Alþýðublaðið - 09.04.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.04.1931, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Stefnoskrárvanðræði ihaldsflokkanna. Vio erum búnir ad koma öllum okkar áhugamálum í [ framkvœmd. Tíminn. — Ætli það sé ekki einsdæmi í stjórnmálum j)jó’ðanna, ■ að flokkur sá, er fer nie'ð völd, Iiafi enga ákveðna stefnuskrá? — Það er víst áreiðanlega hægt að svara þessari spurningu játandi, og einsdæmið er að finna hér, því að „Framsóknar“-flokkurinn á enga aðra stefnuskrá en þá, sem ráðamönnum flokksins dettur í /hug í það og það sinnið. Að vísu hefir Ihaldsflokkurinn verið eins undanfarið, en það má þó segja honum það til málsbóta, að hann hripaði upp stefnuskrármynd í flughasti í vetur á hallærisfund- inurn, og ef til vill hafa Fram- söknarmenn farið að dæmi stóra ihaldsins og sami'ð sér stefnuskrá á bjargráðafundinum. En stefnuskrár beggja borgara- flokkanna verða aldrei haLdnar, hvort sem þær eru að einhverju leyti frjálslyndar eöa íhaldssinn- aðar, því að það er annað, sem ræður rneir um stefnu þessara beggja íhalda en stefnuskrá, sem oft er samin með það fyrir aug- um að ginna kjósendur við kosn- ingar. Alþýðuflokkurinn er eini stjórn- málaflokkurinn, er hefir ákveðna o g hreina stefnuskrá, og sú stefnuskrá er ekki samin af ör- fáum stofumönnum sem skrum- auglýsing, heldur hafa verkalýðs- félögin um land alt rætt hana og fulltrúar þeirra :alls staðar af landinu hafa samið hana á þing- um Alþýðusambandsins. Sú stefnuskrá er miöuð vi'ð eitt: hqgsmitni og lífsafkomu hinna viimandi stétta. Hún er miöuð við iífsbaráttu aljrý'ðunnar og stefnt gegn yfirráðarétti burgeisavalds- ins yfir atvinnutækjum og vald- stofnunum. Slík stefnuskrá verður aldrei skrumkend. Sá flokkuT, sem ber hana fram, á það víst, að þurfa að berjast árurn saman • áður en hann nær/ fótfestu og áratugi áð- ur en hann nær völdum. Þetta sýnir saga verklýðsfíokka annara landa. Stefnuskrá þirra, sem er í öllum höfuðatriðum eins í hvaða landi sem er, hefir verið hædd og spottu'ð í upphafi nýdd og ræg'ð af aldaranda og ölLum sérréttindamönnum þjóðfé- Laganna. En smátt og smátt, eins og dropinn, sem holar steininn, hefir hún breytt hugsunarhættin- um og unni'ð fjöldann, og nú eru jafnaöarmannaflokkarnir í öllum nærliggjandi löndum stærstu og sterkustu flokkarnir, sem að eins eiga eftir herzlumuninn að ná hreinum meirihluta. En um Leið færast sérréttindastéttirnar meir og meir saman, og að síðustu verða ekki í raun og veru nema tveir flokkarnir — jafnaðarmenn og hinir. Það er augsýnilegt, að hér verður þróunin eins, og þó ríkix hið mesta ranglæti í allri kjör dæmaskipun. Milliflokkurinn, sem skipaður er að mestu stéttaflótta- mönnum, riðlast smátt og smátt og kvarnast milli hinna tveggja höfuðandstæðnanna: jaf naðar- stefnu og íhalds. Og þess meir sem líður á þjóðfélagsþróunina því styrkari verður flokkur þeirra, sem vinnpna selur og þess veik- ari flokkur þeirra, sem kaupir hana. Það, sem alt af einkennir borgaraflokkana, er fálm og ó- vissa. Kemur það til af eðli þeirra og aðstöðu. Engin samtök eiga þeir, enga stétíarvissu. Kemur fálm þetta t. d. fram í sífeldum nafnbreytingum og stefnuskrár- riðlun. Eins og kunnugt er, hefi'r hvorugur íhaldsflokkanna átt nokkra stefnuskrá, þar til nýlega, að annar þeirra samdi nokkurs konar kosninga-prógram, sem að öllu eðli er eins og útsölu-auglýs- ing. Hinn, Framsóknarflokkurinn, hefir enga. En þó lýsti málgagn hans því yfir fyrir 1—2 árum, að hann gæti svo sem látið af stjórn, því að hann væri búinn að koma flestum sínum málum fram. tfver þau mál eru vita fáir. Því yfir- að lýta sér sömu auðnina, sem áður var. Að vísu hefir verið tek- ið hart á ýmsum glæframönnum, sem höfðu í skjóli embætlinga- klíku íhaldsins stolið og sóað af fé alþjóðar. En öll hin brýnustu þurftarmál þjóðarinnar liggja enn jafnlágt og á'ður. Enn er ríkis- valdið jafn-svívirðilegt og það var á stóra-íhalds-árunum gagn- varf öllum launakröfum verka- lýðsins. Enn er ekkert réttlæti ,við haft í því, hvernig tollar og skattar eru lag'ðir á. Enn eru eng- ar viðunanlegar tryggingár til. Enn er hin mesta óreiða á öll- um skólamálum. Enn er arðrán leyft með lögum, Enn ræður þjóðin sjálf því ekki hverjir skipa alþingi. Enn svifur embætlinga- klíkuandinn frá íhaldsárunum yf- ir vötnunum. Þannig er ástandið. í öllum þeim málum, er grípa mest og bezt inn í lífsafkomu alþýðu til sveita og sjávar fer ekki' hnífur- inn á milli Framsóknar og í- halds. í þessu liggur stóri mun- urinn. Það eru að eins tvö öfl í þjóðfélaginu. Annars vegár vinnandi alþýða, hins vegar yfir- Táðastéttin, er lifir á arðráni og ranglæti. Litla og stóra íhaldið skilur að efns á um eitt og það er, hvaða menn eigi að sitja í þessum eða hinum veldisstóln- run. — En það, sem skilur á millí jafnaðarmanna og hinna, er: hvaða stéttir eigi að ráða. — Baráttan stendur því um fasta og ákveðna stefnuskrá, samda af alþýðunni sjálfri með hagsmuni hennar fyrir augum, og kosninga- I Danskt og is’enzkt réttlæti. Nýlega var málafærslumaður | einn í Danmörku, Ditlevsen að | nafni, kærður fyrir meðferð á dánarbúi manns, er Rask hét. Hafði Ditlevsen innheimt ýmsar skuldir dánarbúsins, en dregið hins vegar að gera búið upp ó- þarflega langan tírna, og hafði engar rentur greitt af því fé, er hann hafði innheimt. Þegar fyrir rétt kom, tók dómstjórinn málið á þann veg, að hann yfirheyrði Ditlevsen eins og sakborinn mann. Spurði hann Ditlevsen hvað hann hefði gert við fé það, er hann hefði krafið inn fyrir búið, og hvers vegna hann hefði ekki lagt það á rentu. Sagðist Ditlevsen hafa geymt féð í | bankaboxi til þess að geta fljótar | tekið það út, ef hann áliti þörf. Bauð Ditlevsen nú sætt í málinu og varð hann að borga fjögur þúsund krónur, það er rentu af fé því, er hafði verið í hans vörslum. Ekki verður séð af þessu, að Danir hafi mikla hugmynd um, hvað er réttlæti, og ættu þeir að kynnast dómi íslenzka hæzta- ýéttarins í Tentutökumáli Jóhann- esar fyrv. bæjarfógeta til þe&s af því að leiðast í allan sann- leika um hvað rétt er. Gæti þá verið að þeir legðu niður hinar hlálegu skoðanir sínar um að greiða beri rentu af fé dánarbúa. HafveItuMnas|éðnr tslands. Föstudaginn 27. f. m. birti Sig- urður Jónasson bæjarfulltrúi í grein um rafmagnsmálið hér í blaðinu frumvarp til laga um Raf- veitulánasjóð íslands,, tillögur hans þar um, ásamt ítarlegri greinargerð. Nú hafa fulltrúar Al- þýðuflokksins í neðri dedld al- þingis,, Héðinn Valdimarsson, Haraldur Guðmundsson og Sigur- jón Á. Ólafsson, flutt frumvarpið inn í þingið. Ef það verður að lögum, þá er þar með lagður grundvöllur að því, að raforkan komi svo mörgum íslendingum að notum, sem nokkur kostur er á, — að sífelt verði fleiri og fleiri héruð hennar aðnjótandi. þar til rafmagnsveitur eru komn- ar svo víða um landið, sem frek- ast verður við komið. Að eins örfáum atriðum er breytt frá því, sem áður var birt hér í blaðinu. Lán úr sjóðnum megi veita til alt að 25 ára (í stað 20) og greiðslum lánánna skuli hagað þannig, að saman- lögð upphæð vaxta og afborgana verði jöfn öll árin. Fyrst um sinp er ætlast til að Landsbankinn h’afi afgreiðslu sjóðsins á höndum (í stað Búnaðarbankans). Að öðru leyti vísast til frumvarpsins eins og það var áður birt hér í blað- inu. Frumvarp þetta miðar að því að koma raforku inn á sem allra. flest héimili á landinu. Með virkj- un Sogsins og sjóðsstofnun þéss- ari eru stigin áhrifarik spor til þess að auka birtu og yl í byggð- um landsins, — til þess að gera landsmönnum sem allra flestum kleift að njóta gæða raforkunn- ar. Verðlagsnefnd línuveiðaraeigenda og sjómanna- félaganna hefir ákveðið, að tíma- bilið frá kl. 12 á miðnætti að- faranótt 7. apríl til kl. 12 á mið- nætti aðfaranótt 17. apríl skub veTð á fiski og lýsi reiknast sem hér segir: StórfiskuT 26 aura kg. Smáfiskur 23 — — Lýsi 921/2 eyri — Samkvcemt þessu ber um þetta | aflaverðlaun á línugufuskipum áður nefnda tímabil að greiða | svo sem hér segir; Af línufiski, stórfiski, —— smáfiski, og öðrum fiski Af netafiski Af hverjum 105 kg. lýsis lágmark, kr. 6,00 af smál. — 4,50 - — — 5,00 - — — 1,54 - — prógröm nafnhreytinga- og rót- lausra fálmflokka, sem samin eru af stofumönnum. Togari dœmdur. í gær féll dómur yfir skipstjóranum á tog- aranum „Lady Margot", sesn Ægir tók að landhelgisveiðum og var hann dæmdur í 12500 kr. sekt og afli og veiðarfæri tog- arans gért upptækt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.