Morgunblaðið - 22.06.1980, Page 22

Morgunblaðið - 22.06.1980, Page 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1980 Einhver haröasta valdabarátta frá lokum síðari heimsstyrjaldar geisar um þessar mundir í brezka Verkamanna- flokknum. Lengi hefur verið bollalagt að James Callaghan muni bráölega láta af starfi flokksleið- toga og flokksleiðtogar, sem hafa augastaö á starfinu, hafa reynt að treysta stööu sína aö undanförnu. Við þetta hefur bæzt að Roy Jenk- ins, formaður stjórnar- nefndar Efnahagsbanda- lagsins í BrUssel og fyrr- verandi varaforsætisráð- herra, hefur lýst því yfir að hann hyggist stofna nýjan miðflokk þegar hann lætur af störfum í BrUssel um næstu ára- mót. En eftir síöustu atburði hallast menn helzt að því, aö Callaghan muni þrátt fyrir allt halda áfram starfi flokksleiðtoga eftir þing Verkamannaflokks- ins, sem mun ráða úrslit- um í valdataflinu. Enn fremur er það hald manna, að ólíklegt sé að Jenkins muni kalla fram klofning í flokknum, þótt ekki sé talið útilokað að deilurnar skilji eftir sig svo djúp sár að Jenkins muni hagnast á því eins og segir í tímaritinu „Now“, sem hér er stuðzt viö. Ef flokkurinn færist til hægri á flokksþinginu er talið að tilraun Jenkins verði dauöadæmd. Leið- togi Frjálslynda flokks- ins, David Steel, hefur lýst sig fúsan til að semja við stuðningsmenn Jenk- ins í vissum kjördæmum, en ekkert bendir til þess að nokkur þingmaður íhaldsflokksins komi til liðs við hann. Auk þess hafa ekki allir þingmenn frjálslyndra eins mikinn áhuga á samkomulagi viö Jenkins og Steel. Vel- gengni Jenkins mun að miklu leyti byggjast á fyrrverandi kjósendum Verkamannaflokksins sem hafa fengið sig full- sadda á kenjum vinstri armsins. Vinstri armurinn Vinstri armurinn hefur bætt stöðu sína að undanförnu og ef honum tekst að treysta sig í sessi mun það áreiðanlega koma Jenk- ins til góða og skaða Verka- mannaflokkinn. Þótt talið sé, að aðeins örfáir þingmenn Verka- mannaflokksins muni ganga í lið með Jenkins getur hann dregið fylgi frá Verkamannaflokknum og kannski stuðlað að ósigri Verkamannaflokksins í næstu þingkosningum og tryggt sigur Ihaldsflokksins. Leiðtogar verkalýðsfélaga hafa nýlega lýst yfir stuðningi við Callaghan, og það olli ringulreið. Það getur annað hvort þýtt, að þeir vilji auka völd Callaghans áður en hann lætur af störfum, eða að yfirlýsingarnar séu liður í herferð til að tryggja að Callagh- an verði endurkjörinn flokksleið- togi. Árásir Jenkins á Verka- mannaflokkinn hafa vakið hneykslun verkalýðsleiðtoganna. Fjármál flokksins valda þeim líka áhyggjum og ekki síður sú staðreynd, að skráðum flokks- mönnum hefur fækkað í um 250.000. Kosningaósigurinn er þeim einnig í fersku minni, en fylgi flokksins í kosningum hefur ekki verið eins lítið og fyrir stríð. Leiðtogarnir úr verkalýðs- hreyfingunni hafa krafist þess að nefnd verði skipuð til að rann- saka reglur flokksins og þeir hafa sett harðari skilyrði fyrir þeim fjárframlögum, sem þeir leggja fram. Svo er að sjá, að þeir ætli að skerast í leikinn í valdabarátt- unni, ná enn meiri völdum í flokknum og treysta völd Call- aghans, sem virðist eini maður- inn sem þeir treysta. Uppgiörið Ef Callaghan dregur sig í hlé og uppgjörið í valdabaráttunni fer fram á flokksþinginu í haust er Denis Healey talinn líklegasti eftirmaður hans, en því lengur sem Callaghan dregur afsögn sína á langinn, því minni eru líkur Healeys taldar. Verkalýðs- félögin telja hann klofningsmann og talið er að ýmsir hægrisinnað- ir þingmenn flokksins muni held- ur styðja Peter Shore. Roy Hattesley, sá sem kom við sögu í þorskastríðinu, hefur geng- ið ötullega fram í því að undan- förnu að afla sér vinsælda og áhrifa. En ástæðan fyrir þátttöku hans í valdabaráttunni er sögð sú, að hann sé að bíða eftir næstu umferð. Peter Shore hefur tryggt sér ómetandi stuðnings Michael Foote úr vinstriarminum. Fram- koma hans í síðustu stjórn Verkamannaflokksins hefur gert hægri arminn vinsamlegan hon- um. Nýir þingmenn bera virðingu fyrir dómgreind hans og vaxandi áhrifum. Vinstri armurinn barð- ist gegn stuðningi hans á þingi við refsiaðgerðir gegn íran og ákvörðunina um að hundsa Ól- ympíuleikana, en hann á nokkra vini í vinstri arminum vegna langrar andstöðu gegn EBE. John Silkin er einnig andstæð- ingur EBE og nokkrir af fyrrver- andi áhrifamönnum úr þing- flokknum styðja hann. Margir telja; að hann fái stuðning flestra félaga Tribune-hópsins og því getur úrslitaatkvæðagreiðslan snúizt um hann og Healey. Tony Benn er almennt ekki talinn koma til greina sem leið- togi flokksins, svo framarlega sem þingflokkurinn kýs flokks- leiðtogann. Hins vegar gæti hann haft áhrif á baráttuna ef hann fengi meira fylgi úr Tribune- hópnum en Silkin. Þrír hægrisinnar Vegna aukinna umsvifa vinstri flokksmanna og áskorunar John Silkins til Verkamannaflokksins um að berjast fyrir úrsögn Breta úr EBE hafa þrír hægrisinnar í flokknum, David Owen, Bill Rod- gers og frú Shirley Williams tekið höndum saman. Þau hafa ákveðið að vinna saman í því skyni að koma í veg fyrir að vinstri armurinn vinni fleiri sigra átakalaust. Ófriðurinn milli vinstri og hægri armsins, eða sósíalista og sósíaldemókrata, hefur aldrei verið eins harður innan Verka- mannaflokksins. Beiskjuleg og persónuleg fyrirlitning óbreyttra flokksmanna á þingmönnum flokksins hefur heldur ekki verið eins innileg og nú. Fjögur stórmál valda ágrein- ingi í flokknum: stefnan í efna- hagsmálum, stefnan í varnarmál- um, afstaðan til Efnahagsbanda- lagsins og reglur Verkamanna- flokksins. Valið hjá kjósendum Verkamannaflokksins stendur á milli blandaðs hagkerfis, sem sósíaldemókratar beita sér fyrir, og aukinnar þjóðnýtingar, áætl- unarbúskapar og innflutnings- tolla, sem sósíalistar berjast fyrir. Callaghan berst sem fyrr fyrir kjarasamkomulagi eins og því sem stjórn Verkamannaflokksins gerði við verkalýðshreyfinguna. Hann varði þessa stefnu á sér- stöku flokksþingi, sem var haldið í Wembley, og vörn hans varð kveikjan að þeirri bitru innbyrðis deilu, sem nú geisar í flokknum. Benn reyndi að nota tækifærið til að vinna verkalýðsleiðtogana á sitt band, en fram að þeim tíma höfðu þeir verið tregir til að styðja málstað hans. Honum var fagnað með dynjandi lófataki þegar hann fordæmdi stefnu Callaghans á þeirri forsendu, að hún væri tilraun til að handjárna verkalýðsfélögin. John Silkin, keppinautur Benns um vinstra fylgið, hefur þagað um þetta mál. Verkalýðsleiðtog- unum hefur gramizt, að stjórn frú Thatchers hefur haldið þeim utan við stjórnarákvarðanir. Það fyrirkomulag, - sem Callaghan stingur upp á, veitir þeim tæki- færi til að fá aftur slík áhrif. í varnarmálum var lagt fram skjal á Wembley-þinginu þar sem neitað er að fallast á bandarískar stýriseldflaugar á brezkri grund. Jenkins sagði, að með þessu væri nánast tekin upp hlutleysisaf- staða, sem gerði „áframhaldandi aðild að NATO marklausa", og gerði að engu „tækifæri Breta til að gegna áhrifamiklu hlutveki í viðræðum um takmörkun kjarn- orkuvopna" — fimm mánuðum eftir innrásina í Afganistan. Hægri menn í Verkamanna- flokknum hafa miklar áhyggjur af áhrifum þessarar stefnu sem var samþykkt á þinginu. Þrír gegn EBE í deilunni um Efnahagsbanda- lagið hafa þrír þeirra fimm helztu manna, sem bítast á um stöðu flokksleiðtoga — Silkin, Shore og Benn — verið eindregn- ir andstæðingar EBE. Keppinaut- ar þeirra, Healey og Hattersley, hafa í bezta falli verið hálfvolgir í stuðningi sínum við bandalagið. Krafa Silkin um úrsögn úr EBE hefur orðið til þess, að Shore hefur tekið þá afstöðu sem Rich- ard Croslands, gamalkunnur for- ystumaður í flokknum, hafði fyrr á árum, að ekki borgi sig að kljúfa flokkinn í þessu máli. Stefna Shores er sú að draga verði úr áhrifum EBE á brezka þingið . Deilurnar um reglur flokksins standa í aðalatriðum á milli þingflokksins annars vegar, þar sem hófsamir menn eru í meiri- hluta, og virkra þingmanna í kjördæmunum, sem telja forystu flokksins hafa brugðizt sósíal- isma, hins vegar. Benn hefur gert sig að málsvara þeirra og haldið því fram, að óbreyttir flokks- menn verði að gera haft meira eftirlit með flokksforystunni. Hægri armurinn viðurkennir, að umbætur séu nauðsynlegar, en hvetur til fulls lýðræðis. Þeir vilja, að breytingar verði gerðar á framkvæmdastjórn flokksins, þannig að meira jafnvægi verði milli þriggja helztu aflanna í flokknum: verkalýðsfélaganna, þingflokksins (fulltrúa 11 millj- óna kjósenda flokksins) og flokksdeildanna í kjördæmunum. Þeir vilja helzt, að nefndarklíkur velji ekki þingmennina heldur allir fullgildir meðlimir flokks- ins. Vinstri sigrar Vinstrisinnar unnu tvo mikil- væga sigra á flokksþinginu í október í fyrra. Þá var ákveðið að framkvæmdastjórnin skyldi ráða stefnuskrá flokksins, en ekki for- ysta þingflokksins, og að endur- val færi fram á þingmönnum flokksins fyrir hverjar þingkosn- ingar, þannig að þeir yrðu opnari fyrir óskum þeirra flokksnefnda, sem móta stefnu flokksins. Vinstrisinnar reyndu líka að fá því framgengt, að flokksleiðtog- inn yrði valinn á flokksþinginu, en tillagan var felld. Vinstriarmurinn hefur reynt að fá því framgengt, að sam- þykktir Wembley-þingsins verði gerð að drögum að nýrri stefnu- skrá. Vinstri menn vita, að því nær sem dregur kosningum því ólíklegra er að flokkurinn sam- þykki öfgafyllstu kröfur þeirra. Rannsóknarnefnd, sem hefur ver- ið skipuð til að kanna skipulag flokksins, reynir að mynda sér skoðun um, hverjir eigi að semja stefnuskrána, kjósa leiðtogann og velja þingmennina. Fimm áhrifamikil verkalýðs- félög hafa lagt til við nefndina, að þingflokkurinn fái fleiri fulltrúa í framkvæmdastjórninni, og sú af- staða kemur á óvart. Líklegt er taiið, að rannsóknarnefndin sam- þykki málamiðlunarsamkomulag á þá leið, að sérstakt þjóðarráð Verkamannaflokksins semji stefnuskrána, staðfesti kosningu flokksleiðtoga í þingflokknum og bæti sambúð þingflokksins og framkvæmd stjórnar flokksins. I þessu ráði fengju sæti 12 verka- lýðsforingjar, 12 þingmenn (þar með taldir meðlimir úr skugga- ráðuneytinu), 11 fulltrúar frá landshlutaráðstefnum og níu fulltrúar þingmanna á Evrópu- þinginu, sósialistafélögum, bæj- ar- og sveitarstjórnum og flokks- starfsmönnum. Framtíð Verkamannaflokksins mun ekki ráðast fyrr en á flokks- þinginu í haust. Þó er talið, að þeirri miklu uppstokkun, sem er spáð verði enn slegiö á frest, ekki sízt vegna þess að vinstri armur- inn veit, að ef hann vill hrinda stefnumálum sínum í fram- kvæmd þarf hann sauðargæru lýðræðislegrar jafnaðarstefnu til þess að komast til valda fyrst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.