Morgunblaðið - 03.02.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1980
51
Vilborg Vigfúsdótt-
ir — Minningarorð
F. 14.2.1892
D. 26.1.1980.
Amma kvödd
Fregnin er hljóðlát og hógvær
og enginn ofsi í för, stundin eina
upp runnin og aðrar að eilífu
liðnar.
Hugurinn reikar að lífi og
verkum þeirrar kynslóðar sem
fékk landið til að brauðfæða heila
þjóð.
Þið genguð æðrulaus en einbeitt
að brauðstriti ykkar tíma, óluð af
ykkur börnin og bjugguð þeim
nýja veröld.
Hvernig getum við sem njótum
ávaxta ykkar svita nokkru sinni
fullþakkað ykkur?
En kannski er það ekki á okkar
færi að skilja að vellíðan okkar er
ykkur full laun. Þið gáfuð allt án
eftirsjár.
Barnabarn
Aldurhnigin heiðurskona hefur
kvatt þennan heim. Langri ævi er
lokið og drjúgmörg eru dagsverkin
að baki. Hún kvaddi þennan heim
á sama hátt og hún gekk sína
lífsslóð alla, stillilega og án fyrir-
gangs. Ástvinir hennar drúpa
höfði í söknuði en eru jafnframt
þakklátir fyrir árin fjölmörgu er
þeir fengu að njóta samvista við
hana og fyrir þá náðargjöf al-
mættisins, að hún fékk að halda
heilsu til orðs og æðis fram undir
hið síðasta.
Vilborg Sigþrúður hét hún fullu
nafni og fæddist að Heiðarbæ í
Álftaveri hinn 14. febrúar 1892.
Foreldrar hennar voru Þóranna
Ásgrímsdóttir og Vigfús Árnason.
Fæddur 6. mars 1905.
Dáinn 25. janúar 1980.
Nú fækkar þeim mönnum óðum
sem fæddir voru fyrir og um
síðustu aldamót.
Mönnum, sem lifðu tímana
tvenna og ólust upp við atvinnu-
hætti fyrri tíma, en gengu svo inn
í tækni-öldina á seinni helmingi
hennar.
Samferðamennirnir verða okk-
ur minnisstæðir hver á sinn hátt.
Margir skilja eftir sig bjartar
og ljóslifandi myndir í hugum
okkar allra, sem lengi geymast
hvenær sem hugur reikar.
Helgi F. Arndal lést á St.Jós-
efsspítala í Hafnarfirði föstudag-
inn 25. janúar, og verður jarð-
sunginn mánudaginn 4. febrúar
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði.
Helgi fæddist á Bíldudal í Arn-
arfirði 6. marz 1905. Foreldrar
hans voru Jónína Árnadóttir ætt-
uð af Álftanesi, og Finnbogi Jó-
hannsson Arndal frá Laxárdal í
Gnúpverjahreppi.
Árið 1908 fluttist Finnbogi að
Flagbjarnarholti í Landsveit, en
1909 fluttist hann með fjölskyldu
sína til Hafnarfjarðar, og bjó þar
til æviloka.
Börn Finnboga og Jónínu voru
Kristínus, Þorsteinn og tvíburarn-
ir Guðbjörg og Helgi, sem nú eru
látin, eftirlifandi er Sigríður og
uppeldisdóttir þeirra Guðrún
Daðadóttir.
Helgi lærði húsgagnabólstrun
hjá föðurbróður sínum Sigurjóni
Jóhannssyni í Hafnarfirði, og
starfaði við þá iðn meðan kraftar
leyfðu. Hann var einn af braut-
ryðjendum 4í þeirri iðn hér á
landi.
Árið 1935 gekk Helgi að eiga
eftirlifandi konu sína Guðlaugu
Sveinbjörgu Magnúsdóttur frá
Efri-Ey í Meðallandi í V-Skafta-
fellssýslu, trausta og velgerða
Hún var fjórða í röð átta alsyst-
kina og eins hálfbróður en elst
þeirra systkina er af bernskualdri
komust. Eftir lifir nú aðeins
hálfbróðirinn, Þórarinn Vigfús-
son. Ung fluttist hún með foreldr-
um sínum að Heiðarseli í Kirkju-
bæjarhreppi og ólst þar upp. Á
árunum 1911 til 1919 var hún í
vinnumennsku á ýmsum bæjum í
heimasveit sinni en fluttist síðan
til Reykjavíkur, þar sem heimili
hennar hefur staðið síðan. Þar
kynntist hún þeim manni, sem
síðan varð lífsförunautur hennar
um nær 60 ára skeið, Steingrími
Magnússyni sjómanni. Steingrím-
ur sér nú á bak eiginkonu sinni,
nær níræður að aldri, farinn að
kröftum og sjúklingur á Vífils-
stöðum. Þeim varð 6 barna auðið
sem öll eru á lífi og. búsett í
Reykjavík eða næsta nágrenni.
Steingrímur stundaði sjómennsku
á togurum um áratuga skeið og
kom því í hlut húsfreyjunnar að
sjá um uppeldi barna og búsfor-
ræði allt á þeim árum. Hörð mun
lífsbaráttan hafa verið á þeirra
heimili eins og á flestum alþýðu-
heimilum á 3. og 4. áratug þessar-
ar aldar en með dugnaði og
ósérhlífni komu þau börnum
sínum öllum til góðs þroska. Hafa
börnin og í ríkum mæli tekið að
erfðum mannkosti foreldra sinna
beggja. Gagnkvæm umhyggja og
virðing hefur ætíð ríkt innan
fjölskyldunnar og tengt aldna og
unga sterkum böndum.
Steingrímur hætti sjómennsku
upp úr 1950 og um svipað leyti
festu þau hjón kaup á íbúð í
Stangarholti 34. Þangað var gott
að koma, glaðværð og gestrisni
sátu þar í hásæti. Var enda
gestkvæmt þar mjög á tíðum.
konu. Þau bjuggu öll sín búskap-
arár í Hafnarfirði og lengst af á
Vitastíg 12, þar sem Guðlaug bjó
manni sínum gott heimili.
Börn þeirra eru Magnús, dvelur
í foreldrahúsum, Sigríður, maki
Emil Emilsson, Jónína Katrín,
maki Þorsteinn Hjaltason, Guð-
rún, maki Gestur Eggertsson.
Einnig ólu þau upp að mestu
dótturson þeirra Helga Arndal,
sem kom eins og sólargeisli inn á
heimilið og naut því ástríkis og
umhyggju þeirra beggja í ríkum
mæli.
Óhætt mun segja að Helgi hafi
átt miklu barnaláni að fagna, því
niðjar hans eru góðir og gegnir
þj óðf élagsþegnar.
Þar sem Helgi var gæddur
ótakmarkaðri þolinmæði og hóg-
værð, átti hann mjög auðvelt með
að umgangast barnabörn sín,
minnast þau hans nú með hlýhug
og söknuði í hugum sínum, því
ótaldar voru stundirnar, sem hann
átti með þeim við leiki og spil.
Dagfarshættir Helga einkennd-
ust af prúðmennsku, hógværð og
látleysi. Hann hafði ríka tilfinn-
ingu fyrir þjóðfélagslegri sam-
kennd, að sá væri ekki mestur sem
hlypi aðra um koll í lífsgæða- og
valdakapphlaupinu sem marga
hefur einkennt.
Hann mat þann mest sem
ávaxtaði pund sitt með því, að
leggja sig allan fram til þarfa
þjóðfélagsins eftir því sem hæfni
og geta leyfði, sér og öðrum til
uppbyggingar.
Jákvæð og bjartsýn lífsviðhorf
skipta mestu máli þegar um heilsu
og hamingju var að tefla. Helgi
mat þessa kosti, enda naut hann
trausts og vináttu samferða-
manna sinna.
Engan mann hefi ég þekkt sem
mér fannst betra að biðja bónar
en Helga, það var ekki einungis
gert af fúsum og frjálsum vilja,
Húsmóðirin glaðlynd og fádæma
myndarleg í allri risnu, húsbónd-
inn höfðinglegur og notalegur.
Síðustu árin hafa þau hjónin verið
vistmenn á Hrafnistu, fyrst í
hjónaíbúð við Jökulgrunn en eftir
að líða tók- á ævikvöldið hafa þau
dvalið á vistheimilinu sjálfu við
góða umönnun starfsliðs þar alls.
Vilborg var trúuð kona og trú-
rækin. Hún var tryggur meðlimur
Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík
og sótti kirkju reglulega á helgi-
og hátíðisdögum meðan henni
entist heilsa og þrek. Hún flíkaði
lítt eigin tilfinningum en lét sér
þeim mun meira varða líðan og
hag annarra. Aldrei heyrðist hún
kvarta eða kveinka sér allt til
síðasta ævidags og hefur þó sjálf-
sagt oft á tíðum blásið strítt á
móti í lífi hennar.
Við, sem nú erum á miðjum
aldri eða yngri, eigum ekki auðvelt
með að setja okkur í spor þeirrar
kynslóðar, sem kölluð hefur verið
aldamótakynslóðin. Við fáum lítt
skilið hvílíkt harðfylgi hefur þurft
til að komast af í lífsbaráttunni á
fyrstu áratugum aldarinnar. Og
það er vel. Guð gefi að sú tíð komi
heldur var alltaf sjálfsagt og
engin orð höfð eftirleiðis, enda var
tilveran alltaf öruggari þegar
komið var af fundi hans.
Gengið er fagurt æviskeið sér-
stæðs persónuleika og heiðurs-
manns. Yfir æviskeiði hans hvíldi
hugljúfur manndómsbragur, sem
einkenndi líf Helga, að gera alltaf
allt sitt besta.
Helgi er allur. Horfinn sjónum
okkar um stund, eftir mörg sjúk-
dómsár á efri dögum. Við því er
ekkert að segja þó aldraður maður
sé fallinn í valinn, eftir langan
starfsaldur. Þetta er saga og þarf
ekki að vera okkur harmsefni, því
þreyttur þarf hvíld. Helgi var
hollvinur.
Söknuður er í hugum ástvina.
Ég votta eiginkonu hans og börn-
um samúð mína.
Gestur Eggertsson
Geiglaus að móðunni miklu
eg fer,
mjúkhendur blærinn hann
fylgir mér yfir.
Andviðrin hverfa, en byrinn
mig ber
bliðheima til. þar sem ástúðin
lifir.
Mín heitasta þrá mun þar
fullnægju finna
i friðarins höfn meðal ástvina
minna.
F.J. Arndai.
ekki aftur, að við fáum að kynnast
slíku af eigin raun. Það veit ég og
með vissu að var einlæg von
Vilborgar, tengdamóður minnar,
okkur. til handa. En þar fyrir
skulum við heldur ekki gleyma því
að hennar kynslóð, sem nú er
næstum öll, flutti þessa þjóð úr
örbirgð til bjargálna. Því ber
okkur að virða hana vel. Ég kveð
þessa góðu konu með söknuði og
mikilli virðingu og þakka árin öll,
sem ég hef verið samvistum við
hana. Hugurinn dvelur og hjá
blessuðum Steingrími á Vífils-
stöðum. Megi Guð gefa honum
friðsælt ævikvöld.
Blessuð veri ætíð minning Vil-
borgar Vigfúsdóttur.
Tengdasonur
Brldge
eftir ARNÓR
RAGNARSSON
Bridgeklúbbur
hjóna
Tveimur umferðum af fimm.er
lokið í barometerkeppni hjá
bridgeklúbbi hjóna.
Beztu skor náðu kvöld: síðasta
Ester — Guðmundur 105
Erla — Gunnar 71
Dóra — Guðjón 54
Sólveig — Gunnar 53
Dröfn — Einar 51
Staðan eftir tva>r umferðir:
Ester — Guðmundur 200
Dröfn — Einar 131
Erla — Gunnar 131
Dúa — Jón 74
Guðríður — Sveinn 67
Hanna — Ingólfur 46
Næst verður spilað 11. febrúar
í Rafveituhúsinu.
Bridgefélag
Hafnarfjarðar
Síðastliðinn mánudag fór
fram hin árlega keppni milli
Bridgefélags Hafnqrfjarðar og
Bridgefélags kvenna. Spilað var í
Domus Medica og mættum við
Gaflarar þangað með tólf sveit-
ir. Mótttökur voru með miklum
ágætum og fór keppnin í alla
staði mjög vel fram.
Úrslit einstakra leikja:
Hugborg Hjartardóttir
— Kristófer Magnússon 7—13
Gunnþórunn Erlingsdóttir
— Sævar Magnússon 12—8
Sigríður Ingibergsdóttir
— Magnús Jóhannsson 0—20
Alda Hansen
— Aðalsteinn Jörgensen 7—13
Guðrún Bergsdóttir
— Albert Þorsteinsson 2—18
Guðrún Einarsdóttir
— Þorsteinn Þorsteinsson 2—18
Aldís Schram
— Jón Gíslason 0—20
Kristjana Kristinsdóttir
— Geirarður Geirarðsson 1—19
Sigrún Pétursdóttir
— Sigurður Lárusson 6—14
Sigríður Guðmundsdóttir
— Ólafur Torfason 60—20
Gróa Eiðsdóttir
— Ingvar Ingvarsson 12— 8
Anna Lúðvíksdóttir
— Vilhjálmur Einarsson 0—20
Úrslit keppninnar:
Bridgefélag Hafnarfjarðar 191
Bridgefélag Kvenna 49
Næstkomandi mánudag fer
fram næst síðasta umferð í
aðaisveitakeppninni. Spila-
mennska hefst stundvíslega
klukkan hálfátta og að sjálf-
sögðu í Gaflinum.
Reykjavíkurmótið
í bridge
Þegar átta umferðum var lok-
ið í Reykjavíkurmótinu í bridge,
sveitakeppni var staða efstu
sveita )>essi:
Sveit Oðals 123
Hjalti Elíasson 120
Sigurður B. Þorsteinsson 103
Sævar Þorbjörnsson 99
Jón Páll Sigurjónsson 86
Ólafur Lárusson 85
Tryggvi Gíslason 81
Kristján Blöndal 80
Helgi Jónsson 79
Þórarinn Sigþórsson 78
Bilstjórar og
Barðstrendingar
Sl. mánudag spiluðu Barð-
strendingar sveitakeppni á 13
borðum. Sigruðu bílstjórarnir
með 141 stigi gegn 119.
Bridgedeild
Breiðfirðinga
Lokið er 12 umferðum af 17 í
aðalsveitakeppni deildarinnar og
er staða efstu sveita þessi:
Hans Nielsen 187
Ingibjörg Halldórsdóttir 178
Jón Pálsson 164
Magnús Björnsson 156
Ólafur Gíslason 146
Óskar Þór Þráinsson 145
Sigríður Pálsdóttir 144
Kristján Jóhannesson 127
Næstu umferðir verða spilað-
ar á fimmtudaginn kemur og
hefst keppnin kl. 19.30 stundvís-
lega. Spilað er í Hreyfilshúsinu.
Bridgedeild Skag-
firðingafélagsins
Þremur umferðum er lokið í
hraðsveitakeppninni og er staða
efstu sveita þessi:
Jón Hermannsson 1820
Vilhjálmur Einarsson 1759
Tómas Þórhallsson 1692
Sigmar Jónsson 1679
Meðalskor 1620.
Næsta umferð verður spiluð á
þriðjudaginn í félagsheimili
Skagfirðingafélagsins.
Tafl- & bridge-
klúbburinn
Fimmtudaginn 31. janúar var
spiluð sjöunda og áttunda um-
ferð í aðalsveitakeppni félagsins.
Staða efstu sveita er þessi:
Steingrímur Steingrímsson 130
Ingvar Hauksson 119
Tryggvi Gíslason 118
Þorsteinn Kristjánsson 110
Þórhallur Þorsteinsson 109
Ragnar Óskarsson 98
Níunda og tíunda umferð
verður spiluð 7. febrúar næst-
komandi, spilað verður í Domus
Medica kl. 19.30 stundvíslega.
+
Móðir okkar og tengdamóðir,
KRISTÍN LÝÐSDÓTTIR,
Barmahlíð 1,
verður jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 5. febrúar kl.
13.30.
Bryndís Guðmundsdóttir, Guöjón B. Jónsson,
Björgvin Guðmundsson, Kristín Jónsdóttir.
Maöurinn minn,
+
HELGI F. ARNDAL,
Vitastig 12, Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi mánudaginn 4.
febrúar kl. 2.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Guölaug M. Arndal.
Helgi F. Arndal
Minningarorð