Alþýðublaðið - 27.03.1931, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.03.1931, Blaðsíða 8
A L-Þ ÝÐUBLAÐIÐ 8 hér á landi voru mjög ófullkomin og léleg. Enda hafið pér sjálfur sagt svo frá, að pér gætuð ekki eimx sinni smiðaö skeifu, hvað pá meira. Þegar [)ér voruð búinn að vera nægilega lengi við járn- smíðakákið til þess að geta kom- ist í vélstjóraskóiami, þá fóruð þér þangað, tókuð þaðan próf, ekki meira en í meðallagi gott, þótt í þá daga væru ekki próf- skilyrði sérlega ströng, þar sem mjög mikill skortur var vélstjóra í landinu, svo að sem sagt hvaða kálfur sem var gat flotið í gegn- um iskólann. Þér hafiö mjög stutta reynslu sem vélstjóri og hafið aldrei svo mikið sem kom- ið nálægt neins konar diekkvinnu á skipum. Að þessu athuguðu sést það, að þér hvorki hafið þekkingu eða reynslu til að bera til þess að geta Leyst af hendi jafn-vandasamt verk eins og skipaeftirlitsstarfið er, sem iþér að undanförnu hafið verið við. Enda hafið þér gert svo herfileg glappaskot og bakað skipafélög- unum oft og einatt stórkostieg aukin útgjöld að óþörfu, að merkilegt má heita hve útgerðar- menn eru blindir, að þeir skuli ekki enn hafa séð þetta. Er hægt að benda yður á mörg dæmi þessu til sönnunar, og mun verða gert i§íðar. Hvað er það þá, sem gerir það að verkum, að þér hafið orðiö skipaeftirlitsmaður? Ekki er [)að vegna kosta yðar eða hæfiileika. það hefi ég sýnt ýður fram á hér að framan. Það hlýtur þá að \æra vegna vankosta yðar, aö þér er- uð við þetta starf. Og þessir van- kostir yðar eru það, sem hafa alt af sérstaklega au’ðkent yður. En þeir eru aðallega þessir: Þér er- uð frámunalega framhLeypinn og blandið yður í allan fjandann. sem yður kemur ekki nokkra ögn við. Yður er ákafiega liöugt um málbeinið, sérstaklega þegar þér eruð að koma yður í mjúk- inn hjá útgerðarmönnunu'm og hrósa hæfileikum og þekkingu sjálfs yðar. Þá eruð þér ekki sér- lega nærgætinn þegar þér talið um náungann að baki honum. Þetta hefir komið sér vel fyrir yður, en ekki að sama skapi fyr- ir aðra. Af þessu háfið þér haft tekjur yðar. Otgerðíarmenn hafa borgað brúsann, en nokkriir, og þeir helzt til margir, sem hafa mist atvinnu sína fyrir yðar að- gerðir. Það er þó sérstaklega ein stétt manna, sem á yður grátt að gjal-da. Það eru undanþáguvél- stjórarnir. Þótt þér hafið farið illa að við flesta, sem þér hafið átt viðskifti við, hefir þó enginn verið eins illa leikimi af yður ein,s og þeir (nema ef vera skyldi útgerðarmenn?). Þá hafið þér haít fyrir hornrekur þar sem þér hafið möguiega koniið því við. Er það skiljanlegt þegar þess er gætt, að það hefir verið yður a!l- álitlegur tekjuauki, að þessir menn hefðu sem oftast skifíi um sldþ. Þegar vélstjóra vantar á skip, er yður venjulega falið að útvega hann. Nú hefir á undan- förnum árum \ærið mjög mikil vöntun á [)essarar stéttar mönn- um. Það hefir því verið svo, að næstum því allir aðrir vélstjórar á togurunum hafa haft undan- þágu frá gildandi lögum, til þess að mega sigla sem vélstjórar. Þér hafið notað yður aðstöðu yðar til þess að gera þetta að tekjuauka fyrir yður. Otgeröarfélögin, sem *iga að útvega undanþáguna. [haía í flestum tilfellum falið yð- ur að gera það. Þér hafið svo notfært yður þetta og selt þeim. sem undanþágan hefir gilt fyrir, hana með 3/5 hærra verði en hún kostaði yður. Enginn þeirra manna, sem ég veit um, hefir vit- að um það, að þér tækjuð nolck- urn hlut fyrir þetta sjálfur. Hvorki- útgerðarmenn eða þeir, sem veitt hefir verið undanþága. Hið raunverulega 'verö þessa „plaggs" er kr. 20,00 — tuttugu krón.ur —, sem rennur til ríkis- sjóðs tíu krónur og til styrktar- sjóðs VélstjóraféLags Islands tíu krónur. Þér hafið til skamms tíma selt plagg þetta úr yðar höndum fyrir kr. 50,00 — fimmtíu krónur —. M. ö. o.: þ,ér hafið drec/id í ij d ar v asn pr j á t í u k r ó n- ur í hvert einasta sinni er þér hafið útvegað undanþágu fyrir vélstjóra. Get ég tæplega hugsað mér auðvirðiiegri atvinnugrein en að hafa það sem einn þátt at- vinnu sinnar, að okra á atvinnu fátækra, frekar ilia launaðra sjó- manna með því að taka ])essa upphæð, sem þér hafið gert, og líklega alt af án þeirra vitund- ar. Get ég ekki annað en sagt, að þér með þessu hafið notað aðstöðu yðar sem eftirlitsmaður á frekar slæman hátt til að afla yður tekna, sem þér höfðuð enga heimild tiL, því síður rétt á. Fyrir nokkru kom til mín mað- ur, ,sem verið hefir að undanförnu vélstjóri á ýmsum skipum hér. Hann sagði mér eftirfarandi sögu af viðskiftum sínum við yður. Ég tek hana hér sem sýnishom, því margar þessu líkar eru til, og mun ég síðar við tækifæri skýra yður frá þeim, ef vera skyldi a‘5 það gæti orðið tii að opna augu yðar fyrir, hve ó- -sæmileg þessi tekjugrein yðar er fyrir yóur: „Fyrir nokkrum ár- um réði G. J. mig sem vélstjóra á ,skip hér frá Reykjavík. Hann tók það rækileg fram við mig. er ég réðist, að það væri að eins fyrir þessa einu ferð, sem ég væri ráöinn, því að henni lokinni ^æmi lannar maður í iminn stað. Ég var atvinnulaus og varð auövitað feg- inn að fá atvinnu, þó ekki væri nema um stundarsakir. G. J. fékk undanþáguna fyrir mig, og borg- aði ég honum íinuntíu krónur fyrir. Kaupið var þá f jögur hund- ruð og fjörutíu krónur á mán- uði. Ég var þama 14 daga, að því er mig mmnir, fékk ég því í kaup yfir tímann kr. 205,33. Af því borgaði ég fyrir undan- þágu kr. 50,00. Voru þá eftir kr. 155,33, sem ég fékk í minn hlut. Að ferð skipsins lokinni varð ég svo að fara, en annar undanþágu- maður kom í minn stað, en ég fór skömmu siðar á annað skip og varð þá að fá nýja undan- þágu og borga aðrar kr. 50,00.“ Hyað var það nú ínikill hluti af kaupi þessa manns, sem rann j yðar vasa? Þótt þér hefðuð nú ekkert tekið fyrir yðar fyrirhöfn, varð maðurinn samt að greiða tuttugu krónur fyrir undanþág- una. Ef þér hefðuð nú ekkert tek-. ið fyrir yð,af fyrirhöfn, þá gat vel komið til mála, að maður þessi hefði orðið lengur á skip- inu, því þá var yður það ekkert' áhugamái að skifta um menn á skipunum. En það var tæplega við því að bfiast, að maður eins og þér eruð vildi hafa hanu lengi þarna, þar sem þér urðuð þrjátíu krónum ríkari næst þegar hann þurfti að fá atvinnu, og auk þess fenguö sömu upphæð frá þeim manni, sem kom í hans stað. Nú skulum við reikna út hvað mik- í 11 hlúti af kaupi þessa manns rann í yðar vasa fyrir þessa einu ferð. Maðurinn fékk kr. 205,33. Þér fenguð kr. 30,00, eða rúm- lega sjöunda hlutann af kaupi hans. M. ö. o. fyrir verk, sem tók yður í hæsta Lagi 15—20 mín- útur, tókuð þér rúmliega 7. hluta af kaupi mannsins í háifan mán- uð. Ég get nú tæplega kallað þetta betra nafni en ósvífni, sér- staklega þegar þess er gætt, að þér tókuð 'þessa upphæð án þess að maðurinn hefði hugmynd um, að þér tækjuö einn eyri sjálfur, og I í k.a þegar þess er gætt, að þér gerðuð þetta eftir beiðni skipseiganda og í hans þágu, og voruö því raunverulega skyldur að annast þetta borgunarlaust, þar sem þér voruð eftirlitsmaður skipsins og höfðuð tekið að yðiur að útvega manninn á skipið. Því iniður verð ég að ’áta hér staðar numiö, því það er ógerningur að tína til allar yðar syndir í stuttu bréfi. Ef skrifuð væri æfisaga yðar, myndi það verða stærsta æfisaga, sem nokkru sinni hefði verið gefin út, þótt ekki væri tekið meira en þegar er liðið af æfi yðar, en hvort hún væri að sama skapi fögur, skal ósagt lát- ið. Það er venja þegar maður skrifar öðrum iítt persónulega kunnugum manni, að setja „virð- Sokktu<, Sokkma*. Sokkaa1 frá prjónastófunni Malin eru Is- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir, Vandlátar Msmæðnr nofa eingöngu Van Hontens heimsins bezta sntoðkbnlaði. Fæst í ölium verziunum. Spariö peninga. Forðist ó- pægindi. Mnnið þvi eftír, að vanti ykbur rúður i giugga, hringið í sima 1738, og verða þær strax iátnar i. — Sann- gjarnt verð. XXX)OOCWOO<X Nýkomið mikið úrval af Blóma og Jurtafræi í verzlun Vaiti. Pouisen, Klapparstíg 29. Sími 24. xx>oooooooooc ALÞYÐUPRENTSMIÐJAN, Hverflsgötu 8, simi 1294, tekur að sér alls kon- ar tækifærisprentuH, svo sem erfiljóð, að- göngumiða, kvittanir, reikninga, bréf o. s frv., og afgreiðis rinnuna fljótt og við réttu verði. Miæiiii#, að ijölbreyttasta úr- valið af veggmyndum og spor- öskjurömmum er á Freyjugöto 11, sími 2105. F. F. F. Fell Fyrir Fátæka. Fell Fyrir Fjáða. Fell Fyrir Fjöldann. Sími 22 85. ingarfyllst" undir bréfið. Ég þekki yður nægilega vel til þess, að varast að setja slíkt undir þetta bréf, því ég ber enga virð- ingu iyrir yður, heldur þvert á móti. Fyrir því kveð ég yður hér með því loforði, að þér munuð fá annað bréf frá mér áður langt um iíðiur. Jens Pálsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Ólafur Friðriksson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.