Alþýðublaðið - 02.09.1920, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 02.09.1920, Qupperneq 3
ALÞYÐUBL AÐIÐ 3 Lífsábyrgðarfél. „Andvaka" M. Kristjaníu, Noregi. Allar venjulegar lífstryggingar, barnatryggingar og lífrentur. ÍSLANDSDEILDIN löggilt af stjórnarráði íslands í desbr. 1919. Ábyrgðiirslíjöliu á íslenzku! Yarnarþing- í Rvík! „Andvaka“ heíir frjálslegri tryggingarskilyrði og ákvæði en flest önnur líftryggingarfélög. „AndYaka“ setur öllum sömu iðgjöld! (Sjómenn t. d. greiða eng- in aukagjöld). „Andvaka“ gefur líftryggingar, er eigi geta glatast nje gengið úr gildi. „Andvakaí£ veitir bindindismönnum sérstök hlunnindi. „Andvaka“ veitir »örkumlatryggingar« gegn mjög lágu aukagjaldi og er því vel við hæíi alþýðumanna og verkamanna. Hellusundi 6, Reykjavík. Helgi Yaltýsson, (forstjóri Islandsdeildar). €.s. SnðnrlaRð fer til Borgarness 3. sept- ember kl. 2 síðdegis. Vörur afhendist í dag. €.s. Suiurlanð fer til Vestmannaeyja og Aaustfjarða mánudag 6. sept- ember síðdegis. Vörur afhendist í dag og á morgun. Dm dagíirn og veginn. Kveikja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl. 8 í kvöld. Bíóin. Gamla Bio sýnir: „Car- men*. Nýja Bio sýnir: „Sonur bankastjórans frá Broadway." Sýning Ríkarðs Jónssonar er opin kl. xi—8 í barnaskólanum; gengið inn um norðurdyr, næst Lækjargötu. Veslings Vísir. Sárt má hon- um þykja að sjá Morgugblaðið flytja dag eftir dag greinar eítir kaupsýslumenn bæjarins, þar sem algerlega er gert útaf við kenn- ingar hans um gjaldeyrinn, og tilraun hans til þess að gera þetta mál að æsingamáli gegn Dönum. Gasið. Eins og sjá má af aug- lýsingu Gasstöðvarinnar, verður iokað fyrir gasið fyrst um sinn flá kl. i—8 á daginn. Má nærri geta, hve mikill bagi er að þessu ekki síst fyrir vinnustofur þær, sem nota þurfa gas til reksturs. Vonandi verður reynt alt sem uit er til þess að útvega gaskol. útlitið er ekki glæsilegt og búast við gasskorti um langt skeið. hífijarstjórnarl'andur verður í ^ag á venjulegum stað. Húsnæðisleysið mun verða með mesta móti í haust, þrátt fyrir það, þó allmikið hafi verið reist af húsum í sumar. Húsin eru flest smá og mörg ekki fullgerð, og þó eitthvað losni af íbúðum, eru þær Iöngu leigðar fólki sern áður var svo að segja á götunni. Stúdentar tveir hafa í sumar ver- ið að reyna að útvega félögum sínum húsnæði, en að þessu hefir þeim gengið heldur stirðiega, þó hafa þeir fengið loforð fyrir S her- bergjum, en vantar alls að minsta kosti ii. Ef einhver vildi leigja eða vissi um herbergi til leigu, væri þeim kært að fá vitneskju um það. Bréf, þess efnis, merkt: „Stúdentaherbergi", má senda Al- þýðublaðinu eða Lögréttu. Undarlegt fyrirbrigði. Þann 22. des. í íyrra tók landsstjórnia við gulli því, sem íslandsbanki hafði hér. Var það talið og inn- siglað og reyndist vera rúmar 700 þús. kr. En í reikningi bankans er gefið upp, að bankinn hafi 31. des. áttliðlega 3 milj. lcr. »í dönsk- um, norskum og sænskum gull- peningum«. Hvernig gat það átt sér stað, að gullið yxi þannig á hálfri annari viku, þar sem ekkert skip kom frá útlöndum til Rvíkur á þeim tíma? Hvaða ormur hafði lagst á gullið? Eða er reikningur bankans svona — eigum við að segja — ónákvæmur? M.b. Faxi kom af síldveiðum í gær. Yeðrið í morgun. Vestm.eyjar ... S, hiti 9,1. Reykjavík .... NNV, hiti 7,0. ísafjorður .... NA, hiti 8,3. Akureyri .... SSA, hiti io,o. Grímsstaðir . . . Vantar. Seyðisljörður . . S, hiti 10,6. Þórsh., Færeyjar logn, hiti 9,8. Stóru stafirnir merkja áttina. Fífidj arft rán. Ræningjar þrír stukku uppá j írnbrautarlestina við Lethbridge í Alberta (Canadian Paci'ficbraut- ina) og rændu af farþegunum öllu því fé er þeir fundu og komust síðan klakldaust í burtu með þýfið. Forsetakosning í Panama. Nýlega fór fram forsetakosning í lýðveldinu Panama. Heitir sá, er kosinn var /orseti, Belisario Porras og er rammasti afturhaldsseggur. Mið Ameríkurík'n hafa löngum verið talin standa á lágu menn- ingarstigi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.