Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 29 má ráða, að hann telur eitthvert eðlilegt samband vera á milli verkalýðs og samhyggju (sósíal- ista), þannig að skýra verði það, ef verkamenn séu ekki samhyggju- menn. Hvert á þetta eðlilega samband að vera? Væntanlega það, að hag verkalýðsins sé betur borgið í skipulagi samhyggju- manna en frjálshyggjumanna. En leiða má rök að því, að hag hans sé síður en svo betur borgið í því — með öðrum orðum að hugmynda- fræði Svans sé ekki á rökum reist. Um þetta reit dr. Magnús Jónsson prófessor og alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins grein í Stefni 1930: Eiga verkamenn að vera sósíalistar?. Svanur getur hvergi þessarar greinar né annarrar eftir Magnús: Hvernig á að sætta fjármagn og vinnu í sama tíma- riti 1931. Fer Svanur þó mörgum orðum um „hugmyndafræði" Sjálfstæðisflokksins í verkalýðs- málum. Annað dæmið um það, að skýr- ingar Svans beri með sér hug- myndafræði hans, er, að hann finnur eina skýringu kvennafylgis Sjálfstæðisflokksins „í hinni mismunandi aðstöðu og kringum^ stæðum kynjanna". Hann segir: „í öllum vestrænum ríkjum er þátt- taka kvenna á vinnumarkaðnum minni en karla. Það eru því einnig minni líkur á því, að konur lendi í átökum á vinnumarkaðnum. Stéttarvitund þeirra er þar af leiðandi minni og konur tileinka sér sósíalíska kosningahegðun hægar en karlar." Getur skýringin ekki verið sú, að konur, sem reki heimili, skilji betur venjulegan rekstur- séu sjálfstæðari — en karlar, sem taka við fyrirmælum og þiggja laun? Hver húsmóðir er í rauninni smáatvinnurekandi. Getur skýringin ekki verið sú, að atvinnurekendahugarfarið — hag- sýnin — sé algengara með hús- mæðrum en körlum? Svani koma slíkar spurningar, sem ég ætla hvorki að svara játandi né neit- andi, ekki í hug vegna hugmynda- fræði hans. Ónákvæmni og óhóf- leg einföldun Nákvæmni og óhlutdrægni í orðavali eru hverjum fræðimanni nauðsynlegar. Svanur er ekki al- saklaus 'í þessu. Hann segir: „Með nokkurri einföldun má segja, að Islendingar hafi verið sameinaðir sem ein þjóð áður en þeir skiptust niður í mismunandi stéttir — eignamenn og launafólk — á grundvelli andstæðna launavinnu og auðmagns." Þessi kenning Marx um „andstæður launavinnu og auðmagns" á enn síður við á tuttugustu öldinni en hinni nítjándu, og hún á enn síður við á íslandi en í öðrum löndum. Til þess eru márgar ástæður. í fyrsta lagi er skiptingin í kaupendur vinnuafls og seljendur þess óhófleg einföldun, með því að vinnuaflið er ekki einnar gerðar, sumir eru hæfari en aðrir, og menn selja á tækniöld fremur þekkingu en „hrátt" vinnuafl. í öðru lagi skiptir umráðaréttur stundum meiru máli en eignar- réttur, eða hver ræður í rauninni meiru um nútímafyrirtæki, laun- aðir stjórnendur þess („launa- fólk“) eða eigendur hlutabréfa („eignamenn")? Og hvað segir Svanur um þau fyrirtæki, sem eru í „félagslegri" eign? Gætir þessar; ar „andstæðu" ekki í þeim? I þriðja lagi var iðnbyltingin á Islandi ekki eins og í nágranna- löndunum. Hún fólst í vélvæðingu sjávarútvegsins, en enginn regin- munur var í honum á starfsmönn um, stjórnendum og eigendum. Svanur segir einnig: „Á íslandi þróaðist auðvaldsskipulag seinna en í nágrannalöndunum." Hvað á hann við með orðinu „auðvalds- skipulag"? Á hann við séreignar- kerfið (sem hefur verið á íslandi frá landnámi), iðnvæðinguna (en með henni varð verkaskipting eða „stéttaskipting" í einum skilningi nauðsynleg) eða markaðsbúskap- inn(en hann er ekki einungis rekinn í löndum séreignarkerfis- ins eins og á íslandi, heldur er einnig vísir að honum rekinn í löndum sameignarkerfisins eins og í Júgóslavíu)? Hlutdrægni er falin í orðinu „auðvaldsskipulag". Það merkir bókstaflega: skipulag, þar sem eigendur auðsins hafa völdin — en um það má lengi deila, hvort svo sé á Vesturlönd- um. Fræðimenn eiga ekki að nota slík orð, enda eru önnur orð nákvæmari til, sem allir geta sætt sig við. Hver var stefna Sjálf- stæðisflokksins? Fjórði og síðasti kafli bæklings- ins, sem er örstuttur, er um þá ályktun, sem draga megi um Sjálfstæðisflokkinn af stefnu hans í orði og verki. Svanur segir: „Álykta má, að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi fremur líkst flokkum á borð við Kristilega demókrata- flokkinn í V-Þýskalandi og íhalds- flokkinn í Bretlandi hvað varðar hugmyndafræði og kosninga- stuðning heldur en frjálshyggju- eða íhaldsflokkum á Norðurlönd- um.“ Ályktunin er rétt, en orða- valið er rangt. Kristilegi lýðræðis- flokkurinn vestur-þýzki er (eða var að minnsta kosti undir forystu Konrads Adenauers, Ludwigs Er- hard og hugsuðarins Wilhelms Röpkes) dæmigerður frjáls- hyggjuflokkur, borgaralegur fjöldaflokkur. íhaldsflokkurinn brezki er undir forystu Margrétar Thatchers einnig frjálshyggju- flokkur. En flokkarnir, sem Svan- ur á við á Norðurlöndum, Hægri flokkurinn norski, Hófsami sam- einingarflokkurinn sænski og íhaldssami þjóðarflokkurinn danski, eru ekki frjálshyggju- flokkar. Þá má rekja til hægri flokka eða forréttindaflokka nítjándu aldar. Þeir eru fámennir stéttarflokkar. Þeir eru ekki fjöldaflokkar, sem flestir menn með borgaralegar skoðanir hafa sameinazt í. Það er því mjög villandi að kalla þessa norrænu flokka „frjálshyggjuflokka". Svanur misnotar orðið „frjáls- hyggju" og sér ekki hugmynda- sögu Sjálfstæðismanna í réttu ljósi. Hann segir: „þessi öfl myndu síðar Sjálfstæðisflokkinn, sem á sama hátt lagði ekki áherzlu á hugmyndafræði hinnar klassisku frjálshyggju, þar sem ríkisafskipti eru talin hefta frelsi einstaklings- ins. Hin félagslega frjálshyggja (social liberalism) Sjálfstæðis- flokksins leit á ríkisvaldið sem ómissandi hluta þjóðfélagsins." Svanur á sennilega við frjálslynd- isstefnu nítjándu aldar með orð- inu „klassiskri frjálshyggju“. En frásögn hans er villandi. I fyrsta lagi má skilja af orðum Svans, að frjálslyndir menn eða líberalistar hefðu ekki talið ríkisvald nauð- synlegt. En því fór fjarri. Þeir töldu traust ríkisvald, en tak- markað, nauðsynlegt. í öðru lagi lögðu Jón Þorláksson, dr. Magnús Jónsson, Jakob Möller, Ólafur Thors og aðrir áhrifamenn Sjálf- stæðisflokksins mikla áherzlu á það frelsi til framleiðslu og við- skipta, sem Svanur kallar „hug- myndafræði hinnar klassisku frjálshyggju". í þriðja lagi verður að gera greinarmun á frjálslynd- isstefnu nítjándu aldar og frjáls- hyggju hinnar tuttugustu. Frjáls- hyggjan er sátt eða sameining frjálslyndisstefnu og íhaldsstefnu, hún er líberalkonservatismi, eins og Jón Þorláksson skildi vel og skýrði í ritgerðinni íhaldsstefn- unni. Pólski heimspekingurinn Leszek Kolakowski lýsti skoðun- um frjálslyndra manna og íhalds- samra vel í stuttri og snjallri grein í Morgunblaðinu 6. apríl 1979, en við lýsingu Kolakowskis bætti ég nokkrum orðum í Morg- unblaðinu 11. apríl og ræddi málið einnig í eftirmála bókarinnar Sjálfstæðisstefnunnar. Um stefnu Sjálfstæðisflokksins á liðnum áratugum hefur mjög verið rætt í blöðum vegna stefnu- skrár hans undir kjörorðinu: End- urreisn i anda frjálshyggju — og kosningastefnuskrár hans í al- þingiskosningunum 2. og 3. des- ember sl. Sumir hafa sagt, að hann sé að hverfa frá „félagslegri frjálshyggju“ sinni. Kenning Svans um þá „félagslegu frjáls- hyggju", sem hann hafi fylgt, er í þeim anda. Þessi skoðun er þó að mínum dómi til marks um mis- skilning eða vanþekkingu. Mikill- ar samkvæmni gætir í ræðum og ritgerðum bókarinnar Sjálfstæð- isstefnunnar, þótt þær séu frá 1929 til 1979. Meginstefna Sjálf- stæðisflokksins hefur verið óbreytt í fimmtíu ár. Hitt er annað mál, að hana varð og verður enn að laga að aðstæðum. Ég tek undir með Jónasi H. Haralz hag- fræðingi, sem sagði í grein 3. maí 1979 í Morgunblaðinu, að fylgi Sjálfstæðisflokksins mætti skýra svo, að hann „hafi frá öndverðu verið merkisberi ákveðinna hug- mynda, sem hafi átt mikinn og almennan hljómgrunn meðal þjóðarinnar, og honum hafi þrátt fyrir allt tekist bærilega að fylgja þessum hugmyndum frarn". Óg Jónas sagði einnig í sömu grein: „Hitt er svo annað mál, að á þremur áratugum af þeim fimm, sem flokkurinn hefur starfað, þ.e. frá 1930 til 1960, sat haftastefna og skipulagshyggja í öndvegi hér á landi án þess að Stjálfstæðismenn fengju rönd við reist, ekki sízt vegna ríkjandi kjördæmaskipun- ar. Flokkurinn lagaði sig að nokkru að þessum stjórnarháttum og tók þátt í stjórn landsins á þeim grundvelli, sem ríkjandi var.“ Stjórnmálin eru list hins framkvæmanlega. Stjórnmála- maðurinn vinnur við þau skilyrði, sem viðteknar og almennar hug- myndir setja honum (og hugsuð- irnir einir geta breytt þeim hug- myndum). Viljinn og verkið Það lýtir bækling Svans eins og annað, sem kemur frá félags- vísindadeildarmönnum, að ekki er vandað til máls hans, sem er enskuskotið og stundum mjög klaufalegt. Ekki er heldur nægi- lega skýrlega sagt frá þeim tak- mörkunum, sem hljóta að vera á rannsókn þjóðlífsins (enda eru félagsvísindamenn í svo mikilli vörn gegn efasemdum um vísinda- legt gildi rannsókna þeirra, að þeir gera stundum of lítið úr þessum takmörkunum, en góður fræðimaður er sá, sem þekkir takmarkanir sínar). Kenningar útlendra fræðimanna eru og not- aðar án hæfilegrar gagnrýni. Hverjir eru aðalgallar ritgerðar Svans? Þeir eru, að sumar skýr- ingar hans eru fremur hugmynda- fræðilegar en fræðilegar og að hann einfaldar óhóflega og er stundum ónákvæmur í orðavali. Ritgerð Hallgríms Guðmundsson- ar, Uppruni Sjálfstæðisflokksins, er miklu betri og fróðlegri. Og mikill munur er á ritgerð Svans og þeirri bók, sem dr. Þór Whitehead sagnfræðingur gaf nýlega út um sameignarsinna í íslandi 1921— 1934. Þór fæst við efni sitt af nákvæmni og sanngirni fræði- mannsins, enda eru jafnvel sam- eignarsinnar ánægðir með bók hans, þótt hann sé ekki sameign- arsinni. Stundum kemur Svanur skoplega upp um vanþekkingu sína. Hann segir: „Þrír íslend- ingar sáu jafnvel ástæðu til að ganga til liðs við Lýðveldisherinn á Spáni og berjast þannig gegn fasismanum. Þessi liðsganga hef- ur verið mjög óvenjuleg og borið vitni um miklar hugsjónir, þar sem íslendingar hlutu enga hern- aðarþjálfun og hermennska var þeim ókunnug með öllu.“ Þessi lofsamlega umsögn um „hugsjóna- mennina" verður skopleg fyrir þá, sem vita, að einhverjir þessara íslenzku Spánarfara voru þjálfað- ir í hernaði og undirróðri á skólum Kominterns, alþjóðasambands sameignarsinna! Það kemur mér á óvart, að þessi bæklingur skuli að stofni vera kafli úr doktorsritgerð. Miklu frekar er bragur B.A.-ritgerðar á honum cn doktorsritgerðar. Um góðan vilja höfundar efast þó enginn, og liklega verður að taka viljann fyrir verkið. „Vinur sjó- mannsins“ og sjómanna- skildir NÝLEGA er ársrit Kristilega sjó- mannastarfsins, „Vinur sjómanns- ins“, komið út. Blaðið er sent ókeypis um borð í skip og sent sjómannastofum víða um heim. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Sigurður Guðmundsson. Þá hefur Kristilega sjómanna- starfið gefið út nýjan sjómanna- veggskjöld, og tveir þeir fyrri hafa verið gefnir út að nýju þar sem þeir voru uppseldir. — Bæði blaðið og skildirnir fást í skrifstofu Kristi- lega sjómannasambandsins að Bárugötu 15. Þorskveiði- stefnan enn ekki fullmótuð ENN hefur ekki verið tekin ákvörðun um takmarkanir á þorskveiðum í ár né hvert æski- legt hámark skuli vera. Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við Mbl.. að þessi mál hefðu verið til umfjöllunar i ráðuneytinu undanfarið og væru það enn. Hann sagðist hafa lagt megináherzlu á það að ná samstöðu um stjórnunarleiðir og stjórnunar- aðferðir. Ýmsar hugmyndir hefðu verið ræddar í því sambandi, en hann sagðist leggja megináherzlu á það að ná fram meginramma um þær aðferðir, sem beitt verður. Hann var spurður hvort endan- leg viðmiðunartala hefði verið ákveðin og sagði hann svo ekki vera, en benti þó á, að fiskifræð- ingar hafa lagt til að hámarks- þorskafli yrði 300 þúsund tonn á árinu. Á síðasta ári voru veiddar tæplega 350 þúsund lestir og eru margir þeirrar skoðunar, að leyfa beri sömu veiði í ár. Sýning á bandarískum veggspjöldum „POSTER Art USA“ nefnist sýn- ing á bandariskum veggspjöldum sem opnuð verður á Kjarvals- stöðum í dag, laugardaginn 19. janúar. Sýningin, sem mun standa til 10. febrúar, er bandarísk far- andsýning sem farið hefur víða um lönd. Hingað til lands kemur hún fyrir tilstilli Menningarstofn- unar Bandaríkjanna. Á sýningunni eru 34 verk eftir 23 listamenn, m.a. eftir Joseph Al- berts, Roy Lichtenstein, Georgia O’Keefe. Alexander Calder, Saul Steinberg, Willem de K. Kooning, Luise Nevelson, Robert Rauschen- berg, Jasper Johns, Mark Rothko og Milton Glaser. Sýningin er í anddyri Kjarvals- staða. Forystusveit Sjálfstæðisflokksins á landsfundi á Þingvöllum 1943. Frá vinstri: Gunnar Thoroddsen prófessor, Sigurður Kristjánsson ritstjóri, Jakob Möller fyrrv. ráðherra, ólafur Thors fyrrv. ráðherra, Pétur Magnússon bankastjóri, Valtýr Stefánsson ritstjóri Mbl., Bjarni Benediktsson borgarstjóri, Eyjólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri og Jóhann Hafstein framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.