Alþýðublaðið - 27.03.1931, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.03.1931, Blaðsíða 5
Föstudaginn 27. marz 1931. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Rafmagnsmáiy. ii. Aðrar vlrkjanir. Utan Reykjavíkur hafa alls ver- ið virkjuð um 1000 hestöfl, par af 300 hestöfl á Akureyri, en 480 hestöfl á Austfjörðum. Hinar nýju vatnsaflsstöðvar á Fáskrúðs- firði og Reyðarfirði fullnægja á- gætlega þörfum íbúanna, og á Seyðisfirði er framleidd orka á rnann helmingi meiri en í Reykja- vík. Á Akureyri er aftur á móti svipuð orkuframleiðsla á mann og í Reykjavík, og hún því of lítil til að fullnægja orkuþörf í- búanna. Þar aö auki eru 5 minni vatnsaflsstöðvar, frá 12—75 hest- afla í nokkrum kauptúnum er framleiða samtals um 220 hest- öfl. Hins vegar hafa viða í kaup- túnum út um, land verið reistar olíustöðvar, er framleiða samtala 837 hestöfl. Samtals eru nú fram- leidd 'nér á landi (að meðtalinni Llliðaárstööinni, 2500 hö.) 4340 hestöfl, eða um 3000 kw., handa ca. 55 þús. manns, eða að meðal- tali tæplega 55 wött á mann. Mjög lágt reiknað mun raunveru- leg orkuþörf í kaupstöðum hér á landi vera 200 wött á mann, enda þótt raforka sé lítið notuð til hit- unar, en aðallega til ljósa, suðu og smáiðjureksturs. Hins vegar er það víst, að notkun raforku hér á landi mun í framtíðinni verða miklu meiri, eða alt að 400—500 wött á menn. Það er því augsýnilegt að það er nú þegar orðin bein þörf fyrir fjórum sinn- um imeiri raforku í kaupstöðum landsins en nú eru tök á. Þaö er því eigi að undra, þótt ýms bæj- arfélög hér á landi hafi mikinn hug á því að afla sér ódýrrar og nægrar raforku. Ríkisstjórnin skipaði síðastliðið sumar 7 manila nefnd til að at- huga og gera tillögur um raf- OTkumálin. Enda þótt sú leið verði að sjálfsögðu farin, að rannsaka nákvæmlega staðhætti víðs vegar um land, þar sem virkjanir vatnsafls koma til mála, og gerð heildaráætlun („lanris- plan“ á líkan hátt og Norðmenn hafa gert) um virkjanir vatns- orku hér á landi, og þá einnig með sérstöku tilliti til fjárh'ags- afkomu stöðvamia, þá liggja þó -þegar fyrir nægilega nákvæmar áætlanir u m einstakar frarn- kvæmdir, sem hægt er að hefja á næstu árum, svo sem ísafjarð- arvirkjun, Siglufjarðarvirkjun og orkuveitutaugar út frá Sogsvirkj- un. Það hefir þegar komið í ljós, að aðalörðugleikarnir eru útveg- un fjár til virkjananna, þar sem þess er varla að vænta, að ein- stök bæjaidélög hafi nægilegt fjármagn til að koma upp vatns- aflsstöð eða orkuveitu í byrjun. Um Sogsvirkjun er Ijóst, að eigi hún að verða framkvæmd af ís- lendingum, þá þarf til hennar all- stórt erlent lán í einu. Hins vegar er það mjög æskilegt að eigi þyrfti að leita til útlanda eftir öllu því fé, sem þarf til virkjana hér á landi. Með þetta fyrir aug- urn hefi ég sem mínar tillögur lagt fyrir raforkumálanefnd rik- isins eftirfarandi FRUMVARP TIL LAGA um Rafueitulánasjóó Islands. L gr. Stofna skal pjóð, er nefnist Rafveitulánasjóður íslands. Til- gangur ísjóðsins er að styrkja sveitar- og bæjar-félög og orku- veitufélög eða orkuveitusambönd til þess að byggja vatnsaflsstöðv- ar til raforkuframleiðslu eða til að gera orkuveitur út frá vatns- aflsstöð. 2. igr. Ríkissjóður leggur Rafveitu- lánasjóði til 1/2 milj. kr. sem stofnfé á árinu 1931. Ríkisstjórn- inni er heimilt að taka fé þetta að láni að nokkru eða öllu leyti, ef þörf krefur. Sjóðurinn greiðir ríkissjóði 6«/o ársvexti af stofn- fénu. Fyrstu fimm árin greiðir sjóðurinn engar afborganir af stofnfénu, en að þeim liðnum endurgreiðir hann ríkissjóði það á 20 árum með jöfnum árs- greiðslum. Enn fremur skulu sjóðnum lagðar til árlega til ársloka 1942 tekjur af tóbakseinkasölu ríkis- ins frá kr. 250—300 þúsund, er bætist ,við höfuðstól sjóðsins. Verði tekjur sjóðsins eitthvert ár- ið minni en 250 þús. kr. skal ríkissjóður leggja mismuninn fram. 3. gr. í stjórn sjóðsins skulu eiga sæti 5 rnenn, er atvinnumálaráð- herra skipar til 3ja ára í senn. Forstöðumaður rafmiagnseftirlits rikisins 0g ráðunautur ríkisstjórn- arinnar í vatnamálum, (nú vega- málastjóri) skulu eiga sæti i stjórninni. Ráðherra ákveður þóknun stjórnenda. 4. gr. Fyrst um sinn, þangað til stjórn sjóðsins með samþykki ráðherra gerir aðra ákvörðun, hefir Búnaðarbanki Islands á hendi alla afgreiðslu Rafveitu- lánasjóðs, þar á meðal bókfærslu hans, fyrir þóknun, er um semur milli stjórna Búnaðarbankans og Rafveitulánasjóðs. ’ Verði ágrein- ingur, úrskurðar ráðherra upp- hæðina. 5. gr. Upphæð lána úr sjóðnum má nema alt að 4/5 virðingarverðs vatnsorkuvers eða raforkuveitu, sem lánin eru veitt til. Venju- lega skulu lánin eigi koma til útborgunar fyr en vatnsorkuver það eða raforkuveita, sem lánað er til, er fullgert. Þó má lán koma til útborgunar að nokkru leyti meðan verkið stendur yfir, ef nægilegt veð er fyrir. Aldrei má lána úr sjóðnum nema á- byrgð hlutaðeigandi sveita- eða bæjar-félags, orkuveitufélags eða orkuveitusambands sé einnig fyr- ir láninu. 6. gr. Lána skal úr sjóðnum í fynsta sinn árið 1932, ef umsókn liggur fyrir. er stjórn sjóðsins tekur gilda, og siðan má á hverju ári lána alt handbært fé sjóðsins, ef umsóknir liggja fyrir, að frá dregnum þeim upphæðum, sem þarf til þess að standast greiðslu afborgana og víixta af stofnfjár- láninu, og reksturskostnað. 7. gr. Lán úr sjóðnum má veita til alt að 20 ára og mega þau vera afborgunarlaus fyrstu 5 árin af lánstímanum. I vexti af lánum þessum skal greiða 5% á ári og skulu vextirnir greiðast hálfsárs- lega eftir á. Afborganir skulu greiöast í lok árs þess, er þær falla í gjalddaga. 8. gr. Rafveitulánasjóður er undan- þeginn ölium tekjuskatti, útsvari, stimpilgjaldi og öðrum sköttum til ríkis og sveitafélaga. 9. gr. 1 reglugerð fyrir Rafveitulána- sjóðinn má setja þau nánari á- kvæði um stjórn sjóðsins og starfrækslu, er nauðsynleg kunna að þykja, þó ekki sé sérstaklega gert ráð fyrir þeim í lögum þess- um, enda fari þau ekki í bága við nein ákvæði í lögunum. 10. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi, og skal Rafveitulánasjóður taka til starfa samkvæmt þeim, eigi síðar en 1. janúar 1932. GREINARGERÐ. Það er eitthvert mesta nauð- synjamál islenzku þjóðarinnar, að virkjað verði til almennings- þarfa svo mikið vatnsafl, að landsmenn geti alls staðar þar, ’sem því verður við komið, haft næga og ódýra raforku til lýs- ingar, suðu, smáiðjureksturs og jafnvel hitunar. Ýmsar skoð- anir hafa komið fram um það, á hvern hátt hepirilegast væri að ná því marki, en meðal þeirra manna, sem óska þess, að reynt verði sem mest að leysa úr orku- þörf landsmanna með virkjun vatnsafls, hafa einkum verið uppi. tvær stefnur. Önnur stefnan er sú, að styrkja vatnsaflsvirkj- anir og raforkuveitur með fram- lagi úr ríkissjóði (isbr. frv. J. Þorl. 0. fl. 1929 um raforkuveitur til almenningsþarfa). Hin stefnan, sem telja má að orðið hafi ofan á í Raforkumálanefnd ríkisin® nefnd, sem ríkisstjórnin skipaði sumarið 1930 til að rannsaka og gera tillögur um raforkumálin, er sú, að heppilegasta’ leiðin sé, ad pirkjun vatnSafls til fram- leidslu raforku til almennings- þarfa, fari fram eftir ákve&inni fastri áœtlun fyrir alt landið, og að pau fyrirtœkin séu fmm- kvœmd fyrst, sem sýnilega bera sig bezt fjárhagslega. Enn fremur að stuðningur frá ríkisins hálfu. komi eigi fram sem styrkur, held- ur sem ábyrgð á eða útvegun lánsfjár til virkjana eða veitu- tauga, enda er gengið út frá því, að gengið sé fyrst úr skugga um, hvort um fjárhagslega heil- brigt fyrirtæki er að ræða áður en lán er veitt. Svo sem kunnugt er hefir Reykjavikurbær ákveðið að ráð- ast í virkjun Sogsins (Efra-Fallið) og liggur fyrir alþingi beiðni frá Reykjavíkurbæ um ríkisábyrgð fyrir láni til virkjunarinnar. Það má ganga út frá því sem vísu, að búið verði að virkja a. m. k. 5000 kw. stöð við Efra-FalliÖ í Soginu eigi síðar en 1934—35. Að tilhlutun raforkumálanefnd- ar ríkisins hefir verið rannsak- að hver tök væru á, að láta öðrum sveitafélögum en Reykja- vík og Hafnarfirði í té- raforku úr Sogi. Rannsóknin hefir leitt í ljós, að það borgar sig ágætlega að leggja orkuveitutaugar frá Sogveitunni: 1. Niður á Eyrar- bakka og Stokkseyri og til Vest- mannaeyja; 2. til Akraness; 3. suður um Réykjanes. Raforkumálanefndin fól á síð- astliðnu hausti þeim verkfræð- ingunum Jakob Gíslasyni, for- stöðumanni Rafmiagnseftirlits rík- isins, og Steingrími Jónssyni, rafmagnsstjóra í Reykjavík, að rannsaka hvernig línur út frá Sogsvirkjuninni myndu bera sig. Árangur þessarar rannsóknar varð: 1. Lína frá Sogi niður um Eyrarbakka og Stokkseyri og út til Vestmannaeyja (af Kross- sandi), að meðtöldum 90 sveita- bæjum á leiðinni, og sem nær til 5434 manns, kostar 7 miílj. 120 pús. krónur fyrir 97 wött flutt á mann. Með hæfilegu orku- verði frá stöðvarvegg (85 kr. árs- kw.) kostaði því raforkan kom- in til notenda um 36 krónur á mann, eða sama og Reykvíkingar greiða nú fyrir nál. helmingi minni raforku. Með því að salan eykst, lækkar svo verðiÖ á ork- unni. Einnig myndi það geta orð- 'ið nokkru laEgra ef engir eða að eins fáir sveitabæir væru reikn- aðir með. 2. Lína frá spennistöð í Mos- fellssveit um Kjalarnes, yfir Hvalfjörð íil Akraness, er flyttí 200 wött á mann, myndi kosta með spennistöðinni 390 púsund krónur. Línan gæti flutt raforku til ca. 1500 manns og tekjurnar rúml. 14»/o af stofnkostnaði lín- unnar, en 120/0 er taliö nægilegt til að línan beri sig, með því að greiða 85 kr. fyrir raforkuna við

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.