Morgunblaðið - 03.02.1980, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1980
37
haust, en nú hafði þeim verið
frestað til 1984 vegna stöðunnar á
vinnumarkaðnum. í þann mund,
sem þeir heilsuðust í Downing
Street barst þeim til eyrna, að
efnahagsmálin yrðu ekki til um-
ræðu á fundi þeirra, þótt útlitið
væri síður en svo gott. Forsætis-
ráðherrann hafði ákveðið að taka
atburðina í Noregi á dagskrá.
Carrington lávarður, utanríkis-
ráðherrann, kom of seint inn á
fundinn. Einn ráðherranna spurði,
hvort hann hefði verið að hreinsa
snjóinn af skónum. í þetta sinn
brosti Carrington ekki.
Ráðherrunum hafði aldrei virst
frú Thatcher jafn hörkuleg. Svip-
urinn var jafnvel harðari en þegar
járnbrautaferðir, raforkufram-
leiðsla og námugröftur stöðvuðust
á liðnum vetri. „Ég ætla að biðja
utanríkisráðherrann um að segja
okkur nýjustu fréttir af þeim
mjög svo alvarlegu atburðum, sem
eru að gerast innan Atlantshafs-
bandalagsins,“ sagði hún og sagði
orðið „mjög svo“ í þeim sérkenni-
lega tón, sem jafnvel eftirhermum
í sjónvarpinu hafði tekist að
tileinka sér eftir öll þessi ár.
Ríkisstjórninni hafði ekki fyrr
verið skýrt formlega frá hjálpar-
beiðni Norðmanna til banda-
manna sinna. „A því er enginn
vafi,“ sagði Carrington, „að hér er
verið að rjúfa friðhelgi landa-
mæra Atlantshafsbandalagsríkis.
Helst vildu önnur aðildarríki
bandalagsins lýsa því strax yfir,
að árás á Noreg sé árás á þau öll
og herafli verði sendur til Sval-
barða...“ Skyndilega var orðið
tekið af Carrington.
„Sum okkar vilja einmitt lýsa
því yfir, eða að minnsta kosti einn
hér á fundinum."
Frú Thatcher hafði látið í ljós
álit sitt.
Aðrir ráðherrar litu upp af
rissblöðunum. Það rann upp fyrir
þeim, að forsætisráðherrann og
utanríkisráðherrann voru ekki
einhuga um það, hvernig grípa
skyldi á málinu. Carrington hélt
áfram eins og ekkert hefði í
skorist: „En því miður, þá hefur
mikið vatn runnið til sjávar síðan
Atlantshafsbandalagslöndin urðu
sammála um það, hvernig bregð-
ast skyldi við á hættustundu. Við
hér í þessari ríkisstjórn þurfum
ekki að skammast okkar fyrir
neitt. Við stuðluðum ekki að því,
að þetta ástand skapaðist. Við
getum á hinn bóginn huggað
okkur dálítið við það, að aukin
framlög okkar til varnarmála
hafa ef nokkuð er dregið úr þeim
skaða, sem fyrirrennarar okkar
eru sekir um að hafa valdið. Án
annarra erum við þó ekki til
stórræða. Því miður verðum við að
sætta okkur við þá staðreynd, að
Sovétríkin hafa nú lagt undir sig
ný svæði norðan við heimskauts-
baug.“
Forsætisráðherrann og utan-
ríkisráðherrann störðu hvort á
annað í örfáar sekúndur. Aðrir
ráðherrar litu vandræðalega í
áttina til þeirra.
„Utanríkisráðherranum er
kunnugt um þá orðsendingu, sem
ég sendi til Kennedy forseta, þar
sem ég hvatti til sameiginlegra
aðgerða Atlantshafsbandalags-
landanna gegn Sovétmönnum á
Svalbarða," sagði forsætisráð-
herrann. „Sú skýrsla, sem utan-
ríkisráðherrann hefur nú gefið
ríkisstjórninni, er að efni til sú
sama og svarið frá Bandaríkjafor-
seta við orðsendingu minni."
Hún bætti við: „Ég er því
sammála, að ein getum við ekkert.
Hins vegar getum við reynt að
koma málum þannig fyrir, að við
séum ekki ein. Ég ætla að hringja
í forsetann strax að þessum fundi
loknum. Ég mun einnig gefa
yfirlýsingu í þinginu síðdegis í
dag. Reynist þess þörf flýg ég
síðan til Washington í kvöld."
„Því midur,“ sagdi Carrington“
verdum vid ad sætta okkur vid þad,
ad sovétmenn hafa nád á sitt
Símtalið örlagaríka til Wash-
ington bar ekki þann árangur, sem
Thatcher vonaði. Að því loknu
kallaði Kennedy nánustu sam-
starfsmenn sína saman til fundar
í skrifstofu sinni.
„Thatcher hringdi úr Downing
Street. Hún gefur sig ekki. Hún
vill að ég taki einhverja forystu.
Hvernig í andsk... á ég að svara
því? Ég sagðist þuri'a að hugsa
mig um. Hvert er álit ykkar?"
I hópnum voru tveir menn, sem
höfðu verið í Hvíta húsinu með
John Kennedy — Theodore Sor-
ensen, sem nú var utanríkisráð-
herra, og Arthur Schlesinger,
ráðgjafi í utanríkismálum. En þar
voru einnig sex ungir, klárir
pólitískir kraftaverkamenn, sem
höfðu skipulagt sigurgöngu
Kennedys í Hvíta húsið og ætluðu
að halda honum þar.
„Fram til þessa höfum við farið
okkur hægt,“ sagði Sorensen. „í
margar vikur höfum við fengið
skýrslur um það, sem er að gerast
á Svalbarða. Opinberlega höfum
við ekki sagt neitt, sem gæti haft
neina hættu í för með sér fyrir
okkur. Við höfum látið áhyggjur
okkar í ljós í einkasamtölum. Ég
held, að við ættum ekki að taka
upp nýjar starfsaðferðir."
Kennedy sneri sér og leið greini-
lega ekki vel: „Já, ég er sammála.
En hvað með Thatcher? Hún
lætur frá sér heyra opinberlega. í
sjónvarpi hefur hún sagt, að
Evrópa standi frammi fyrir „finn-
landiseringu“ og síðan verði hún
hertekin nema ég taki af skarið.
Hvað á ég að segja um þessar
yfirlýsingar hennar?“
Einn af þeim yngri tók til máls:
„Sjáið þér til, forseti, enginn
Bandaríkjamaður er hlynntur
stórskuldbindingum erlendis."
„Það er rétt,“ sagði Sorensen.
„Tími yfirráða okkar á Atlants-
hafssvæðinu er liðinn. Nú tekur
við tími valddreifingarinnar á
Vesturlöndum. Ég gæti samið
ræðu fyrir þig, sem gengi út á
þetta. Auðvitað hljóta menn að
harma það, að Sovétmenn geti
lagt undir sig eyju refsilaust, en í
því felst hins vegar ekki annað en
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Ryklaus heimili með
nýju Philips ryksugunni!
Gúmmíhöggvari (stuðari).
, sem varnar skemmdum
, rekist ryksugan í.
Þægilegt handfang
850 W mótor
Einstaklega þægilegt grip
meö innbyggöum sogstilli
og mæli, sem sýnir þegar '
ryksugupokinn er fullur.
Stillanlegur sogkraftur.
Nýja Philips ryksugan sameinar hvoru tveggja,
fallegt útlit og alla kosti góörar ryksugu.
850 W mótor myndar sterkan sogkraft,
þéttar slöngur og samskeyti sjá um aö allur sog-
krafturinn nýtist. Nýjung frá Philips er stykkið,
er tengir barkann við ryksuguna.
Þaö snýst 360° og kemur í veg fyrir
aö slangan snúi upp á sig eöa ryksugan
velti við átak. Þrátt fyrir mikiö
afl hinnar nýju ryksugu kemur
manni á óvart hve hljóðlát hún er.
Stór hjól gera ryksuguna einkar
lipra í snúningum, auk þess
sem hún er sérlega fyrir-
ferðalítil í geymslu.
Skipting á rykpokum
er mjög auöveld.
Rofi
Inndregin snura
Snúningstengi eru
nýjung hjá Philips.
Barkinn snýst hring
eftir hring án þess
PHIUPS
Meðal 6 fylgihluta er sti
ryksuguhaus, sem hægt
er aö stilla eftir því hvor
ryksuguö eru teppi
eöa gólf.
aö ryksugan hreyfist.
Philips býöur upp á 4 mismunan
gerðir af ryksugum, sem henta bae
fyrir heimili og vinnusta
PHILIPS
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655