Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 33 Við látlausa útför + ÞESSI fréttamynd var tekin við hina látlausu útför rithöfundarins Joy Adamson, sem myrt var skammt frá búgarði sínum í Kenya. Þessi mynd var tekin í höfuðborginni Nairobi. Þangað var kistan flutt og þar er myndin tekin við stutta minningarathöfn er fram fór áður en kistan var flutt til bálstofu. Maðurinn með skeggið lengst til vinstri, er eiginmaður hinnar iátnu skáldkonu, en hann heitir Georg. Þess er ekki getið hverjir það eru sem standa næst kistunni, en nafn prestsins við útfararathöfnina, sem stendur við gafl kistunnar, er séra Bill Owen. Stóð ekki á svari + Kvikmyndaleikkonan Zsa Zsa Gabor hafði verið spurð um það af kjaftadálkahöfundi einum hvort hún ætti í örðugleikum með að gera eiginmanni sínum til hæfis. Hún er nú gift i sjöunda sinn. Zsa Zsa hafði haft svarið á reiðum höndum eins og jafnan: Það er aldrei auðvelt. En það er aftur á móti miklu einfaldara þegar um er að ræða eiginmenn annarra kvenna. Mikis er tekju- hœstur + SAGT er að Mikis Theodorakis, hið fræga gríska tónskáld, stjórn- málamaður og rithöfundur, sé kommúnisti. En hann hefur þó bersýnilega einhverjar taugar til hins kapitalíska hugsunarháttar. Er svo borgaralega hugsandi, að hann á sér bankabók, segja blöðin í Aþenu. Hann er í efsta sæti þeirra 100 manna þar í borg, sem mestar höfðu tekjur á árinu 1979. Tekjur hans námu að sögn blaða 210.000 dollurum — eða um 84 millj. umreiknað í ísl. krónum. Legið við slys- um þar sem hún hefur komið ... + ÞAÐ er ekki auðvelt að átta sig á því af hvaða konu þessi mynd er, en hún er fræg fyrir fegurð. Myndin var tekin á dögunum í Torontoborg í Kanada, er þessi fræga kona kom þangað. Erindið til borgarinnar var að fylgja þar úr hlaði bók sinni, „Soffía — lifað & elskað." Þetta er nefnilega ítalska kvikmyndaleikkon- an fræga, Sophia Loren. Þessar æviminningar hennar komu út í New York undir lok síðasta árs. Hefur Soffía víða ferðast til þess að „fylgja bók sinni úr hlaði og hefur koma hennar hvarvetna vakið mikla athygli og legið við slysum. ÁR TRÉSINS í fornum ritum er þess víða getið að þá er menn kvöddu gamla árið og minntust og rifj- uðu upp atburði þess þá „stigu þeir á stokk og strengdu þess heit“ að vinna ákveðin verk á því ári er í hönd fór og þóttu menn þá stundum gerast fulldjarfir í heitstrengingum sínum. Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan sá siður er vitnað var til aflagðist en þó eru enn í dag til þeir menn sem setja sjálfum sér og öðrum ýmis ákveðin markmið á nýbyrjuðu ári — og er það vel. hug að unnt sé að ljúka slíku verki á einu ári — síður en svo — en meiningin er sú að sem allra flestir taki þátt í að gróðursetja, ungir sem aldnir, þó ekki væri nema að hver og einn gróðursetti eitt tré. Safnast þeg- ar saman kemur. Aðalatriðið er að byrja og byrja á réttum stað: Rétt tré á réttum stað! En til þess að svo megi verða er sérstakiega byrjendum ráðlegt að leita til þeirra sem þekkingu og reynslu hafa bæði um plöntu- (Jr» V ■ ,t < Sflv • * >«■ »1 f íslenzk æska að skógræktarstörfum Skógræktarmenn hafa nú t.d. ákveðið að vinna ötullega að eflingu trjáræktar í landinu á nýbyrjuðu ári — ÁRI TRÉSINS — en á árinu 1980 eru liðin 50 ár frá stofnun Skógræktarfélags íslands. Heita þeir á landsmenn alla að bregðast vel við og hefja myndarlegt átak í því að gróður- setja tré — græða landið — og þarmeð greiða því dálítið upp í skuldina sem við íbúar þess eigum því að gjalda fyrir illa og óskynsamlega notkuu þess um ár og aldir. Hafa fjölmörg félög, hópar og einstaklingar heitið málefninu stuðningi. Sannarlega er kominn tími til þess að ekki sé látið standa við orðin tóm með að klæða landið skógi heldur hefja verkið af fullum krafti. Engum dettur þó í val og staðaval og á það við hvort heldur um er að ræða lítinn garð heima við hús eða skóggræðslu í víðtækari merkingu. En vinna þarf mark- visst svo árangurinn verði sem tilgangurinn. Þessum hugleið- ingum mínum beini ég fyrst og fremst til félagsmanna Garð- yrkjufélags íslands svo og allra þeirra sem gróðri og ræktun unna og heiti hér með á þá að leggja málinu það lið að „ÁR TRESINS" verði í raun og reynd upphaf að nýrri vakningu um trjárækt, ekki aðeins á þessu ári heldur framvegis. Þannig geta öll ár orðið ár trésins og skapað landsmönnum betra, nytsamara og fegurra umhverfi. J.P. formaður G.í. Kvenfélög í Djúpavogslæknishéraði: Hjúkrunarfræðingur og læknir verði strax ráðin i héraðið DjúpivoKur 18. janúar. Á SAMEIGINLEGUM stjórnar- fundi kvenfélaganna Vöku á Djúpa- vogi, Beru í Beruneshreppi og Illifar i Breiðadal, sem haldinn var i Ilamraborg þann 11. janúar 1980, kom fram svohljóðandi tillaga: „Fundurinn beinir þeirri ein- dregnu áskorun til landlæknis, heil- brigðismálaráðherra svo og þing- manna Austurlandskjördæmis, að þeir beiti áhrifum sínum til þess að bætt verði úr því ófremdarástandi sem ríkir í heilbrigðismálum Djúpa- vogslæknishéraðs þar sem héraðið hefur verið læknislaust meira og minna síðastliðin tvö ár. Því hefur verið þjónað frá Höfn og Fáskrúðs- firði og þar sem um svona miklar vegalengdir er að ræða er það háð færð og veðráttu hverju sinni hvort við fáum lækni einu sinni í viku eða ekki. Hvorki er hjúkrunarfræðingur né ljósmóðir í þremur hreppum af fjórum í læknishéraðinu. Við teljum það höfuðforsendu til að þessir staðir séu byggilegir að bætt verði úr þessu neyðarástandi hið bráðasta með því að ráða lækni og' hjúkrunar- fræðing í héraðið strax og veitt verði fjármagn til bættrar heilbrigðis- þjónustu svo sem til byggingar heilsugæslustöðvar á Djúpavogi. Okkur finnst við vera aftarlega á blaði með fjármögnun til þeirra framkvæmda. Það er von okkar að bætt verði úr þessu neyðarástandi hið allra fyrsta.“ Ingimar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.