Morgunblaðið - 02.03.1980, Side 5

Morgunblaðið - 02.03.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1980 5 Leikrit í útvarpi á morgun: Dvöl Andrées og f élaga í snjóhúsinu Á morgun, mánudaginn 3. mars kl. 17.20 verður fluttur í útvarpi 5. og síðasti þáttur Andrée-leiðangursins“ eftir Lars Broling, í þýðingu Stein- unnar Bjarman. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson og með hlutverkin fara Þorsteinn Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Hákon Waage og Jón Júlíus- son. í fjórða þætti sagði frá löngu ferðalagi Andrées og félaga hans á ísnum. Þeim miðar þó hægt áfram því ísinn rekur oftast í gagnstæða átt við þá stefnu, sem þeir taka. Við það bætast þrálát veikindi, sem stafa af ormum (tríkínum) í bjarndýrakjötinu, er þeir hafa lagt sér til munns. Síðasti þátturinn fjallar um dvöl þeirra í snjóhúsinu, sem þeir gera sér í því skyni að hafa vetursetu á ísnum, enda komið langt fram í september. Matar- birgðir þeirra eru teknar að minnka, en þeir skjóta bæði seli og ísbirni og drýgja þannig forðann. Hagur þeirra sýnist vænka um tíma, en „ósýni- legur" fjandmaður reynist yfir- sterkari. Ullarflík sem fannst hjá Hki Andrées. Ofan á liggja minnisbækur, dagbók Andrées ti) hægri. (lertogastræti í kvöld: Lovísa er skuldum vafin, verður hún að loka hótel- inu. Hún snýr sér hins vegar að matargerð af miklu kappi, og sér um hverja stórveisluna á fætur annarri. Þar kemur að hún ofgerir sér á vinnu, og verður að fara á sjúkrahús til hressingar og hjúkrun- ar. Þá gerist það að Charles Tyrrell nokkur býðst til að hjálpa henni úr kröggun- um, gegn því að hann fái íbúð á hótelinu. Að þessu gengur Lovísa og opnar hótelið á ný. Margir karlmenn renna hýru auga til Lovisu, eins og til dæmis þessi frændi húsbónda hennar. Hún hafnaði þeim þó öllum þar til prinsinn kom i spilið. Lendingarstaður Andrées og féiaga hans á isnum. friðsæl og falleg sólarströnd Spyrjið vini og kunningja um Portoroz - einn vinsælasta sumarleyfisstað íslend- inga síðustu árin. Löng reynsla og örugg viðskiptasambönd tryggja farþegum okkar fullkomna þjónustu og lægsta mögulega verð. Stórbrotin náttúrufegurð og nálægð stór- borga gefa möguleika á fjölda ógleyman- legra skoðunarferða, m.a. til Feneyja, B/ed vatnsins. Postojna dropasteins- hellanna og víðar. BEINT DAGFLUG auðvelt og áhyggjulaust Munið einkarétt okkar á heilsugæslu Dr. Medved Hringið eða skrifið eftir nýja Júgóslavíubæklingnum. Samvinnuferóir-Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.