, sem flytur á trukkum varning frá um 30 borgum V-Evrópu í flugvél- arnar í Luxemburg og dreifir varningi þaðan. Kemst varan þannig oftast á ákvörðunarstað daginn eftir að hún kemur með flugvélunum. Cargolux hefur komið sér vel fyrir á flugvellinum í Luxemburg. Er fyrirtækið komið í nýtt rúm- gott húsnæði með góðri viðgerðar- aðstöðu fyrir vélarnar. Var mér sagt, að það tæki að sér viðhald á flugvélum annarra félaga. En á slíku kann undirritaður blaða- maður engin skil, og hafði ekki nægilega langa viðdvöl hjá Cargo- luxmönnum til að leita um það upplýsinga. Það var ákaflega fróðlegt að kynnast starfsemi Cargolux aftur eftir 7 ár og sjá vöxt þess og viðgang. Og það er gaman að sjá stóru glæsilegu Júmbóþotuna leggja upp með sína hvítu, rauðu og bláu rendur eftir endilöngum rennilegum skrokknum, með fán- aliti íslands og Luxemborgar. E.Pá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.