Morgunblaðið - 22.06.1980, Qupperneq 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1980
Plnrgiwi Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250
kr. eintakiö.
TJernaður Sovétmanna í
AAAfganistan heldur
áfram með sívaxandi
þunga. Að undanförnu
hafa borizt fregnir um, að
Sovétmenn hafi sent liðs-
auka til landsins og mikið
magn af vopnum og öðr-
um hergögnum. Þrátt
fyrir ójafnan leik hafa
Afganir ekki gefizt upp,
heldur halda þeir barátt-
unni áfram, og raunar
hefur þeim tekizt að
þjarma verulega að Sovét-
mönnum. Ljóst er, að
leppstjórn Sovétmanna í
Kabúl hefur engin áhrif á
landsmenn og að hermenn
í stjórnarhernum í Kabúl
hafa í stórum hópum
gengið til liðs við frelsis-
sveitir Afgana. Jafnvel
hafa borizt fregnir um, að
sovézkir hermenn, sem
eru múhameðstrúar og
ættaðir frá héruðum, sem
liggja að Afganistan, hafi
gengið til liðs við frelsis-
sveitir Afgana.
Upplýsingar hafa borizt
um, að Sovétmenn hafi
Þögnin
fellt hálfa milljón Afgana
í stríðsrekstri sínum þar.
Þeir hafa gengið svo langt
að beita vopnum gegn
stúlkubörnum, sem hafa
látið í ljósi vanþóknun
sína á hernaðaraðgerðum
sovézka hersins í landinu.
Allar fregnir, sem berast
frá Afganistan benda til
þess, að Sovétmenn hygg-
ist láta kné fylgja kviði og
kúga Afgani til hlýðni. Sú
spurning hlýtur að vakna,
hversu lengi frelsissveitir
Afgana halda út þessa
baráttu gegn ofureflinu.
Þjóðir heims mega ekki
gleyma baráttunni, sem
stendur yfir í Afganistan.
Fyrri reynsla sýnir, að
fólk er fljótt að gleyma og
fyrnzt hefur yfir glæpa-
verk Sovétmanna annars
staðar, svo sem í Tékkó-
slóvakíu, Ungverjalandi,
Póllandi og A-Þýzkalandi,
svo að nokkur dæmi séu
nefnd. Sovétmenn gera
sér vonir um, að það sama
muni gerast í Afganistan,
að þeim muni takast að
kúga þjóðina og innlima
hana í Sovétríkin. Síðan
munu þeir taka upp hefð-
bundnar aðferðir að flytja
fólkið í burtu frá Afgan-
istan til annarra héraða í
Sovétríkjunum og flytja
fólk annars staðar frá til
Afganistan. Að nokkrum
árum liðnum verði allt
gleymt og afganska þjóðin
ekki lengur til.
Þetta má ekki gerast en
það mun gerast, nema
þjóðir Vesturlanda haldi
vöku sinni. Athyglisvert
er, að sú vinstri sinnaða
æska á Vesturlöndum,
sem fór hamförum gegn
hernaðaraðgerðum
Bandaríkjamanna í Víet-
nam, hefur ekki látið til
sín heyra nú. Hér á landi
eru ekki stofnaðar sér-
stakar nefndir á vegum
þessa fólks til þess að
berjast gegn hernaðarað-
gerðum Sovétmanna í
Afganistan. Vinstri hóp-
arnir hafa ekki að þessu
sinni boðið talsmönnum
frelsissveita í Afganistan
til íslands til þess að
kynna málstað Afgana.
Þetta fólk skrifar ekki
greinar í blöð eða lætur til
sín heyra með öðrum
hætti. Hvað veldur?
Vinstri sinnar hér á ís-
landi eru ekki einir um
þetta. Nú berast ekki
lengur fréttir um mót-
mælagöngur í Svíþjóð
með Olof Palme í broddi
fylkingar. Hvað veldur?
Nú berast ekki lengur
fréttir um, að sænska
ríkið leggi fram fjárhags-
lega aðstoð við frelsis-
sveitir Afgana. Hvað
veldur? Nú berast ekki
fregnir af baráttu Söru
Lidman gegn innrás Sov-
étmanna í Afganistan.
Hvað veldur?
Er þetta fólk, sem hefur
talað sig betra fólk og
friðarsinnaðra þeirrar
skoðunar, að allt sé í bezta
langi með innrás Sovét-
manna í Afganistan? Svör
við þessum spurningum
fást ekki. En þögnin talar
sínu máli og um hana þarf
ekki að hafa mörg orð. Sú
kynslóð sem nú er að
koma til vits og ára, þarf
að taka vel eftir því, hvað
er að gerast í Afganistan
og viðbrögðum fólks á
Vesturlöndum við þeim
atburðum. Vinstri hóp-
arnir hafa afhjúpað sjálfa
sig með þögninni og að-
gerðarleysinu eftir innrás
Sovétmanna í Afganistan.
Var þessu kannski öllu
stjórnað utan úr heimi
hérna um árið?
um Afganistan
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1980 1 7
Birgir Isl. Gunnarsson:
Blekkingarhulu
um f jármál borg-
arinnar svipt frá
S.l. fimmtudag afgreiddi
borgarstjórn reikninga borgar-
innar fyrir árið 1979. Þetta er
reikningur yfir fyrsta heila
fjárhagsárið, sem vinstri meiri-
hlutinn ber ábyrgð á. Undan-
farið hafa vinstri menn, með
skipulögðum hætti, reynt að
koma því inn hjá borgarbúum
að þeir hafi unnið mikið verk í
að bæta fjármálastöðu borgar-
innar á þessu kjörtímabili.
Hafa þeir gengið svo langt að
tala um að þeir hafi þurft að
„hreinsa til“ eftir stjórn sjálf-
stæðismanna og í það hafi farið
æði mikil orka. Þetta hafa
vinstri menn endurtekið hver
eftir öðrum minnugir þeirrar
reynslu, að ef nógu margir
endurtaki ósannindin nógu oft,
þá fari fólk að trúa.
Blekkingunni
svipt af
Reikningurinn, sem nú hefur
verið lagður fram, sviptir
blekkingarhulunni af þessum
málflutningi. Þessi reikningur
sýnir annað en þeir hafa viljað
vera láta. Skulu nokkur ein-
kenni hans rakin.
Tekjur ársins 1979 hafa verið
vanáætlaðar í fjárhagsáætlun
um 2,6 milljarða. Það þýðir að
vinstri meirihlutinn hefur haft
úr þeirri fjárhæð að spila á
árinu 1979 umfram fjárhags-
áætlun. Það kemur til viðbótar
þeirri miklu skattahækkun,
sem vinstri meirihlutinn beitti
sér fyrir, en í upphafi ársins
1979 hækkuðu þeir alla skatta
eins og lög frekast leyfðu og
munaði þar mestu um aðstöðu-
gjaldið og fasteignaskattana.
Þær skattahækkanir námu í
fjárhagsáætlun um 1,7 millj-
arð. Það eru gífulegar fjárhæð-
ir, sem vinstri meirihlutinn
hafði til ráðstöfunar umfram
það, sem við sjálfstæðismenn
höfðum.
Skuldir aukast
Hafa skuldir borgarsjóðs þá
ekki minnkað á kjörtímabilinu?
Þessi reikningur sýnir að það
er aldeilis ekki. Þegar vinstri
meirihlutinn tók við, þá var
gerð nákvæm úttekt á fjár-
hagsstöðu borgarinnar. Þá voru
skuldir borgarsjóðs samtals 2,9
milljarðar, sem verða að teljast
litlar skuldir, miðað við umsvif
og eignir borgarinnar. Vinstri
meirihlutinn gerði þó mikið úr
þessum skuldum og hefur síðan
reynt að telja borgarbúum trú
um, að þeir væru í óða önn að
greiða þessar skuldir niður.
Hvað sýna þá þessir reikn-
ingar? í árslok 1979 voru skuld-
irnar komnar upp í 4,2 millj-
arða. Skuldirnar hafa því auk-
ist um 1,3 milljarða á þessu
tímabili. Á borgarstjórnar-
fundinum var reynt að afsaka
þessa skuldaaukningu með því
að hún væri í verðminni krón-
um. Það er engin afsökun.
Mergurinn málsins er sá, að
vinstri mennirnir hafa reynt að
blekkja borgarbúa. Þeir segjast
hafa verið að greiða niður
skuldir, en hafa gert það með
því að taka ný lán, þannig að
heildarskuldirnar hafa vaxið.
Ekki hefur
greiðslu-
staðan batnað
Hvað um greiðslustöðuna?
Þegar vinstri meirihlutinn tók
við, reyndu þeir að rangtúlka
úttekt þá sem gerð var og telja
borgarbúum trú um að hún
væri afleit. Það töldum við
sjálfstæðismenn vera rangt.
Við sýndum fram á að veltu-
fjárstaðan var góð. Hlutfall á
milli veltufjármuna og skamm-
tímaskulda væri betra en al-
mennt gerðist hjá fyrirtækjum.
Þann 1.1. 1978 var þetta hlut-
fall 3,22. Þann 30.6 1978 var það
2,99, en í árslok 1979 var það
3,17. Það hefur því heldur
versnað frá ársbyrjun 1978.
Rétt er að taka fram, að þetta
er reiknað á sambærilegan hátt
öll þessi tímabil.
Þeirra eigin aðferð
Þegar við sýndum fram á
góða veltufjárstöðu í upphafi
kjörtímabils, þá sögðu vinstri
flokkarnir: Þetta er ekkert að
marka og í sérstakri yfirlýs-
ingu til blaðanna sagði m.a.:
„Meirihluti borgarráðs telur,
að við mat á greiðslustöðu
borgarsjóðs verði að gera sér
grein fyrir því, hver lausafjár-
staða borgarinnar var í júnílok
s.l., þ.e. getu borgarsjóðs til að
inna af hendi á réttum tíma
þær greiðslur, sem á hann falla.
í greinargerð Ólafs Nilssonar
kemur fram, að handbært
reiðufé, eða kvikir veltufjár-
munir, nam í lok júnímánaðar
alls 112 millj. kr., en skamm-
tímaskuldir námu alls 2.341
millj. kr. Handbært fé nam því
í júnílok s.l. aðeins 4,8% af
skammtímaskuldum."
En hvernig kemur dæmið út,
ef þeirra eigin aðferðum er
beitt? Handbært fé í árslok
1979 nam aðeins 3,7% af
skammtímaskuldum. Sú aðferð,
sem vinstri flokkarnir töldu
hina einu réttu til að meta
fjárhagsstöðuna, þegar skipt
var um meirihluta, sýnir að
fjárhagsstaðan hefur versnað á
þessum tíma.
Fjárvöntun
bætt með aukn-
um sköttum
Þessir reikningar, sem borg-
arstjórn hefur nú haft til með-
ferðar sýnir að þjóðsagan um
betri fjármálastjórn er fals
eitt. Þvert á móti hefur stöðugt
hallað á ógæfuhliðina í fjár-
málum borgarinnar. Það hefur
hinsvegar verið dulið, annars
vegar með stöðugt auknum
sköttum og álögum til að dylja
fjárvöntunina og hins vegar
með digurbarkalegum yfirlýs-
ingum, sem nú hafa fallið um
sjálft sig, þegar reikningar eru
skoðaðir.
j Reykjavíkurbréf
*»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 21. júní••♦♦♦••♦♦<
Stefna og
störf ríkis-
stjórnarinnar
Ríkisstjórn Gunnars Thor-
oddsens hefur setið við völd í tæpa
fimm mánuði og á þessum tíma
verður að ætla, að stefna og
vinnubrögð stjórnarinnar hafi
komið nægilega vel fram til þess
að hægt sé að leggja á hana
nokkurn dóm. Á þessu tímabili
hefur stjórnin orðið að kljást við
ríkisfjármál, skattamál, launa-
mál, fiskverð og gengismál, þ.e.
alla meginþætti efnahagsmála og
hefur þrátt fyrir allt haft nægi-
legt svigrúm til þess að takast á
við þessi vandamál á þann hátt, að
telja verður að stefna stjórnarinn-
ar í þessum efnum sé komin í
þann farveg, sem ráðherrar vilja
beina henni.
Niðurstaðan af þessum tæpum
fimm mánuðum er sú, að hér er á
ferðinni íhaldssöm stjórn en ekki
umbótastjórn, ríkisstjórn, sem
miðar að því að fleyta þjóðarbúinu
áfram frá einu þriggja mánaða
tímabili til annars, án þess að láta
skerast í odda eða takast á við
aðsteðjandi vanda að nokkru
marki, ríkisstjórn, sem beitir
bráðabirgðaráðstöfunum, en hefur
ekki sýnilegan áhuga á að brjóta
blað. í stuttu máli er hér á
ferðinni hefðbundin vinstri stjórn,
eins og við var að búast vegna
þess, að sjálfstæðismennirnir, sem
í ríkisstjórninni sitja, hafa engan
þann styrk á bak við sig, að dugi
þeim til þess að beina starfi
ríkisstjórnar af þessu tagi inn á
nýjar brautir. Þeir munu vafa-
laust líta svo á, að styrkur þeirra
sé fólginn í almennum stuðningi
við stjórnarmyndunina í upphafi,
en enginn veit það betur en
einmitt núverandi forsætisráð-
herra, að í stjórnmálum er lítið
sem ekkert að byggja á stundar-
vinsældum, sem hverfa fyrr en
varir, eins og ráðherrar eru áreið-
anlega byrjaðir að finna.
Ríkisstjórn, sem byggir fyrst og
fremst á Framsóknarflokki og
Alþýðubandalagi getur aldrei orð-
ið annað en íhaldssöm og þröng-
sýn stjórn. Ástæðan er sú, að
þessir tveir flokkar eru mestir
afturhaldsflokkar í íslenzkum
stjórnmálum í dag, forystumenn
þeirra eru íhaldssömustu stjórn-
málaleiðtogar þjóðarinnar um
þessar mundir og hafa hvorki
kjark til þess að brjóta rtýjar
brautir né þá framtíðarsýn, sem
til þess þarf. Andstæðurnar innan
Alþýðubandalagsins eru slíkar, að
sá flokkur getur ekki átt aðild að
ríkisstjórn, sem reynir að brjótast
út úr þeim vítahring, sem þjóðlíf
okkar allt er komið í.
Ríkis-
fjármálin
Líklega eru ríkisfjármálin
veigamesti þáttur í stjórn efna-
hagsmála okkar um þessar mund-
ir. Þar verður að byrja, ef gera á
tilraun til þess að brjóta blað í
efnahags- og fjármálum þjóðar-
innar. Það er löngu orðið ljóst, að
við erum komin í sömu aðstöðu og
flestar aðrar þjóðir í hinum vest-
ræna heimi, að vaxtarskeiðið er á
enda og við höfum ekki lengur efni
á því að þenja ríkisbáknið út, eins
og við höfum gert á undanförnum
áratugum.
Þarna verður að byrja. Almenn-
ingur í landinu, launþegar, ellilíf-
eyrisþegar, atvinnurekendur,
stjórnendur atvinnufyrirtækja,
verða ekki reiðubúnir til þess að
taka á sig það sem að þeim snýr til
þess að endurreisa efnahag ís-
lenzku þjóðarinnar, nema stjórn-
málamenn og embættismenn og
það kerfi, sem þessir aðilar hafa
byggt upp í kringum sig, sýni það í
verki fyrst, að þeir vilji gera
hreint fyrir sínum dyrum. Um leið
og sú forysta hefur verið sýnd á
opinberum vettvangi af stjórn-
málamönnum og embættismönn-
um mun ekki standa á öðrum. En
opinbera kerfið verður að gera sér
grein fyrir því, að fólk mun ekki
hlusta á yfiriýsingar forystu-
manna þjóðarinnar um vandamál-
in og afleiðingar þeirra, ef stjórn-
málamenn og embættismenn
ganga ekki á undan með góðu
fordæmi.
Þjóðin hefur ekki lengur efni á
að veita sér þann munað, sem
opinbera kerfið og sú þjónusta
sem það veitir er orðin. Þess vegna
er samdráttur á þessu sviði
óhjákvæmilegur. Hann mun koma
niður með einhverjum hætti.
Framkvæmdir verða minni í hin-
um ýmsu byggðarlögum, þjónust-
an verður takmörkuð, opinberum
starfsmönnum hættir að fjölga og
þeir verða að sæta því að sitja við
sama borð í ýmsum kjörum og
aðrir launþegar. Þessu fylgir
stórkostleg pólitísk áhætta fyrir
þá, sem vilja beita sér að þessu
verkefni. Sagt verður, að opinberir
starfsmenn séu orðnir svo margir,
að sá flokkur eða þeir flokkar, sem
taki að sér að skerða umsvif þess
opinbera, tapi atkvæðum. Þetta er
fáránlegur hræðsluáróður. Opin-
berir starfsmenn eru líka almenn-
ingur í landinu. Þeir eru líka
skattgreiðendur. Hinir almennu
starfsmenn hins opinbera eiga við
öll sömu vandamál að stríða og
aðrir launþegar. Það er ekki
minna í húfi fyrir þá en aðra að
takast megi að takmarka kostnað
skattborgaranna af opinbera kerf-
inu. Það verður líka sagt, að
hagsmunir byggðarlaganna í sam-
bandi við margvíslegar fram-
kvæmdir séu svo miklir, að þeir
muni tapa atkvæðum, sem skerði
þessa hagsmuni. Þetta er líka
hræðsluáróður. Fólkið í hinum
einstöku byggðarlögum á við öll
sömu vandamál að etja og skatt-
greiðendur almennt. Með sama
hætti og aðrir, horfir það agndofa
og hjálparlaust á það, hvernig
seilzt er dýpra og dýpra ofan í
vasa þess til þess að seðja, að því
er virðist, botnlausa hít opinbera
kerfisins. Fólkið í hinum einstöku
byggðarlögum mun virða þá
menn, sem sýna, að þeir hafa
kjark til þess að snúa þessari
þróun við.
Núverandi ríkisstjorn hefur það
ekki. Vissulega hafði ríkisstjórnin
takmarkaðan tíma til þess að
afgreiða fjárlög. En það má ekki
gleyma því, að búið var að leggja
mikla vinnu í fjárlagagerðina frá
því sumarið 1979 og þess vegna
gat ríkisstjórnin slegið tóninn, ef
svo má segja, gefið í fjárlagaaf-
greiðslu vísbendingu um, að
hverju hún stefndi, og það gerði
hún. Stefna núverandi ríkisstjórn-
ar í ríkisfjármálum er nákvæm-
lega sú sama og fyrri vinstri
stjórna á síðasta áratug. Stefnan
er sú að auka útgjöld ríkisins og
Frá 17. júni hátiðahöldum i Kúpavogi.
hækka skatta til þess að standa
undir þeim. Alþýðubandalags-
menn ganga jafnvel svo langt, að
þeir eru opinberlega farnir að
krefjast aukinna útgjalda ríkisins
og aukinnar skattheimtu.
Þetta sýnir, að núverandi ríkis-
stjórn er afturhaldssöm stjórn í
ríkisfjármálum, hún mun ekki
brjóta blað, hún mun ekki takast á
við þann vanda að takmarka
opinber umsvif, þess vegna er hún
afturhaldssöm stjórn en ekki um-
bótastjórn. Af þessum sömu
ástæðum hefur hún enga mögu-
leika á að ná árangri á öðrum
sviðum efnahagsmála.
Skattheimtan
Ríkisstjórnin hefur líka á þess-
um fimm mánuðum sýnt, að
hverju hún stefnir í skattamálum.
Hún stefnir að því að hækka
skatta. Hún hefur hækkað skatta
á almenningi og hún skattpínir
fyrirtækin. Skattpíningin er nú
komin á það stig á Islandi, að
skattsvik munu áreiðanlega stór-
aukast. Áður en Viðreisnarstjórn-
in tók við völdum haustið 1959
voru skattsvik útbreiddur þjóðar-
löstur. En Viðreisnarstjórnin
beitti sér fyrir slíkum breytingum
á skattalöggjöfinni, að skattborg-
ararnir komust að þeirri niður-
stöðu, að óþarft væri að svíkja
undan skatti, skattheimtan væri
sanngjörn. Viðreisnarstjórnin var
umbótastjórn í skattamálum. Og
áreiðanlega hefur það verið svo, að
með því að lækka skatta en
tryggja réttari skattaframtöl, hef-
ur henni í raun tekizt að auka
skattatekjur ríkissjóðs. Þá var
Gunnar Thoroddsen fjármálaráð-
herra og hafði sem slíkur forystu
um að koma fram þessum breyt-
ingum á skattalögunum, sem Við-
reisnarstjórnin í heild stóð að
sjálfsögðu að. Það er því ömurlegt
hlutskipti fyrir Gunnar Thorodd-
sen nú að veita forstöðu ríkis-
stjórn, sem vinnur skipulega að
því að eyðileggja þann árangur,
sem hann og félagar hans í
Viðreisnarstjórninni náðu í
skattamálum á þeim árum.
Nú má ganga út frá því sem
vísu, að skattsvik eru að aukast.
Fólk mun leita allra hugsanlegra
leiða til þess að svíkja undan
skatti og telja það sjálfsagt. Þegar
svo er komið, að það skiptir engu
máli, hvaða tekjur menn hafa,
skattaprósentan er orðin svo há,
að frá mánudagsmorgni til kl. 10 á
fimmtudagsmorgni, vinna menn
fyrir Ragnar Arnalds og ríkissjóð,
en frá kl. 10 á fimmtudegi þar til
síðdegis á föstudegi fyrir sjálfa
sig, má búast við víðtækum
skattsvikum. Þegar svo er komið,
að t.d. ekkjur, sem standa uppi
með húseign, sem er afrakstur
ævistarfs hjóna, hafa ekki efni á
því að halda þeim húseignum
vegna þess, að fasteignaskattar og
eignaskattar eru orðnir svo háir,
að eftirlaun standa ekki lengur
undir þeim kostnaði, búum við í
ranglátu þjóðfélagi. Þegar svo er
komið, að skattpíning atvinnufyr-
irtækjanna er orðin slík, að þau
eiga ekki annan kost en draga
saman seglin, segja upp starfs-
fólki og jafnvel loka, erum við á
rangri braut.
En þetta er sú braut, sem
núverandi ríkisstjórn fetar. Og
hún fer lengra og lengra út í þetta
fen. Þetta er stefna, sem er í
andstöðu við vilja almennings í
landinu. Sjálfstæðismenn í ríkis-
stjórninni hljóta að gera sér grein
fyrir því, að þetta er stefna, sem
er í andstöðu við stefnu Sjálfstæð-
isflokksins. Þetta er stefna, sem
leiðir til ófarnaðar og meðan
skattamálin eru ekki tekin öðrum
tökum, mun enginn árangur nást
á öðrum sviðum efnahagsmála.
Víta-
hringurinn
Hinn 1. júní sl. varð öll þjóðin
vitni að því, hvernig vítahringur-
inn virkar. Þá hækkuðu öll laun í
landinu um 11,7% vegna þess, að
framfærsluvísitalan hafði hækkað
um rúm 13%. í kjölfarið á þessari
launahækkun var fiskverð hækkað
um 11,7%, að sjálfsögðu til þess að
tryggja sjómönnum sömu launa-
hækkun og öðrum launþegum í
landinu. A sama tíma og fisk-
vinnslunni var gert að greiða
hærra fiskverð hér heima fyrir,
bárust fregnir frá Bandaríkjunum
um að fiskverð væri ýmist að
lækka þar á einstökum fiskteg-
undum, eða svo mikil sölutregða
væri á mörkuðum okkar þar, að
fiskurinn seldist ekki og birgða-
geymslur væru að fyllast.
Hvernig er hægt að hækka
fiskverð hér heima, þegar það
lækkar á mörkuðum okkar og
fiskurinn selst ekki? Það er auð-
vitað ekki hægt og það veit hvert
mannsbarn í landinu. Hér er á
ferðinni sá vítahringur, sem eng-
inn stjórnmálamaður hefur þorað
að snerta við„ síðan Geir Hall-
grímsson gerði tilraun til þess að
rjúfa hann í febrúar 1978, með
þeim árangri að efnt var til
almenns samblásturs gegn honum
með samfylkingu stjórnmála-
flokka og almannasamtaka. Nú-
verandi ríkisstjórn stendur
frammi fyrir því í kjölfar fisk-
verðshækkunar, að láta gengið
síga enn frekar. Þetta vita ráð-
herrarnir mæta vel, þótt Stein-
grímur Hermannsson sé sá eini,
sem segir það opinberlega. Næstu
vikur og mánuði mun gengið síga,
framfærsluvísitalan hækkar, og 1.
september hækkar kaupgjaldsvísi-
talan enn, og fiskverðið í kjölfarið
á henni, og svo koll af kolli.
Ætlar ríkisstjórnin að rjúfa
þennan vítahring? Steingrímur
Hermannsson hefur sagt, að verði
1. júní látinn endurtaka sig 1.
september, sé stjórnin komin upp
að vegg. Þetta er rangt hjá
formanni Framsóknarflokksins.
Ríkisstjórnin er nú þegar komin
upp að vegg. Og hvað ætlar hún að
gera 1. september? Ætli hún að
rjúfa þennan vítahring, á hún
engan annan kost en að taka upp í
einni eða annarri mynd lagasetn-
ingu Geirs Hallgrímssonar frá því
veturinn 1978. Ætli Alþýðubanda-
lagið verði tilbúið til þess? Það
verður fróðlegt að fylgjast með
því.
Kjarni málsins er auðvitað sá,
að ríkisstjórn, sem þorir ekki að
takast á við þennan vítahring og
rjúfa hann, hefur enga möguleika
á að ná nokkrum árangri og mun
gefast upp fyrr en síðar. Höfundur
þessa Reykjavíkurbréfs spurði
Geir Hallgrímsson um það í janú-
ar 1978, þegar þáverandi forsætis-
ráðherra íhugaði með hvaða hætti
ríkisstjórn og Alþingi ættu að
grípa inn í þennan vitahring, til
þess að rjúfa hann, hvers vegna í
ósköpunum hann vildi kalla yfir
sig og ríkisstjórn sína nokkrum
mánuðum fyrir kosningar, þann
stórfellda vanda, sem fylgja
mundi í kjölfar óvinsælla ráðstaf-
ana af þessu tagi. Svar Geirs
Hallgrímssonar var það, að hann
vildi frekar gera skyldu sína sem
forsætisráðherra og falla í kosn-
ingum en reyna að fleyta málum
fram, fram yfir kosningar og
grípa þá til nauðsynlegra ráðstaf-
ana. Þeir íslenzkir stjórnmála-
menn eru ekki margir í dag, sem
hefðu farið að með sama hætti.
Enda hefur formaður Sjálfstæðis-
flokksins orðið fyrir meira aðkasti
síðustu tvö árin en nokkur annar
íslenzkur stjórnmálamaður um
langt árabil. Eftir stendur sú
staðreynd, að frá því að viðreisn-
artímabilinu lauk, er Geir Hall-
grímsson eini íslenzki stjórnmála-
maðurinn, sem hefur haft kjark til
þess að reyna að snúa blaðinu við.
Sú tilraun mistókst — en hún var
gerð og það skiptir nokkru máli.
Það þýðir ekki, að ný tilraun muni
mistakast, en hún verður áreiðan-
lega ekki gerð af núverandi ríkis-
stjórn.