Morgunblaðið - 22.06.1980, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1980
FÁGUN OG ATORKA
Punktar á yfirlitssýningu Gerðar Helgadóttur
Gerður Helgadóttir
Hugurinn reikar rúma þrjá
áratugi aftur í tímann er sá er
hér ritar sest niður til að fjalla
um yfirlitssýningu Gerðar
Helgadóttur. Honum er í fersku
minni, er Gerður varð fyrst á
vegi hans neðarlega á Laugaveg-
inum og beygði svo inn í Ing-
ólfsstræti í átt að Grundarstígn-
um, þar sem Handíða og Mynd-
listarskólinn var til húsa á þeim
árum. Fyrir dularfulla tilviljun
endurtók þetta sig alloft, og ég
veitti einhverra hluta vegna
þessari ungu stúlku sérstaka
athygli. Þótti hún skera sig úr
fjöldanum og horfa mikið og af
athygli í kringum sig. Ég held,
að hún hafi einnig tekið eftir
mér, því að við mættumst svo oft
á þessum slóðum og áttum það
sameiginlegt að rýna mikið á
fólk og umhverfið. Ég uppgötv-
aði fljótlega, að þessi ákveðna,
kraftalega en þó um leið fín-
gerða stúlka stundaði nám í
framhaldsdeild myndlistar við
Handíða og Myndlistaskólann og
væri býsna efnileg. Ekki minnk-
aði forvitni mín á persónunni við
þær fréttir því að ég bar andukt-
uga virðingu fyrir þeirri stofnun,
er þá var að slíta barnskónum,
og öllum þeim, er höfðu náð
þeim mikla áfanga að vera
teknir í framhaldsdeildina og
yfirhöfuð í skólann sjálfann. Svo
atvikaðist það, að ég var tekinn í
smíðadeild eins og til að kanna
listræna hæfileika mina. Þá vildi
svo til, að Gerður gekk oft ca. 20
metrum á undan mér Ingólfs
strætið á morgnana á leið í
skólann, en ég þorði ekki fyrir
mitt litla líf að reyna að stofna
til persónulegra kynna, til þess
var ég alltof feiminn og ófram-
færinn á þeim árum og bar að
auki svo ómælda virðingu fyrir
færni hennar í myndlistinni, —
þótti hún sem af öðrum heimi.
Þetta var sem sagt forðum daga,
er allt var miklu smærra í
sniðum en í dag, fjarlægðirnar
meiri og heimurinn stórkostlegt
ævintýri, auk þess sem að virð-
ingin fyrir þeim er fram úr
sköruðu, var í hámarki.
— Þetta var og löngu fyrir
dýrkun meðalmennskunnar,
sameinaðs framhaldsskóla, ein-
ingakerfis og innrás hálærðra
reglustrikafræðinga á öll mögu-
leg svið, skólarannsókna, kröfu-
gerða nemanda, námslána
o.s.frv....
Gerður var mjög bráðþroska á
myndlistarsviðinu, svo sem
skólavinna hennar er til marks
um, en hluti hennar er til sýnis á
yfirlitssýningunni að Kjarvals-
stöðum. Er næsta ótrúlegt, hví-
líka færni sumir sýndu í þá daga
eftir tveggja ára nám, sem var
skipulagt eftir þörfum, aðstæð-
um og hendinni hverju sinni, —
námstafla var engin og því síður
skriflegar útskýringar á náms-
efninu né langar útlistanir fyrir-
fram. Menn skyldu upplifa hlut-
ina sjálfir og vandamálin voru
tekin til meðferðar eftir þeirri
röð, er þau komu upp, reynt að
greiða úr þeim án nokkurs viður-
kennds fræðilegs staðals. Hér
skipti meginmáli að þjálfa nem-
endur sem best í undirstöðu-
atriðum myndlistar og menn
náðu jafnvel betri árangri og
voru betur undirbúnir fyrir
Stúlka, brons, Florens 1948.
framhaldsnám erlendis en eftir
fjögurra ára nám í dag, Sem þó
er þrautskipulagt bak og fyrir.
Það mun hafa verið alveg ljóst
á námsárum Gerðar, að hún átti
öðru fremur heima í skúlptúrlist
og atvik höguðu því svo, vegna
synjunar um námsstyrk til
Kaupmannahafnar, að hún hélt
til Flórenz á Italíu, styrkt af
samstarfsmönnum föður hennar
hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna. Hún tekur próf inn í
Listaháskólann og „flaug inn“,
að því er annálar herma.
A sama tíma settist ég í
myndlistardeild Handíðaskólans
og þangað fóru fljótt að berast
frægðarsögur af Gerði, fyrst frá
Flórenz, þar sem hún sótti stíft á
brattann, vann eins og berserkur
þrátt fyrir vetrarkuldann, er
nísti í merg og bein í lélegum
húsakynnum. Svo hagar til, að
iðulega er mjög kalt í Flórenz á
veturna vegna mikils skarðs í
Apenníafjöllum hátt fyrir ofan
borgina en í gegnum það næða
óhindrað kaldir, úrsvalir vetr-
arvindar ofan úr hálendinu.
Gerður tolldi ekki heidur nema í
eitt ár í Flórenz en gerði þar
ótrúlega margt fagurra mynda,
ríkar af yndisþokka og form-
rænni fegurð og þá þegar hefur
hún öðlast þau fíngerðu
persónueinkenni er ganga eins
og rauður þráður í gegnum feril
hennar allan í hvaða stíl eða efni
sem hún vann. Trúlega voru það
mistök hjá Gerði, að dvelja ekki
lengur á Ítalíu því að á þeim
árum var höggmyndalistin þar í
rífandi framþróun. Menn eins og
Marinó Marini, Giacomo
Manzú, Emilio Greco o.fl. höfðu
sótt í smiðju hinna merkilegu
Etrúska og unnu út frá þeirri
reynslu á nútímavísu líkt og
Henry Moore í Englandi. Allir
lögðu þeir líka mikla áherzlu á
teikninguna og frumrissin, sem
er atriði sem vantar mikið í
íslenzka skúlptúrlist. Mætti
jafnvel ætla að þróunarferill
Gerðar hefði orðið allt annar ef
hún hefði uppgötvað þessa
menn, en það er alveg óvíst að
Myndllst
ef tir BRAGA
ÁSGEIRSSON
LISTAHATÍO 1980
hún hafi vitað af þeim, og
listaháskólinn í Flórenz mun
hafa verið mjög íhaldssamur á
þeim árum. Yfirfullur af börnum
ríkra manna og aðalsfólks er
komu skartklædd til kennslu.
Piltar jafnvel í röndóttum dípl-
ómatfötum og í oddmjóum
lakkskóm og stúlkur í módelkjól-
um! Þetta hefur auðvitað ekki
átt við Gerði, en Flórenz er nú
ekki Ítalía öll og menn lifa þar
ekki endalaust á fornri frægð
frekar en annars staðar.
Næst fréttist af henni í París,
þar sem hún var orðinn nemandi
hins fræga myndhöggvara Ossip
Zadkine, er var þá mjög dáður og
nú var hún farin að sýna á fínum
stöðum líkt og Galerie Saint
Placide, Paris, og Salon de Mai
Menntaskólinn á Akureyri
varð aldargamall nú í vor eins og
minnzt hefur verið. Það er ekki
lítill aldur, — jafnvel þótt þjóð-
arsagan sé höfð til viðmiðunar
og óratími borið saman við
mannsævina. Á slíkum tímamót-
um eru vitaskuld haldnar langar
ræður og strangar, — og undir
þvílíkum lestri í íþróttaskemm-
unni á Akureyri var þessi staka
ort á þjóðhátíðardaginn við
skólaslitin:
Skóli, þú undarleg örlög hlauzt,
aldargamall með vetur í tpori.
Þú táir til þroika sérhvert haust
og sjálfsagt uppskerö stúdent að vori.
Á mínum menntaskólaárum
héldum við uppi vísnaþætti, sem
ég veit ekki betur en hafi verið
hinn fyrsti í Munin og var lengi
við lýði upp úr því. Við Ari
heitinn Jósefsson gerðum það oft
að yrkja saman og sjálfsagt
höfum við verið ánægðir með
sjálfa okkur eftir að hafa böggl-
að saman „Búnaðarbálki hinum
nýja“ í þriðja bekk og var hver
vísa kennd við árstíðirnar. Hin
fýrsta var tileinkuð sumrinu:
Á kirkjubekknum sálma syngur
sveitafólkið velsignað,
en úti í hlöðu ástarglingur
á sér vísan samastað.
Um haustið sögðum við:
Svanir þagna, sumri hallar,
sól að ægi hnígur rauð.
Af blóði fyllast bóndans dallar,
blessuð lömbin falla dauð.
Einhvern veginn finnst mér á
þessu, að við höfum þá þegar
verið harðir andstæðingar
heimaslátrunar, — og líka
ímyndað okkur, að útigangshest-
ar væru gjarna brúkunarhross.
Þessi vísa er um veturinn:
í baðstofunni er bænalestur,
bylur úti stormahregg.
Dauðasoltinn dráttarhestur
drepst á meðan upp við vegg.
Og í vorvísunni kennir ríkrar
samúðar með hjarninu:
Hjarnið grætur, grænka hagar,
gægist vor úr hamraþröng.
Kuldabólginn kjarrvið nagar
kalin vankarollan svöng.
Vitaskuld er maður ragur við
að endurprenta eftir öll þessi ár
vísur frá skólaárunum, ekki sízt
eftir gamla vini og félaga, sem
eiga sér einskis ills von. En fram
hjá manni fer ekki, að þá eins og
núna hefur oltið á ýmsu í henni
veslu:
Að feigaðarósi flýt ég glaður,
forsjá gleymi.
Andskotinn er yfirmaður
alls í heimi.
Auðvitað vorum við fullir af
heimssorg og kvíða á þeim árum
eins og ungir menn eru endra-
nær. Eg man ekki hver sagði:
Og við kunnum líka að skensa
hver annan, eins og þessi vísa
ber með sér, sem ort hefur verið
um virðulegan dómara og um
hríð sýslumann í forföllum, sem
er nú búsettur í Hafnarfirði:
Dimm er mörkin. Degi hallar,
Dapur ág geng um skóg.
Dauðinn til mín kaldur kallar:
Kom þú hefur lifað nógl
En líka bráði af okkur á milli
svo að náttúran sagði til sín:
Orðin falla á ýmsa vegu
eftir ftokksins stundarhöfum.
Gleraugun sín gáfulegu
gengur hann með á sunnudögum.
Hann borgaði aftur vel fyrir
sig:
Fer úr böndum flimt og níð
festu höndin tapar.
Stirð er önd við stöku smíð,
stjarna Blöndals hrapar.
Á þessum árum ortust á nem-
endur úr M.A. og M.R. Jón
Einarsson orti:
Tíminn líður áfram enn,
ykkur þrýtur rökin.
Ekki þreytast okkar menn
eða linnast tökin.
Gísli Jónsson menntaskóla-
kennari leit inn og leit raunar
líka yfir skáldskapinn. Þá varð
honum að orði:
Dauft er blandað dvergafull,
dvínar andagift og snilli.
Illa vandað sónarsull
sendist landsfjórðunga á milli
Mér er orðin mikil þörf á meynni þýöu,
verst er aö þurfa að standa í stríöu
við stúlkurnar um þeirra blíðu.
Og enn fremur:
Enginn veit hvað ástin má
ef þú leitar hlýju
úti í beitarhúsum hjá
hýrri sveitapíu.
Á eftir svona dýrum skáldskap
gjörir maður það ekki af gamni
sínu að slá á léttari strengi.
Jón L. Halldórsson á Akureyri
er fimur smiður glerhúsa:
Hvort líkist Loch Ness
Helgu Kress
eða Guðrúnu frá Lundi
á sundi.
Hann bregður líka fyrir sig
limrunni, ef því er að skipta:
Mælti Lyngný litla frá Bakka,
„mig langar að eignast krákka
með Halldóri Blöndal
eða Benedikt Gröndal,
því þeim á ég ekkert að þakka.“
Ekki verður meira kveðið að
sinni.
H.B.
Reiðhjól-
um stolið
TVEIMUR reiðhjólum var
stolið frá Hörðalandi 24
fyrir um tveimur mánuðum
síðan og þrátt fyrir ítarlega
leit hefur aðeins annað
hjólið fundizt fram til
þessa. Það fannst fyrir um
mánuði síðan í Blesugróf og
var þá talsvert skemmt.
Tveir bræður eiga þessi
hjól og annan vantar ennþá
sinn farkost. Hjólið, sem
saknað er, er appelsínu-
rautt á lit, en að öðru leyti
eins og það, sem myndin er
af. Þeir sem geta gefið
upplýsingar um reiðhjólið
eru beðnir að hringja í
síma 35561.
r®