Morgunblaðið - 02.03.1980, Side 22

Morgunblaðið - 02.03.1980, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1980 rnrr? D VERÐ: 159.500.- (0S@ FISHER eins og tónlist 1 litum Kassettusegulbandstæki CR-4110 Ljósadlóðumælir — framhlaöió Cartridge loading: Front Nr. of heads: 2 (Hard permalloy rec./playback, ferrite erase)» Wow & flutter: Less than 0.1% WRMS RMgnal-to-noise ratio: 60dB (Dolby on) Frequency response: 30-15.000Hz (Cr02 30-12.500Hz (normal) Fast forward / rewind time: 90 sec. (C-60 tape) BORGARTÚN118 REYKJAVlK SlMI 27099 SJÓNVARPSBÚÐIN reiknaóu meo FACIT Facit reiknivélarnar fullnægja ströng- ustu gæðakröfum, bæði hvað varðar tæknilega getu og hraðvirkni. Fjöl- breytt úrval tryggir þér nákvæmlega þá vél sem hentar best. 0]E23ia Frábær fjárfesting Við kynnum sérstaklega Facit 2251 Eldhröð pappirsfærsla og prentun, þægilegt valborð, stór Ijósagluggi og siðast en ekki sist - bráðfalleg. Ekki sú vinsælasta að ástæðulausu. GISLI J. JOHNSEN HF. SmMJuvegi 8 - Slmi 73111 n VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í ÞÚ AL'GLÝSIR LM ALLT LAND ÞF.GAR ÞL ALG- LYSIR í MORGLNBLADINL M.A. setur upp „Týndu teskeiðina“ Á mánudagskvöldið 3. mars kl. 20.30 frumsýnir Leikfélag M.A. leikrit Kjartans Ragnarssonar, Týndu teskeiðina, en æfingar hafa staðið i aðeins einn mánuð. Þessi stutti æfingatimi stafar af því, að þrengsli eru í Samkomu- húsinu og áætlanir Leikfélags Akureyrar hafa breyst frá því í haust. Það sem gerir mögulegt að setja stórt verk á svið á svona stuttum tíma er meðal annars það, að leikendur í Teskeiðinni eru ekki mjög margir og því auðvelt að finna æfingatíma. Einnig hefur samstarfið við leikstjórann, Stein- unni Jóhannesdóttur, verið sér- staklega gott og hún verið tilbúin að starfa hvenær sem leikendun- um hefur hentað. Æfingar hafa að mestu verið í Möðruvallakjallara M.A. og þar hefur einnig verið starfrækt smíðastofa, saumastofa og svampiðja og fjölmargir unnið þar saman að því að koma Te- skeiðinni sem bestri upp á skömm- um tíma. Leikendur í Teskeiðinni eru átta, en auk þeirra starfa við undirbúning sýningarinnar og að tjaldabaki á annan tug nemenda. I þeim hóp er einnig einn úr kenn- araliði M.A. Sverrir Páll Er- lendsson, sem hefur aðstoðað við hönnun og smíði leikmyndar. Um þessar mundir er Leikfélag M.A. 40 ára, en nærri 100 ár eru liðin frá því að fyrst var leikið í Möðruvallaskóla. Þessara tíma- móta er sérstaklega minnst í vandaðri leikskrá. Teskeiðin verður sýnd í næstu viku og ef til vill einnig í þar næstu viku en slíkt fer eftir aðsókn. Ó.Þ.H. Títt vitnað í ísl. vísindamenn Metið á Jóhann Áxelsson í ERLENDUM vísindaritum hefur verið vitnað á annað þúsund sinn- um i vísindarannsóknir íslenzkra manna á árunum 1971 — 1975, sam- kvæmt skrá í Science Citation Index en sú skrá tekur til allra mciri háttar timarita (þó engra ísl. rita) i ðllum greinum raunvísinda og er getið allra þeirra er vitnað hafa í tiltekna grein eða bók. Einar Júlíusson hjá Raunvísindadeild Há- skóla íslands hefur flett upp nöfn- um islenzkra visindamanna í skránni, þar eð honum þótti for- vitnilegt að athuga hversu mikii áhrif islenzkar visindarannsóknir hafa haft á alþjóðlegar visinda- rannsóknir. Þar sem 5 milljónir tilvitnana eru í skránni, ætti hlutur Islendinga eftir höfðatölureglunni að vera 500. En hann hefur einnig tekið saman hliðstæðar tilvitnanir yfir árið 1978. Er tafla birt í Skirni. Sá vísindamaður sem oftast er vitnað í er Jóhann Axelsson prófess- or á Rannsóknarstofu í lífeðlisfræði og á þar 459 tilvitnanir á árunum 1971—75 og 81 á árinu 1978. Jafnoft hefur verið vitnað í Helga Valdi- marsson, lækni í vísindaritum á árinu 1978, en hann er ekki á skrá fyrr, enda yngri maður. Sá sem kemur næstur á allri skránni er Sigurður Helgason stærðfræðingur, sem vitnað er í 382 sinnum á 5 ára bilinu og 123 sinnum 1978. Þá kerour Áskell Löve grasafræðingur með 366 og 94 tilvitnanir, Halldór Þormar, líffræðingur með 266 og 29 tilvitnan- ir, en þessir þrír menn starfa nú allir erlendis. Af þeim sem starfa hér á landi er næstur Sigmundur Guðbjarnason prófessor, lífefna- fræðingur á Efnafræðistofunni, með 392 tilvitnanir og 123 á árinu 1978, og enn er ríflega vitnað í vísinda- rannsóknir Björns heitins Sigurðs- sonar læknis á Keldum eða 207 sinnum á 5 ára límabilinu og 65 sinnum 1978. Aðrir sem vitnað er í yfir 100 sinnum 1971—75 samkv. skránni eru Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun, með 145 og 37 tilvitnanir, Snorri S. Þorgeirsson, læknir, með 145 og 77 tilvitnanir, Guðmundur Pálmason, jarðeðlisfræðingur á Orkustofnun með 130 og 35 tilvitnanir, Th. Einarsson (Trausti Einarsson og Þorleifur Einarsson) á Jarðvísinda- stofnun með 130 og 12 tilvitnanir og Þorkell Jóhannesson prófessor á Rannsóknastofu í lyfjafræði með 117 og 28 tilvitnanir. — 50 vísinda- menn nefndir Alls eru á listanum í Skírni nefndir 50 vísindamenn, sem vitnað hefur verið í að meðaltali fimm sinnum á ári eða oftar í erlendum vísindarit- um, en Einar bendir á að búast megi við að listinn sé ekki tæmandi, allar greinar séu eignaðar fyrsta höfundi og að óhjákvæmilega líði nokkur tími þar til frá því rannsóknir hefjast, þær birtar, farið að vitna í þær og þær teknar á skrá. Enda kemur í ljós að á árinu 1978 er komið til ungt fólk, sem ekki er vitnað í á fyrra tímabilinu, svo sem Gunnar Sigurðsson læknir 57 sinnum, Bjarni Þjóðleifsson læknir 42 sinnum, Stef- án Arnórsson jarðfræðingur 27 sinn- um.Jónas Bjarnason efnafræðingur 20 sinnum, Tryggvi Ásmundsson læknir 20 sinnum, Gunnar H. Gunn- laugsson læknir 16 sinnum, Hrefna Kristmannsdóttir jarðfræðingur 14 sinnum, Jens Tómasson jarðfræð- ingur 17 sinnum. Og margra vísinda- manna er getið á listanum í Skírni, sem vitnað er í 20—100 sinnum á árunum 1971—75 og einnig oft á árinu 1978, en ekki er rúm til að telja upp hér. Segir Einar í Skírni að tilvitnanafjöldi virðist áberandi misdreifður. Næstum helmingur þeirra er í verk aðeins sex einstakl- inga. Einnig að flestir vísindamann- anna kenhi við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.