Morgunblaðið - 22.06.1980, Page 21

Morgunblaðið - 22.06.1980, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1980 21 kosningabaráttu, því þá fer glíman að verða óeðlilega stór þáttur í þjóðlífinu 3uk annarra neikvæðra atriða, en ég held hins vegar að ríkisfjölmiðlarn- ir gætu komið til móts í þessum efnum með því að kynna menn, ræða við þá, en gæta þess þó að etja þeim ekki saman varðandi mál sem myndu aldrei koma til kasta forseta. „Merkilegt að skynja kraftinn í uppbyggingunni“ Á ánægjulegum ferðalögum um landið hefur maður sann- færst um það að ísland er í raun miklu stærra og fjöl- breyttara en flestir tala um. Með þessum ferðalögum til allra átta fær maður nýja mynd af landinu. Áður hef ég til dæmis komið í fjölmörg frystihús, en eftir að hafa fengið að sjá þetta nú í einni heild er mjög merkilegt að skynja kraftinn í uppbygging- unni og breytinguna sem hefur orðið til batnaðar. En hvað stórkostlegast finnst mér að sjá unga fólkið um allt land, hvað það er hresst og glaðlegt og hefur úr mörgum tækifærum að spila. Ég tel að unga fólkið sé mesta auðlindin sem við eigum. Það er nauðsynlegt að eiga fiski- stofnana í sjónum og orkan í landinu er dýrmæt, en það er unga fólkið sem mun ráða úrslitum um framtíð Islands. Annað sem okkur hefur þótt mjög eftirtektarvert og ánægjulegt á ferðum okkar um landið er það átak sem hefur verið gert í málum aldraða fólksins. Það er mjög stórt og mikilvægt mál. Mér sýnist samhjálpin við hina gömlu og sjúku vera á réttri leið, en samt vantar að menn standi saman um þetta mái. Æskan er auðlind sem þarf að hlúa að svo hún gagnist vel og hún hefur tækifæri, ekki sízt utan Reykjavíkur, en það þarf ekki síður að hlúa að þeim sem eru gengnir frá tækifærunum og um flæddi yfir þjóðina í kosn- ingum sem eiga að finna sam- einingartákn. Það má ekki spilla fyrir því. Þessi kosn- ingabarátta er ný reynsla fyrir mig, ég hef aldrei reynt svona áður því rektorskjör fer fram á allt annan hátt. Þetta er erfitt en skemmtilegt og skemmtileg- ast er það hvað maður hittir margt fólk.“ „Sýnir miklu fremur kjark og skyldurækni“ „Finnst þér óeðlilegt umtal hafa fylgst kosninga- baráttunni?" „Það er aldrei hægt að kom- ast hjá því að heyra einhverjar vangaveltur, en satt að segja vildi ég ekki vera slíkur maður að um mig væri aðeins hægt að segja eitthvað tandurhreint og • engilfagúrt. Menn sem fara í framboð hljóta að gera sér grein fyrir því að umtal fylgir í kosningbaráttu, en ég held að það hafi ekki verið þess eðlis að það skipti máli. Á fundum hafa verið bornar fram ákveðnar spurningar og það er ágætt. Ég ef til dæmis verið spurður að því hvort mér væri treystandi sem forseta Islands vegna þess að ég hafi skipt um störf og hvort ég léti undan þrýsting. Ég hef svarað því til að ég telji það ekki bera undanlátssemi vott að taka að sér störf sem maður sækist ekki eftir, það sýnir miklu fremur kjark og skyldurækni. Það er ekki það sama að láta undan þrýstingi og taka að sér starf eða láta undan þrýsting í starfi og það hef ég ekki gert." Spurt af einurð en kurteisi „Hvernig kannt þú gagn- rýni?“ “Ég held að ég þoli gagnrýni betur heldur en menn halda. Auðvitað sárnar mér gagnrýni, bæði sú sem ég tel rakalausa að eigin mati og einnig sú sem á við rök að styðjast, en ég get tekið því án þess að á öðrum bitni og geri það upp við mig. gamla nemendur frá Núpi, Verzlunarskóla íslands eða Háskóla íslands. Það hefur verið ákaflega gaman að hitta þetta fólk um allt land í öllum slagæðum þjóðlífsins. Ef ég hefði farið þessar ferðir fyrir 5 eða 10 árum hefði ég ekki hitt svona marga úti á landsbyggð- inni með háskólapróf. Það er mjög ánægjulegt að fólk sem hefur farið í gegn um Háskóla íslands skuli í auknum mæli dreifast um landið og það er flest mjög ánægt með þá lífs- háttu sem þar tíðkast og það getur tileinkað sér. Það hefur einnig verið áber- andi úti á landi nú að undan- förnu þegar þorskveiðibann hefur verið að fólk veltir fyrir sér markaðsmöguleikum. Víða hefur verið landað miklu magni af grálúðu að undan- förnu og þá er það spurning um markaðinn. Það er sýnt að við verðum að meta stöðuna raunsætt þar sem við þurfum bæði að glíma við aflasamsetn- ingu og markaðsvandamála. Ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði, en hef það á tilfinningunni að helztu nytja- stofnar okkar séu á uppleið og það skiptir öllu máli að skyn- samlega sé unnið á þeim vett- vangi. Ég tel að sjávarútvegur verði um ófyrirsjáanlega fram- fið það sem á verður byggt þótt fjölbreytni megi auka á ýmsan hátt í öðrum atvinnugreinum. En við hljótum að líta til markaðanna, þeir skipta svo miklu máli fyrir lífskjör okkar í framtíðinni. Aðbúnaður á vinnustöðum fiskvinnslunnar hefur stór- batnað og mætti nefna ótal staði sem eru til fyrirmyndar eins og t.d. rækjuvinnsluna á Skagaströnd. Þar eru veggir skreyttir með góðum málverk- um og kaffistofur eru víða stórglæsilegar, enda hefur um- gengni batnað að sama skapi. Fiskvinnslan er tiltölulega ein- hæf vinna og þeim mun meiri ástæða er til þess að búa vel að fólkinu, gefa því tækifæri á fjölbreytni í tengslum við vinn- una.“ auólindin hafa skilað sínu dagsverki og meira en það í þágu uppbygg- ingar íslands. Ég legg einnig áherzlu á mikilvægi þess að traustleiki atvinnuveganna sé um allt landið því aðeins á traustum grunni atvinnuveganna er unnt að byggja upp eitthvað gott fyrir framtíð íslands, sjálf- stæða menningu. Um vandamál dagsins er hæpið að fjalla mikið í stuttu máli, en það er Ijóst að til þess að atvinnuvegirnir geti gengið þurfa þeir að vera arðbærir og þá er komið að skiptingu arð- sins. Ég er ekki dómbær á það hvernig sú skipting á að vera, en það þarf að miða við það að fólk og fyrirtæki geti lifað og þróast eðlilega." „Skemmtilegt að hitta svo margt fólk“ „Finnst þér þessi kosninga- barátta hafa farið vel frarn?" „Kosningabaráttan hefur farið drengilega fram að mínu mati og það er þakkarvert. Enda finnst mér hættulegt ef sundrung og hnútukast í orð- Kosningbarátta • sem þessi herðir einnig á manni skelina í þessum efnum og maður er betur undir það búinn að taka gagnrýni. Lengur kippi ég mér ekki upp við ýmislegt sem mér hefði þótt miður áður. Jafnvel þótt maður á einstaka stað hafi beinlínis skotið spurningum til þess að setja mig upp að vegg, þá hefur það ekki verið leiðin- legt, ávallt kurteist en ef til vill með einurð út í æsar og það er ágætt, því þá er hægt að leiðrétta misskilning eða kynna sjónarmið sitt.“ Háskólaborgarar í auknum mæli á landsbyggðinni „Hefur þú hitt marga nem- endur þína úti á landi?" „Já, ég hef varla komið á stað þar sem ég hef ekki hitt Grein: Árni Johnsen Mynd: Ragnar Axelsson Gamansemi nauð- synlegur hluti af mannlífinu „Hvað hefur helzt komið ykkur á óvart á ferðalögum um landið?" „Það hefur komið okkur þægilega á óvart hvað margt fólk hefur séð sér fært að koma á fundina hjá okkur og oft hefur verið fundaröð á einum degi og svo næsta vers næsta dag. Við lögðum til dæmis lykkju á leið okkar í Þingeyjar- sýslu, keyrðum 20 kílómetra inn í Bárðardal á fund þar um hásauðburðinn, en samt var þar margmenni fólks mætt með kaffi á brúsum, pönnukök- ur og kleinur. Það var létt yfir mannskapanum og sá mann- fjöldi kom okkur virkilega á óvart." „Ert þú gamansamur?" „Já, ég held að það hafi alltaf verið prakkari í mér, ég hef alltaf haft gaman af því að gantast syolítiO, eins og strák- ar gera. Ég virði slíkt á meðan það meiðir engan, finnst það nauðsynlegur hluti af mannlíf- inu.“ Til afgreidslu strak sambyggöar trésmíðavélar. G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Armúla 1. — Sími 8 55 33. Tilkynning frá Verka- mannasambandi íslands Aö gefnu tilefni vill Verkamannasamband íslands vekja athygli aöildarfélaga sinna á eftirfarandi: 1. Samkvæmt lögum nr. 19/1979, ber verkafólki uppsagnarfrestur ef þaö hefur unniö eitt ár eöa lengur hjá sama atvinnurekanda. 2. Uppsagnir verkafólks, sem stafa af samdrætti eða breytingum í rekstri, ber aö tilkynna hlutaöeigandi verkalýösfélagi meö tveggja mánaöa fyrirvara skv. lögum nr. 13/1979. 3. Óheimilt er atvinnurekendum aö tengja saman uppsagnir starfsmanna og orlof þeirra. Hins vegar mælir stjórn V.M.S.Í. meö því aö verkalýösfélögin leggist ekki gegn samræmdri töku orlofs, þar sem unnt er að koma því viö. Veröi aöildarfélögin vör viö aö frá þessum reglum sé brugöiö, svo og ef um vanrækslu á greiöslu vinnulauna er aö ræöa, eru félögin hvött til aö gera skrifstofu V.M.S.Í. aövart. Verkamannasamband íslands RENAULT14 Hefur kosti stóru bílanna, en rekstrarkostnað litlu bílanna. Renault 14 er rúmgóður og þægilegur bíll, með 1218 cc vél sem gefur 57 bhp DIN. Renault 14 er eyðslulítill bæði í bæjarakstri sem og úti á þjóðvegum. Eyðsla 6,4 litrar á 100 km. ef ekið er stöðugt á 90 km hraða. Þú gerir vart hagkvæmari bilakaup i dag skrefi á undan KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.