Morgunblaðið - 03.02.1980, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 1980
62
Namibía
Frá aðalstöðvum Lútherska
Heimssambandsins i Genf ber-
ast upplýsingar um erfiða að-
stöðu kristinna manna í ýmsum
löndum. þar sem stjórnvöld
beita sér gegn kirkjunni og
vilja lama áhrif hennar. Eitt
þessara landa er Namibía í
Afriku.
Á síðustu öld hafa verið mikl-
ar þjáningar meðal íbúa Nami-
bíu. Meðan nýlendustjórn var
við lýði lá við að öllum Afríku-
mönnum vaeri útrýmt, en svo
varð þó ekki einkum vegna þess
að þeir voru ódýr vinnukraftur
fyrir innflytjendurna. Eftir fyrri
heimsstyrjöldina varð Namibia
verndarsvæði Þjóðabandalags-
ins undir stjórn Breta sem fólu
Suður Afríku að búa þjóðina
undir sjálfstæði. Suðn," Afríka
vildi innlima Namibíu vegna
sinna miklu náma og ræktun-
armöguleika. Stjórnin setti
skilnaðarlög og arðrændi fólkið
og landið í stað þess að koma á
sjálfstæði.
Sameinuðu þjóðirnar drógu
umboð S-Afríku til að stjórna
Namibíu til baka en þeir hafa
neitað að hlýða og halda landinu
með hervaldi í andstöðu við
Sameinuðu þjóðirnar og Al-
þjóðadómstólinn. Kristið fólk í
Namibíu hefur grátbænt um
frelsi og réttlæti. Á margan hátt
hafa lútherskir verið í fylkingar-
brjósti í þessari baráttu.
Margir eru nú í útlegð, nokkrir
í flóttamannabúðum og sumir
eru í vopnuðum frelsishreyfing-
um. Kirkjuleiðtogar hafa opin-
berlega ásakað S-afrísk stjórn-
völd um að þau rjúfi einingu
þjóðarinnar, sundri fjölskyldum
og niðurlægi blökkumenn með
því að líta á þá sem ódýrt
vinnuafl.
Sameinuðu þjóðirnar hafa
lagt til að í friði og sátt verði
mynduð meirihlutastjórn lands-
búa, en stjórn S-Afríku hefur
leitt hjá sér sérhverja tilraun
Sameinuðu þjóðanna til að koma
á frjálsum kosningum undir
alþjóðaeftirliti.
Meðan þessi biðskák er, líða
pólitískir fangar (auk nokkurra
trúarleiðtoga) í fangelsum.
Stríðið á milli S-afríska hersins
og frelsishreyfinga veldur áfram
dauða almennra borgara sem og
miklum eignaskemmdum, skól-
um og sjúkrahúsum er lokað,
starf kirkna truflað og starfs-
fólkið líður harðræði.
í Namibíu eru um 90% íbú-
anna kristnir og af þeim um 58%
lútherskir, 17% kaþólskir, 9,5%
hollensk-reformertir, 8,5%
anglikanar og önnur trúfélög
7%.
Biblíulestur
vikuna 3.-9. febrúar
Sunnudagur 3. febr. Matt. 25:14—30
Mánudagur 4. febr. I. Kor. 1:26—31
Þriðjudagur 5. fehr. Filip. 1:27—30
Miðvikudagur 6. fehr. Róm. 3: 21 —28
Fimmtudagur 7. fehr. I. Kor. 3: 5—9
Föstudagur 8. febr. Matt. 10: 40—42
Laugardagur 9. febr. Lúk. 17:5—10.
„Því miður,
hann er
ekki við“
1. sunnud. í níuviknaföstu
Guðspjall: Dæmisagan um talenturnar, Matt. 25, 14—30.
Við þekkjum öll þesskonar svör. Við ætluðum að finna
forstjórann, en hann er ekki við, er á fundi eða erlendis: í
dæmisögunni, sem er annað guðspjallið í dag, líkir Jesús
Guði við svona önnum kafinn forstjóra, sem er ekki við,
skrapp frá, fór í frí. Hann kemur aftur fyrr eða síðar og
tekur stjórnina á nýjan leik, en sem stendur er hann
erlendis og hefur sett aðra til að gæta hagsmuna sinna.
Hann felur starfsmönnum fyrirtækisins umsjá eigna
sinna og gefur þeim umboð til að koma fram á hans
vegum og gera þær ráðstafanir, sem þeir telja nauðsyn-
legar til að auka vöxt og viðgang fyrirtækisins. Þetta er
þeirra stóra tækifæri. Meðan forstjórinn er heima, eru
starfsmennirnir háðir óskum hans og vilja og verða að
fylgja fyrirmælum hans, hvort sem þeim líkar betur eða
verr. Nú eru þeir frjálsir gerða sinna. Auðvitað segir þessi
mynd ekki allt það, sem sagt verður og segja skal um
afskipti Guðs af heiminum og mannlegu lífi. En hún
bendir á þá staðreynd, að Guð hefur gefið manninum
frelsi til að velja og hafna, elska og hata trúa eða ekki. Því
Guð vildi gefa manninum möguleika til að gjöra vilja
hans óþvingað í gleði og kærleika. Þess vegna er hann
ekki sýnilegur augum okkar, eins og alltsjáandi auga
„Stóra bróður“ í skáldsögu Orwells: „1984“. Raunveru
legur og sýnilegur er hann aðeins með augum trúarinnar.
Guð vill ekki neyða manninn til trúar á sig. Hann vill ekki
að maðurinn sé strengjabrúða og heimurinn leikbrúðu-
land. Það er hart vegið að kirkju og kristni í heiminum
um þessar mundir. Trúin heyr baráttu upp á líf og dauða.
Málefnum Guðs er ógnað. Ranglætið, mannvonskan,
hatrið veður uppi, og margur spyr: Hvað er Guð? Hvers
vegna grípur hann ekki inn í? Jesús minnir okkur á það,
að þar kemur, að hann grípur inn í, en nú hefur hann falið
málefni sín okkur á hendur. Þetta er í senn heillandi og
ógnvekjandi tilhugsun. Við erum umboðsmenn Guðs á
jörðu. Ekki bara einhverjir prestar og „andans menn“,
heldur allir þeir, sem skírðir eru til nafns Jesú Krists og
þar með vígðir til lífs í fylgd hans og þjónustu við hann.
Við erum kölluð til að gæta hagsmuna hans á jörðu, vitna
um hann, leiða málefni hans fram. Drottinn, skapari þinn
hefur falið þér ákveðin verðmæti í hendur til ávöxtunar
fyrir hann. Lífið er gjöf hans og þau auðævi, sem
frelsarinn taldi meira verð en allan heiminn, en það er þín
eigin sál, sem hann og lagði sjálfan sig í sölurhar fyrir.
Hvað hefur þú annars, sem þú hefur ekki þegið, og hvert
er hlutfallið milli þess, sem þú þiggur og hins, sem þú,
lætur lífinu og skapara þínum í té? Það er sú spurning
sem okkar bíður allra er yfir lýkur, þegar húsbóndinn
kemur aftur.
Hvar er Guð? Hvar er hönd hans að sjá og rödd hans að
heyra? Þú ert umboðsmaður hans. Vottur hans og
verkfæri. Hvernig gætir þú hagsmuna hans? Er hönd þín
verkfæri hans meðal meðbræðra þinna, er rödd þín
endurómur orðs hans og vilja? Eða ert þú kannski einn
þeirra mörgu, sem vilja bara vera sjálfum sér næstir,
vilja hafa sína trú fyrir sig, grafa talentuna í jörð. En þú
átt ekki að lifa fyrir þig, heldur aðra, miðla öðrum, þjóna,
vitna, ávaxta. Og spurning dagsins er þessi: Ert þú
einhverjum lífsmark frá Guði, líf þitt, trúmennska, trú og
kærleikur vitnisburðar um það, að til er Guð, sem elskar,
líknar og leiðir?
Fréttamolar
Móðir Theresa
Sem kunnugt er Hefur
júgoslavneska nunnan sem
þekkt er undir heitinu Móöir
Theresa fengiö friöarverð-
laun Nóbels. Þessi smá-
vaxna kona er andlegur risi.
Hún hefur byggt upp um-
fangsmikiö hjálparstarf fyrir
pá sem eru aumastir allra,
einkum á Indlandi, en hreyf-
ing hennar starfar einnig t
Astralíu, Mið- og Suöur-
Ameríku, Sri Lanka, Tans-
aníu, Ítalíu og Englandi. En
hún ber vitnisburð sinn
eínnig djarflega fram í orði.
Enn ganga um þaö sögur
þegar hún í beinni útsend-
ingu hjá breska sjónvarpinu
sagöi: — Guös er sannarlega
þörf hérna í „stúdíóinu“. Hór
eru nokkur gullkorn sem
hún hefur látiö falla: „Sannur
heilagleiki er fólginn í því aö
gera Guðs vílja brosandi“.
„Umhyggjusemi er upphaf
helguninnar. Ef þú færir list
umhyggjuseminnar gagn-
vart öörum veröuröu stööugt
líkari Kristi.“ „Alvarlegasti
sjúkdómur samtímans er
hvorki holdsveiki né berklar
heldur sú tilfinning aö vera
óæskilegur, yfirgefinn af öll-
um. Mesta mein veraldar er
skortur á kærleika og vin-
gjarnleíka.“
Yfirfullar kirkjur
í Ungverjalandi
Sænski erkibiskupinn 01-
of Sundby er nýkominn
heim úr ferðalagi til Ung-
verjalands. Hann segir frá
því aö kirkjur hafi hvarvetna
veriö yfirfullar þar sem hann
predikaöi. Á ferð sinni haföi
hann samband við um þaö
bil 100 presta lúthersku
kirkjunnar í landinu.
— Söfnuöirnir sem ég
heimsótti voru ekki aöeins
fjölmennir, heldur mjög lif-
andi, segir Sundby, sem
heldur því fram að aðstæður
kristinna manna í Ungverja-
landi séu nú betri en víöa
annars staöar í Austur-
Evrópu. M.a. er nú í prentun
ný biblíuþýðing meö styrk
frá alþjóðlega biblíufélaginu.
í Ungverjalandi er nú um
hálf milljón lútherskra auk
minni hópa mótmælenda
svo sem baptista, hvíta-
sunnumanna, meþódista
o.fl.
7000 ungmenni á
kristniboðsráðstefnu
7000 ungmenni hvaðan-
æva úr Evrópu söfnuöust
saman tíl kristniboösráöst-
efnu sem haldin var í Laus-
anne í Sviss um áramótin
undir yfirskriftinni „Hver
tunga skal játa að Jesús
Kristur er Orottinn“. Til-
gangur ráöstefnunnar var aö
hvetja til aukinnar þátttöku í
kristniboöi og veita upplýs-
ingar um stööu kristniboðs í
heiminum í dag. Umsjón
með ráðstefnunni haföi
TEMA, hópur fólks frá fjöl-
mörgum evangelískum bibl-
íuskólum í samvinnu viö
ýmis kristniboösfélög.
Vöxtur Islams
hindrar kristniboð
Aukin sjálfsvitund meðal
múhameöstrúarmanna víöa
um heim hefur leitt tíi erfiö-
leika í kristniboðsstarfi í
nokkrum löndum. Þannig
hefur islömsk byltingar-
nefnd í Isfahan í írán tekiö í
sína umsjá blindraskóla,
sem kristiö blíndratrúboðs-
félag hefur rekiö. í Norður-
Jemen hafa þýskir kristní-
boöar oröiö aö hætta störf-
um sínum. i Alsír hefur
annaö kristniboösfélag oröiö
aö draga verulega úr starfi
sínu.
Gert er ráö fyrir aö um 700
millj. múhameðstrúarmanna
séu nú í heiminum og víða í
Evrópu á Islam vaxandi fylgi
aö fagna.
Kristinn íorseti
í Kenya
Sagt hefur verið frá erfiö-
leikum kristinna manna í
Eþíópíu. i nágrannaríkinu
Kenya er ástandið með allt
öörum hætti. Hinn nýi forseti
landsins Daniel arap Moi er
kristinn maöur og eftirsóttur
predikari. Á fyrsta ári hans
sem forseti hefur hann pred-
ikaö viö um 20 guðsþjónust-
ur, og mörgum þeirra hefur
veriö útvarpað um allt land-
ið. í predikunum sínum hef-
ur hann á opinskáan hátt
játaö trú sína og hvatt landa
sína til aö lúta vilja Guðs í Iffi
sínu.