Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 39 Arsþing KSÍ hefst ídag ÁRSÞING KSÍ fer fram nú um helgina og hefst þingið að Hótel Loftleiðum í dag kl. 13.30. Ýmis mál liggja fyrir þinginu. en það sem mun vera einna efst á baugi er tekjuskiptingin i 1. deild. Þá koma þrjár tillögur fram frá framkvæmdastjórn KSÍ. Lagt er til að fella niður meistarakeppn- ina en taka þess i stað upp einn leik milli íslandsmeistara og bik- armeistara. Leikur þessi myndi fara fram á grasvelli í júnímán- uði. Þá kemur fram tillaga um að lið þau er koma utan af landi og komast áfram úr 16 liða úrslitum Bikarkeppninnar fái 1. deildar liðin í heimsókn þó svo að liðin á landsbyggðini dragist ekki á undan. Þá verður borin fram tiliaga um að gera breytingar á mótafyrirkomulagi í 5. og 4. flokki. Ekki er reiknað með að neinar breytingar verði á stjórn sam- bandsins. ,. m Miillersmótið MULLERS-mótið á skiðum fer fram í Hveradölum í dag og hefst það klukkan 14.00. Keppnis- staður er Hveradalir. Þetta er 15. árið sem mót þetta er haldið. Hér er um svigmót að ræða og verða keppendur 6 frá hverju félagi sem þátt tekur. • Nú fara vetraríþróttirnar að taka við sér. Fyrsta skíðamótið hér sunnanlands fer fram við skiðaskálann í Hveradölum í dag. Er það Mullersmótið sem Skíðafélag Reykjavíkur sér um. Er þetta 15. árið í röð sem mótið fer fram. Um næstu helgi verður svo Stefánsmótið á vegum KR í Skálafelli. Flest af besta skíðafólki landsins stundar nú æfingar og keppni erlendis um þessar mundir. Á myndinni hér að ofan sjáum við Steinunni Sæmundsdóttur en hún æfir og keppir í Sviss. í vikunni varð hún sigurvegari í svigi á alþjóðaskíðamóti sem var haldið í Les Arcs í Sviss. Ásamt Steinunni æfa ytra þær Ása Hrönn systir hennar, Nanna Leifsdóttir og Ásdís Alferðsdóttir. Ágætis skíðafæri er nú í skíðalöndum Reykjavíkur og vonandi verða veðurguðirnir skíðafólkinu líka hagstæðir um helgina. Tékki vill koma JÓHANN Ingi Gunnarsson, þjálfari íslenska landsliðsins i handknattleik. hefur að undan- förnu verið að ræða við ýmsa erlenda þjálfara að beiðni íslenskra félaga. Eitt og annað hefur komið upp, en nú hefur komið fram í dagsljósið Tékki nokkur með mikla reynslu. sem hefur áhuga á að koma til starfa í 2—3 ár. Maður þessi heitir Jan Kec- semethy og auk þess að hafa starfað við handknattleik eins og hann gerist bestur í 22 ár hefur hann þjálfað tékkneska kvenna- landsliöið í handknattleik í 12 ár. Kecsemethy er alþjóðlegur handboltadómari og hann hefur einnig starfað mikið við mennt- un þjálfara í heimalandi sínu. Hinn 45 ára gamli Kecsem- ethy hefur nú fengið leyfi hjá yfirvöldum í Tékkóslóvakíu til að starfa erlendis í 2—3 ár. Hann hefur fengið tilboð frá félögum í Noregi, Danmörku og í Vestur-Þýskalandi, en eftir að hafa rætt við Jóhann Inga hefur hann meiri hug á íslandi. Með vissum skilmálum þó, t.d. að vera með sama félagið þessi umræddu 2—3 ár. Þá lét hann í ljós eindreginn áhuga á því að þjálfa íslenska kvennalandsliðið og sýndist ýmsum kannski vera kominn tími til að dusta rykið af þeim málum. Þau félög sem áhuga kunna að hafa á þessum manni ættu að setja sig í sam- band við landsliðsþjálfarinn, þarna gæti verið um toppþjálf- ara að ræða. -Kg. Boltaíþróttir um helgina EFTIRTALDIR handknattleiksleikir fara fram um helgina: Laugardagur: Þrír þyskir á heimsmælikvarða Laugardalshöll 1. deild karla ÍR—Víkingur kl. 14.00 Laugardalshöll 1. deild kvenna KR—Haukar kl. 16.40 Hafnarfjörður 1. deild karla FH—Haukar kl. 14.00 Hafnarfjörður 1. deild kvenna FH—Víkingur kl. 15.15 Varmá 2. deild karla UMFA-Þór Ve. kl. 15.00 Dalvík 3. deild karla Dalvík—Óðinn kl. 15.00 Sunnudagur Laugardalshöll 2. deild karla Fylkir—Þór Ve. kl. 14.00 Laugardalshöll 2. deild kvenna Fylkir—ÍBK kl. 15.15 Laugardalshöll 2. deild kvenna ÍR—Ármann kl. 16.15 Laugardalshöll 1. deild karla Valur-KR kl. 19.00 Seltjarnarnes 3. deild karla Grótta—Selfoss kl. 17.00 Mánudagur: Laugardalshöll 1. deild karla Fram-HK kl. 19.00 Þessir körfuknattleiksleikir fara fram um helgina: Laugardagur: VESTUR-ÞÝSKA knattspyrnu- ritið Kicker þykir afar gagnrýn- ið. Á hverju keppnistímabili tek- ur blaðið leikmenn í eins konar smásjárskoðun og lýsir síðan yfir hverjir eru á heimsmælikvarða, hverjir á landsliðsmælikvarða og hverjir ná ekki einu sinni þessum hillum. Það fer svolítið í taugarnar á Þjóðverjum hversu fáir heima- menn komast á listann yfir leik- menn á heimsmælikvarða. Þannig var það fyrir einu eða tveimur árum að eini leikmaðurinn sem lék í 1. deildinni og þótti á heimsmælikvarða, var útlending- ur, Kevin Keegan. Nú eru hins vegar fáeinir heimamenn á listan- um. En ekki margir, heilir þrír. Þeir eru Manfred Kaltz, HSV, Karl Heinz Rumenigge og Paul Breitner, báðir hjá Bayern Munchen. Þá er einn ókvæntur nýliði á listanum eftirsótta. Það er Kóreumaðurinn Bum Kun Cha, sem hefur slegið í gegn með Eintrakt Frankfurt. Cha er mið- herji og er meðal markhæstu leikmanna í þýsku deildinni. Og auðvitað er Keegan á listanum sem fyrr, enda aldrei verið betri. • Paul Breitner. Njarðvík Úrvalsdeild UMFN-ÍR kl. 13.30 Hagaskóli Úrvalsdeild KR-ÍS kl. 14.00 Akureyri Sunnudagur: 1. deild karla Þór-ÍBK kl. 15.00 Akureyri 1. deild karla T.Stóll—ÍBK kl. 15.00 Hagaskóli Úrvalsdeild Fram—Valur kl. 19.30 Blakfólk landsins á frekar rólega helgi, en þó fara nokkrir leikir fram, þessir: Laugardagur: Neskaupsstaður 2. deild karla Sunnudagur: Hagaskólinn 1. deild karla Hagaskólinn 1. deild kvenna Hagaskólinn 1. deild kvenna Þróttur Nk—Völs. kl. 13.30 Víkingur—Þróttur kl. 13.30 Víkingur—Þróttur kl. 14.45 UBK-ÍS kl. 16.00 Attræður snillingur ÍTALSKUR knattspyrnu- maður var mikið í fréttun- um i hcimalandi sinu skömmu fyrir áramótin. Var svo mikið með honum fylgst, að fréttamenn fylgdu honum á æfingar og allt þar fram eftir götunum. Ástæðan fyrir hinum mikla áhuga á Ponciano Rodrigues, en svo heitir kappinn. er sú að hann er áttræður! 71 22 stangarskot! BELGÍSKA stórliðinu og meistaraliði eigi alls fyrir löngu, F.C. Briigge, gckk frekar illa framan af keppn- istimabilinu í Belgiu, en hefur náð sér á strik siðustu mánuðina. Það skyldi engan undra þó að illa hafi gengið framan aí. I 15 fyrstu leikj- um mótsins áttu leikmenn liðsins eigi færri en 22 stangarskot! Innanhúsmót á Akranesi U nglingaknattspy r nur áð Akraness gengst fyrir inn- anhússknattspyrnumóti fyrirtækja á morgun, sunnu- dag, i fþróttahúsinu á Akra- nesi og hefst mótið klukkan 12 á hádegi. Mörg fyrirtæki á Akranesi styrkja ungl- ingastarfið með þáttöku sinni. Annan sunnudag, 24. janúar, býður Unglingaráð- ið til innanhússmóts i 5. flokki og auk liða af Akra- nesi hefur liðum af Stór- Reykjavíkursvæðinu verið boðin þátttaka. Keppt verð- ur um fallegan bikar, sem gefinn hefur verið af Ilall- grími Árnasyni, húsasmíða- meistara. íslandsmót unglinga í badminton Hér með tilkynnist að ísiandsmót unglinga verður haldið dagana 9.—10. febrúar n.k. og hefst kl. 11.00 laugardag. Mótið verð- ur haldið í íþróttahúsi Sel- foss, Selfossi. Keppt verður í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik i eftirtöldum flokkum: Frá 16—18 ára piltar, stúlkur. Frá 14—16 ára drengir, telpur. Frá 12—14 ára sveinar, meyjar. 12 ára og yngri, hnokkar. tátur. Aldur þátttakenda miðast við áramót. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til B.S.Í. P.O. Box 864, Reykjavík fyrir 28. janúar n.k., ásamt greiðslum fyrir þátttöku- gjöld. Aóalfundur Iþróttaf élagsins Leiknis verður haldinn laugardaginn 26. janúar kl. 14 að Seljabraut 54 í húsi Kjöts og fisks. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. íþróttafélgid Leiknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.