Morgunblaðið - 19.01.1980, Síða 5

Morgunblaðið - 19.01.1980, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 5 Endurskoðun á mnra skipu- lagi hjá Eimskip lokið A UNDANFÖRNUM mán- uðum hefur verið unnið að endurskoðun á innra skipulagi Eimskipafélags- ins. Hefur nýtt skipulag nú verið mótað, og teknar ákvarðanir um þær breyt- ingar, sem það hefur í för með sér. Hið nýja skipuleg tekur gildi í öllum aðalat- riðum 21. janúar 1980. Starfsemi félagsins skiptist samkvæmt hinu nýja skipulagi aðallega í þrennt, þ.e. flutningasvið, fjármálasvið og tækni- deild. - Starfsmannafjöldi félagsins breytist ekki við þessar skipulagsbreytingar Starfsfólk flutningadeildanna mun halda uppi nánu sambandi við inn- og útflytjendur og láta í té aðstoð og leiðbeiningar vegna sérhæfðra flutninga, framhalds- flutninga og flutningamála yfir- leitt. Viðskiptaþjónustudeild sér um stefnumótun í markaðsmálum og samvinnu við forstöðumenn flutn- ingadeilda og framkvæmdastjóra flutningasviðs. Til þæginda og samræmingar hefur verið leitast við að fram- angreindar deildir flutningasviðs yrðu allar á sama stað í Eimskipa- félagshúsinu. Eru flutningadeild- irnar allar á 2. hæð, en auk þess eru á þeirri hæð skrifstofa vöru- afgreiðslustjóra ásamt forstöðu- mönnum viðskiptaþjónustudeildar og fraktsamræmingar. Almenn afgreiðsla viðskiptaþjónustudeild- ar mun í mars flytja í nýjan afgreiðslusal á jarðhæð hússins og mun það hafa í för með sér bætta aðstöðu fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Þess má geta að starfsmanna- fjöldi Eimskips breyttist ekki vegna þessara skipulagsbreytinga, sem hér hefur verið greint frá. Meginbreytingarnar, eins og þær snúa að viðskipamönnum félagsins eru þær, að starfandi verða þrjár flutningadeildir, sem hver um sig annast ákveðnar flutningaleiðir. Koma þær í stað einnar deildar áður. Að auki er komið á fót sérstakri viðskipta- þjónustudeild. Frá og með 21. janúar er fyrra deildarskipulag lagt niður, þ.e. innflutningsdeild, útflutningsdeild og strandflutn- ingadeild. Færist starfsemi þess- ara deilda að mestu til flutninga- deildanna þriggja. Starfssvið flutningadeildanna nýju verður því mun víðtækara, en verið hefur í fyrri flutningadeild. Viðskiptaþjónustudeild annast m.a. alla almenna afgreiðslu vegna innflutnings á svipaðan hátt og verið hefur. Hún mun einnig á svipaðan hátt nú annast alla afgreiðslu vegna útflutnings. Hver flutningadeild er rekin sem sjálfstæð rekstrareining og er forstöðumaður fyrir hverri deild sem annast allan daglegan rekstur hennar og tekur ákvarðanir um flutninga og siglingar á þeim flutningaleiðum, sem deildin ann- ast. Hefur hver deild ákveðin skip til umráða og annast rekstur þeirra. Verða sex starfsmenn í hverri flutningadeild. Forstöðumaður og aðstoðarfor- stöðumaður í hverri flutninga- deild sjá um bókanir í skip á sínu flutningasvæði og semja þeir við viðskiptamenn um vöruflutninga að öllu leyti. Jafnframt munu flutningadeildirnar leysa úr vand- kvæðum, sem upp kunna að koma vegna flutninga á þeirra flutn- ingaleiðum. INNLENT L. _A SKIPURIT F|á(málssvið Stjóm ForstjOri ilanarteild | rvl EIMSKIP I I Fragisamraammg — ViðskiplabiOnuslu- deild Voruatgraiösla Raykiavlk Hafnartirði Norður Amarika Störtlutningar I Norðurlond Eystrasalt 8 Bratland ■ Maginland Evröpu Yfirlitssýning á verkum Einars Baldvinssonar EINAR Baldvinsson opnar í dag yfirlitssýningu á málverkum sínum á Kjarvalsstöðum. Einar sýnir þar 130 myndir frá 20 ára tímabili, 90 olíumálverk og 40 olíukrítarmyndir. Flestar mynd- anna eru í einkaeign en nokkrar eru til sölu, m.a. allar krítarmynd- irnar. Sýningin verður opin til 27. janúar n.k. frá kl. 14—22 alla daga. Einar Baldvinsson var við nám í Myndlista- og handíðaskólanum í 3 ár og var síðan 4 vetur í listaakademíunni í Kaupmanna- höfn. Hann hefur áður haldið 5 einkasýningar hér á landi og tekið þátt í ýmsum samsýningum bæði innan lands og utan. Einar Baldvinsson við eitt verka sinna. Ljósm. Kristján. Séra Gylfi i Bjarnarnesi, Ingibjörg, Hrefna, Gunnhiidur, Herdis og Hafdis. Röskar stelpur á Hornafirði Höfn. Hornafirði. 15. januar. HINN 14. janúar sl. héldu 5 telpur hér á Höfn hlutaveltu til ágóða fyrir söfnunina „Brauð handa hungruðum heimi“. Hluta- veltan gekk mjög vel og var ágóðinn 47.700 krónur. I gær heimsóttu þær stöllur prestinn okkar, séra Gylfa Jónsson i Bjarn- arnesi, sem veitti söfnunarfénu móttöku fyrir hönd Hjálparstofn- unar kirkjunnar. Nöfn þessara duglegu telpna, sem allar eru á aldrinum 10—12 ára, eru Hrefna Guðnadóttir, Gunnhildur Gísladóttir, Herdís Ingólfsdóttir, Hafdís Eiríksdóttir og Ingibjörg Björnsdóttir. Sam- kvæmt upplýsingum Guðmundar Einarssonar framkvæmdastjóra Hjálparstofnunar kirkjunnar mun þessi söfnun hjá telpunum hér á Höfn vera með þeim stærstu, sem börn hafa staðið fyrir í þessari söfnunarherferð. Einnig lét Guðmundur þess get- ið, að mjög mikið hefði borizt af framlögum með gíró-sendingum héðan frá Höfn og nágrenni, auk þeirra framlaga, sem séra Gylfi Jónsson í Bjarnarnesi hefur tekið á móti og sent Hjálparstofnuninni. Guðmundur lýsti ánægju sinni með þann áhuga, sem íbúar í A-Skaftafellssýslu hefðu sýnt þessu málefni. — Einar 1. tonleikar Kristjáns í Reykjavík Akureyringurinn Kristján Jóhannsson, tenór heldur í dag sína fyrstu tónleika í Gamla bíói. Fjölbreytt efnisskrá. — Einleikari: Thomas Jackman. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00 Miöasala frá kl. 13.00. lÍJtsalan hefst á mánudag þcrnhard laxdal KJÖRGARÐI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.